Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 19 Landssamband iðnverkafólks: Mótmælir lögákveð- inni ráðstöfun fjár lífeyrissjóðanna STJÓRN Landssambands iðn- verkafólks mótmælir þeim fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar að setja í lög ákvæði um hvar lifeyrissjóðir ávaxti fjármuni sína. Bendir fundurinn á, að minni lifeyrissjóðunum sé með þessu gert nær ómögulegt að aðstoða félagsmenn sína við kaup á húsnæði, sem hefur i mörgum tilfellum ekki reynzt mögulegt, nema lán úr lifeyrissjóði kæmi til. Fundurinn minnir á að margir lífeyrissjóðir hafa keypt skulda- bréf af fjárfestingalánasjóðum at- vinnuveganna og viljað með því stuðla að auknu atvinnuöryggi í þeim atvinnugreinum, sem sjóðs- félagar starfa í. 50 ára afmæli Húsmæðraskólans að Hallormsstað Hallormsstaó. 18. mai í dag er hér haldið hátiðlegt 50 ára afmæli Húsmæðraskólans að Hallormsstað. Hér mætast konur yngri og eldri og rifja upp minningar jafnvel frá fyrstu ár- göngum skólans. Meðal annars var lýst ferð frá Norðfirði til Hallormsstaðar haustið 1930, sem tók 3 daga. Fyrst sjóferð í vondu veðri til Reyðarfjarðar og ekki var hægt að leggjast að bryggju þar á þeim tima. Næsta dag með bíl til Egilsstaða og þriðja daginn frá Egilsstöðum til Hallormsstaðar á báti með til- heyrandi ágjöf og hrakningum. Nú ljómar hér sól yfir skógar- lundum og blikar á lygnan Löginn. Og hljómkviða hinna vængjuðu skógarbúa ómar frá trjánum, sem nú eru að laufgast og ókunnugum gæti fundizt að hér hljóti alltaf að vera sumar. Hér hafa í dag verið fluttar ræður til upprifjunar þeim eldri og þeim yngri til fræðslu. Og þökkum við því fólki fyrir sitt framlag til hátíðarinnar. Gjarnan megum við hugsa okkur hvernig hægt var að byggja þennan skóla við þær aðstæður, sem þá voru fyrir 50 árum. Allt efni flutt frá Reyðarfirði til Egilsstaða, að vísu á bílum, en síðan á litlum báti upp Lagarfljót og loks á hestum á byggingarstað. Nú og auðvitað var öll steypa hrærð í höndum. Að lokum beztu þakkir til allra þeirra, sem með ómældu erfiði og þrautseigju byggðu upp þennan stað, veittu nemum fræðslu og gestum veizlur á hátíðarstundum, sem ekki fyrnast. Megi Hallorms- staðaskóli eflast og starfa um langa framtíð. Steinþór. Alkalískemmdir 1 steypu: Minnka um 15% sé kísilryki blandað Á aðalfundi Steinsteypufélags íslands, sem haldinn var nýlega, flutti Bragi Ingólfsson verkfræð- ingur erindi um framleiðslu sem- ents hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Kom fram í erindi hans, að unnið hefur verið að endurbót- um á framleiðslunni með þeim árangri að á tveggja ára timabili, 1978—1980 hefur tekizt að auka styrkleika sementsins um 15 — 20%. í frétt frá Steinsteypufélaginu kemur fram að helmingur þessar- ar aukningar eigi rætur að rekja til íblöndunar kísilryks, sem fellur til við rykhreinsun í járnblendi- verksmiðjunni í Grundartanga, í sementið. Segir að rík ástæða sé í sement til að ætla, að þessar endurbætur á sementinu ásamt framförum í hönnun mannvirkja og tækni við niðurlögn steinsteypu, verði til þess að koma í veg fyrir alkalí- skemmdir á borð við þær er fram hafi komið hin síðari ár. Steinsteypufélagið hefur þann tilgang að efla þekkingu á gerð steypu og steyptra mannvirkja og hefur m.a. annast útgáfustarf og staðið fyrir fræðslufundum og námskeiðum. Eru virkir félagar nú á annað hundrað og skipa stjórn félagsins nú: Vífill Oddsson formaður, Helgi Steinar Karlsson varaformaður, Sigurður Ingi Ól- afsson gjaldkeri, Jónas Frímannsson ritari og Þórður Þórðarson meðstjórnandi. Sýnir í Nýja galleríinu AGNAR Agnarsson hefur opn- að málverkasýningu í Nýja galleríinu að Laugavegi 12. Sýningin verður opin daglega klukkan 14—21 til n.k. mánu- dags 26. maí. Aðgangur er ókeypis. Agnar Agnarsson er 28 ára gamall Reykvíkingur. Hann hefur áður haldið sýningar í húsnæði Arkitektafélags íslands og Stúdentakjallaran- um auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum. Á sýningunni nú eru 36 myndir, þar af allmargar í einkaeign. i Ungfrú Island 1979, Kristín Bernharðsdóttir, ásamt Guðrúnu (lengst til hægri) og Emiliu Guðgeirsdóttur sem varð nr. 2 i keppninni um titilinn ungfrú Vestmannaeyjar 1980. Ljósm. ólafur P. Sveinsson. Lokið að velja stúlkur í Feg- urðarsamkeppni Islands 1980 I ' ¥ UNDANÚRSLIT í fegurðasam- keppni íslands fóru fram á tveimur stöðum um sl. helgi. í Vestmannaeyjum var Guðrún Samúelsdóttir, 22ja ára verslun- arstjóri, kosin ungfrú Vest- mannaeyjar sl. föstudagskvöld og á Hvolsvelli var Hrafnhildur Kristjánsdóttir, 18 ára frá Hól- um í Austur-Landeyjum, kosin ungfrú Suðurland sl. laugardag. Er nú lokið að velja stúlkurnar í fegurðarsamkeppnina, alls 14 stúlkur. Ungfrú ísland 1980 verður valin úr þeim hópi á Hótel Sögu föstudaginn 23. maí n.k. L.jo8m. Mtfurtceir. Guðrún Samúelsdóttir, ungfrú Vestmannaeyjar 1980. Hrafnhildur Kristjánsdóttir. ungfrú Suðurland 1980 (t.v.) og Linda Jónsdóttir, frá Selfossi, sem varð nr. 2. Ljósm. ottó Kytjórð. Simaskráin 1980: Afhending hefst á f immtudaginn BYRJAÐ verður að afhenda Símaskrána 1980 til simnotenda fimmtudaginn 22. mai og er þegar farið að senda hana út á land til dreifingar, en hún geng- ur í gildi sunnudaginn 1. júní. Brot hennar frá síðasta ári er óbreytt, blaðsíðufjöldi hefur auk- izt um 32 síður, i 512 siður, og upplagið er svipað og áður eða 103 þúsund eintök. I Símaskránni er birtur á bls. 10—12 leiðarvísir um val innan- lands og væntanlegt val til út- landa. Skrá er aftast í bókinni um ný og breytt símanúmar á höfuð- borgarsvæðinu meðan prentun stóð yfir og skráin yfir símanúmer neyðar- og öryggissíma er birt á annarri kápusíðu og efri hluta baksíðunnar. Þá hefur símnotend- um Varmárstöðvarinnar, í Mos- fellssveit og á Kjalarnesi, verið raðað í nafnaskrá yfir símnotend- ur á höfuðborgarsvæðinu. Sú breyting verður í Búðardal, að símstöðin þar tengist við gjaldsvæði 93 í stað 95 áður. Þá breytast einnig öll símanúmer í Búðardal þannig að fyrsti tölu- stafur í hverju númeri verður 4 í stað 2 áður og kemur þessi breyt- ing væntanlega til framkvæmda um miðjan júní. Fyrirlestur um nethimnu augans PRÓFESSOR Luigi Cervetto frá Pisa á Ítalíu mun flytja fyrirlest- ur um rannsóknir sínar í dag, þriðjudaginn 20. maí, kl. 16 í húsnæði Háskólans að Grensás- vegi 12. Fyrirlesturinn fjallar um taugalífeðlisfræði nethimnunnar og nefnist á ensku „Excitation and Interaction in the Vertebrate Ret- ina“. Prófessorinn er hér í boði rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlisfræði og lífverkfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.