Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 ÍWí>fpiÍi! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjorn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Ótímabærar viðræður við Sovétmenn Samstaða bandamanna byggist að sjálfsögðu á því, að þeir séu samstiga í öllu því, er snertir samvinnu þeirra. Á þetta reyndi í síðustu viku í Atlantshafsbandalaginu, þegar varnar- og utanríkisráðherrar þeirra bandalagsríkja, sem þátt taka í sameiginlegu varnarkerfi þess, hittust í Briissel í fyrsta sinn frá því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan. Á þessum fundum var samstaða Atlantshafs- ríkjanna staðfest og einnig sá ásetningur þeirra að efla varnir sínar til mótvægis gegn sífellt styrkari vígbúnaði Varsjárbandalagsins undir forystu Sovétríkjanna. Með þetta vegarnesti og þá ótvíræðu stefnu, sem bandaríska stjórnin hefur mótað gegn Sovétmönnum hélt Edmund Muskie, nýi utanríkisráðherrann, til fyrsta fundar síns við Andrei Gromyko. Eftir viðræður þeirra í Vínarborg sagði Gromyko: „Okkur greindi á um öll þau mál sem á góma bar ...“ Menn getur greint á um það, hvort sú stefna sé rétt, að Vesturlönd leiti eftir viðræðum við fulltrúa Sovétríkjanna eins og málum er nú háttað í alþjóðamálum. Besta staðfestingin á þeirri spennu, sem myndast hefur eftir um það bil tíu ára langt slökunartímabil, er, að nú þykir það alveg sérstökum tíðindum sæta, að utanríkisráðherrar risaveldanna ræðist við. Ástæðan fyrir þessari spennu er blóðugt sovéskt hernám Afganistans. Greinilegt er, að Sovétmenn vilja draga úr spennunni án þess að uppræta skaðvaldinn. Hugmyndir þær, sem þeir hafa sett fram um að koma ástandinu í Afganistan í „eðlilegt horf“, byggjast auðvitað á því, að leppar þeirra eða sovéski herinn hafi öll ráð þjóðarinnar í hendi sér. Með þetta í huga verður að líta á viðræður þeirra Leonid Brezhnevs forseta Sovétríkjanna og Giscard d’Estaings Frakklandsforseta í Varsjá í gær. Óneitanlega sýnist ótímabært fyrir Frakklandsforseta að setjast til viðræðna við sovéska leiðtogann við þær aðstæður, sem nú ríkja. Allur undirbúningur þessa fundar hefur einnig einkennst af feimnislegri leynd. Við fyrstu sýn er erfitt að koma auga á annað en fundurinn þjóni þeim sovésku hagsmunum að koma á óeiningu innan Atlantshafsbandalagsins og reka fleyg á milli evrópskra aðila þess og Bandaríkjanna. Því hefur lengi verið spáð, að sovéski björninn myndi hefja nýja „friðar- sókn“ gegn Vesturlöndum, eftir að hann hefði legið hæfilega lengi á meltunni og jafnað sig á því að gleypa Afganistan. Nú hefur hann haft rúmlega fjóra mánuði til þess og hugsar sér þá enn til hreyfings og nú í „friðsamlegum" tilgangi. Sagan kennir mönnum, að samskipti þjóða þróast í styrjöld, ef ekki er gripið í taumana og skorið úr alvarlegum ágreiningi með sáttum. Á þetta við nú á tímum eins og jafnan áður. Með þessa staðreynd í huga er unnt að rökstyðja viðræður við ráðamenn Sovétríkjanna. En reynsl- an af samskiptum við þá sýnir einnig, að þeir tala fjálglega um frið við samningaborðið en senda samtímis herafla sinn út um bakdyrnar, fyrst í dulargervi Kúbumanna og Víetnama og síðan ódulbúinn. Þess vegna verður að krefjast áþreifanlegrar staðfestingar um, að Sovétmenn hyggist taka upp nýjar starfsaðferðir, áður en sest er til viðræðna við þá nú. Utanríkisráðherra Breta hefur verið talsmaður þess að sovéski herinn hverfi á brott frá Afganistan og stórveldin taki að sér að ábyrgjast öryggi landsins og hlutleysi. Ekki hefur þess orðið vart, að Sovétmenn taki undir slíkar hugmyndir, enda samrýmast þær ekki yfirráðastefnu þeirra. Fallist þeir á hugmyndirnar og sýni vilja til að framkvæma þær er unnt að taka upp þráðinn að nýju gagnvart þeim með góðri samvisku. Hörmungar þær, sem hernámið hefur leitt yfir íbúa Afganistans, myndu hverfa í skuggann fyrir þeim gífurlega pólitíska ávinningi, sem Sovétmenn teldu sig hafa náð, ef þegjandi og kurteislega væri á hertökuna fallist af Vesturlöndum. Þar með hefðu þeir enn nálgast það mark sitt að geta sagt Evrópuríkjunum utan Varsjárbandalagsins fyrir verkum án þess að beita þær nokkrum áþreifanlegum þvingunum. Nú reynir á það, að lýðræðisríkin sýni og sanni styrk sinn andspænis einræðinu. Það er alls ekki tímabært að gefa birninum færi á að koma út úr híði sínu og sleikja út um í leit að nýrri bráð. Fréttaskýring: Síðustu dagar hafa markað nokk- ur þáttaskil í þróun alþjóða- mála frá því að Sovétmenn gerðu innrásina í Afganistan um síðustu jól. í byrjun síðustu viku komu varnarmálaráðherr- ar og utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsrikjanna saman til síns fyrsta fundar frá því innrásin var gerð, síðan hafa utanríkisráðherrar Sov- étrikjanna og Bandaríkjanna hittst og í gær ræddust forsetar Sovétríkjanna og Frakklands við í Varsjá. Ráðherrar Atlants- hafsbandalagsins staðfestu þar sameiginlega þann ásetning sinn að auka fjárframlög sin til varnarmála um 3% umfram verðbólgu á næstu árum. bá lýstu evrópskir aðilar banda- lagsins því yfir að þeir væru reiðubúnir að taka á sig auknar byrðar til varnar Evrópu, svo að Bandaríkin gætu einbeitt sér betur að því að efla hernaðar- mátt sinn við Persaflóa til varnar olíulindunum þar. Ráðherrar Atlantshafsbandalags- ins formæltu innrásinni í Afgan- istan og kröfðust tafarlauss brottflutnings sovéskra her- sveita þaðan. í ályktun ráðherr- anna sagði meðal annars: „í fyrsta sinn frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa Sov- étmenn beitt hervaldi til að koma fram vilja sínum gagnvart ríki utan hernaðarbandalaga, sem telst til landa þriðja heims- ins, og hefur vegna legu sinnar Andrei Gromyko og Edmund Muskie i Vínarborg. Leitin að þrœðinun austurs og vesturs áhrif á hernaðarlegu myndina í heild.“ í ályktun ráðherranna var lögð á það áhersla, að samhliða því sem Atlantshafs- bandalagið efldi varnarmátt sinn andspænis Varsjárbanda- laginu, myndu Vesturlönd halda áfram að leita leiða til að bæta sambúð austurs og vesturs með því að ná samkomulagi um raun- hæfa afvopnun undir traustu eftirliti. Ráðherrafundur Atl- antshafsbandalagsins var hald- inn um svipað leyti og leiðtogar Varsjárbandalagsins komu sam- an til 25 ára afmælisfundar þess í Varsjá og hvöttu vestrænu ráðherrarnir kommúnistaleið- togana til að taka vel tillögu sinni frá því í desember sl. um víðtækar afvopnunaraðgerðir í Evrópu, en á grundvelli þeirra hafa Bandaríkjamenn þegar byrjað að flytja 1000 kjarna- hleðslur frá Evrópu. Eftir ráðherrafundina í Brussel sagði Francis Pym varnarmála- ráðherra Breta um viðræðurnar: „Þær leiddu í ljós staðfestu og vilja til að standa saman, það heyrðist engin hjáróma rödd.“ Hann sagði, að Edmund Muskie, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem sat í fyrsta sinn slíkan fund, hafi „endurtekið skuldbindingar Bandarkjanna gagnvart Evrópu á skýlausari hátt en ég hef áður heyrt." Þetta kemur og fram í lokayfirlýsingu fundarins, þar sem segir afdrátt- arlaust: „Bandaríkin hafa ekki uppi áform um að flytja á brott neinar þær hersveitir sínar, sem hafa aðsetur í Evrópu, til að nota þær í Suðvestur-Ásíu.“ Þess er rétt að geta, að Frakkar taka ekki þátt í varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins. Samin hefur verið áætlun í tveim- ur áföngum um það hvernig auka skuli hlut evrópskra aðila Atlantshafsbandalagsins í vörn- um þess, svo að Bandaríkin geti beitt öflugra liði á Indlandshafi og við Persaflóa, ef nauðsyn krefst. Fyrri áfanginn nær fram yfir næsta ár og felst í því að flýta framkvæmd tillagna, sem þegar liggja fyrir í 15 ára áætluninni, sem samþykkt var 1977 um end- urbætur á varnarkerfi banda- lagsins. Þessar tillögur gera meðal annars ráð fyrir því að birgðir skotfæra í Evrópu verði auknar, nýjar áætlanir gerðar um útkall varaliða, átak gert til endurbóta varðandi flutning á liðsafla og birgðum frá Ameríku til Evrópu o.s.frv. Þá munu Evrópuþjóðirnar einnig leggja til herskip til starfa á Miðjarð- arhafi vegna ferða bandarískra skipa þaðan yfir á Indlandshaf. Hafa Bretar þegar sent fleiri herskip til Miðjarðarhafs. Þá verður tekin til athugunar til- laga Hollendinga um að komið verði á fót annarri fastaflota- deild Atlantshafsbandalagsins. Og ýmislegt fleira felst í þessum fyrra áfanga. Um síðari áfangann verður fjallað nánar á ráðherrafundum banda- lagsins í desember nk. Undir hann falla meðal annars hug- myndir um nauðsynleg verkefni fram til 1990 svo sem eins og aðgerir til að auka sveigjanleika bandalagsins til að grípa til gagnráðstafana vegna atburða utan bandalagssvæðisins. Þá er ekki ólíklegt að hugað verði að varnaraðgerðum gegn rafeinda- og efnahernaði. En áhyggjur manna yfir beitingu Sovét- manna á gasi í hernaði hafa aukist mjög eftir fréttir um það efni, sem borist hafa frá Afgan- istan. Frá Brússel hélt Edmund Muskie til Vínarborgar ásamt fleiri utanríkisráðherrum Vestur- landa, þar sem þeir tóku þátt í hátíðahöldum til að minnast þess, að 25 ár voru liðin síðan Austurríkismenn komust undan hernámsstjórn stórveldanna. Við það tækifæri efndi Muskie til rúmlega þriggja klukku- stunda langs fundar með Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna. En frá innrásinni í Afganistan höfðu svo háttsettir menn risaveldanna ekki hittst á fundi. Ekki væntu menn mikils árangurs af fundinum, því að svo margt ber á milli, en hitt þótti tímanna tákn, að af honum skyldi þó verða og á þá stað- reynd er bent af mörgum til sönnunar á því, að enginn árang- ur náist varðandi Afganistan eða önnur mál nema beitt sé hefðbundnum aðferðum í utan- ríkissamskiptum þjóða, allt ann- að leiði til frekari vandræða, hvort sem mönnum líki það betur eða verr. Andrei Gromyko kom beint til Vínarborgar frá leiðtogafundin- um í Varsjá. Hann hafði í vasanum tillögur fundarins um að efnt yrði til heimsráðstefnu um frið, þar sem leiðtogar allra ríkja kæmu saman í því skyni að leggja grunninn að nýjum „frið- artímum" eftir þá spennu, sem nú hefur myndast. Vestrænum ráðamönnum finnast þessar til- lögur heldur glamurkenndar og gáfu þeir Edmund Muskie og Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, sem einnig ræddi við Gromyko í Vínarborg, heldur lítið fyrir þær. Og líklega er það rétt hjá fréttaskýranda breska útvarpsins BBC, þegar hann segir, að meira gagns megi vænta af einkaviðræðum utan- ríkisráðherra eins og þeim, sem fram fóru í Vínarborg, heldur en heilli heimsráðstefnu þjóðaleið- toga. Tillögur þær, sem ríkisstjórn sov- éska leppsins Barbaks Karmals í Afganistan bar fram um fram- tíðarskipan mála þar í landi, þykja bera jafn mikinn áróðurs- blæ og heimsráðstefnutillagan. Þær voru settar fram í tilefni þeirra funda, sem að framan er getið, en þó ekki síst vegna þess, að utanríkisráðherrar Múham- eðstrúarlanda komu saman til fundar í Islamabad, höfuðborg Pakistans, á laugardaginn. Fyrr á árinu fordæmdu þessir ráð- herrar hernám Áfganistans harðlega og síðasta útspil lepp- stjórnarinnar þar hefur ekki orðið til að milda afstöðu þeirra. Er þá komið að þeim fundi síðustu daga, sem vakið hefur mesta undrun, ekki vegna þess, hvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.