Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 KVIKMYNDIN Land og synir hef- ur nú verið sýnd um skeið bæöi í Reykjavík og á Akureyri en hún var sem kunnugt er frumsýnd á Dalvík og í Reykjavík 25. janúar sl. Hefur hún hlotið góða að- sókn og verða sýn- ingar hafnar á henni út um land eftir því sem sýn- ingar hætta í Reykjavík og á Akureyri. Kvik- myndin er gerð eft- ir sögu Indriða G. Þorsteinssonar, Ágúst Guð- mundsson er höf- undur handrits og leikstjóri og framleiðandi er Jón Hermannsson, en þeir þremenn- ingar eru eigend- ur ísfilm, sem stendur að mynd- inni. Hér eru birt viðtöl við þá þrjá og Gunnar Reyni Sveinsson er samdi tónlist við Land og syni og verður síðan rætt við fleiri af tækni- mönnunum er komu við sögu. Jón Hermannsson: Kvikmyndagerð- armenn lifa í eintómri áhættu — Mcr virðist sem margt fólk. sem ekki fer í bíó að staðaldi hafi séð Land Dg syni og var ég reyndar að heyra af fólki sem aldrei hefur í kvikmyndahús kumið fyrr en nú að það sér þessa mynd, sagði Jón Hcrmannsson framleiðandi kvikmyndarinnar, en hann er einn af aöstandendum ísfilm. Jón Hermannsson er beðinn að skýra nánar hvað felst í starfsheiti hans, framleiðandi, hvert sé hlut- verk hans við myndina: — Við ákváðum þegar í upphafi að standa að myndinni eins og venju- lega er gert þegar um stórar kvik- myndir er að ræða og þá kom það í minn hlut að vera framleiðandi, en þaö er eiginlega það sama og fram- kvæmdastjóri hjá venjulegu fyrir- tæki. Ekki er þó um alveg hliðstætt starf að ræða á sama hátt og línur miUi kvikmyndatökumanns og Jeik- stjóra eru ekki skýrar, en kvik- myndaframleiðandi safnar saman því sem til þarf, fólki og fé fyrst og fremst, en raunin er sú að ég er búinn að vasast í öllum hlutum og hlaupa undi bagga á öllum sviðum. Það þarf að bjarga ýmsum hlutum og sjá um að útvega hitt og þetta, finna sambönd og koma á sambönd- um, útvega tæki o.s.frv. Jón Hermannsson er rafmagns- tæknifræðingur að mennt og starf- aði hann um árabil hjá sjónvarpinu. Var hann m.a. yfirmaður kvik- myndadeildarinnar og kvaðst hann því hafa fengið innsýn í flesta hluti er kvikmyndir vörðuðu. — Mér telst til að ég hafi átt þátt í gerð 15—20 kvikmynda ásamt öðrum síðustu 3 árum og er það auðvitað fullmiki! vinna, en við sem störfum að kvikmyndagerð hófum ekki marfa fasta punkta í tilverunni og verðum því að vinna að þeim verkefnum, sem gefast þegar þau koma upp og fá þannig fyrir saltinu í grautinn. En við ákváðum þó að taka ekki önnur verkefni í ísfilm á meðan við unnum að Landi og sonum til að tefja ekki fyrir henni. Hverriig hefur gengið að útvega fjármagn og haldið þið að myndin standi undir sér? — Það hefur gengið þokkalega að útvega fjármagn og við fengum t.d. 9 milljón króna styrk úr kvikmynda- sjóði sem var um 15% af heildar- kostnaði myndarinnar og hjálpaði okkur yfir erfiðasta hjallann. Síðan var útvegað lánsfé úr bankakerfinu á venjulegum lánskjörum og samið við þá er unnu við myndina og þar sem við erum með allmikið lánsfé lögðum við áherslu á að halda áætlun og miða við að frumsýna í byrjun þessa árs en frumsýningar- daginn ákváðum við fyrir meira en þremur mánuðum og stóð hann upp á dag. Einnig tókst okkur að standa við fjárhagsáætlun og hafa yfirleitt allar áætlanir sem gerðar voru um einstaka þætti myndarinnar staðist nokkurn veginn. En hafið þið ekki lagt í nokkra áhættu? — Jú, íslenskir kvikmyndagerð- armenn lifa í eintómri áhættu, en við teljum aðsóknina lofa góðu og vonumst til að endar nái saman. Við höfum sótt um niðurfellingu sölu- skatts að því marki að myndin standi undir sér, því við viljum helst ekki borga. söluskatt af hugsanlegu tapi, en teljum eðlilegt að greiða skatt af hagnaðinum. Einnig má nefna að það væri skrítin pólitík að styrkja kvikmyndagerð, en taka síðan styrkina aftur í formi skatta. — Við höfum greitt nærri því öllum sem unnu við myndina, og gerðum það strax í fyrrahaust þar til peningar voru þrotnir. Enda vildum við gera okkur grein fyrir því hvort mögulegt væri að gera kvik- myndir á íslandi án þess að fara þess á leit við starfslið og leikendur Jón Hermannsson og Ágúst Guðmundsson eru hér að rifja upp minningar frá sumrinu og skoða myndir frá kvikmynduninni. Ljósm. Rax. að þeir störfuðu uppá væntanlega greiðslu þegar kvikmyndin færi að skila hagnaði. Ef um hagnað af kvikmyndinni verður að ræða, leggst hann allur til næsta verkefnis, en ekki er ennþá afráðið hvaða efni verður valið. Verður reynt að fara með Land og syni á erlendan markað? — Við hyggjumst reyna að koma myndinni inn í kvikmyndahús t.d. á Norðurlöndum, en ég hygg að í stærri löndum verði sýningar í sjónvarpi ofan á, ef áhugi verður fyrir því. Hins vegar sendum við hana á kvikmyndahátíðina í Cannes, sem verður í maí. Ágúst Guðmundsson: Fyrst og fremst íslensk fyrir íslenska áhorfendur — Ég byrjaði á því að lesa söguna yfir og skrifa hjá mér hvernig ég sá hin ýmsu atriði fyrir mér í kvikmynd. Komst ég t.d. fljótlega að því að hentugt yrði að hafa atriðin fleiri í kvikmyndinni, en þau eru í sögunni og færasum samtölin, t.d. þau, sem koma fyrir í byrjun sögunnar. sagði Ágúst Guðmundsson höfundur handrits og leikstjóri kvikmyndarinnar. — Þessum hugleiðingum öllum skellti ég saman í nokkuð langt handrit, einar 200 síður held ég, og lagði fyrir þá Indriða og Jón. Eftir þessum frumdrögum skrifaði ég síðan endanlegt kvikmyndahand- rit. Mér telst til að þetta verk allt hafi tekið eina 5 mánuði, en ég byrjaði á því sumarið 1978. Við fórum síðan að ræða einstök framkvæmdaatriði þegar komið var fram á árið 1979. Jón Her- mannsson gerði kostnaðaráætlun og við fyrstu sýn virtist hún ógnarhá. Ég kom hvergi auga á það fjármagn sem þurfti til. — En engu að síður hófum við starfið enda er mikilvægt að undirbúa svona verk sem best til að tíminn og fólkið nýtist vel. í apríl hófum við að leita að stöðum til tökunnar, takan sjálf hófst svo í byrjun ágúst og tók 7 vikur. Nú eru bæði áhugaleikarar og atvinnuleikarar, sem fara með aðalhlutverk. Hvað ræður því — Við þóttumst ekki alltaf geta fundið réttu manngerðina í röðum atvinnuleikara. Þetta má alls ekki túlka sem svo að fyrirtækið hafi neitt á móti atvinnuleikurum, þvert á móti hef ég persónulega mikinn áhuga á að vinna með mörgúm þeirra. Leikstjóri gerir sér vitanlega áuðveldara fyrir en ella ef hann velur leikara í hlut- verk ekki bara vegna þess að leikarinn hefur á allri sinni reynslu og kunnáttu að byggja heldur og vegna þess að leikstjór- inn veit að hverju hann gengur, þekkir styrk leikarans og veik- leika. Þegar óvanir eiga í hlut er ailtaf um eilífa áhættu ræða. Hvernig fara æfingar fram? — Það er áreiðanlega misjafnt eftir leikstjórum. Ég æfi oftast fremur lítið þar til kemur að tökunni sjálfri. Þá gefst jafnan nokkur tími meðan verið er að undirbúa einstakt „skof. Annars hlýtur þetta að fara eftir verkefn- inu. Ef um væri að ræða mjög stílfærða mynd, þá myndi hún hafa kallað á linnulausar æfingar. I raunsæismynd á borð við Land og syni geta of miklar æfingar jafnvel orðið til vansa. Hvor leiðin sem farin er þá er takmarkið ævinlega það sama: Að reyna að nálgast fullkomnun þau fáu „magísku" augnablik, sem töku- vélin tifar. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að skapa þannig and- rúmsloft á staðnum að hæfileikar alJra njóti sín sem best jafnt tæknimanna sem leikara. Ágúst Guðmundsson lagði stund á kvikmyndastjórn og hand- ritagerð er hann var við nám í Bretlandi og kvað hann skólann hafa verið mjög opinn og menn nánast geta valið sér svið eftir áhugamáli sínu. Sumir hefðu t.d. lagt stund á kvikmyndatöku og lýsingu, aðrir eingöngu á klipp- ingu, enn aðrir heimildarmyndir, leiknar myndir eða sjónvarps- myndir. — Ég fór út í þetta nám í beinu framhaldi af leiklistarnámi og tel það hafa verið góðan undirbúning, en þó hefði ekki verið verra að hafa fengið fleiri tækifæri til að leika áður en ég fór út í kvik- myndanámið. Þá var Ágúst spurður um framtíð kvikmyndarinnar á íslandi og hvort um eitthvert samstarf kvikmyndagerðarmanna væri að ræða: — Þetta er tvímælalaust upp- rennandi atvinnugrein, en þó held ég að við getum ekki alltaf búist við jafn mikilli aðsókn, það fara áreiðanlega margir í bíó núna vegna nýjabrumsins. Því óttast ég að við verðum að leita eftir markaði erlendis til þess að við getum látið enda ná saman. Þó held ég að kostir myndarinnar okkar núna felist einmitt í því hversu íslensk hún er, við hugsuð- um aldrei um það að hún gæti hentað til sýninga í útlöndum, þetta er fyrst og fremst íslensk mynd fyrir íslenska áhorfendur. Nú, um samvinnu milli kvik- myndagerðarmanna er kannski ekki að ræða nema í stéttarfélag- inu, en þó er lítið dæmi um samvinnu að við fengum vélar lánaðar hjá Víðsjá, kvikmynda- gerð Gísla Gestssonar, og áttum við þá góð samskipti og í þessari atvinnugrein fylgjumst við vel með gangi mála hver hjá öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.