Morgunblaðið - 03.05.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 03.05.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980 21 Aftökur i Líberíu — hermenn hinna nýju valdhaía taka fyrrverandi ráðamenn i Líberíu af lífi. Af 13 sem teknir voru af lifi, voru niu skotnir án dóms og laga. Raunar höfðu þrir verið sýknaðir af ákærum um landráð. Sænsku hjólin hætt að snúast Stokkhólmi, 2. maí. Frá Guðfinnu Ragnarsdótt- ur, fréttaritara Mbl. KLUKKAN 12 á miðnætti aðfara- nótt föstudagsins 2. maí stöðvuð- ust sænsku hjólin. 100 þúsund manns hófu verkfall, 800 þúsund lentu í verkbanni sænskra atvinnurekenda. Það var árangur nærri hálfs árs samningaumleit- ana. Aidrei fyrr hefur Svíþjóð staðið andspænis slikum erfiðleik- um á vinnumarkaðinum: Útflutn- ingur, innflutningur, iðnaður, flutningar, framleiðsla, — allt liggur niðri. Við það bætist svo verkfalí, verkbann og yfirvinnu- bann opinberra starfsmanna. Ekkert sjónvarp nema fréttir, allar neðanjarðarlestir Stokk- hólmsborgar stöðvaðar, allt flug liggur niðri og i sumum þorpum eru skólar og dagheimili lokuð. Á flestum sjúkrahúsum er aðeins tekið á móti neyðartilfellum. Ef samningar takast ekki á næstunni verður landið bensínlaust eftir hálfan mánuð og blöð hætta að koma út vegna skorts á pappír. Verkbann vinnuveitenda mun til að byrja með standa í eina viku en verkföllin eru ekki tímabundin. Meðan á verkfallinu og verkbann- inu stendur tapar Svíþjóð að jafn- aði 30 til 40 milljörðum íslenzkra króna á dag. Samningaviðræðurnar hafa gengið mjög treglega og Iítið miðað í samkomulagsátt þrátt fyrir nærri hálfs árs samningaviðleitni. Carter ætlar að ferðast um Frá fréttaritara Morgunblaðsins önnu Bjarnadóttur Washington i gær. JIMMY Carter forseti Bandaríkj- anna sagði i dag að hann ætlaði að ferðast um landið á næstunni og taka þátt i kosningabaráttunni þrátt fyrir að gíslarnir 50 séu enn í haldi í íran. Hann sagði þegar þeir voru teknir í nóvember að hann myndi ekki yfirgefa Hv'ta húsið fyrr en þeir yrðu látnir lausir. Carter sagði í dag, að baráttan við írani væri nú komin á það stig að hann gæti ferðast um landið. Hann útskýrði ekki hvað hefur breytzt og gert honum kleift að ferðast nú. Hann ætlar ekki að eiga kappræðu við Edward Kennedy helzta keppinaut hans um útnefn- Skutu arki- tekt í höfuðið Rómaborg. 2. mal. AP. FJÓRIR vopnaðir menn réðust i dag inn á skrifstofu arkitekts í Rómaborg og skutu hann í höfuðið. Arkitektinn, Sergio Lenci, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Rómaborg. Hann vann á sínum tíma að hönnun Rebibbiafangelsisins í Rómaborg. Fjórmenningarnir til- heyra öfgahóp sem kallar sig fram- varðarfylkinguna og hefur á sinni samvizku morð fjölda manns á Ítalíu. ingu demókrata, en mun eiga kappræðu við frambjóðanda repú- blikana með haustinu ef hann hlýtur útnefningu flokksins. Carter hefur undanfarið verið gagnrýndur fyrir að láta írani halda sér gísl í Hvíta húsinu. ab Þetta gerðist 1979 — Kosningasigur brezka íhaldsflokksins undir forystu Margaret Thatcher. 1977 — Viðræður Bandaríkjanna og Víetnams í París um eðlilega sambúð. 1972 — Tyrkneskir skæruliðar ræna tyrkneskri flugvél sem lendir í Sofia. 1968 — Samkomulag um viðræður við Norður-Víetnama í París. 1951 — Bretlandshátíðin hefst. 1945 — Bandamenn sækja inn í Hamborg. 1898 — Hunguróeirðir í Mílanó. 1859 — Frakkar segja Austur- ríkismönnum stríð á hendur. 1849 — Prússar bæla niður upp- reisn í Dresden. 1841 — Nýja Sjáland formlega yfirlýst brezk nýlenda. 1833 — Tyrkir viðurkenna sjálf- stæði Egyptalands og láta Sýrland og Aden af hendi við Mehemet AIi. 1814 — Loðvík XVIII snýr aftur til Parísar eftir ósigur Napóleons Bonaparte. 1791 — Pólsku stjórnarskránni breytt. 1660 — Olivia-friðurinn undir- ritaður og ófriði Brandenborgara, Pólverja, Austurríkismanna og Svía lýkur. 1494 — Kristófer Kólumbus finn- ur Jamaica. Afmæli. Niccolo Machiavelli, ítalskur stjórnmálaheimspekingur (1469-1527) - William Broome, enskur fræðimaður & skáld (1689-1754) - Golda Meir, ísraelskur stjórnmálaleiðtogi (1898-1978) - William Inge, bandarískur leikritahöfundur (1913-1973). Ándlát. 1763 George Psalmanazar, ævintýramaður — 1845 Thomas Hood, skáld. Innlent. 1872 Auglýsing um póst- afgreiðslustaði — 1695 Þrír menn taka við sem leigutakar konungs- Aðfaranótt 1. maí í Ósló: Ungmenni gengu berserksgang Sænska alþýðusambandið hefur krafist 11,3% launahækkana frá 1. nóvember 1979. Svar atvinnurek- enda var til að byrja með 0% og seinasta tillaga sáttasemjara, sem LO neitaði, en atvinnurekendur samþykktu, var 30 aura hækkun á tímann, eða sem svarar 1%. Eftir að samningar strönduðu og sátta- semjarar tóku við komu þó LO og félag atvinnurekenda sér saman um 15 aura hækkun á tímann á hvern einstakling í svokölluðum samtakasjóði. Þá upphæð má hvert hagsmunafélag ráðstafa að eigin geðþótta. En lengra hafa samningaviðleit- anir þessara aðila ekki náð. Ríkis- stjórnin mun ekki taka í taumana, sagði forsætisráðherrann Thor- björn Falldin á föstudag. Sátta- semjarar munu halda áfram sínu starfi og reyna að komast að samkomulagi. Ríkisstjórnin sat í dag eftir hádegi á fundi og ræddi ástandið. Það var í byrjun apríl að ríkisstjórnin lagði fram tillögur, sem fólu í sér að sættu launþegar sig við „svo til engar kauphækkan- ir“ myndi stjórnin koma á verð- stöðvun, stöðvun á húsaleiguhækk- un, lækkun á skatti fyrir vissa hópa og afnámi söluskatts á ákveðnum matvörutegundum. Hvort ríkisstjórnin er reiðubúin að breyta eða endurbæta þessar til- lögur sínar mun koma í ljós næstu daga. Ósló, 2. maí. Frá Jan Erik Laurie fréttaritara Mbl. þAÐ ER að verða sorgleg og föst venja að afaranótt 1. maí fari þúsundir norskra ungmenna með brauki og bramli um götur mið- borgar Óslóar og valdi þar eigna- tjóni fyrir milljónir króna. Að þessu sinni með þeim afleiðingum að yfir 100 ungmenni voru hand- tekin, 40 flutt í sjúkrahús vegna meiðsla, þar af voru 6 lögreglu- þjónar og tiu verzlanir voru nán- ast eyðilagðar. Hvert ár hefjast ólætin á svipað- an hátt. Þegar líður á kvöldið 30. apríl fer ungt fólk að streyma inn til miðborgarinnar og safnast sam- an á hæðinni fyrir neðan höllina, efst í Karl Jóhannsgötu. Æsingur verður fljótlega meðal fólksins og auk þess flykkjast forvitnir borgar- ar á vettvang að vita hvort eitthvað muni ske. Um það bil þrjú þúsund manns voru samankomnir þarna nú. Lögreglan hafði gert ráð fyrir því að til óláta myndi koma og hafði kallað varalið til að reyna að koma í veg fyrir að allt yrði stjórnlaust. Síðan upphófust lætin fyrir alvöru undir miðnættið, þegar ungmennin hófu að kasta flöskum og steinum að lögreglunni. Lög- reglumenn sem voru með hjálma og kylfur réðust til atlögu með táragas og unda. Æstist þá ung- mennaflokkurinn um allan helm- ing og var tveimur eldsprengjum varpað að lögreglumönnunum hvar þeir þustu fram. Stóðu átökin nú í tvo klukkutíma og þegar þeim lauk að lokum var ástandið sem fyrr sagði, að 100 voru handteknir og færðir til yfirheyrslu og 40 voru meira og minna slasaðir. 1 dag voru 24 ungmenni úrskurð- uð í fangelsisvist í eina til tvær vikur og fundin sek um ofbeldi gagnvart lögreglu og spellvirki. Portisch nægir jafn- tefli í loka- skákinni Mexíkóborg. 1. maí. AP. ÞEIR Lajos Portisch, Ungverja- landi, og Boris Spassky, Sovétríkj- unum, sömdu um jafntefli í 13. einvígisskák sinni, Portisch tefldi með hvítu mönnunum og hann bauð Spassky jafntefli eftir 15 leiki. Spassky hugsaði sig um í 10 mínútur og þáði síðan jafnteflisboð Portisch. 14. einvígisskák þeirra verður tefld á föstudag og nægir Portisch jafntefli til sigurs í ein- víginu, þar sem hann sigraði Spassky fyrr í einvíginu og þá á svart. 1. maí í Moskvu: 15 ríki mættu ekki til hátiðahaldanna Moskvu, 1. mai. AP. SENDIHERRAR 15 ríkja mættu ekki til hátíðahalda 1. mai á Rauða torginu í Moskvu til að mótmæla innrás Sovétmanna i Afganistan. Meðal Atlantshafs- bandalagsrikja. sem mættu til hátíðahaldanna var ísland. Þau riki sem mótmæltu innrásinni í Afganistan með fjarveru sinni voru Bandaríkin, Bretland, Nor- egur, Danmörk, Holland, V-Þýzkaland, Kanada. írland, Portúgal, ítalia, Belgía, Luxem- bourg, Japan, Ástralia og Kína. Hundruð þúsunda manna gengu um Rauða torgið og báru rauð flögg og borða þar sem á stóð m.a.: „Moskva bíður gesta á Ólympíu- leikana". „Svikabandalag Kína og Bandaríkjanna", „Heimsveldis- sinnar hætti afskiptum af Afgan- istan". Leonid Brezhnef, forseti Sovét- ríkjanna, var viðstaddur hátíða- höldin og virtist við betri heilsu en stundum áður. Hermenn tóku ekki þátt í göngum á 1. maí en þeir röðuðu sér meðfram gönguleiðum. Heitt var í veðri og voru leiðtogar Sovétríkjanna léttklæddir. TASS-fréttastofan tilkynnti hverjir hefðu fengið friðarverð- laun Lenins árið 1979. Þeir eru Urho Kekkonen, forseti Finn- lands, Le Duan, ritari víetnamska kommúnistaflokksins, Herve Baz- in frá Frakklandi og A1 Khamisi frá Egyptalandi. tekna. /1731 f. Ölafur Stephensen stiftamtmaður — 1820 Innköllun peningaseðla — 1913 „Allt í græn- um sjó“ bannað — 1933 Birgir Jacobsen dæmdur eigandi land- svæðis á Jan Mayen — 1943 Yfirmaður Bandaríkjahers í Ev- rópu, Andrews hershöfðingi, fórst í flugslysi á íslandi — 1967 Þrír fórust með Douglas Dakota í Vestmannaeyjum — 1971 Forseta- hjónin í heimsókn til Finnlands — 1973 Viðræður við lafði Tweeds- muir í Reykjavík — 1955 d. Sigur- jón Pétursson. Orð dagsins. Gæfan er ekki hlið- holl hinum hugdeigu — Sófókles, grískur heimspekingur (um 495— 406 f.Kr.). VerkföU vofa yfir í Færeyjum Frá Jogvan Arge. (réttaritara Mbl. í Fœreyjum. 2. maí. SAMNINGAR hafa ekki tekist milli verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda í Færeyjum. Verkfall vofir nú yfir en verka- lýðsfélögin hafa boðað til verk- falls hinn 8. maí. Ingeborg Winther, formaður Alþýðu- sambandsins, sagði á fundi 1. maí, að verkalýðsfélögin færu fram á 4.50 d. króna grunn- kaupshækkanir. Þá eru prentarar með lausa samninga en þeir hafa farið fram á 17,5% launahækkanir og auk þess lengingu sumarfría um eina viku á ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.