Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Sanngjarn sigur UBK Blikarnir ur Kópavogi báru sigurorð aí Þrótti, 2—1, í fyrsta leik sinum í íslandsmótinu í knattspvrnu. Leikur liðanna sem fram íór á fagurgrænum knatt- spyrnuvellinum í Kópavogi bauð oft á tíðum upp á ágæt tilþrif liðanna, þó sérstaklega Kópa- vogsliðsins sem barðist vel og skapaði sér mörg hættuleg mark- tækifæri eftir skemmtilegt sam- spil. Var sigur liðsins sanngjarn eftir gangi leiksins. Einleikur Siguröar Fyrsta mark leiksins kom á 8. mínútu. Sigurður Grétarsson sýndi þá mikið einstaklingsfram- tak þar sem hann braust í gegn með miklum einleik frá vítateigs- línu, lék á þrjá varnarmenn Þrótt- ar og skoraði af öryggi framhjá Jóni markverði Þróttar sem kom engum vörnum við. Var þetta vel gert hjá Sigurði og kom þetta mark hans mikilli baráttu í lið UBK. Fyrri hálfleikur var lengst af nokkuð jafn en þó áttu Breiða- bliksmenn öliu betri tækifæri og léku betur saman. Lið Þróttar náði sér ekki á strik og mikið bar á langspyrnum fram völlinn, sem sköpuðu litla hættu. Þróttur fær á sig klaufamark Á 35. mínútu fyrri hálfleiksins skorar UBK sitt annað mark og var það frekar ódýrt og verður að skrifast á Jón markvörð. Ingólfur Ingólfsson skaut svo til alveg frá endalínu þar sem hann var stað- settur við markteigshornið og öllum til mikillar furðu fór bolt- inn á milli handa Jóns markvarð- ar og í netið aiveg við jörð. Var ekki hægt að sjá annað en að markvörðurinn hefði auðveldlega getað varið skot þetta. Fátt markvert skeði svo það sem eftir var hálfleiksins. UBK— Q Þróttur (Lm Lifnar yfir Þrótturum Framan af síðari hálfleiknum var það lið Breiðabliks sem völdin hafði og náði liðið mörgum góðum sóknum þrátt fyrir að þeim tækist ekki að skora fleiri mörk. Besta marktækifæri þeirra í síðari hálf- leik kom á 65. mínútu, þá kom góð sending fyrir markið inn í miðjan vítateiginn. Þar var Vignir Bald- ursson í mjög góðu marktækifæri en Jón varði naumlega gott skot hans. Sigurjón Rannversson átti þrumuskot rétt yfir þverslá skömmu síðar. Var framlína UBK ílnattspyrna) mjög spræk framan af síðari hálfleiknum en er líða tók á leikinn var eins og þreyta kæmi fram hjá leikmönnum UBK. Lið Þróttar fór að sækja upp úr miðjum síðari hálfleiknum og náði þá sínum bestu leikköflum. Þá breytti það liðinu til batnaðar þegar þeir Páll Ólafsson og Hall- dór Arason komu inn á í síðari hálfleiknum. Á 75. mín. var dæmd nokkuð vafasöm rangstaða á einn Þróttara þar sem hann hafði fengið boltann í góðu færi. Þrótt- arar pressuðu nokkuð stíft og uppskáru mark á 81. mínútu. Var vel að því staðið. Eftir laglegt samspil fékk Halldór Arason góða sendingu inn í miðjan vítateiginn og hann var ekki að tvínóna við hlutina, skaut viðstöðulaust vinstrifótarskoti beint upp við þverslána og í netið. Illverjandi fyrir Guðmund markvörð UBK. Nú lifnaði yfir leiknum og Þróttur sótti allt hvað af tók en náði samt ekki að jafna metin. Einstaka sinnum náðu þó blikarn- ir skyndisóknum og sköpuðu þá hættu við mark Þróttar. Liðin: Lið UBK lofar góðu fyrir sumarið, á því er enginn vafi. í liðinu er góð blanda af eldri og reyndari leikmönnum og svo ung- um og bráðefnilegum leik- mönnum. í framlínunni áttu þeir Helgi Bentsson, Ingólfur Ingólfs- son og Sigurður Grétarsson allir mjög góðan ieik. Þeir búa yfir góðri knattmeð- ferð og samleikur þeirra var með miklum ágætum. Þór Hreiðarsson vann vel á miðjunni og í öftustu vörninni áttu þeir Helgi Helgason og Einar Þórhallsson góðan leik. Benedikt Guðmundsson átti góða spretti. Lítið reyndi á Guðmund markvörk UBK að þessu sinni. Þróttarar eiga að geta gert betur. Sér í lagi voru þeir óákveðnir í fyrri hálfleiknum. Of oft brá fyrir þröngu spili á miðju vallarins en breidd vallarins ekki notuð. Vörn liðsins lenti hvað eftir annað í vandræðum með hina fljótu framlínumenn UBK. Þá fengu framlínumenn liðsins of fáa bolta til þess að vinna úr. Bestu menn liðsins voru þeir Páll Ólafs- son og Halldór Arason eftir að þeir komu inn á í síðari hálfleik. Dómari í leiknum var Arnþór Óskarsson og dæmdi hann leikinn ágætlega. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Kópavogsvöllur 18. maí. UBK — Þróttur 2—1 (2—0). Mörk UBK: Sigurður Grétarss- on á 8. mínútu og Ingólfur Ing- ólfsson á 35. mínútu. Mark Þrótt- ar: Halldór Arason á 81. mínútu. Gult spjald Helgi Bentsson UBK. Áhorfendur: 826. - þr. Matthías Hallgrímsson skorar fyrsta mark sitt í leiknum á m Matthías sk< Ljósm. Mbl. Kristján. Hætta við mark Þróttar eftir hornspyrnu. Einar Þórhallsson lengst til hægri náði ekki að skalla knöttinn, en eins og sjá má er Jón markvörður ekki beint vel staðsettur. ÞAÐ VAR gamla kempan Matthí- as Hallgrimsson sem gerði vonir KR-inga að engu er lið Vals og KR léku á laugardag á Laugar- dalsvelli. Matthías sýndi að hann hefur engu gleymt og skoraði þrennu og átti stórgóðan leik. Var sigur Vals sanngjarn þeir voru sterkari aðilinn í leiknum og alveg ljóst er að liðið verður ekki auðunnið i sumar. Það kemur sterkt til leiks i íslands- mótinu. Mikil barátta í fyrri hálfleiknum Fyrri hálfleikur í leik liðanna einkenndist af mikilli baráttu. Leikmenn gáfu ekkert eftir í návígum og barist var um hvern bolta. Leikmenn Vals náðu samt betur saman og virkuðu öruggari. Þeim tókst að skapa sér hættu- legri marktækifæri og á 20. mínútu leiksins kom fyrsta mark- ið eftir að vörn KR hafði verið sundurspiluð. Albert Guðmunds- son átti geysifast skot úr góðu færi. Hreiðar markvörður KR hélt ekki föstu skotinu og missti bolt- ann frá sér út fyrir fætur Matthí- asar sem fylgdi vel á eftir og potaði boltanum í netið á næsta auðveldan hátt. Rétt tveimur mínútum síðar á Sævar Jónsson þrumuskot sem er varið í horn. Uppúr hornspyrn- unni á Guðmundur Þorbjörnsson gott skot sem er naumlega varið. Liðin skiptust á að sækja en marktækifærin urðu ekki mörg. Sagt eftir leikinn Matthías Hallgrimsson Val — Þetta varánægjulegurleikur fyrir mig. Ég fann mig mun betur nú en síðast og þetta á eftir að koma í næstu leikjum. Ég er búinn að leika með ÍA í 17 ár og því er það nokkur breyting fyrir mig að fara að leika með nýju liði. En mér hefur verið tekið aiveg einstaklega vel í Val. Og ég sé ekki eftir því að hafa gengið yfir í svo sterkt félag. Þá er skemmtilegt að byrja tímab- ilið svona vel. Þjálfarinn leyfir mér að spila þá stöðu sem mér finnst best að leika. Vörn KR-inga var sterk í leiknum og erfitt að leika gegn henni. Annað markið mitt í leiknum þótti mér skemmti- legast að skora. Ég skoraði síðast þrennu í leik í Hafnarfirði árið 1978 sagði svo markakóngurinn að lokum. Magnús Jónatansson þjálfari KR: — Það urðu kaflaskipti í leikn- um þegar Valsmenn skoruðu sitt annað mark. Við vorum óheppnir að nýta ekki ágæt tækifæri okkar í leiknum. Við munum ekki láta deigan síga þrátt fyrir að byrjun okkar í mótinu hafi ekki verið góð. Við eigum erfiðan leik fyrir hönd- um á móti Keflavík og þá er að duga eða drepast. Hofferbert þjálfari Vals — Þetta var erfiðari leikur en á móti FH. KR-liðið var sterkara. Þeir áttu möguleika á að jafna metin en mistókst þannig er það í knattspyrnunni. Þessi góða byrjun hjá okkur er mikilvæg og gefur okkur byr undir báða vængi. þr. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.