Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Æsiiegt einvígi ÍÍSV og Bayern framundan ÞEGAR tvær umferðir eru eftir í vestur-þýsku deildarkcppninni stcfnir í rusalcga baráttu milli Ilamburger SV og Bayern Munchen. Liðin unnu bæði leiki sína um hclgina og eru nú jöfn að stigum. Markatala HSV er betri, cn þar munar aðeins einu marki. Bayern var í banastuði um helgina, skoraði og skoraði gegn Fortuna Dusseldorf og hefði liðið sigrað 7—0 i stað 6—0, hefði liðið flust í efsta sætið. Karl Heinz Rumenigge skoraði þrennu fyrir Bayern, Niedermayer tvívegis og Dieter Ilöness sjötta markið. En lítum á úrslit leikja um helgina: Hamb. SV — Braunschweig 2:0 Hertha — Bor. Dortmund 3:2 Kaiserslautern — Uerdingen 4:0 Frankfurt — Werder Bremen 3:2 VFL Bochum - FC Köln 2:0 Mönchengl.bach — Stuttgart 1:1 Bayern — Dusseldorf 6:0 MSV Duisb. — 1860 Munchen 1:0 Bayer Leverkusen — Schalke 042:0 Horst Hrubesch og Kevin Keeg- an skoruðu mörk HSV gegn slöku liði Braunschweig og Olicher skor- aði markið sem héít Stuttgart í þriðja sæti, Kulik janaði hins vegar fyrir Mönchengladbach. Pinkall og Oswald skoruðu mörk Bochum gegn Köln og komu bæði mörkin á síðustu fimm mínútum leiksins. Peukerts nokk- ur kom inn á sem varamaður hjá Frankfurt og skroaði sigurmark liðsins gegn Werder Bremen að- eins tíu sekúndum síðar. Kappi þessi lék þarna sinn fyrsta leik með aðalliði Frankfurt. Nacht- weih og Kuenst skoruðu hin tvö mörk Frankfurt, en Röber og Dressel höfðu hins vegar komið Bremen í 2:0 í fyrri hálfleiknum. Klimke og Hermann skoruðu mörk Leverkusen gegn Schalke og Grillemeyer skoraði sigurmark Duisburg gegn 1860 Munchen. Mörk þeirra Riedle, Neues, Wendt og Geye, tryggðu Kaisers- lautern öruggan sigur gegn Uer- dingen og mörk þeirra Schlumb- erger, Remark og Agerbeck komu Herthu í 3—0 gegn Dortmund. Góður endasprettur Dortmund færði Iiðinu tvö mörk, Bernd Frank skoraði bæði mörkin. Staðan er nú þessi: Hamhurxt r SV 32 19 8 5 81:33 16 Bayern Munchen 32 20 r. r. 79:31 16 VFB StuttKart 32 17 7 8 72:10 11 FC Kaiserslautern 32 18 1 10 71:18 10 FC CoIoKne 32 12 9 11 06:55 33 Borussia Dortmund 32 13 7 12 59:53 33 Borussia Mdnch. 32 10 12 10 51:58 32 Eintracht Frankfurt 32 15 1 ir. 02:56 31 FC Schalke 01 32 11 9 12 39:17 31 VFL Bochum 32 12 r. 11 38:11 30 Bayer Leverkusen 32 11 8 13 11:50 30 MSV Duishurg 32 11 7 11 12:52 29 Fortuna Dusseldorf 32 11 r> 15 50:72 28 1860 Munchen 32 9 9 11 38:50 27 Bayer Uerdin«en 32 11 r, ir, 10:58 27 Hertha BSC Berlin 32 10 7 15 37:55 27 Werder Bremen 32 11 3 18 50:83 25 Eintracht Brunswick 32 r. 8 18 31:59 20 Stærsta tap Eng- lands í 16 ár! — liðið steinlá fyrir Wales 1—4! ENSKA landsliðið í knatt- spyrnu fékk heiftarlega á bauk- inn, er liðið steinlá fyrir Wales í fyrsta leik ensku meistarakeppn- innar í knattspyrnu. Aðeins fjór- um dögum eftir að hafa tekið heimsmeistara Argentínu í karphúsið, lét það velska lands- iiðið skora hjá sér fjórum sinn- um. Þetta velska lið leikur hér í Reykjavik í júní sem kunnugt er og er því ljóst að ef íslendingar ætla sér eitthvað í þeim leik, verður að hafa ærlega fyrir því. Annars verður það að segjast eins og er, að Englendingar voru langt frá því að vera með sitt sterkasta lið, en sjö fastamenn voru fjarri góðu gamni, má þar nefna menn eins og Kevin Kee- gan, Tony Woodcock, Ray Wilk- ins, Dave Watson, Ken Sanson, Mick Mills, Trevor Francis og David Johnson, sem skoraði tvívegis gegn Argentínu. Vara- mennirnir stóðu alls ekki fyrir sinu. England náði engu að síður forystunni. Trevor Cherry lék upp vinstri vænginn á 20. mínútu og sendi á Peter Barnes sem var í dauðafæri. Skot hans fór af Paul Mariner í netið, 1—0 fyrir Eng- land. En England var ekki lengi í paradís, skömmu síðar þrumaði Mick Thomas knettinum í netið af 10 metra færi og á 31. mínútu komst Leighton James upp að endamörkum, sendi fyrir markið á kollinn á Ian Walsh, sem skallaði í net Englands með miklum tilþrif- - um. Englendingar sóttu mjög • Liverpool-leikmaðurinn Phil Thompson, var fyrirliði Eng- lands í fyrsta skiptið í fjarveru Kevin Keegan. Ilann hélt upp á daginn með þvi að senda knött- inn í eigið net... framan af síðari hálfleik, en komust ekkert áleiðis gegn sterk- um varnarmúr Wales. Skyndisókn velskra á 60. mínútu uppskar mark, James skoraði og 6 mínút- um síðar sendi Phil Thompson knöttinn í eigið net, 1—4, stærsta tap Englands í 16 ár varð að raunveruleika. Þetta var aðeins tólfti sigur Wales gegn Englandi í 92 leikjum og aðeins þriðja tap Englands undir stjórn Rons Greenwood. Greenwood var eftir atvikum hress eftir flenginguna, hann lét hafa eftir sér, „það er betra að fá þennan skell hér heldur en í Italíu, ég held að við höfum ekkert nema gott af þessum skelli“. Mike Eng- land, hinn nýi stjóri Wales var hins vegar í skýjunum. „Þetta var æðisgengið, lið mitt lék snilldar- lega, mörgum sinnum betur held- ur en ég hafði þorað að vona“. Norður Irar sigruðu Skota 1—0 í Belfast í meistarakeppninni og eru því Wales og Norður Irland efst í keppninni eftir fyrstu um- ferðina og verður það að teljast óvenjuleg staða ... Lið Englands og Wales voru þannig skipuð: , Wales: Dai Davies (Wrexham), Peter Nicholes (Palace), Paul Price (Luton), Dave Jones (Nor- wich), Joe Jones (Wrexham), Brian Flynn (Leeds), Terry Yorath (Tottenham), Leighton James (Swansea), Mick Thomas (Man. Utd), Ian Walsh (Palace) og David. Giles (Swansea). Varamaður var Chris Pontin (Cardiff). England: Ray Clemence (Li- verpool), Phil Neal (Liverpool), Phil Thompson (Liverpool), Larry Lloyd (Forest), Trevor Cherry (Ledds), Glenn Hoddle (Totten- ham), Trevor Brooking (West Ham), Ray Kennedy (Liverpool), Steve Coppell (Man.Utd), Paul Mariner (Ipswich), Peter Barnes (WBA). Sindrasmiðjan Sveinn Rúnarsson KR .—8. Málning hf Tryggvi Þorsteinsson Á Skartgripaverslun Valdimars Ingimarssonar Rósa Jóhannsdóttir KR .-12. Útilíf Guðrún Björnsdóttir Hilti hf Vík Auður Jóhannsdóttir Borgarhúsgögn KR Baldvin Valdimarsson Á Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf Gunnar Helgason ÍR 126 fyrirtæki tóku þátt FIRMAKEPPNI SKRR fór fram í Bláfjöllum laugardaginn 3. maí sl. Veður var milt, sunnan, suð- vestan gola og þokuslæðingur. Keppnin var útsláttarkeppni sem fór fram í tveimur samsíða braut- um með um 30 hliðum. Fengu keppendur forgjöf eftir getu, allt upp í 9 hlið. Oft var því keppni mjög jöfn og spennandi og biðu þá oft eidri og reyndari keppend- ur lægri hiut fyrir þeim yngri. 126 firmu tóku þátt í keppninni og hljóta 12 fyrstu farandbikara að verðlaunum. Skíðaráðið fór með mótsstjórn. Úrslit urðu þessi: 1. Börkur hf, Einar Úlfsson Á 2. Vesturröst, Gunnar Smárason ÍR 3. Gunnar Eggertsson Árni Guðlaugsson A 4. Kristján Siggeirsson Jóhann Vilbergsson KR 5.-6. Sport ÍR Þór Omar Jónsson tfftum Stuttjart • Kevin Kcegan (t.v.) sækir að markverði Stuttgart fyrr í vetur. Keegan skoraði annað mark HSV gegn botnliðinu Braunschweig um helgina. Handknattleiks- liðin í 1. deild ráða sér þjálfara FLEST öll 1. deildar liðin í handknattleik hafa nú gengið frá ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímahil. Fram hefur ráðið Karl Bcnediktsson, Geir Hallsteinsson verður áfram með FH, Valsmenn hafa fengið rússneskan þjálfara til liðs við sig. Bodan verður áfram með Víking, aliar líkur eru á því að Ólafur H. Jónsson þjálfi Þrótt en ekki hefur þó verið gengið frá því ennþá. KR-ingar hafa mikinn hug á að fá Ililmar Björnsson til iiðs við sig, Pétur Bjarnason verður með Fyiki og Viðar Simonarson að öllum líkindum með Hauka áfram, það er samt ekki ákveðið. Þá eru Skotar NORÐUR írar sigruðu Skota með einu marki gegn engu í landsleik þjóðanna í bresku meistarakeppninni um helgina, en leikurinn fór fram í Belfast. Þrír nýliðar i írska landsliðinu unnu saman að sigurmarkinu á 36. mínútu, þá splundruðu þeir Mal Donagy og Norel Brother- stone vörn Skota og Burnley- leikmaðurinn Bill Hamilton skor- aði sigurmarkið. Aðeins einu sinni ógnuðu Skotar, það var rétt fyrir leikslok, að Joe Kordan, sem komið hafði inn á sem varamaður. einlék í gegn um ýmis félagaskipti í deiglunni og munu margir hafa hug á að skipta um félög. Gunnar Einarsson sem leikið hefur í Þýskalandi gengur til liðs við sitt gamla félag FH, Björgvin Björgvinsson og Axel Axelsson verða með Fram, Jón Pétur Jóns- son hefur tilkynnt félagaskipti yfir í Val. Verður mikill fengur fyrir handknattleikinn að fá þessa leikmenn heim. Ágúst Svavarsson og Viggó Sigurðsson verða því einu leikmennirnir í Vestur- Þýskalandi næsta keppnistímabil. Eins og skýrt hefur verið frá gerði Viggó samning við 2. deildar liðið Leverkusen. - þr. slakir vörn, en skaut síðan naumlega fram hjá. Liðin voru þannig skipuð, Skot- land: Bill Thomson, George Bur- ley, Alex MacLeish, Dave Narey, Danny McGrain, George Strach- an, Graeme Souness, Archie Gemmell, Ken Dalglish, Steve Archibald, Peter Weir. Joe Jordan kom inn á sem varamaður seint í leiknum. Norður írland: Jim Platt, Jim Nicholl, John O’Neil, Chris Nich- oll, Mal Donagy, Sammy Mcllory, Tom Cassidy, Tom Finney, Noel Brotherstone, Bill Hamilton og Gerry Armstrong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.