Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 1
48 síður með 8 síðna íþróttablaði 29. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Árás á sendiráð Frakka í Tripoli I'arís. I. fehrúar. Al'. íESTUR múgur hrópaði vígorð um byltingu í Libýu og Túnis og réðst á fraiiska sendiráðið í Tripoli. höfuð- borg Libýu. í dag. Múgurinn eyðilagði allt som hönd á festi í hyggingunni að sögn Claude Malo sendiherra. Diplomatar í París sögðu að árás hefði verið gerð um svipað leyti á sendiráð Túnis. en sú frott fékkst okki staðfest. Franska utanríkisráðuneytið fylgdist náið moð þróuninni í dag. on sagt var að 1500-2000 Frakkar húsettir í Líbýu væru ekki taldir í hættu. Allir starfsmenn franska sendi- Þrjú ríki hækka olíu Ne» Yurk. I. fehrúar. AP. ÞRJÚ aðildarríki Opec boð- uðu i dag allt að 4.21 dollara hækkun fyrir hverja tunnu af olíu þannig að alls hafa 10 aðildarriki .samtakanna hækkað verð sitt siðan seint í janúar. Nígería boðaði 4,21 dollara hækkun á tunnuna í 34,21 dollara, Indónesar hækka sitt verð um tvo dollara í 29,50 og Alsír hækkar sitt verð um 4,21 dollara í 37,21 dollar sem er hæsta verð Opec. Jafnframt var haft eftir góð- um heimildum að Saudi-Arabar kynnu að auka framleiðslu sína til að reyna að stemma stigu við verðhækkununum í Opec. ráðsins sluppu ómeiddir þegar múg- urinn ruddist inn í hygginguna að sögn Malo sendiherra. Sendiherra Túnis í París neitaði því að árás hefði verið gerð á sendiráð landsins í Líbýu og sagði aö aðeins hefði verið efnt til mótmœla- aðgerða fyrir utan bygginguna. Franska utanríkisráðuneytið for- daemdi árásina í tilkynningu, sagði að hún væri óþolandi og kvað Frakka áskilja sér rétt til að krefjast skaða- bóta. Melo sendiherra kvaðst telja að samband væri milli árásarinnar og aðstoðar sem Frakkar veittu Túnis-' stjórn í síðasta mánuði til að hjálpa her hennar að hrinda árás sem skæruliðar er virðast hafa verið þjálfaðir í Líbvu gerðu á bæinn Gafsa. Þjóðvarðliðar umkringja drciíða hópa fanga í garði ríkisfangelsis Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum þar sem gerð var uppreisn á sunnudag. Sjá bls. 47. Saudi-Arabar hafna bandarískri herstöð Itiyadh. Saudi-Arabiu. 1. febrúar. AP ZBIGNIEW Brzezinski, ráðu- nautur Carters forseta í þjóðar- öryggismálum, ræddi í dag við Fahd krónprins í Riyadh um ástandið sem hefur skapazt eftir íhlutun Rússa i Afganistan. Brzezinski kemur frá Pakistan þar sem hann ræddi öryggi þessa heimshluta við Zia Ul-Haq for- Sýrlendingar hóta aö yfirgefa Líbanon Boirút. 1. febrúar. AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Líban- ons, Salim El Hoss, fór til Sýr- lands í dag til að reyna að afstýra yfirvofandi brottflutningi sýr- lenzka friðargæzluliðsins frá Beírút. Andstæðir hópar vopn- aðra vinstrisinna börðust nálægt einni af stöðvum Sýrlendinga og ísraelskar herflugvélar flugu yf- ir höfuðborgina. Aðstoðarmenn Hoss segja að hann muni tjá sýrlenzkum ráða- mönnum að líbanski herinn, sem leystist upp í borgarastríðinu 1975—76, sé enn ekki nógu öflugur til þess að taka við öryggismálum í Beirút. Þeir sögðu að Hoss færi fram á að hugsanlegum brottflutningi yrði frestað í óákveðinn tíma. Ríkisútvarpið sagði að herinn væri í viðbragðsstöðu og sam- kvæmt heimildum í hernum má vera að málamyndalið verði notað í Beirút ef Sýrlendingar hörfa. seta og diplómatar segja að hann muni ræða sama mál við leiðtoga Saudi-Arabíu. Fahd og aðrir leiðtogar Saudi- Arabíu hafa gegnt forystuhlut- verki í þeirri gagnrýni sem Rúss- ar hafa sætt fyrir innrásina í Afganistan en þeir eru mótfalln- ir þvi að Bandaríkjamenn fái herstöð í Saudi-Arabiu til að efla varnir heimshlutans þar sem þeir vilja ekki tengjast Bandarikja- mönnum um of vegna andstöðu sinnar við ísrael. Hins vegar hafa Saudi-Arabar tekið skýrt fram að þeir hafi ekkert á móti því að Bandarikja- menn komi sér upp herstöð í grannrikinu Oman samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Áður en Brzezinski fór frá Pak- istan lýsti hann aðdáun sinni á þeim ásetningi Pakístana að verja sjálfstæði sitt og sagði að sá lærdómur sögunnar væri alþekktur að þær þjóðir sem væru reiðubúnar að leggja allt í sölurnar fyrir sjálfstæði sitt væru ólíklegastar til þess að glata því. Bandaríkin hafa boðið Pakistan hernaðar- og efnahagsaðstoð að verðmæti 400 milljónir dollara til tveggja ára, en Zia hefur kallað það „smáræði". Brzezinski mun þó hafa fullvissað Zia um að Bandaríkja- menn vildu semja við Pakistana um aðstoð til langs tíma þrátt fyrir efasemdir Indverja. Tilkynnt hefur verið að Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, komi til Nýju Delhi um miðjan mánuðinn og kunnugir telja að hann muni leita eftir „opinberum stuðningi" Indverja við innrásina í Afganistan. I Riyadh sagði saudi-arabískur ráðherra að samstilltur þrýstingur lýðræð- isríkja gæti neytt Rússa til að hörfa frá Afganistan. I Moskvu sagði Leonid Brezhnev forseti í veizlu til heiðurs kambód- íska leiðtoganum Heng Samrin að heimsveldissinnar mættu ekki eyðileggja slökunarstefnuna dét- ente. Hann kvað það sameiginlegt hagsmunamál þjóða heims að sigr- ast á þeirri „spennu sem á ný varpaði skugga á alþjóðleg sam- skipti". Nýr forseti í íran tekur við Tohoran. 1. fehrúar. Aí*. KHOMEINI trúarleiðtogi setti í dag Abolhassan Bani Sadr inn i embætti forsetá i sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalizt síðan hann fékk vægt hjartaáfall. Jafnframt Sakharov ógnað með skammbyssu Moskvu. 1. fobrúar. AP. Andófsmaðurinn Andrei Sakharov sagði í yfirlýsingu. sem kona hans birti í dag, að tveir menn vopnaðir skamm- byssu hefðu ógnað lífi sínu og hann hefði fengið póstkort með hótun um liflát siðan hann var flæmdur til Gorki í síðasta mánuði. Sakharov sagði líka að sak- sóknarinn í Gorki hefði varað sig við því í síðustu viku að ef hann birti fleiri yfirlýsingar með hjálp konu sinnar fengi hann nýjan aðsetursstað, lífsskilyrðum hans i útlegðinni yrði breytt og kona hans yrði einnig látin sæta takmörkun- um. Ennfremur sagði Sakharov að vopnuðu mennirnir sem komu i ibúð hans hefðu sagt að staður væri tilbúinn fyrir hann í geðsjúkrahúsi. Yelena, kona Sakharovs, dreifði yfirlýsingunni skömmu eftir að hún kom frá Gorki þar sem hún heimsótti mann sinn um helgina. Enn sem komið er hefur ekki verið gripið til að- gerða gegn henni. „Ástandið í Gorki er mjög alvarlegt," sagði hún. Við hlið hennar var Lev Kopelev, 68 ára gamall rithöfundur og vinur Sakharovs sem sætti harkaleg- um blaðaárásum um helgina. Sakharov sagði í annarri yfirlýs- ingu að „sannleikur og siðferð- ismáttur" stæðu með Kopelev og að margir heiðvirðir menn hefðu áreiðanlega samúð með honum. Blaðið Sovetskaya Rossiya, málgagn miðstjórnarinnar, kall- aði Kopelev „óvin sósíalistakerf- isins", en sagði ekki hvaða ráð- stafanir kynnu að verða gerðar gegn honum. Kona hans er sérfræðingur í bandarískum bókmenntum. Vestur-þýzka sendiráðið í Moskvu neitaði ásökun þess efnis að það hefði fengið „andsovézk gögn" frá Koj)elev. I Kaupmannahöfn lagði al- þjóðlega Sakharovnefndin til í dag að hafin yrði herferð til að skrifa Sakharov bréf til Gorki og sagði að ef hann yrði leiddur fyrir rétt yrði efnt til annarra réttarhalda á Vesturlöndum. fordæmdi Khomeini ihlutun Rússa í Afganistan og hét „skilyrðislaus- um" stuðningi við múhameðska uppreisnarmenn þar. Þetta eru fyrstu ummæli Khom- einis um innrásina í Afganistan. Hann kvað það skyldu allra múham- eðstrúarmanna að berjast gegn árás hvar sem væri í heiminum. Bani Sadr, sem hefur þegar heitið afgönskum múhameðstrúar- mönnum aðstoð, flutti svipaðan boðskap. Hann viðurkenndi að bylt- ingin hefði kostað fórnir í efna- hagsmálum og menningarmálum. Samskipti Irans við erlend ríki eru einnig stirð, sagði hann. Jafnframt aflýstu stúdentarnir í bandaríska sendiráðinu fundi gegn Bandaríkjamönnum til að sý'na Bani Sadr velvild. Þá samþykkti íranska stjórnin að komið yrði á fót alþjóð- legri nefnd til að taka til meðferðar ákærur hennar gegn fyrrverandi íranskeisara og sagði að það hefði áhrif í þá átt að leysa deiluna um gíslana. I Washington sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að ekki yrði fallizt á nokkurt samkomulag um frelsi handa gíslunum sem endan- legt nema það hefði persónulegt samþykki Khomeinis. Ráðuneytið viðurkenndi að enn hefði ekki fund- izt valdamikill áhrifamaður er vildi taka að sér hlutverk samninga- manns íransstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.