Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Vlf0 '■ KAFP/NU 1 f w tgSjf <a> Þetta er sko þjónusta í iagi! Fátt er svo með öllu illt. — Nú sparar þú heil ósköp af benzíni? SS-herdeild þjálf- uð^til árásar á ísland 1941 í fróðlegri Morgunblaðsgrein 10. maí sl. undir fyrirsögninni „For- sendur hernámsins" eftir Þór Whitehead, lektor, er sagt, að mánuði eftir að Bretar hernámu Island, hafi Þjóðverjar lagt drög að innrásaráætlun í landið, en hún hafi verið andvana fædd og þýska flotastjórnin talið hana ófram- kvæmanlega. deild og tekið þátt í innrásinni í Pólland og síðar inn í Noreg. í ársbyrjun 1941 var herdeild hans haldið til leynilegra æfinga á stað einum í Noregi, sem ég man ekki nú hver var. Tilgangurinn var að æfa víkingaárás á Reykjavík. Eins og hann sagði mér frá, var þessi árásaráætlun þannig í stórum dráttum: BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson UM síðustu helgi bættist enn ein skrautfjöður i hatta þeirra Guð- laugs R. Jóhannssonar og Arnar Arnþórssonar með íslandsmeist- aratitli í tvimenningi. Líkja má þessum sigri þeirra við punktin- um yfir i-ið á sérstaklega góðum keppnisvetri hjá þeim félögum eins og þeir vita, sem með bridge- fréttum fylgjast. í síðustu umferð mótsins mættu Guðlaugur og Örn þeim Guðmundi Páli Arnarsyni og Sverri Ár- mannssyni en segja má, að þessi tvö pör hafi þá ein barist um titilinn. Fyrir umferðina höfðu þeir fyrrnefndu 17 stiga forskot, sem minnkaði strax í fyrsta spil- inu. Vestur gaf, n-s á hættu en hér er spilinu snúið. Norður S. ÁKD86 H. G5 T. D10 L. ÁD65 Vestur Austur S. G943 S. 1052 H. 832 H. KD1094 T. 92 T. Á74 L.G1082 L. K7 Suður S. 7 H. Á76 T. KG8653 L. 943 Sagnirnar heppnuðust ekki sér- lega vel í þetta sinn en Guðlaugur, hér með spil suðurs, varð sagnhafi í þrem gröndum. Sverrir hafði sagt hjarta og Guðmundur spilaði út hjartaáttu. Austur fékk að eiga tvo fyrstu slagina á hjarta en sagnhafi tók þriðja og lét lauf frá blindum. Hann spilaði þá tígli á drottninguna, austur gaf og þar með gat tígullinn ekki gefið marga slagi. Mínus 200 virtust öruggir og örugglega slæm skor svo hætta mátti nokkru til að reyna að sleppa betur. Áhugasamir lesend- ur geta kannski fundið leið til að sleppa einn niður en sagnhafi ákvað að taka þrjá hæstu spaðana og spila fjórða spaðanum. Inni á gosann vissi Guðmundur vel um tígulás makkers en hann spilaði samt laufi og mínus 300 urðu staðreynd. Þetta spil gerði baráttu paranna mjög spennandi og verður reynt að lýsa spilunum hér í blaðinu. COSPER Nei, frú mín, — Peningarnir fara ekki allir í brenni- vínskaup, það fer nokkuð af þeim til greiðslu brenni- vínssekta! Ég tel aftur á móti, að Hitler og herstjórn hans hafi ekki hætt við „Ikarus“-áætlun sína fyrr en all- nokkru seinna. Þegar flotastjórn- in hafi talið áætlunina ófram- kvæmanlega hafi öðrum aðila verið falið að breyta áætluninni og að framkvæma hana svo. En í upphafi árs 1941 mun hafa verið hafinn undirbúningur árásar á ísland með þjálfun SS-herdeildar í Noregi. Þessa fullvissu mína byggi ég á eftirfarandi frásögn: Sumarið 1957 vann ég sem múrari í Þýskalandi. Þá bar svo við dag einn, að ekill hjá fyrirtæk- inu, sem ég vann hjá, sagði eitthvað á þá leið við mig, að á stríðsárunum hefði átt að senda sig til Islands. Ég varð auðvitað forvitinn og spurði hann nánar út í þetta. Sagði hann mér þá undan og ofan hvað fyrir sig hefði komið í stríðinu. T.a.m. það, að hann hefði verið í Waffen — SS-her- Herdeildina átti að flytja með flugvélum frá Noregi og varpa henni niður í fallhlífum yfir Reykjavík. Við lendingu átti hún að skipta sér í tvo hópa. Annar hópurinn átti að ráðast á flugvöll- inn og eyðileggja hann. Hinn hópurinn, sá sem hann var í, átti að sækja að höfninni, sprengja upp bryggjur og hafnargarða, svo og að sökkva skipum í hana þannig að hún yrði ónothæf eftir. Þegar hóparnir höfðu lokið áætlunum sínum, áttu þeir, sem uppi stóðu, að sameinast og halda austur úr bænum til sportflugvall- ar, sem var um 20 km austur frá Reykjavík. Þangað áttu að koma flugvélar til að flytja þá aftur til Noregs. Til að gera þessar æfingar raunverulegar, voru gerð líkön af árásarmörkunum í Reykjavík og skoðaðar myndir af bænum, bæði loftmyndir og myndir af húsum og L.A. í leikför með „Fyrsta öng- stræti til hægri44 Leikfélag Akureyrar er um þessar mundir að leggja af stað í leikför um Norð- Austurland, Austfirði og Suðurland með leikritið „Fyrsta öngstræti til hægri“ eftir Örn Bjarnason. Leikrit- ið var frumsýnt hjá L.A. á sl. vetri en var einnig sýnt á móti norrænna atvinnuleik- húsa í Orebro í Svíþjóð í desember sl. „Fyrsta öngstræti til hægri“ segir frá tveimur stúlkum sem lenda í „stræt- inu“ og frá lífi þeirra og örlögum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hlutverka- skipan frá því leikritið var sýnt fyrr á árinu. Með hlut- Svanhildur og Viðar í hlutverkum sfnum f uppfærslu L.A. á „Fyrsta öngstræti til hægri“. Ferming á Bíldudal Á SUNNUDAGINN var, 18. maí, fór fram ferming í kirkj- unni á Bíldudal. Fermd voru þá: Dagbjört Eyjólfsdóttir, Dalbraut 11. Hrönn Halldórsdóttir, Lönguhlíð 22. Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir, Dalbraut 26. Kristín Sigríður Hannesdóttir, Dalbraut 7. Unnur Högnadóttir, Dalbraut 34. Árni Lindberg Snæbjörnsson, Dalbraut 24. Friðrik Reynir Ágústsson, Gilsbakka 4. Unnsteinn Víkingur Gunnars- son, Dalbraut 42. verk stúlknanna fara Svan- hildur Jóhannesdóttir og Sunna Borg. Aðrir leikendur eru: Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, Gestur E. Jónasson, Sigur- veig Jónsdóttir, Bjarni Steingrímsson, Theodór Júlí- usson, Viðar Eggertsson og Kristjana Jónsdóttir. Fara flestir leikendur með fleiri en eitt hlutverk. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, leik- mynd gerði Sigurjón Jó- hannsson og lýsingu annaðist Ingvar B. Björnsson. Fyrstu sýningarnar verða á Húsavík fimmtudaginn 22. maí og föstudaginn 23. maí. Síðan verður haldið til Vopnafjarð- ar, Raufarhafnar, Egilsstaða, Neskaupsstaðar, Reyðarfjarð- ar, Breiðdalsvíkur, Horna- fjarðar, Mýrdals, Hvolsvallar, Flúða, Aratungu og loks verð- ur verkið sýnt á Borg í Grímsnesi miðvikudaginn 4. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.