Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SIMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Tollfríðindi farþega í áfengis- kaupum voru það ár talin nema 96,8 milljónum króna. Síðan þetta var hefur verðlag nálægt því tífaldast. • Sá óvinur, sem menn varast ekki, er hættulegastur Menn segja að það sé undar- legt að barina sérstaklega léttasta áfengið en leyfa hið sterkara. Þessa eru þó dæmi frá öðrum þjóðum. Þess er að gæta að ýmsir telja ölið svo meinlaust að ekki beri að líta á það eins og hvert annað áfengi. Einmitt þess vegna er það hættulegt. Þegar um hættulega óvini er að ræða er sá allra hættulegastur sem menn varast ekki, halda að sé meinlaus eða jafnvel hollvinur. í öllum bjórlöndum er hann drukkinn á vinnustöðum. Því vilja íslendingar ekki hleypa honum á markað hjá sér. Hvaða skoðanir sem menn hafa um það er áfenga ölið bannað að lögum eins og sakir standa. • Handbendi bjór- manna Morgunblaðið hafði eftir Davíð Scheving í gær að þaö sem nú hefði unnist væri aðeins spor að því marki að allir gætu keypt bjór. í dag segir blaðið að Da' "* hafi fyrstur manna lesið regluf Sighvats og séð undirskrift hans. Blaðið birtir mynd til staðfest- ingar þessu. Um þetta er ekki margt að segja. Afengi bjórinn hefur lengi átt sína talsmenn. þessar fréttir Morgunblaðsins sanna það eitt að nú hafa þeir notað fjármálaráð- herrann. Hann varð handbendi þeirra. Það skiptir um ráðherra og það getur líka skipt um reglugerðir. Ef tii vill þætti Alþingi lika ástæða til að láta þjóðina vita hvort það telur sig hafa skilmálalaust heim- ilað fjármálaráðherra einum að ráða hvað flytja megi til landsins. Baráttunni um bjórinn er engan veginn lokið. 1. febrúar 1980. H.Kr. Þessir hringdu . . • Óvenjuleg skilvísi Kona nokkur greindi frá eftirfarandi atburði, sem hún varð vitni að í verzlun einn morguninn og taldi hann dæmi um mjög óvenjulega skilvísi, sem nú orðið væri sjáldgæfur atburður: — Eg var stödd í verzlun einn morguninn nú fyrir stuttu og varð þá vitni að skemmtilegum og óvenjulegum atburði, svo og aörir sem í verzluninni voru. Kona nokkur kom inn með peninga og kvaðst ætla að skila þeim, því dóttur sinni, sem hún hafði sent út í verzlunina stund áður, hafði verið gefið rangt til baka — í þessu tilviki of mikið. Hafði telp- an keypt eitthvert smáræði og verið send með 100 króna seðil, en fengið til baka, sem af 1.000 króna seðli væri. Fleiri en ég voru í verzluninni þessa stund og liggur við að allir hafi nánast starað á konuna og sjálfsagt allir hugsað að þarna væri á ferð með afbrigð- um skilvís viðskiptavinur. Mér datt í hug að nefna þennan atburð hér, því það er ekki margt gott sem kemst á torg nú til dags. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Tall- in í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák sovézku stórmeistaranna Tseshkovskys, sem hafði hvítt og átti leik, og Kuzmins. 52. Rxh5! - Hxd4 (Eða 52. .. .Hxh5 53. Rf5+ - Kg6, 54. Hxh5 o.s.frv.) 53. RÍ4+ og svartur gafst upp, því að 53 .. .Kg7 yrði svarað með 54. Re6+. Tseshkovsky verður að öllum líkindum annar sovézku keppendanna á Reykjavíkurskák- mótinu, sem hefst síðar í þessum mánuði. HÖGNI HREKKVÍSI *** FI5KAsa™ Myndin er tekin. þegar stjórnajformaður Höfða tekur við 5.000.000 kr. gjöf úr hendi forseta Kiwanisklúbbsins Þyrils. Á myndinni sjást. talið frá vinstri: Sitjandi: Magnús Oddsson. bæjarstjóri á Akranesi og Hilmar Daníelsson. umda'misstjóri Kiwanis á íslandi. Standandi: Jóhannes Ingibjartsson. stjórnarformaður Höfða. Gylfi Svavarsson. forstöðumaður Hofða og Aðalsteinn Aðalsteinsson. forseti Þyrils. Akranes: Kiwanisklúbbur- inn Þyrill 10 ára Akranrsi. 1. feb. 1980. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi minntist 10 ára afmælis sins á laugardaginn 26. janúar s.l. Haldinn var hádegisfundur á Hótel Akranesi. sem er hinn venjulegi fundarstaður klúbbs- ins. Fundinn sóttu 70 manns. 40 Þyrilsfélagar og 30 gestir. Á þessum hátíðafundi voru Dval- arheimili aldraðra að Höfða af- hentar kr. 5.000.000 að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Þyrli og veitti formaður stjórnar Dvalarheimil- isins Höfða fénu viðtöku. Þegar litið er yfir þessi 10 ár í sögu klúbbsins sést, að víða hefur verið borið niður til stuðnings menningar- og líknarmálum í byggðarlaginu. Fyrsta gjöfin var til dagheimilisins. A eftir fylgdu gjafir til sjúkrahússins, barna- skólans, Slysavarnadeildarinnar Hjálparinnar, íþróttafélags fatl- aðra, kirkjunnar og fleiri aðila. Á þjóðhátíðarárinu var kútter Sig- urfari keyptur frá Færeyjum og gefinn Byggðasafninu að Görðum. Ýmsa sjálfboðaliðsvinnu hafa Þyrilsfélagar innt af höndum, svo sem við hreinsun Langasands, byggingu Höfða, reist áramóta- brennur, haldið skemmtanir fyrir aldraða og ýmislegt fleira. Kiwanisklúbburinn Þyrill þakk- ar íbúum Akraness og sveitanna sunnan Skarðsheiðar fyrir dyggan stuðning á undanförnum 10 árum og vonast til þess að njóta sömu vináttu og stuðnings áfram. Júlíus Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrsl- um. sem orðið hafa í Reykjavík undanfarna daga. en i ollum tilvikunum hafa tjónvaldar farið af vettvangi án þess að segja til sín. í morgum tilfellum er tjón bifreiðaeigenda tilfinnanlegt og þvi er skorað á alla þá. sem geta veitt einhverjar upplýsingar. að hafa samband við lögregluna í síma 10200 sem allra fyrst. Miðvikudaginn 23.1. s.l. var ekið á bifreiðina Y-6341, sem er Saab 99 GL, við stöðumæli nr. 690 við Tryggvagötu gengt Olísbúðinni. Vinstra afturaurbretti er skemmt á bifreiðinni. Átti sér stað frá kl. 15.40 til kl. 16.40. Föstudaginn 25.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-58779, sem er Mazda-fólksbifreið, brún að lit. Átti sér stað á Reykjanesbraut við Smiðjuveg. Tjónvaldur er Fíat- bifreið, sem var að aka fram úr R-58779. Laugardaginn 26.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-37515, sem er Cort- ina, gul að iit, á bifr.stæði við Ljósheima 14. Hægra afturaur- bretti er skemmt á bifreiðinni. Átti sér stað frá kl. 17.00 til kl. 20.00. Þriðjudaginn 29.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-836, sem er Galant, dökkgrænn að lit. Átti sér stað á eftirtöldum stöðum, Barnáheimil- ið, Fögrubrekku, Lambastaða- braut 5, Seltj.nesi, fyrir kl. 08.15, Bæjarstjórnarskrifstofuna á Seltj.nesi, um kl. 09.20 eða við Búnaðarbankann við Hótel Sögu frá kl. 09.30 til 09.50. Bifreiðin er skemmd á vinstri hurð og er hvít málning í skemmdinni. Miðvikudaginn 30.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-1251, sem er Chev- rolet Malibu, brún með víniltopp að hálfu, á bifr.stæði við Tollstöð- ina. Átti sér stað frá kl. 13.00 til kl. 15.00. Hægri framhurð og framhöggvari skemmt. Miðvikudaginn 30.1. s.l. var ekið á bifreiðina H-1785, sem er Mazda, blá að lit. Átti sér stað við Krummahóla 6, frá kl. 19.00 og þann 29.1. tíl kl. 08.00 þann 30.1. eða á bifr.stæði viö Kirkjutorg frá kl. 10.00 til kl. 11.00 þann 30.1. Hægri hurð er skemmd á bifreið- inni. í skemmdinni er rauðgul málning. Fimmtudaginn 31.1. s.l. var ekið á bifreiðina R-17138, sem er Cort- ina, brún að lit, á bifr.stæði við Landspítalann við Barónsstíg. Skemmd á bifr. er á afturhögg- vara og undir honum. Atti sér stað frá kl. 09.00 til kl. 10.30. Fimmtudaginn 31.1. s.l. var ekið á bifr. Y-2773, sem er Skoda, rauð að lit, í porti bak við hús nr. 4 við Hverfisgötu. Skemmd er á hægra framhorni og luktarfestingu. Tjónvaldur gæti verið sendibifreið af M^rcedes Benz-gerð. _____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.