Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980 7 Veturinn og þingiö á enda Alþingi kom saman á líðnu hausti — eins og önnur haust — en að þessu sinni nokkurn veg- inn vegna þingrofs. Það var óvenjulegt. Síöan var gengið til vetrarkosn- inga. Það var nánast einsdæmi. Alþýðuflokk- urinn skilaði, aö vísu án vaxta, öllu lánsfylgi frá fyrra ári, en hélt þó fast við raunvaxtastefnuna. Alþýðubandalagið lét eilítið á sjá, þrátt fyrir tvíátta stefnu í öllum mál- um („allra vin en engum trúr“). Sjálfstæðisflokk- urinn bætti smávegis við sig, þrátt fyrir nokkrar framboösraunir, en Framsóknarflokkurinn óx til fyrri stærðar. Framsóknarflokkurinn tapaði myndarlega 1978 — og myndaði síðan stjórn fyrir þess árs sig- urvegara: Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokk. 1979 vann hann vel á en mis- tókst stjórnarmyndun. Allavega eru Framsókn- arflokkur og Alþýðu- bandalag burðarásar í nýrri ríkisstjórn — en nóg um það. Síðan hófst sögulegt þinghald, sem skilar ávöxtum í öfugu hlutfalli viö fyrirferð þing- haldsins. Aðeins á einu sviði hefur þetta þing haft afköst mikil: viö að binda skattabagga á herðar almenningi. Á því sviði var slegiö myndar- legt íslandsmet — og þurfti þó töluvert til. Ríkisstjórnin hefur leg- ið undir feldi vetrarlangt. Nú vill hún, á fáum loka- dögum, keyra fjölmörg stórmál í gegn, sum hver lítt skoðuö. Engu er líkara en hún höfði frekar til handa (uppréttingar) þingmanna en höfuðs (umfjöllunar mála). Lyktir þingsins geta því orðiö sögulegar eins og upphaf þess. Hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Frumvarp um þetta efni var samið af aðilum vinnumarkaðar, eða full- trúum þeirra, í samræmi við samkomulag í vinnu- deilu 1977. Nauðsynlegt var að setja lög um þetta efni. Engu að síður er þetta frumvarp dæmi um mál, sem hraðað var um of. Þaö mátti vel bíða haustþings, þó ekki væri nema vegna þess, að lögin taka ekki gildi fyrr en um n.k áramót hvort eð er. Allmargar breyt- ingartillögur voru sam- þykktar, bæði frá þing- mönnum Sjálfstæðis- flokks og félagsmála- nefnd efri deildar, allar til bóta. En það segir þó sitt um hraða málsins og vinnubrögð aö fulltrúar allra flokka segja í nefnd- aráliti (félagsmálanefnd neðri deildar): „Þrátt fyrir þau ákvæði til bráðabirgða í frum- varpinu, þar sem gert er ráð fyrir að endurskoðun laganna skuli fara fram eigi síðar en fimm árum eftir gildistöku þeirra, telur nefndin nauðsyn bera til, vegna ágreinings um túlkun ýmissa ákv- æða í frumvarpinu, svo og margra óljósra atriða, að stjórnvöld láti í sumar gera úttekt á gildissvæði og framkvæmd laganna, að því er varðar ýmsar stofnanir, ný lagafrum- vörp og eldri lög, sem frumvarpið gerir ráð fyrir að falli undir hin nýju lög að ainhverju eða öllu leyti. Jafnframt verði lögð fram áætlun um rekstr- arkostnað Vinnueftirlits og sparnað sem samein- ing stofnana leiðir til. Nauðsynlegt er að þessi úttekt liggi fyrir áður en Alþingi kemur saman á ný næsta haust, svo aö Alþingi geti gert viðeíg- andi lagabreytingar, ef ástæða þykir til, áður en lögin taka gildi 1. janúar 1981.“ Félagsmálaráð- herra neyddist til að gefa yfirlýsingu í sömu veru og þetta álit við af- greiðslu laganna. Hefði þessi lagasetning ekki mátt bíða, án þess að sök komi, betri athugunar og haustþings? Sams konar asi virðist vera á ríkisstjórninni varðandi mikinn frum- varpsbálk um húsnæö- ismál, sem bersýnilega þarf vandlegrar athugun- ar við — og mikilla leið- réttinga. Þaö er engum greiði gerður með flumbrugangi af þessu tagi. Það þarf að vanda sem lengi á að standa. Það á við um lagasmið, jafnvel fremur en flest annað. Stuöningsmenn Alberts Guómundssonar og Brynhildar Jóhannsdóttur innan íþróttahreyfingarinnar boöa til almenns fundar aö Sftuöningtmonn Alborfts og Brynhildar. Sveinn Þórir Julius Bergur Baldur Ulfar Sigfús Hótel Borg í kvöld, þriöjudaginn 20. maí, kl. 20.30. Gestir fundarins Albert Guömundsson, Brynhildur Jóhannsdóttir, Sigfús Halldórsson leikur og syngur frum-samin lög. Ávörp flytja: Þórir Lárusson, form. Í.R., Anton Örn Kjærnested, form. Víkings, Júlíus Hafstein, form. H.S.Í., Bergur Guönason, form. Vals, Baldur Jónsson, vallarstjóri og Sveinn Björnsson varaformaöur Í.S.Í. Fundarstjóri: Últar Þóröarson. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? hl At'íiI.YSIR l'M ALL.T LAN'D ÞEC,AR Þl' At'fiLYSIR I MORCit'NBLAÐINt' Danskennaranám Getum tekiö í danskennaranám. Um er aö ræöa 4 vetra nám frá 1. september til 31. maí ár hvert. Tökum yngst 17 ára (fædd 1963). Upplýsingar í síma 39551 frá kl. 13—18 í dag og á morgun. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar. Gjörbvtting á sviði alfræöiútgáfu, -súftrstoí 200ár! Encyclopædia Bntannica 15.útgáfa Brítannica3 Þrefalt alfræöisafn i þrjátiu bindum Lykill þinn aðframtíðinni! Kynnist þessari gjörbreyttu útgáfu þekktasta alfræði- safns í heimi. Hringið eða skrifið og biðjið um litprentað upplýsingarit um þessa tímamótaútgáfu Orðabókaútgáfan BRITANNICA 3. Auðbrekku 15. 1980 útgáfan fyrirliggjandi. 200 Kópavogi, sími 40887 HELLUBORD OFNAR ELDAVÉLAR VIFTUR og hér er nýja danska eldavélin ein með öllu Nýja grillelementið grillar út á jaðra stóru ristarinnar. t.d. 8 stór T-bone í einu. 25% orkusparnaður með nýju ofnelementi. hurð og einangrun. Samt tryggir aukin hitageta fullkomna sjálfhrelnsun. Hitaskúffan hefur m.a. sérstaka lágstillingu til snöggrar lyftingar á gerdeigi. 100 ára ferill og yfirgnæf- andi markaðshlutur í matar- gerðarlandinu Danmörku eru til marks um gæðin. Fjórar hraðhellur, ein með snertiskynjara og fínstilllngu. Stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi, grillelementi, innbyggðum grillmótor og fullkomnum girllbúnaði. Útdregin hitaskúffa með eigin hitastilli. Stafaklukka, sem kveikir, slekkur og minnir á. Breidd 59,8 cm. Stillanleg hæð: 85-92 cm. Fæst einnig án klukku og grillmótors. Ljós f öllum rofum veitir öruggt yfirlit og eykur enn glæsibrag hinnar vönduðu vélar. Barnalæsing á ofnhurð og hltaskúffu. Emailerlng í sérflokki og fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt og brúnt. Voss eldhúsviftur í sömu litum: súper-sog. stiglaus sogstilling, varanleg fltusía og gott Ijós. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. GRAM kæll- og frystlskápar í sömu litum. HÁTÚNI 6A /rönix SIMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.