Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Bónorðið eftir Jóhannes Kjarval. Upphaf náinna tengsla tveggja ólíkra aðila, sem sameiginlega ætla að takast á við margvísleg verkefni í blíðu og stríðu. hluta greinarinnar virðist ríkja mikill áhugi meðal fólks um geðheilbrigðismái, ef marka má þátttöku á ráð- stefnu þeirri, sem haldin var á Hótel Esju 25. og 26. jan. sl., en ráðstefnuna sóttu um 150 manns. Eftir að þrír ræðumenn höfðu flutt eins konar fram- söguerindi um stefnu og stöðu í geðheilbrigðismálum, var ráðstefnumönnum skipt í um- ræðuhópa eftir eigin vali. Skil- uðu hóparnir síðan áliti til stjórnenda ráðstefnunnar. í hópi þeim, sem fjallaði um skipulag geðheilbrigðismála kom skýrt fram og greinilega, að skipuleggja ber þá þjón- ustu, sem geðsjúkir njóta í æ ríkara mæli en gert hefur verið fram til þessa. E.t.v. þyrfti að skipta landinu í sérstök þjónustusvæði, skipta þjónustunni að einhverju leyti eftir neytendum eins og nú er gert o.s.frv. Samræmingar er brýn þörf og nauðsynlegt er að hnýta þá þræði saman, sem tengjast geðheilbrigðismálum eins og atvinnumálum sjúkl- inga, húsnæðismálum þeirra, félagslegri þjónustu o.s.frv. Unglingar eru afskiptir, aldraðir með elliglöp eru oft á köldum klaka, treggáfað fólk með geðræn vandmál virðist hvergi eiga heima, afbrota- menn með geðsjúkdóma virð- ast litla sem enga möguleika hafa til að fá hjálp og bót meina sinna. Töldu menn, að vinna þyrfti að því að sam- ræma starf innan heilbrigðis- þjónustunnar, félags- og menntamála. UnglinKar ojg geðræn vandamál Miklar og ýtarlegar umræð- ur fóru fram um þennan mála- flokk og vakin athygli á því, hvað unglingar væru afskiptir á þessu sviði, þeir væru nánast „útlendingar" eins og komist var að orði bæði um þá og aldraða. Þátttakendur virtust á einu máli um að vinda þyrfti bráðan bug að því að efla sókn í þessum máium, vekja athygli yfirvalda og sýna fram á hversu illa væri búið að ungl- ingum með alvarleg, geðræn vandamál. Rannsóknir þykja benda til þess, að sennilega sé hið marg- rædda kynslóðabil mismun- andi eftir landshlutum og virð- ist bilið milli kynslóða minnka eftir þeim möguleikum, sem unglingarnir hafa til þátttöku í vinnu og starfi fullorðinna. Virðist biðstaða unglinga „barn-fullorðinn?“ því lengjast í iðnvæddum löndum og þeir finna lítið til þess, að þeirra sé þörf. Einnig benti hópurinn á nauðsyn göngudeildar fyrir þennan aldursflokk og að efla þyrfti alla starfsemi, sem stuðlaði að fyrirbyggjandi starfi eins og t.d. hvers kyns æskulýðsstarf, starfsemi úti- deildar o.fl. Aldraðir eru útundan á flestum sviðum Málefni aldraðra hafa tals- vert verið til umræðu undan- farin ár. Mikið hefur áunnist í sumum málaflokkum aldraðra, en enn eru mörg málefni þeirra í algjörum ólestri eins og t.d. vistunarmál hvers kon- ar og meðferð aldraðra með elliglöp. Um 10% þjóðarinnar eru á ellilífeyrisaldri og töldu sumir, að viðhorf og lífsskoðanir nú- verandi ellilífeyrisþega væru þess valdandi m.a., að þessi hópur léti ekki frá sér heyra og mundi vart sjálfur vinna að eflingu sinna mála á opinber- um vettvangi. Öðru máli mundi sennilega gegna með þann hóp, sem nú sæti þessa ráðstefnu, þegar þátttakendur væru komnir á efri ár. Væri það réttlætismál, að ellilífeyr- isþegar nytu sömu réttinda og ættu sömu möguleika til mannsæmandi lífs eins og börn, unglingar og fullorðnir. Oft væri það svo, að læknar fengjust'treglega til að heim- sækja gamalt fólk, en vildu fremur afgreiða málin símleið- is, oft drægist innlögn aldr- aðra á sjúkrahús á langinn þar sem óttast væri að gamla fólkið „héldi dýrmætum rum- um of lengi“ — og þannig mætti lengi telja. Einnig var bent á það ósam- ræmi í þróun velferðarmála, að deyi fólk í heimahúsi, kem- ur lögregla viðkomandi staðar til að rannsaka alla malavexti. Ótrúlega mikill fjöldi þátta voru nefndir, sem betur mættu fara og þá ekki síst samræm- ing á öllum málefnum aldr- aðra. Málefni aðstandenda sjúklinga Aðstandendur sjúklinga eiga oft í miklum erfiðleikum. Málefni þeirra ber allt of sjaldan á góma og margir velta þessum málum aldrei fyrir sér nema þeir séu eða verði nátengdir erfiðleikum af þessu tagi. Var talin brýn þröf á meiri fræðslu og stuðningi við að- standendur geðsjúkra, mikil þörf væri á auknu starfi göngudeilda þar sem náin tengsl yrðu á milli heimila og geðhjúkrunarfræðings og fé- lagsráðgjafa, sem kæmu í heimsókn til fjölskyldna með jöfnu millibili. Þá kom einnig í ljós, að löggjöf um innlögn og sjálf- ræðissviptingu þykir mjög óljós og loðin og fer það oft eftir sveitarfélögum og venjum þeirra, hvernig framkvæmd hennar er í raun. Húsnæðisvandamál sjúkra voru einnig mikið rædd, en í mörgum tilvikum mundi það létta mikið á álagi heimila og styrkja stöðu sjúklinganna ef sveigjanleiki í húsnæðismálum væri meiri en nú er og sjúkl- ingar ættu kost á valmöguleik- um með húsnæði og atvinnu- mál sömuleiðis. Voru þátttakendur á einu máli um að aðstandendasam- tök væru nauðsynlegur þáttur á sviði geðheilbrigðismála og ættu þau einkum að vinna að innri styrkingu, efla vinnu með fagfólki og virka eins og þrýstihópur bæði gagnvart sérfræðingum og yfirvöldum. Líkamlega sjúkir og fyrirbyggjandi starf Þeir sem fjölluðu um geðræn vandamál líkamlegra sjúkra og öryrkja ræddu að nokkru um svipuð vandamál og fyrri hópur sem upp er talinn, sérstaklega er um var að ræða hið gífurlega álag, sem oft verður á heimilum, þegar þau taka við sjúklingum eftir lang- varandi sjúkrahúslegu, alvar- leg slys eða örkuml af ein- hverju tagi. Viðmót við sjúklinga skiptir hér miklu máli eins og í allri umgengni, vandamál deyjandi fólks væru oft alvarleg og vanda þyrfti mjög til stofu- gangs lækna enda þætti sjúkl- ingum áreiðanlega ekkert þægilegt er fjöldi fólks væri að ræða persónuleg vandamál sjúklings, sjúkdóm og bata- horfur á margra manna stof- um. Fyrirbyggjandi aðgerðir ^ sviði geðhéilbrigðismála þyrftu einkum að beinast að eftirfarandi þáttum í sam- ræmi við allt, sem á undan er sagt: 1. Auka þarf aðgerðir og starfsemi, sem stuðlar að því að fólk þurfi ekki að leggjast á sjúkrahús og stuðla um leið að hjálp við aðstandendur. 2. Auka þarf meðferð og bæta aðstöðu á sjúkrahúsum m.a. til að stuðla að skjótum bata sjúklingsins og stytta dvöl hans á stofnunum. 3. Þegar meðferð er lokið að mestu og sjúklingar hverfa aftur til daglegra starfa, þarf að auka alla þjónustu, sem stuðlar að bættri líðan þeirra, yki öryggi þeirra og. heimilisins og þyrfti því mjög að leggja áherslu á aukna þjónustu göngudeilda og samvinnu við aðra aðila, sem tengjast þessum mál- um nánum böndum. Fjölskyldan eftir Sigurjón Ólafsson. Fjölskýldan er talin hornsteinn þjóðfélagsins. Styrking og efling fjölskyldunnar ætti að stuðla að auknum þroska einstaklinganna. Útlaginn eftir Einar Jónsson. Margir hópar þjóðféiagsþegna reika um í samfélagi okkar eins og útlagar, einmana og yfirgefnir, og eru í þörf fyrir alla þá hjálp, meðferðar og kærleika, sem við getum veitt hvert öðru. Staða og stefnur í geðheilbrigðismálum „Skipulag geðheilbrigðismála“ „Geðheilbrigðismál unglinga“ „Geðheilbrigðismál aldraðra“ „Vandamál aðstandenda sjúklinga“ „Geðræn vandamál líkamlega sjúkra og öryrkja“ „Fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum“ Umræðúhópar ræddu mörg mál á ráðstefnu um geðheilbrigðismál á vegum Geðverndarfélags Islands. Síöari hluti — Texti og myndir: Þórir S. Guðbergsson. Samræmingar er þörf Eins og fram kom í fyrri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.