Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 iiiniiiii i m i ii w»n iniKnii Anders Nordby viö vinnu í skógi sínum. Auk þeirra tóla, sem not- uö eru viö nútíma skóg- arhögg, vekur klœón- aöur hans sérstaka at- hygli, en mikil áherzla er lögó á aó tryggja öryggi þeirra, sem vinna í skógunum, í mörgum tilfellum einir og fjarri ööru fólki. Árnar eru notaóar til aö fleyta trján- um í átt til sögun- armyllanna, en víöast eru vöru- bifreióar eöa lest- arvagnar þó notaöar til aó flytja trén í áfangastað. 8 U U Íl g t< A ari trésins hefur eðlilega talsvert veriö rætt um skóg í okkar skógsnauða landi. Öll um- rœöa um slíkt hlýtur aö vera til góðs, þó svo aö framkvæmdirn- ar skipti vitanlega mestu máli. Margir ætla sér einmitt í ár aö gera stórátak í skógræktarmál- um og framhalda því starfi, sem markvisst hefur veriö unnið síöustu árin. Ólíku er samt saman aö jafna þegar viö íslendingar ræðum um skóg eöa frændur vorir Norömenn. Hérlendis er í flestum tilfellum aöeíns um kjarr aö ræöa, þó svo aó myndarlegar undantekningar sé að finna á stöku stað, þar sem gefur aö líta kjarnmikinn, ræktaö- an skóg. Varla er þó hægt aö tala um nytjaskóg í þeirri merkingu, sem t.d. Norömenn leggja í þaö orð, en e.t.v. kemur sá tími, að landið verði viði vaxió milli fjalls og fjöru eins og þá er norskir víkingar tóku hér land fyrir rúmum 1100 árum. Þannig er þessu fariö á stórum svæöum í Noregi og þar eru nytjaskógar ein af undirstöðum atvinnulífsins og eiga sinn mikla þátt í að vióhalda byggó úti um sveitir Noregs. i þessari grein og fleiri næstu daga veróur lítillega fjallaó um skógrækt í Noregi.en þó einkum um þann iðnað, sem byggir á því er skógarnir gefa af sér, en á því sviói standa Noró- menn framarlega. Á hverju ári er mikió flutt af timbri og fullunnum iðnaöarvörum frá Noregi til íslands. Sem dæmi má nefna aó nær allur sá pappír, sem íslenzk blöð eru prentuð á, er ættaóur úr skógum Noregs, þar á meöal sá pappír, sem þessar línur eru prentaðar á. Einnig má nefna talsvert af umbúðum ýmiss konar, spónaplötur af mörgum geröum, timbur fyrir byggingariðn- aóinn og ýmislegt annað. í Noregi eru um 6,5 milljónir hektarar af nytjaskógi. Væri allur þessi skógur á einu og sama svæöinu samsvaraði þaö Norður- og Suöur-Þrændalögum og Heið- mörk eöa 27% af norsku landi. j samanburói viö Finnland og Svíþjóð er Noregur þó ekki skógríkt land, en f norsku at- vinnu- og efnahagslífi er skógur- inn hins vegar mjög mikilvægur. Um 40 þúsund manns hafa beina atvinnu af skógrækt og iðnaði innan greinarinnar. Algengast er aö bændur eigi skógana í Noregi og reki skógrækt meö landbúnaði, annaöhvort kvikfjárrækt eöa akuryrku. Hlutfall þess, sem ríki og sveitarfélög eiga af skógum Noregs, er mun minna en í Svíþjóð og Finnlandi. Ríki og sveitarfélög eiga 17% af norskum skógi, 13% eru almenn- ingseign, eign fyrirtækja, félaga og ýmissa stofnana, en bændurnir sjálfir eiga um 70% af öllum nytjaskógi í Noregi. í Svíþjóó eru þessi hlutföll þannig aó bændur eóa einstakl- ingar eiga um 50%, ríkið 19%, almenningar eru 6% og eign stórra fyrirtækja 25%. I Finnlandi eiga bændur 64%, ríkið 24% fyrirtæki eiga 8% og almenningar eru 4%. í Noregi er 1,67 hektari á hvern íbúa landsins, Svíþjóö 2,86 hektarar, Finnland 4,16 hektarar á íbúa, Danmörk 0,1 hektari og ef island er tekiö meó þá er skógur á hvern landsmann 0.03 hektarar samkvæmt norrænum skýrslum frá árinu 1978. Skógurinn eykur möguleikana í Noregi er meöalbýli bóndans, sem stundar skógrækt samhliöa öörum búskap þaó lítiö, aó það stæöi yfirleitt ekki undir sér nema meö því aó hafa þessar tvær greinar hliö viö hlið. Því má segja, að þessir samverkandi þættir hafa gert þaó mögulegt aó halda uppi góöri atvinnu og ágætum tekju- möguleikum úti um sveitir og skógurinn á því vissulega stóran þátt í aó jafna atvinnumöguleika í Noregi og gera tandið byggilegra en ella. Það er auðvelt fyrir okkur íslendinga að skilja þessa hluti í nær skóglausu landí. Meöalbýliö, sem áöur var nefnt, gefur af sér um 120 rúmmetra á ári hverju og þaö er langt í frá aó skógareigandi í Noregi sé nokkur herragarðseigandi. Skógareig- endur eru um 130 þúsund ifNoregi og mjög misjafnlega stórír. 55 þúsund þeirra eru meölimir if463 skógareigendafélögum, en þau mynda síðan aftur 20 sterk slík sambönd í hinum ýmsu héruöum og fylkjum Noregs. Þessir aöilar sameinast svo loks í Skógareig- endafélagi Noregs (Norges Skog- eierforbund). Margir þeirra, sem eiga minnsta skóginn, eru utan samtaka. Ivar Avatsmark heitir formaóur samtaka skógareigenda og þegar vió spyrjum hann hvaó efst sé á baugi hjá samtökum hans um þessar mundir er hann fljótur til svars. — Hjá öllum nútímaþjóðfé- lögum er þaö helzta vandamálió aó fá leyfi til að gera nokkurn skap- aöan hlut. Það eru oröin viðbrögö samfélagsins að vera á móti öllum tækniframförum og náttúruvernd- arfólk hefur veriö hávært hér í Noregi síóustu árin. í sjálfu sér má segja, að þaö sé eólilegt þar sem skógarnir eru viðkvæmir, en hins vegar má gera of mikið úr öllu og mér finnst þetta hafa gengió einum of langt, segir Ivar Avatsmark. Skynsamleg nýting er markmiðiö Hann segir aó veröstöövun í Noregi hafi að mörgu leyti farió illa meö bændur í Noregi, sem leggja áherzlu á skógræktina. Tilkostn- aöur hafi allur aukizt, en verö á afurðum staöiö nokkurn veginn í stað síðustu þrjú árin. Hins vegar hafi landbúnaöur í Noregi fengiö hækkanir eftir sínum þörfum. Þar sé um verndaöa atvinnugrein aö ræöa, en skógræktarmenn þurfi aö berjast fyrir hverju einasta máli, oft án árangurs, og síðan að standa í harðri samkeppni, jafnvel vió erlenda framleiöendur. — Annars getum viö í Noregi ekki verið annaö en bjartsýnir á framtíö skógræktar og okkar mark- miö er aó skógræktin verði rekin á árangursríkan og arðbæran hátt, en þó um leiö skynsaman, því þaö kemur okkur fyrst og síöast í koll ef vió förum ekki aó öllu meö gát, heldur Avatsmark áfram. — Síó- ustu ár hafa verið heldur erfió hjá okkur, en það skiptast é skin og skúrir í þessu eins og öðru. — Ef litið er á nytjaskóga í heiminum í heild þá er útlitió ekki sérlega bjart og þeir minnka veru- lega meó hverju árinu sem líóur. Eyöimerkur í heiminum stækka árlega um sem nemur öllum skóg- um í Svíþjóö og ef svo heldur sem horfir líöa ekki margir áratugir þar til skortur veröur á viö til iönaöar, segir formaöur samtaka norskra skógareigenda. í spjallinu við hann kom fram, að þegar áriö 1909 voru sett lög, sem bönnuöu aö fyrirtæki eóa ríkir einstaklingar keyptu upp skóga í Noregi. Norðmenn eru stoltir yfir þ«í aó skógar þeirra skuli dreifast á svo margar hendur og Avatsmark telur þá skipan mála vera öllum fyrir bestu. Norges Skogeierforbund eru samtök 55 þúsund skógarbænda og því mörg verkefni, sem starfs- fólk samtakanna hefur meó hönd- um. Nefna má fræðslustarfsemi og upplýsingamiölun, aðstoð ýmiss konar og samníngamál um verölagningu á trjánum, útvegun vinnuafls til þeirra starfa, sem bændur geta ekki annaó sjálfir, útgáfu stærsta fagtímarits í Nor- egi og margt fleira mætti nefna. Bændurnir ráóa sjálfir hve mik- iö þeir höggva og setja á markað á ári hverju, en veröa hins vegar aö selja þaó í gegnum samtökin. Minni skógarbændur haga sér því nokkuö eftir því hvernig verðlag er á hverjum tíma. Höggva mikió eitt árió, en kannski ekkert fimm þau > xloc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.