Morgunblaðið - 03.05.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
Alþingi íslendinga á miklar
þakkir skilið fyrir stofnun starfs-
launasjóðs rithöfunda, þá birti
fyrir sjónum margra, sem barizt
höfðu í bökkum fjárhagslega, en
þó ekki gefið upp á bátinli að
stunda ritstörf, nokkrir þeirra
hafa gert þau að lífsstarfi og þar
með búið við mikið efnahagslegt
öryggisleysi og ýmiskonar mót-
blástur. Flestir rithöfunda gegna
föstu starfi með einsmánaðar or-
lofi á ári, orlof er ætlað til hvíldar
og endurnæringar, rithöfundar,
sem nota það til bókmenntastarfa
eru ekki of sælir, því að flestum
munu reynast ritstörf lýjandi, svo
að það getur engan veginn talizt
hvíld frá öðrum störfum að vinna
nótt með degi að sköpun bók-
mennta en til þess freistast nokkr-
ir vegna þess hve orlofið hrekkur
skammt til að semja bók, eða
ljúka við síðustu gerð hennar.
Þegar ég skrifa bók á ég við bók,
en ekki þau smáverk, sem farið er
að kalla bækur, en voru fyrrum
nefnd: kver, pésar og bæklingar.
Uppsetning ljóða er slík nú að oft
eru aðeins fáar hendingar á
blaðsíðu.
Þeir rithöfundar í fastri stöðu
árið um kring, er virðast geta haft
skársta aðstöðu til ritstarfa eru
kennarar, því hafa allmargir rit-
höfundar dregið sig að þessu
starfi, ýmisir þessara manna eru
nú látnir, en við fljótlega athugun
á skýrslu yfir starfslaun Launa-
sjóðs frá upphafi, sem er ekki
tæmandi, eins og getið er um fyrir
neðan skýrsluna, virðist mér, að
það séu nær 30 manns, sem hafa
lagt stund á kennslu.
Aðrar starfsstéttir en kennarar
hafa yfirleitt eins mánaðar orlof
árlega, þó að þessi tími sé tekinn
til ritstarfa segir sig sjálft, að lítið
kemst i verk, jafnvel þó að sleitu-
laust sé unnið. Vitnað hefur verið
til næturvinnu rithöfunda, það er
eins og hver önnur þjóðsaga, sem
þróast hefur af litlu tilefni, að
rithöfundur geti að loknum erfið-
um og oft erilsömum vinnudegi
varið nóttinni til að semja skáld-
verk. Það liggur i augum uppi að
rithöfundurinn er orðinn þreyttur
að kveldi og hefur svefnþörf eins
og aðrir menn. Skapandi starf
útheimtir meiri andlega orku en
flest önnur störf, skriftir og vélrit-
Þórunn Elfa:
un er talið til starfa, ef unnið er í
skrifstofu, en allar umritanir rit-
höfunda, áður en bók er fullbúin,
heyrist ekki flokkuð undir vinnu,
og hana þreytandi. Varðandi
margumtalaða næturvinnu rithöf-
unda er rétt að taka fram, að
höfundar, sem ráða yfir vinnu-
tíma sínum geta leyft sér þá
dægurvillu að vinna á þöglum
nóttum, en sofna frá ys og þys
daganna, en þá eiga þeir konur,
sem bægja frá þeim truflunum og
amstri daglegs lífs. Vel kvæntur
rithöfundur á konu sinni mikið að
þakka.
Það þarf ekki að fjölyrða um
það, að veruleg starfslaun leysa
höfund frá oki brauðstritsins með-
an þau endast, ef til vill hefur
hann ráð til að framlengja þennan
tíma, svo framarlega, sem hann
vill í sölurnar leggja það, sem
honum er fært með tilliti til sinna
nánustu, í því efni nýtur hann oft
fórnfýsi konu sinnar.
Nú vík ég að því, sem ég hef
nefnt höfuðmein íslenzkra rithöf-
unda. Það er hve fáir þeirra hafa
fasta og trausta útgefendur. Jafn-
vel þeir, sem komast í fremstu röð
hafa komið við hjá mörgum útgef-
endum á starfsferli sínum. Skilj-
anlega er það rithöfundum mikil
raun að ganga á milli útgefenda
og falbjóða verk sín. Mér vitan-
lega hefur enginn tekið það að sér
að vera umboðsmaður fyrir rithöf-
unda, það starf mundi varla borga
sig, og nú á tímum, þegar hvert
stundarbrot er virt til peninga, er
ekki hægt að leita kunnáttu- og
smekkmanna um bókmenntir til
þess að biðja þá að lesa yfir
handrit með tilliti til ábendinga
og ef til vill meðmæla.
Mér hefur lengi fundizt, að við
hefðum brýna þörf fyrir höfunda-
miðstöð, þar sem vel hæfur og
vandaður bókmenntamaður væri i
ráðinn til að yfirfara verk höf- j
unda og vera þeim til ráðuneytis.
Ungum höfundum er það brýn
nauðsyn að eiga aðgang að slíkri
miðstöð til þess að fá hlutlaust
mat á verkum sínum. Séu verk
þessara höfunda léleg og ekki
finnist í þeim nokkur neisti er
þeim hollast að fá vitneskju um
þetta sem fyrst. Hvernig þeir
bregðast við er þeirra mál. Útgef-
endur gætu snúið sér til þessarar
höfundamiðstöðvar og fengið að
vita um verk, sem mælt er með til
útgáfu. Slíkt fyrirkomulag mundi
efla íslenzkar bókmenntir, verða
til þess, að fullunnin verk kæmust
fljótt á markað, bókmenntaleg
sjónarmið væru virt, í stað þess,
sem nú vill æði oft við brenna, að
þau eru látin lönd og leið, en
höfðað til lægstu hvata þeirra,
sem bækur kaupa með tilliti til
æsilegr lýsinga af rekkju-ósiðum,
ofbeldi og þar fram eftir götunum.
íslenzka ríki hefur stórhækkað
söluskatt af bókum sem öðru, og
fær hærri greiðslu fyrir hvert
eintak en höfundurinn, tekur
síðan skatt af hans hluta svo og
hverju, sem hann innvinnur sér
fyrir ritstörf sín, einnig því, sem
hann fær í viðurkenningarskyni.
Það væri því engin ofrausn, þó að
ríkið setti á laggirnar fyrrgreinda
miðstöð, ekki eins og þær upphæð-
ir sem skipta skal milli fjölmargra
rithöfunda til starfa og til viður-
kenningar (listamannalaun) séu
svo háar að ekki sé verjandi að
eyða nokkru meira til þess að auka
veg bókmennta, koma á gæðamati
og leiða frá villu síns vegar þá,
sem ekkert hafa við það að gera að
Bjarni Bernharður:
sýsla við skáldskap, yrði það
aðeins til ama og vonbrigða.
Greindur nærri getur en reyndur
veit þó betur. Við, sem reynsluna
höfum vitum um hvað við erum að
tala.
Stofnun starfslaunasjóðs skildi
ég þannig, að ætlunin væri að
styðja við bakið á þeim höfundum,
sem sýnt hafa ótvíræða hæfileika,
metnað og ósérhlífni til að vinna
verk sín eins vel og þeim er
framast auðið og þar með vera vel
að komnir sinum starfslaunum.
Margir höfundar berjast í bökk-
um fjárhagslega og eiga erfitt með
að kjúfa ýmiskonar kostnað, sem
skáldverk og sannsöguleg verk
(minningar o.fl.) geta haft í för
með sér auk lágmarks fram-
færslukostnaðar. Þessum höfund-
um þarf að gera kleyft að standast
þau útgjöld, sem þeir telja nauð-
synleg vegna verka sinna, enda
geri þeir grein fyrir þeim í um-
sókn sinni um starfslaun.
Aðrir höfundar eru, sem betur
fer þannig settir fjárhagslega og
þjóðfélagslega, að þeim eru allar
götur greiðar, þó sýna sumir
þeirra ósmekklega áfergju, þegar
aflahvötin vísar þeim á einhverjar
leiðir tilað auðgast og þeir eru
einkar lagnir við að koma ár sinni
fyrir borð. Það getur ekki hafa
verið tilgangurinn með stofnun
Launasjóðs rithöfunda að bera
mest fé í þá, sem bezt eru settir,
heldur hefur það verið ætlunin að
bæta hag þeirra rithöfunda, sem
vinna það til að búa við léleg kjör
til þess að geta lagt stund á
orðsins list, sem íslendingum á
öllum tímum hefur verið svo
mikilvægt.
Rithöfundasambandið ræður yf-
ir Bókasafnssjóði rithöfunda. Sá
sjóður var stofnaður til þess að
sýna lit á að endurgjalda þeim
höfundum, sem áttu bækur í
bókasöfnum og lestrarfélögum, í
útlánum um allt land, en höfðu
aldrei fengið neinar greiðslur
fyrir. I þessum efnum vorum við
íslendingar langt á eftir grann-
þjóðum okkar, og erum raunar
enn, þar sem við höfum ekki tekið
upp stimpilgjald, sem leiddi í ljós
hvaða höfundar leggðu þjóðinni til
mest af ókeypis lestrarefni, en
þeir áttu að ganga fyrir, þegar
farið væri að veita úr sjóðnum
upphæðir, sem munaði um. Af
þeim rithöfundum, sem fyrst var
veitt úr sjóðnum var höfundur
með eina bók nýlega útkomna.
Ekki þarf að fjölyrða um, hve
mörgum fannst þetta óréttmætt,
þarna voru beinlínis tekin laun frá
einhverjum þeirra höfunda, sem
höfðu á löngum tíma til þeirra
unnið. Margt þessu líkt hefur átt
sér stað, ekki að kynja, þó að
smáar að vöxtum hvað blaðsíðu-
fjölda varðar, en samt alls ekki
hristar framúr erminni. Hvað er
með ljóðformið sem stingur í
augu? Er hvaða skáldsagnarugl
illskárra? Doðrantar þeir sem
fjalla um smáborgaralega viður-
styggð sem höfundarnir vilja fría
sig af að tilheyra? Eða hetjubæk-
urnar um súkkulaðidrenginn sem
útsvínar foreldrahúsin af því
pabbanum líður illa vegna ríki-
dæmis og drekkur og hefur ást-
konu? Eða segir frá stofukomm-
anum sem aldeilis berskjaldaður
31
óánægja hafi komið upp í Rithöf-1
undasambandinu.
Um ávarp það, sem 46 rithöf-
undar skrifuðu undir vil ég taka
það fram, að ég kunni ekki við
orðalag þess, og hafði strax orð á
því við þá, sem söfnuðu undir-
skriftum, hins vegar varð eitthvað
að gera til þess að fá hreinar línur
varðandi reglugerð Launasjóðs og
hvernig henni hefur verið fram-
fylgt. Jafnframt ber nauðsyn til,
að gá í leiðinni að ýmsu öðru, svo
sem úthlutun úr Bókasafnssjóði
rithöfunda. Mér er tjáð, að hún
hafi fyrir nokkru farið fram, og
hafi verið um allverulegar fúlgur
að ræða, en þegar þetta er skrifað
hefur ekki verið tilkynnt í blöðum
um þessa úthlutun, en venja er að
slíkt komi fram strax eftir úthlut-
un. Er þetta feimnismál —>. eða
hvað?
Hvað með úthlutun listamanna-
launa? Ég ætla að hætta að taka
dæmi, þó að það varði mig. Fyrr á
árum hafði ég árleg listamanna-
laun á annan áratug, síðar annað
eða þriðja hvert ár. A því ári, sem
ég átti fjörtíu ára rithöfundaraf-
mæli var mér síðast veitt, á þessu
vori eru sjö ár síðan. Ég þarf varla
að taka það fram, að ég hef unnið
að ritstörfum öll þessi ár, bækur
hafa komið út eftir mig og ég hef
frumflutt mikið af efni í Hljóð-
varpi, og unnið að stærri og
smærri verkum, sem enn eru
óbirt.
Annað dæmi: Oddnýju Guð-
mundsdóttur, rithöfundi, hafa
aldrei verið veitt listamannalaun,
né nokkur önnur viðurkenning,
margar bækur hafa komið út eftir
hana, allar blaðagreinar hennar
vekja mikla athygli. Berum þetta
saman við höfund einnar bókar,
sem hoppar inn í raðir rithöfunda,
sem var úthlutað eftir verðskuld-
an og þá voru komnir talsvert til
ára sinna.
Væri ekki tímabært að birta
reglugerðir þeirra sjóða, er hér að
framan hefur nokkuð verið fjallað
um? Kannski fengi þá núverandi
starfslaunanefnd uppreisn? Er
ekki rétt að endurskoða reglugerð-
ir þessara sjóða, svo að nefndir
þær sem úthluta úr þeim fari ekki
eftir einhverju villuljósi? Of langt
er að bíða álits þeirrar nefndar,
sem kosin var á síðasta fundi
Rithöfundasambandsins, aðallega
til að kanna vinubrögð núverandi
starfslaunanefndar, en á ekki að
leggja fram niðurstöður sínar fyrr
en á næsta ári, þegar þessi nefnd
hefur að fullu lokið sínu þriggja
ára hlutverki. Ég endurtek, að
fleiru þarf að hyggja, og það sem
fyrst.
29.-30. apríl 1980.
en grimmur af réttlætistilfinn-
ingu ræðst gegn kapitalísku
óargadýri og hefur sigur? Heldur
eru bækur mínar ekki telgdir
kínverksir páfuglar sem svífa yfir
vötnum.
Nei, málið er einfalt: Ég er
rithöfundur og verð það um næstu
framtíð hvað sem öðru líður. Og ég
reyni í bókum mínum að hafa
mannlegt viðhorf að leiðarljósi.
Ég sótti um starfslaun til launa-
sjóðsins á sínum tíma. Því var
synjað. „Það gekk ekki í þá“.
Sjálfsagt á þeirri forsendu að ég
væri fremur ólíklegur til stór-
afreka. En það eru aðrir og aðrir
tímar.
Þetta mannréttindastríð í
menningarheiminum kallar Þor-
geir Þorgeirsson: Upphlaup fag-
legra og móralskra vanmetageml-
inga. Þvílíkt morðkjaftæði frá
eins merkum manni.
Vér bíðum þess í ofvæni að hið
háa alþingi kveði svohljóðandi
dóm yfir oss: Ógilt kjaftæði.
A meðan kynda stofukommarn-
ir kofann sinn. Og skrifi. Því þeir
skilja peninga miklu betur ...
Bjarni Bernharður,
félagi i Rithöfunda-
sambandi íslands
Ráðstefna um endurhæfing-
ar- og atvinnumál blindra
BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök
blindra og sjónskertra á íslandi,
efndi til ráðstefnu laugardaginn
29. mars sl. þar sem fjallað var
um endurhæfingar- og atvinnu-
mál blindra, auk þess sem skipu-
lagning umhverfis var tekin til
umrseðu. Flutt voru nokkur
framsöguerindi og starfshópar
fjölluðu um hin ýmsu mál. Verð-
ur nú getið hins helsta, sem fram
kom á ráðstefnunni:
1. Það kom fram, að aðstaða er
ekki fyrir hendi hér á landi til
endurhæfingar þeirra, sem missa
sjón á fullorðins árum og erlend
endurhæfing nýtist ekki sem
skyldi vegna þess, að nauðsynlega
framhaldsþjálfun skortir. Talið
var, að fjárhagslega væri hag-
kvæmt að flytja endurhæfingu
blindra og sjónskertra inn í landið
auk þess sem endurhæfing bætti
alla aðstöðu þeirra í þjóðfélaginu.
2. I umræðum um atvinnumál
blindra og sjónskertra var það álit
manna, að ríki og sveitarfélög
hefðu algerlega brugðist þeirri
skyldu sinni að hafa frumkvæði
um atvinnu til handa öryrkjum
þrátt fyrir lagaákvæði um þetta
efni. Þá var talið, að reglugerð um
öryrkjavinnu væri ekki nægilega
sveigjanleg og átöldu menn, að
örorkubætur falli niður á því
þriggja ára tímabili, sem Trygg-
ingastofnun ríkisins greiðir hluta
af launum öryrkja, sem ráðnir eru
til starfa á almennum vinnumark-
aði fjfrir hennar tilstilli.
3. í sambandi við skipulagningu
umhverfis var það álit manna, að
sjaldnast væri tekið tillit til
blindra og sjónskertra. Þar má t.d.
nefna lélegt viðhald gangstétta,
ógreinilegar merkingar strætis-
vagna, trjágreinar, sem slúta fram
yfir gangstéttar og óheppilegt val
lita á ljósastaurum, skiltum
o.s.frv. Þá var harðlega gagnrýnt,
að ökumenn leggi bifreiðum sínum
upp á gangstéttir og valdi þannig
vegfarendum miklum óþægindum
og jafnvel stórhættu.
Dorgað í flóann
Víst, víst er svo, að úthlutunin
úr launasjóði rithöfunda er póli-
tískt misferli. Og það misferli er
með svipuðum hætti og kynþátta-
fordómar og ofsóknir á hendur
minnihlutahópum víðs vegar úti í
hinum stóra heimi. Það hefur
verið dregin þráðlaus markalína
þar sem verðlaunabesefar með
ræði forsendur eru örðum megin
en hinum megin við niggarar með
ljótt í kollinum, þeim er sparkað
oní kjallara við lítinn orðstí. En
innan rammans opinberast svo hið
pólitíska flokkssjónarmið þegar
dulunni er svipt frá, illu heilli.
Valdníðsla er friðhelg á íslandi.
Fyrirsvarsmaður launasjóðsins,
Sveinn Skorri Höskuldsson, hefur
útlagt starfsgrundvöll nefndar-
innar á undurfurðulegan hátt: Við
gerum okkur grein fyrir því hvort
ekki megi ætla af umsókninni og
fyrri verkum höfundar að hann
muni semja gott og nýtilegt verk
(Morgunbl. 29/4). Og í öðru dagbl.
sama daginn: Við reynum að meta
það eftir fyrri verkum höfundar
hvort hann sé likelgur til að
semja gott verk. Þetta eru gróf
sjónarmið.
A síðasta ári sendi undirritaður
frá sér tvær bækur. Reyndar
Höfuðmein
íslenzkra
rithöfunda