Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 23 Meistararnir töpuðu sínum fyrsta leik ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í knattspyrnu hólu titilvörn sína á Laugardalsvellinum i gærkvöldi er liðið mætti Fram í fyrsta leik sinum í mótinu. ÍBV varð að sætta sig við að sjá á eftir báðum stigunum til Fram sem sigraði 1—0, í frekar tilþrifalitlum leik. Sem einkenndist meira af bar- áttu en góðri knattspyrnu. Þá var völlurinn nokkuð háll, og gekk leikmönnum ekki vel að fóta sig á honum. Eina mark leiksins skoraði Pét- ur Ormslev á 11. mínútu. Dæmd hafði verið aukaspyrna á ÍBV um það bil þremur metrum fyrir utan miðjan vítateig. Leikmenn ÍBV mynduðu varnarvegg, og Páll markvörður stillti sér upp í horn- inu fjær. Pétur gerði sér hins vegar lítið fyrir og skaut góðum bolta í hornið nær og þrátt fyrir góða tilraun Páls tókst honum ekki að verja. Þó tókst honum að koma við boltann. Má segja að mark þetta hafi verið nokkuð slysalegt. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn. Fram sótti öllu meira í byrjun en síðar jafnaðist leikur- inn og er líða tók á hálfleikinn lifnaði verulega yfir liði ÍBV og þeir pressuðu nokkuð stíft síðustu 10 mínúturnar án þess þó að geta skapað sér verulega hættuleg tækifæri. Það voru Framarar sem Fram 4_________A - ÍBV I^U áttu bestu marktækifæri fyrri hálfleiksins. Á 21. mínútu komst Guðmundur Steinsson inn í send- ingu sem ætluð var Páli mark- verði og þar skall hurð nærri hælum við mark ÍBV. Páli tókst þó að bjarga í horn. Þá átti Guð- mundur Torfason þrumuskot rétt yfir þverslá á 32. mínútu. Allur síðari hálfleikur var mjög þófkenndur og bauð upp á litla skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem leikinn sóttu. Lið Fram varðist vel, og náði af og til góðum samleik en dofnaði er líða tók á leikinn. Það var mikil barátta í liði ÍBV en leikmenn náðu ekki nægilega vel saman. Þá var áberandi hversu illa þeir nýttu breidd vallarins. Bestu marktæki- færi í síðari hálfleiknum átti Guðmundur Torfason. Hann braust í gegn á 65. mínútu en í stað þess að gefa boltann út í vítateiginn á Pétur Ormslev eða Guðmund Steinsson sem þar voru vel staðsettir reyndi hann skot sem fór rétt framhjá stöng. Tæki- færi ÍBV voru fá. Sveinn Sveins- son sem kom inn á í síðari hálfleiknum, átti mjög gott skot á 70. mínútu en rétt yfir. Það var greinilegt á liði ÍBV, að það vantaði meiri spilæfingu. Enda hefur liðið ekki leikið nema þrjá æfingaleiki í allt vor. Þá munaði ekki lítið um að Sigurlás Þorleifsson var í leikbanni og Tómas Pálsson tognaði. Það er ekki spurning að framlína IBV á eftir að lifna mikið við er þeirra nýtur við. í heildina var lið ÍBV nokkuð jafnt og barðist vel. Lið Fram náði sér aldrei veru- lega á strik í leiknum, og lék nú ekki eins vel og á mmoti ÍA á dögunum. Vörn liðsins var traust með Martrein sem besta mann. Þá átti Trausti góðan leik. Pétur var ógnandi í framlínunni og Guð- mundur Torfason skilaði hlutverki sínu vel. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur. Fram— ÍBV 1-0 (1-0) Mark Fram: Pétur Ormslev á 11. mínútu úr aukaspyrnu. Gult spjald: Rafn Rafnsson Fram, Þórður Hallgrímsson ÍBV, og Trausti Haraldsson Fram. Dómari var Sævar Sigurðsson og dæmdi leikinn vel. Áhorfendur voru 1815. Ágóðahlutur knatt- spyrnudeildar Fram af leiknum varð kr. 2.336.565. - þr. • Guðmundur Baldursson markvörður Fram, grípur inn í leikinn á réttu augnabliki í gærkvöldi. Einir Ingólfsson sækir að honum. Ljósm.: Emilia Lítil tilþrif á Skaganum Maradona átti sigurmarkið • Hann sýnir mikil tilþrif kappinn á myndinni. Þetta er enginn annar en fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Vals Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri og eigandi veitingastaðarins Asks. En í hálfleik á leik Vals og KR kepptu Askur og Brauðbær í vitaspyrnukeppni. í markinu var enginn annar en Helgi Danielsson fyrrum landsliðskempa. Það hefur gefist vel að hafa einhverja keppni i hálfleik, hvort sem það er bráðabani hjá yngri flokkunum eða keppni eldri leikmanna. Og vel til þess fallið að reyna að skemmta áhorfendum á meðan þeir biða. Ljósm. Kristján. SKAGAMENN hlutu sin fyrstu stig i íslandsmótinu á laugardag- inn er þeir lögðu Víking að velli 1:0 á Akranesi. Leikurinn var vægast sagt tilþrifalitill enda aðstæður hinar herfilegustu til knattspyrnuiðkunar, leikið á malarvelli i hörkuroki. Bæði liðin voru langt frá sinu bezta en Skagamenn þó mun betri úti á vellinum og þeir verðskulduðu sigurinn þótt mark þeirra væri af ódýrari gerðinni. Það er skemmst frá að segja, að fyrri hálfleikurinn var með öllu tíðindalaus. Man undirritaður reyndar ekki eftir að hafa séð jafn viðburðalítinn hálfleik í knatt- spyrnuleik áður. Akurnesingarnir léku betur saman á vellinum en tókst ekki að skapa sér tækifæri en sóknarlotur Víkinga voru máttlausar og lítt sannfærandi. Einkunnagjöfin ÍA: Bjarni Sigurðsson 6 Guðjón Þórðarson 5 Sigurður P. Harðarson 4 Sigurður Lárusson 4 Sigurður Halldórsson 5 Jón Gunnlaugsson 7 Kristján Olgeirsson 7 Kristinn Björnsson 4 Sigþór Ómarsson 5 Jón Áskelsson 4 Árni Sveinsson 5 Víkingur: Diðrik ólafsson 6 Þórður Marelsson 4 Magnús Þorvaldsson 4 Helgi Helgason 4 óskar Magnússon 5 Jóhannes Bárðarson 5 Hinrik Þórhallsson 4 Gunnlaugur Kristfinnsson 3 Aðalsteinn Aðalsteinsson 4 Lárus Guðmundsson 5 Heimir Karlsson 4 Jóhannes Sævarsson (vm) 4 Dómari: Róbert Jónsson 5 Heldur lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik. Skagamenn sóttu sem fyrr meira og þeir léku betur saman úti á vellinum en Vík- ingarnir náðu einni og einni sókn- arlotu inn á milli. Sigurmark Skagamanna kom á 17. mínútu seinni hálfleiks. Mistök urðu hjá vörn Víkings og Sigþór Ómarsson komst einn inn fyrir og brunaði upp að markinu. Hann reyndi síðan markskot úr þröngri stöðu utarlega í markteig hægra megin og boltinn fór í gegnum klofið á úthlaupandi markverðinum, í stöngina fjær og af henni inn í markið. Þetta virtist vera eina smugan til að skora og heppni hjá Sigþóri að finna hana. Diðrik markvörður verður þó ekki sakaður um markið, hann hafði um það tvennt að hugsa að loka markinu og vera viðbúinn því að Sigþór gæfi knöttinn fyrir markið á samherja. Ekki voru fleiri mörk skoruð. Skagamenn ög þó einkum Sigþór Argentínumenn sigruðu írska Lýðveldið með einu marki gegn engu í frekar slökum vináttuleik í knattspyrnu um helgina. Meðal áhorfenda var fjöldi íslenskra golfleikara og væntanlega ein- hver slatti af fóstrunemum að auki. Þetta var annar landsleikur heimsmeistaranna í Evrópuferð þeirra, áður hafði liðið tapað fyrir Englandi 1—3 á Wembley. Irar byrjuðu mjög frísklega í leiknum fengu fleiri tækifæri, sem ekkert varð úr. Helsta marktækifæri Víkinga féll Hinrik Þórhallssyni í skaut en skot hans var laust og var auðveldlega varið af Bjarna markverði. Ósanngjarnt er að dæma liðin eftir þessum leik. Mjög erfitt er að leika góða knattspyrnu á malar- völlum og ekki bætti vindurinn úr skák. Þá hafa Víkingarnir það sér til afsökunar að nokkra fasta- menn vantaði í liðið vena meiðsla og veikinda, t.d. Róbert Agnarsson og Hafþór Sveinjónsson sem verð- ur ekki löglegur fyrr en í næsta leik Víkings. Hjá Akurnesingum voru þeir beztir Jón Gunnlaugsson og Kristján Olgeirsson og Bjarni var öruggur í markinu, það litla sem á hann reyndi. Hjá Víkingi var Diðrik markvörður beztur. í STUTTU MÁLI: Akranesvöllur 17. maí, íslands- mótið 1. deild, ÍA — Víkingur l-0(0-0). Mark ÍA: Sigþór Ómarsson á 62. mínútu. Áminningar: Guðjón Þórðarson og Jóhannes Bárðarson fengu að sjá gula spjaldið. Áhorfendur: 593. - SS. þrátt fyrir að ýmsa af fastamönn- um liðsins vantaði. Á 29. mínútu splundraði Diego Maradona vörn Ira, sendi á Daniel Valencia, sem skoraði eina mark leiksins. Var leikurinn tíðindalítill eftir það. Þó vöknuðu írar aðeins til lífs á lokamínútunum, þá átti Don Giv- ens skalla naumlega fram hjá og Gerry Daly komst einn inn fyrir vörn Argentínu, vippaði yfir Fillol í markinu, en vippaði yfir þver- slána í leiðinni, lokatölur urðu því 1—0 fyrir Argentínu. Arsenal ARSENAL sigraði Úlfana í liklega síðasta leik ensku deild- arkeppninnar á föstudagskvöld- ið. Leikmenn Arsenal virtust bæði þreyttir og niðurdregnir eftir að hafa tapað tveimur úr- slitaleikjum á 5 dögum. Engu að síður hreppti liðið tvö sigraði stig. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en þeir Steve Walford og Frank Stapleton komu Arsen- al í 2—0 áður en síðari hálfleikur fór að kemba hærurnar. Á loka- sekúndunum tókst John Rich- ards að pota inn einu fyrir Úlfana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.