Morgunblaðið - 03.05.1980, Síða 43

Morgunblaðið - 03.05.1980, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 43 r r • Þessa skemmtilegu mynd tók Ragnar Axelsson ljósmyndari Mbl. er flautað var til leiksloka i leik Hauka og KR í bikarkeppni HSÍ. Gífurlegur fjögnuður braust út hjá leikmönnum Hauka eins og sjá má. Capes hættur í löggunni Sambandið styrkir KKÍ BRESKI kúluvarparinn Geoff Capes, sagði upp starfi sínu sem lögregluþjónn. Talið er að hann hafi gert það vegna deilunnar um hvort senda skuli breska íþrótta- menn á Ólympíuleikana i Moskvu, en breska ríkisstjórnin hefur látið frá sér fara þá tilkynningu að enginn íþrótta- maður sem er opinber starfs- maður skuli fá fri til þess að æfa fyrir keppnina. Capes, sem verið hefur í lögregluliði Cambridge- shire í 11 ár, neitaði hins vegar að uppsögn sin væri i tengslum Tony Knapp. landsliðsþjálfar- inn fyrrverandi í knattspyrnu dró ekkert úr umsvifum sínum á siðum dagblaða þegar hann flutt- ist til Noregs sem þjálfari Vikings í Stavangri. Blaðamenn voru fljótir að sjá sem var, að Knapp er maður frískur og talar í fyrirsögnum ef svo mætti að orði komast. Þessi mynd sem hér birtist var í Norska Dagblaðinu og voru þar ýmsar yfirlýsingar og alhæfingar frá Knapp. „Ég get stjórnað mínu liði þannig að við kljúfum vörn and- stæðinganna, en leikmenn mínir eru lélegir uppi við markið, okkur vantar illilega markaskorara. Ef ég hefði mann eins og Pál Jakob- sen í herbúðum Víkings, gæti ég í rólegheitum lýst því yfir að við við slikt, sagði hana stafa fremur af því að sér hefði borist álitlegt atvinnutilboð frá sportvöru- framleiðanda. Englendingar litu á Capes sem eina af helstu vonum sinum í sambandi við Ólympiuleikana, kúluvarparlnn þritugi hefur tvívegis orðið Evrópumeistari og einnig samveldismeistari. Hann hefur hlotið fleiri stig á alþjóða- mótum en nokkur annar Breti og varð i sjötta sæti á ólympiuleik- unum 1976. myndum vinna aftur alla titla sem möguleiki er á hér í Noregi. Það er í rauninni mesta furða að við skyldum vinna tvöfalt í fyrra, við skoruðum ekki nema 31 mark í 22 leikjum og er það ekki glæsilegt hjá toppliði. Þrjú næstu liðin í deildinni skoruðu meira og meira að segja liðið í 8. sæti skoraði meira heldur en við“ sagði Knapp í viðtali við ND. Knapp verður áfram með lið Víkings í sumar eins og fram hefur komið og ætlar karlinn að tefla djarft eins og vænta mátti úr þeirri áttinni. T.d. ætlar hann að tefla fram stórum hóp kornungra leikmanna, manna sem lögðu lítið sem ekkert til málanna er Víking- ur varð meistari á síðasta ári. Á meðfylgjandi mynd eru þessir umræddu strákar ... Á BLAÐAMANNAFUNDI sem SÍS boðaði til i gær, var greint frá þvi að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur veitt Körfuknattleikssambandi íslands veglegan fjárstyrk að upphæð 5,5 milljónir króna. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem eitt sérsamband nýtur svo mikils stuðnings frá einu fyrirtæki. Sambandið er með þessu að marka nýja stefnu með styrkveit- ingum til iþróttastarfseminnar í landinu. Um nokkurt skeið hafa forystu- menn samvinnuhreyfingarinnar velt því fyrir sér hvort ein öflug styrkveiting í stað dreifðra smærri fjárveitinga myndi ekki nýtast betur' og verða íþrótta- hreyfingunni til heilla. Við frekari athugun virtist þetta nýmæli geta horft til bóta. Því var ákveðið fyrir alllöngu síðan að reyna þessa nýbreytni fyrir árið 1980 og varð Körfu- knattleikssamband íslands fyrir valinu. Ástæða þess var sú að landsliðsnefnd Körfuknattleiks- sambandsins hafði þá nýverið farið fram á fjárstuðning til starfsemi þessarar íþróttagreinar og þar sem það hafði sjaldan áður hlotið styrk var það talið vel að þessari fyrstu útnefningu komið. Það ætlar að ganga treglega hjá Liverpool að takast að vinna tvöfalt í Englandi, þ.e.a.s. bæði deild og bikar. Allt bendir nú til þess, að liðið verði deildarmeist- ari þó ekki sé það alveg i höfn enn, en bikarinn gekk liðinu úr greipum í fyrrakvöld er Arsenal og Liverpool léku f jórða leik sinn í undanúrslitunum. Loks tókst að knýja fram úrslit og var það Arsenal sem hafði heppnina með sér og kom það i raun og veru ekki á óvart. Arsenal sigraði með eina marki leiksins. Sigurmarkið skoraði Brian Tal- bot á 11. mínútu leiksins, að sögn BBC, eftir að Ray Kennedy hafði runnið kylliflatur með knöttinn á eigin vítateigslínu. Frank Staple- ton var þar á vakki, tók knöttinn, sendi hann fyrir markið á kollinn á Brian Talbot sem skallaði af öryggi í netið. Þetta var 24. Ef þessi nýja aðferð sannar ágæti sitt er áformað að endur- nýja styrkveitinguna að ári til annarrar íþróttagreinar, eða þeirrar sömu, eftir atvikum, en styrkveitingin í ár nemur 5,5 milljónum króna. Við þessa styrkveitingu áskilur Sambandið sér heimild til að virkja starfsemi íþróttagreinar- innar til upplýsinga um sam- vinnuhreyfinguna í landinu, t.d." með því að merkja búninga lands- liðsins með samvinnumerkinu og öðru því sem gagnkvæmt sam- komulag næst um við forráða- menn Körfuknattleikssambands- ins. Sambandið væntir þess að þessi fjárhagur örvi áhuga æsku lands- ins á heilbrigðum íþróttum og verði öllum viðkomandi til vel- farnaðar. Sambandið hefur tilnefnt tvo aðila til þess að fylgjast með starfsemi KKÍ á komandi starfs- ári, til þess að fylgjast með og sjá hvort þesi nýja leið reynist sem skyldi. Lagt verður á það hlutlægt mat, og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun hvort um áfram- haldandi styrkveitingar verður að ræða til sérsambanda innan ÍSÍ. - þr. bikarleikur Talbots í röð án taps, en hann á nú góðan möguleika á því að verða bikarmeistari þriðja árið í röð, en hann var í sigurliði Arsenal gegn Man. Utd. í fyrra og sigurliði Ipswich gegn Ársenal árið áður. Ársenal stillir því upp í úrslitum þriðja árið í röð og fær nú léttari mótherja en nokkru sinni fyrr, ef hægt er að nota orðið „léttur" í þessu tilviki. Annars var leikur liðanna í fyrrakvöld lengst af einstefna að marki Arsenal, en leikaðferð Ars- enal býður mög upp á það. Liver- pool var óheppið að skora ekki nokkrum sinnum í leiknum, tvívegis björguðu leikmenn Arsen- al af línu, tvívegis brenndi Ray Kennedy af fyrir opnu marki og nokkrum sinnum varði snillingur- inn Pat Jennings af snilld. En allt kom fyrir ekki og það voru leikmenn Arsenal sem fögnuðu í leikslok. Armann mætir Fylki EINN leikur verður á dagskrá á Reykjavíkurmót- inu i knattspyrnu um helg- ina, er það viöureign Ár- manns og Fylkis. Fer ieikur- inn fram á Melavellinum í dag og hefst hann klukkan 14.00. Kylfingar keppa um Nesbjöíluna FYRSTA meiriháttar innan- félagsmótið hjá Nes- klúbbnum fer fram í dag er kylfingar berjast um Nes- bjölluna. Keppnin hefst klukkan 13 og ef að likum lætur verður vel mætt, en vöilurinn virðist hafa komið vel undan vetri. Framundan eru nokkrar framkvæmdir á veliinum og verður byrjað á þeim fljótlega. Ágúst sigraði ÁGÚST Guðmundsson sigr- aði á einnar kylfu keppni Golfklúbbs Reykjavíkur sem fram fór á Grafarholtsvellin- um í fyrradag. Var þar á ferðinni fyrsta meiri háttar mót vorsins. Ágúst sló 45 hðgg nettó, einu minna en Jón Sigurðsson sem varð i öðru sæti. Þeir Hafsteinn Júliusson og Sigvaidi Ingi- mundarson slógu báðir 47 högg en Hafsteinn hreppti þriðja sætið. Keppendur voru 61 talsins og má tii gamans geta þess, að i fyrra kepptu á móti þessu 36 manns. Má af tölum þessum sjá hve vinsældir goifsins hafa aukist, en nýir félagar bætast í GR í viku hverri. Prohaska til Inter Mílanó FREGNIR herma, að austur- riski knattspyrnusniiiingur- inn Herbert Prohaska hafi brotið ísinn sem fyrsti er- lendi ieikmaðurinn sem und- irritar samning við italskt knattspyrnuiið, en að und- anförnu hafa ítalir að mestu leyti sæst á að opna deildir sínar eriendum leik- mönnum. Talið er að leyfið verði gefið um miðjan mai. Sagt er að Prohaska hafi þegar undirritað samning við meistaraliðið Inter Mil- anó, samning til þriggja ára. Mörg ítöisk lið hafa í laumi verið að ræða við þekkta knattspyrnumenn og má þar nefna hollensku tviburana Van Der Kerkhof. Að sðgn mun félag Pro- haska, Austria Vín fá rúma milljón Bandarikjadala frá Inter. FIMLEIKADEILD Ár- manns heldur fimieikanám- skeið fyrir drengi og stúikur i Feliaskóla dagana 5 — 17. mai. Kennarar verða Maria Janson írá Sviþjóð og Þórir Kjartansson. • Liverpool og Arsenal hafa marga hildi háð að undanförnu og Arsenal haft betur ef nokkuð er. Á myndinni fagna leikmenn Arsenal Dave Price (nr. 4) er hann hefur sent knöttinn í netið hjá Liverpool, sigurmarkið i þeim leik. Knapp ætlar að tefla djarft! Arsenal á Wembley þriðja árið í röð — lagöi Liverpool að velli í fjórðu tilraun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.