Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Evrópuríki refsa Iran 19. maí - AP. STJÓRNIR vinaríkja Bandaríkjanna í Evrópu hafa samþykkt aö grípa til takmarkaðra refsiaðgerða gegn íran, en aðgerðirnar eru fólgnar í 8% sam- drætti viðskipta. Útflutn- ingur á matvælum og lyf j- Veður víða um heim Akurayri 14 akýjað Amatardam 23 heióakfrt Aþena 25 akýjaó Barcatona 1» akýjaö Barlín 18 heiöakírt BrUaaal 23 heióakfrt Chicago 16 ekýieð Fenayjar 19 iéttakýiaó Frankfurt 22 heióekfrt Gant 16 heiöakfrt Halainki 17 akýjað Jarúaalam 26 akýjað Jóhanneaarborg 22 Heiðekfrt Kaupmannahöfn 23 akýjaö Laa Palmaa 22 akýjaö Liaaabon 21 heiðakírt London 24 heiðekfrt Loa Angelea 23 ekýiað Madríd 21 heíðakfrt Malaga vantar Mallorca 22 ekýjað Miamí 28 ekýjað Moakva 12 ekýjað New York 16 rigning Óaló 25 heiöakfrt Paría 21 ekýjað Reykjavík 10 ekýjað Rk> de Janeiro 30 heiöakírt Róm 1» heiöakfrt Stokkhólmur 16 heiöekírt Tel Aviv 24 akýjaö Tókýó 23 heiðakfrt Vancouver 19 ekýjað Vfnarborg 13 ekýjað um til írans verður engum takmörkunum háður. Ghotbzadeh utanríkisráð- herra byltingarstjórnarinnar sagði í dag, að Iransstjórn væri nákvæmlega sama um þessar aðgerðir, — þær hefðu engin áhrif, hvorki í lengd né bráð. Khomeini trúarleiðtogi er nú kominn á stjá eftir langvar- andi veikindi. Hann hefur flutt margar ræður undanfarna daga og er í þann mund að koma sér fyrir í nýjum bústað í Teheran. Karpov vann biðskákina Bugojno, 19. maí. AP. ANATOLÍ Karpov heimsmeist- ari í skák vann Júgóslavann Borislav Ivkov í biðskák í fimmtu umferð skákmótsins í Bugojno á sunnudagskvold. Var þetta fyrsta skákin, sem Karpov vinnur á mótinu, en þá standa leikar þannig: Bent Larsen er með 5‘/2 vinn- ing, Jan Timman með 4'/2, Kar- pov með 4, Lev Polugajevski með 3‘/2, Ulf Anderson, Ljub- bojevic og Tal eru með 3'/2 vinning, Hort og Kavalec með 3, Ivkov 2V2, Gligoric með 2'/2 og Kurajica með 2. Stefnir í sigur Terry Líma. 19. maí. AP. FORSETAKOSNINGAR fóru fram í Perú í gær. Úrslit lágu ekki fyrir í dag, en samkvæmt síðustu tölvu- spám virtist Fernando Belaunde Terry, fyrrum forseti landsins, stefna í öruggan sigur. Forsetakosn- ingarnar í Perú eru hinar fyrstu í 17 ár. Terry var steypt af stóli fyrir 12 árum. Kúbanskt flóttafólk við komuna til Flórída. Stjórnvöld á Kúbu senda bátafólk út í mannskaðaveður Key West, 19. maí. AP. KÚBANSKIR embættismenn brostu vingjarnlega, sögðu að ekkert yrði að veðri, og sendu svo troðfulla flóttamannabáta út í óveður, sem grandaði 14 manns. Þetta er haft eftir fólki, sem komst lífs af úr þessum hrakningum, en yfirmaður bandarísku landhelgisgæzlunnar, John B. Hayes hershöfðingi, hefur sent stjórnvöldum á Kúbu orðsendingu þar sem hann gagnrýnir harðlega „stöðugt virðingar- leysi fyrir mannslífum“. Hayes bendir á að Kúbu- stjórn hafi gert hina ýmsu samninga um öryggi í siglingum, en virðist hafa þá að engu. „Þúsundum saman eru flóttamenn hvattir til að fara úr landi á yfirfullum og lélegum bátum. Þetta er algjört brot á þeim samn- ingum, sem Kúbustjórn er aðili að og kveður á um hvernig tryggja skuli ör- yggi á sjó.“ Bandaríska landhelgis- gæzlan hefur engin svör fengið frá Kúbu varðandi þetta mál, en alls voru 52 flóttamenn um borð í Olo Yumi. Báturinn er talinn hafa verið um tíu metra langur, en hann sökk um 45 kílómetra norður af Hav- ana á laugardaginn var. Bandaríska landhelgis- gæzlan bjargaði þeim 38, sem komust lífs af. Frá því að flóttamenn tóku að streyma frá Kúbu fyrir mánuði, hafa um 56 þúsund manns komið til Key West á Flórída. 26 í hung- urverkfalli í Póllandi Varsjá, 19. maí. AP. 26 andófsmenn luku í dag 11 daga hungurverkfalli, sem efnt var til í mótmæla- skyni við handtöku Miro- slaw Chojecki, en hann er ritsjóri neðanjarðarrits. Meðal þátttakenda í hungur- verkfallinu, sem fram fór í hvelfingu kirkju einnar skammt frá Varsjá, voru Jacek Kuron og Tibor Pacht, en hinn síðarnefndi sat í fangelsi í 11 ár fyrir þátttöku í uppreisninni gegn ofríki Sovétstjórnarinnar árið 1956. Chojecki var látinn laus sl. laugardag, en hungurverkfallið var framlengt til að láta í ljós andúð á handtöku tveggja manna í borginni Gdansk, en handtaka þeirra var vegna þátttöku í undirbúningi að úti- fundi. Danir efla ekki gæzlu við Grænland 1* / / . jum Kaupmannahöfn. 19. maí. Frá Erik Lar- sen, fréttaritara Morttunblaösins. DANIR ætla ekki að senda liðsauka til gæzlu á Græn- landsmiðum þegar fisk- veiðilögsagan verður færð út hinn 1. júní n.k. Þau tvö skip, sem þar hafa verið undanfarna mánuði, munu annast eftirlit, svo sem verið hefur hingað til, en þau eru búin Lynch-þyrlum. Auk eftirlitsskipanna eru Hercules-flugvélar notaðar við gæzluna, og verður áframhald á eftirlitsflugi þeirra. Quebecbúar ganga til kosn- inga um framtíð fylkisins Washington. 19. maí. Frá fróttaritara Morgunblaðsins. önnu Bjarnadóttur. ÍBÚAR Quebec í Kanada munu ákveða í dag, hvort stjórn fylkisins undir forystu Rene Levesque, formanns Parti Quebecois, á að fara fram á samningaviðræður við ríkis- stjórn Kanada um sjálfstæði Quebec og efnahagsbandalag þess við Kanada. Þetta er ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla í sögu Kanada. Úrslitin munu ekki hafa áhrif á þjóðskipulag Kanada undir eins, en þau munu væntanlega hafa áhrif í framtíðinni, hvernig sem kosn- ingarnar fara. Kosningabaráttan milli Já- fylkingarinnar, sem er hlynnt tillögunni, og nei-fylkingarinn- ar, sem er andvíg henni, hefur verið mjög hörð. Mikil þjóð- rækniskennd hefur gripið um sig í báðum fylkingunum, en þær eru álíka stórar. Já-fylkingin hefur barizt undir bláum og hvítum fána Quebec-fylkis og sungið baráttusöngva um sjálf- stæði Quebec og frönskumæl- andi Kanadabúa. Nei-fylkingin, sem syngur einnig sína söngva á frönsku, berst hins vegar undir rauðum og hvítum fána Kanada og hvetur til áframhaldandi samstöðu fylkjanna. Óánægja hefur ríkt í Quebec í garð enskumælandi Kanadabúa síðan Bretar tóku Quebec yfir árið 1759. Samuel de Champlain var upphafsmaður frönsku ný- lendunnar við St. Lawrence ána, en hann settist þar að árið 1608. Frönskumælandi Quebecbúar hafa ávallt óttast um tungu sína og menningu, en fæðingartala þeirra var hærri en annarra Kanadabúa fram á síðustu ár, og þeim hefur tekizt að standa vörð um menningu sína fram til þessa. En viðskipti og fjármagn hafa ávallt verið að langmestu leyti í höndum enskumælandi Quebecbúa, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Quebecbúar eru um 6,2 millj- ónir og 80 prósent þeirra eru frönskumælandi. Parti Quebec- ois hlaut meiri hluta atkvæða í kosningum 1976, eftir að hafa lofað heiðarlegri stjórn, hag- vexti og félagsumbótum í kosn- ingabaráttunni. Réne Levesque er mjög sterkur leiðtogi flokks- ins, og sjálfstæðisstefna flokks- ins er fyrst og fremst rakin til hans. Úndir forystu Levesque voru lög samþykkt í Quebec 1977, sem gerðu frönsku að löglegu tungumáli Quebec. Enska og franska höfðu áður báðar verið löglegar tungur í Quebec, eins og annars staðar í Kanada, en bæði málin hafa verið þjóðartunga Kanada síðan 1968. Samþykktin frá 1977 hefur haft þó nokkur áhrif í fylkinu, sérstaklega þó í Montreal þar sem stórfyrirtæki í Quebec hafa aðsetur. Enska hefur ávallt verið notuð í viðskiptum og þegar franska var gerð að eina löglega málinu í fylkinu hófst þó nokkur brottflutningur enskumælandi íbúa þess. Andstæðingar Lev- esque óttast að samþykkt tillögu stjórnar hans í kosningunum leiði til frekari brottflutnings og slæmra áhrifa á efnahagslíf Quebec. Aðrir eru hræddir við óvissuna, sem hugsanlegt sjálf- stæði fylkisins hefur í för með sér, og gamalt fólk veltir til dæmis fyrir sér hvað verður um eftirlaun þess, sem koma frá sambandsstjórninni í Ottawa. Levesque hefur barizt grimmt sem foringi Já-fylkingarinnar. Hann hefur hamrað á, að sam- þykkt tillögunnar leiði aðeins til viðræðna um sjálfstæði og að aðrar kosningar verði haldnar áður en til stjórnarslita kemur. Pierre Trudeau, forsætisráð- herra, sem er sjálfur frá Mont- real og nýtur mikilla persónu- legra vinsælda í fylkinu, hefur haldið þrjár kosningaræður í baráttunni. Hann hefur sagt, að spurningin svari ekki neinu og þvertekið fyrir að eiga nokkrar viðræður um stjórnarslit, hvern- ig sem kosningarnar fara. Búizt er við mjög mikilli þátttöku í kosningunum. Um 20% Quebecbúa eru sannfærðir sjálfstæðissinnar, en aðrir eru ekki eins vissir í sinni sök. Um 15% kjósenda voru enn óákveðn- ir um helgina. Nei-fylkingin virðist hafa örlitla yfirburði í skoðanakönnunum, en ekki nægilega mikla til að vera örugg um sigur. Kosningabaráttan hefur verið friðsöm, þótt hún hafi verið hörð. En óttast er, að til uppþota kunni að koma, þegar úrslit verða kunn. Mest hætta þykir á óeirðum í Montreal og lögreglan þar er við öllu búin. Ibúar í öðrum fylkjum Kanada óttast, að kosningarnar í Quebec séu fyrsta skrefið að upplausn sam- bandsstjórnar Kanada. Vestur- fylkin hafa löngum kvartað und- an afskipta- og áhugaleysi ríkis- stjórnarinnar í Ottawa og marg- ir telja að þau kæmust betur af án hennar. Kanada er næst- stærsta land í heimi, en hefur aldrei látið mikið á sér bera í alheimssamskiptum. Úrslit kosninganna geta skipt Banda- ríkin verulegu máli, en athygli bandarísku þjóðarinnar hefur að undanförnu beinzt að þróun utanríkismála á öðrum sviðum frekar en kosningunum í Quebec. Atkvæðagreiðslan skiptir Quebecbúa sjálfa mestu máli. Þeir þurfa að gera upp hug sinn um framtíð lands síns og síðan lifa við þá ákvörðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.