Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Fréttaskýring Samkvæmt heimildum okkar úr þingflokkum Framsóknarflokks- ins og Alþýöuflokksins bárust þessum flokkum upp úr jólum skilaboð frá Gunnari Thoroddsen varaformanni Sjálfstæðisflokks- ins þess efnis, að hann væri reiðubúinn til að mynda stjórn þessara tveggja flokka undir forsæti sínu með tilstyrk nokk- urra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Á þessum tíma var innan Framsóknarflokksins ver- uleg andstaða gegn samstarfi við Alþýðuflokkinn vegna ágreinings um landbúnaðarmál, auk þess sem Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins taldi, að hans vegna yrði að koma betur í Ijós, að ekki gæti oröið af nýrri vinstri stjórn. í Alþýðuflokknum var á þessum tíma enginn áhugi á því að kanna þetta mál og datt það þar með upp fyrir. stjórn þessara tveggja flokka væri ekki tímabært umræðuefni, en hins vegar væri rétt, að hafa þessa orðsendingu Gunnars bak við eyrað, ef þær aðstæður kæmu upp, að slík minnihluta- stjórn yrði raunhæfur möguleiki. Að loknum vinstri viðræðunum, sem fram fóru undir stjórn Svav- ars Gestssonar, þar sem könnuð var myndun vinstri stjórnar mun þeim framsóknarmönnum, sem vildu samstarf við Alþýðuflokkinn og töldu tillögur flokkanna sýna verulega samstöðu málefnalega, hafa þótt tími til kominn, að hefja viðræöur um samstarf þessara tveggja flokka og Sjálfstæöis- flokksins. Enn var veruleg and- staða innan Framsóknarflokks- ins vegna landbúnaöarmálanna, en aðrir töldu Alþýðuflokkinn mjög hafa nálgazt sjónarmið Framsóknarflokksins í þeim VILDI KRATA Um 10. janúar, en þá fór Geir Hallgrimsson með stjórnarmynd- unarumboð frá forseta íslands og reyndi myndun þjóðstjórnar, berast alþýðuflokksmönnum skilaboð frá Gunnari Thoroddsen um það, að hann sé reiðubúinn til að veita minnihlutastjórn Al- þýöuflokks og Framsóknarflokks hlutleysi eða verja hana van- trausti og að hann telji að hann geti haft með sér 6 til 8 þing- menn Sjálfstæðisflokksins. Þessi skilaboö vöktu áhuga alþýöu- flokksmanna, sem ákváöu að kanna undirtektir framsóknarm- anna. Enn sem fyrr vakti sam- starf við Alþýðuflokkinn litla hrifningu þingmanna Framsókn- arflokksins, en þó gengu menn til viðræðna um þessa stjórnarm- yndun. Rekur lesendur Morgun- blaðsins vafalaust minni til fréttaskrifa biaösins hinn 13. janúar um þessar stjórnarmynd- unarviðræður, sem bæöi fram- sóknarmenn og alþýðuflokks- menn tóku mjög óstinnt upp og viökomandi sóru af sér. Það mun þó hafa verið skoðun þeirra framsóknarmanna, sem á þess- um tíma aðhylltust samstarf við Alþýðuflokkinn, að minnihluta- ENFEKK KOMMA málaflokki. Um þetta leyti fær Benedikt Gröndal umboð frá forseta til stjórnarmyndunar og munu fulltrúar Framsóknar- flokksins hafa gengið til viö- ræöna undir hans forystu í vissu þess, að málefnagrundvöllur samstjórnar þeirra og Sjálfstæö- isflokksins næöist. Benedikt Gröndal hóf stjórnar- myndunartilraunir sínar á því aö setja saman viðræðugrundvöll, sem hann bauö öllum flokkum til viðræðna um. Lúövík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins hafnaði honum þegar í staö á þeim forsendum að hann væri grundvöllur að „Stefaníu“-stjórn, þ.e. samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæö- isflokks. Hins vegar gerðist það, að grundvöllurinn hlaut óblíðar viðtökur í Framsóknarflokknum, einkum vegna landbúnaöarkafl- ans, sem andstööumenn stjórn- arsamstarfs viö Alþýðuflokkinn hentu á lofti og nefndu „grálús- ugan“ í blaðaviðtali. Kom allt fyrir ekki, þótt Benedikt Gröndal segöi strax, aö Alþýðuflokkurinn væri til viötals um verulegan afslátt á landbúnaðarkaflanum og varð þaö stefna Framsóknar- flokksins að hafna þessum um- ræðugrundvelli í heild. Aðeins Sjálfstæöisflokkurinn galt jáyröi við frekari viðræðum. Föstudaginn 25. janúar gerist það svo, aö Benedikt Bogason verk- fræöingur flutti Guðmundi G. Þórarinssyni starfsbróður sínum og alþingismanni ítrekun á skila- boöum Gunnars Thoroddsen þess efnis, að hann væri reiðu- búinn til aö mynda og vera í forsæti fyrir samstjórn Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks með stuðningi 4ra til 5 þing- manna Sjálfstæöisflokksins og Eggerts Haukdal. Þegar hér er komiö sögu eru framsóknarmenn hins vegar með öllu orðnir af- huga samstarfi viö Alþýöuflokk- inn, en vilja hins vegar freista þess að ná samkomuiagi viö Alþýöubandalagiö og Sjálfstæð- isflokkinn. Framsóknarmenn hefja nú viðræður við alþýðu- bandalagsmenn um þetta stjórn- armynstur og jafnframt er Guð- mundi G. Þórarinssyni faliö að ganga á fund Gunnars Thorodd sens, fá hjá honum ótvírætt vilja hans til stjórnarmyndunar og tilkynna honum, að framsókn- armenn vilji fá Alþýöubandalagiö með en ekki Alþýðuflokkinn. Þetta var þriðjudaginn 29. janúar og mun það hafa komið Gunnari Thoroddsen nokkuð á óvart að framsóknarmenn krefðust þess aö Alþýðubandalagið væri þriðji aöilinn, en hins vegar ekki gert hann afhuga stjórnarmyndun, þótt hann segöist þurfa frest til aö kanna þennan möguleika. Guðmundur G. Þórarinsson tilkynnir sam- flokksmönnum sínum þetta og einnig þeim Alþýðubandalags- mönnum, sem framsóknarmenn höföu rætt við, en þar voru Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson helztir. Þeir Svavar og Hjörleifur hafa snör handtök, klippt er á nýsköpun- arviöræöur, sem Guömundur J. Guðmundsson og Þröstur Ólafs- son, hagfræðingur höföu staðið í með Karli Steinari Guðnasyni og Magnúsi H. Magnússyni ásamt Ólafi G. Einarssyni og Lárusi Jónssyni. Steingrímur Her- mannsson fór svo á fund Gunn- ars síðar þennan þriðjudag og Steingrímur Hermannsson: Markmiðið að koma verðbólgunni niður í 30% „VIÐ ERUM með þessi sömu markmið og áður, að koma verðbólgunni vel niður þetta ár ok enn betur næsta ár og niður í það stig sem er í okkar næstu viðskiptalöndum á árinu 1982. Þetta er í grundvallar- atriðum það sem við vinnum að í efnahagsmálum í þeim viðræðum sem nú standa yfir um stjórnarmyndun undir forystu Gunnars Thor- oddsens. Markmiðið var að ná verðbólgunni niður í 30% á þessu ári en við erum búnir að tapa dýrmætum tíma,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins við Mbl. i gærkvöldi. „Þetta hefur gengið á spretti. Það hefur verið mikið að gera. miðstjórnarfundur hjá okkur framsóknarmönnum og svo fundir með Gunnari Thoroddsen og Alþýðubandalaginu." — Hverjir hafa tekið þátt í viðræðunum við Gunnar Thor- oddsen og Alþýðubandalagið af hálfu Framsóknarflokksins? „Auk mín hafa Tómas Árnason og Jón Helgason tekið þátt í þessum viðræðum og Guðmundur G. Þórarinsson til vara og hann hefur tekið þátt í einum fundi." — Hver er staðan að þínu mati? „Staðan er sú að það miðar vel í gerð málefnasamninga og virðist óðum stefna að því að hann geti orðið tilbúinn fljótlega." — Það stefnir því allt í það að þessi stjórnarmyndun takist? „Eg geri mér fastlega vonir um það.“ — Nú var miðstjórnarfundur um helgina. Voru framsóknar- menn cinhuga um að taka þátt i ríkisstjórn undir forystu Gunn- ars Thoroddsens? „Já, það var einróma samþykkt að ganga til svona stjórnarsam- starfs enda verði samstaða um málefnagrundvöll, og fram- kvæmdastjórn og þingflokki var heimilað að ganga frá því.“ — Menn hafa verið famálir um þann málefnasamning sem unnið er að. Getur þú upplýst hvað í honum felst? „Eg get ekki skýrt frá því nákvæmlega og þetta er nú í vinnslu hjá öllum flokkunum. En það felast auðvitað í honum eins og í tillögum allra aðgerðir til þess að reyna að koma verðbólgunni niður og svo fastir þættir eins og verðlagsmál, peningamál, lána- mál, ríkisfjármál og kjaramál. Það er unnið að því að koma þessu á sameiginlegan grundvöll." — Hvað með önnur mál svo sem varnarmálin? „Það verður auðvitað talað um utanríkismálin en það er ekki frágengið." — Eru viðræðurnar komnar svo langt að það sé farið að ræða skiptingu ráðuneyta? „Nei, við erum ekki komnir svo langt ennþá.“ — Nú gckkst þú á fund for- scta ísiands í dag. Getur þú skýrt frá því hvað ykkur fór á milli? „Ég skýrði frá þvi sem gerst hafði frá því að hann gaf engum umboðið en bað okkur að vinna alla að stjórnarmyndun. Ég gerði honum grein fyrir þeim sam- þykktum, sem Framsóknarflokk- urinn hefur gert og lagði til fyrir mitt leyti að Gunnari Thoroddsen yrði falin stjórnarmyndun."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.