Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980
27
i<
Wilkins með ár-
angurinn í ár
BANDARÍSKI kringlukastarinn
Mac Wilkins, sem keppti hér á
Reykjavíkurleikunum um árið,
náði besta árangri í greininni á
árinu á móti i Modesto í Kali-
forníu um helgina. Kastaði Wilk-
ins kringlunni 69,52 metra. Það
er þó 1,2 metrum styttra en
bandariska metið hans.
Norðmaðurinn Rikard Olsen
náði á sama móti ágætum ár-
angri í sleggjukasti, þeytti hann
sleggjunni 73,7 metra. Hvorugur
þessara kappa verður á ólympíu-
leikunum. en bæði Noregur og
Bandarikin hafa ákveðið að sitja
heima.
Þór sigurvegari í
Bikarkeppni KRA
ÞÓR sigraði í Bikarkeppni KRA,
Knattspyrnuráðs Akureyrar.
sem lauk um helgina. í síðasta
leik mótsins á laugardaginn sigr-
uðu Þórsarar erkifjendurna KA
með 2 mörkum gegn 1 í skemmti-
legum leik þrátt fyrir frekar
leiðinlegt veður. Árni Stefánsson
kom Þór yfir i fyrri hálfleik með
marki úr vítaspyrnu. og þannig
var staðan í leikhléi.
Gunnar Blöndal náði að jafna
metin fyir KA um miðjan síðari
hálfleik er hann skallaði knöttinn
í mark Þórs. Það var svo Oddur
Óskarsson sem tryggði Þór sigur
er hann skoraði með góðu skoti
u.þ.b. 15 mín. fyrir leikslok. Þórs-
arar hlutu veglegan bikar til
varðveislu í 1 ár en þetta er annað
árið sem um hann er keppt, og
sigraði KA í keppninni í fyrra.
Lokastaðan í keppninni varð þessi:
L U J T M ST
1. Þór 2 1 1 0 4:3 3
2. Magni 2 0 2 0 3:3 2
3. KA 2 0 11 2:3 1
— sor
Hehnsmet í sleggju
ÚKRAÍNUMAÐURINN Yuri
Sedik setti um helgina nýtt og
glæsilegt heimsmet i sleggju-
kasti. Kastaði hann sleggjunni
80,64 metra á móti nokkru i
Georgiu.
Eldra metið á Vestur-Þjóðverji,
Karl Hans að nafni, en hans met
hljóðaði upp á 80,32 metra.
Heimsmet í snörun
SOVÉZKI lyftingamaðurinn
Sergei Poltaratski setti nýtt
heimsmet i 100 kg flokki á móti i
Moskvu um helgina. Hann reif
upp um 227,5 kg i jafnhöttun og
bætti þar með heimsmetið um 1,5
kiiógrömm. David Rigert átti
eldra metið.
í sama flokki í sömu keppni
leit nýtt heimsmet i snörun einn-
ig dagsins ljós. Metið setti Viktor
Naniyev og snaraði hann 182 kg.
Rigert átti einnig eldra heims-
metið i þessari grein og hljóðaði
það upp á 181 kg.
7. Skólahlaup UIA fór fram á Eskifirði 24. april 1980. Keppendur
voru 163 frá 15 skólum.
Ilelstu úrslit urðu þessi:
9 ára stúlkur og yngri 800 m.
Linda Benediktsd. Stöðvarf. 3:59,4 m.
Harpa Antonsd. Eskif. 4:03,8 m.
9 ára strákar og yngri 800 m.
Guttormur Brynjólfsson Egilsstöðum 3:45,2 m
Björn Bjarnason Fáskrúðsf. 3:48,3 m.
10 — 11 ára stúlkur 1000 m.
Lillý Viðarsdóttir Stöðvarf. 4:34,0 m.
Guðlaug Dvalinsd. Brúarási 4:46,4
10—11 ára strákar 1000 m.
Þorri Magnússon Fáskrúðsf. 4:38,7 m.
Frosti Magnússon Fáskrúðsf. 4:39,7 m.
12—13 ára telpur 1200 m.
Helga Magnúsd. Egilsstöðum Kolbrún Olafsd. Seyðisf. 5:22,9 m.
5:32,8 m.
12—13 ára piltar 1200 m.
Geir Stefánsson Brúarási 5:02,0 m.
ómar Bjarnason Hallormsstað 5:07,6 m.
14 — 16 ára stúlkur. 1500 m.
Guðrún Bjarnadóttir Fáskrúðsf. 6:53,4 m.
Guðrún Magnúsd. Fáskrúðsf. 6:55,2 m.
14—16 ára drengir 1500 m.
Sigurjón Ingibjörnsson Vopnaf. 5:49,4 m.
Guðjón Antoníusson Eiðar 5:58,5 m.
Stigakeppni milli skólanna fór þannig:
1. Fáskrúðsfj. skóli 345 stig
2. Stöðvarfj.skóli 268 stig
3. Egilsstaðaskóli 229 stig
'i
AS8EIE SI80EVUI5S0N:
”DS STAND&RD IRRESISTIBLE
L’AN PR0GHAIN”
Möguleikar Standard góðir
— þrátt fyrir aö Ásgeir misnotaði vítaspyrnu
SEGJA má að Ásgeir Sigurvins-
son og félagar hans hjá Standard
Liege séu komnir með annan
fótinn i úrslit belgisku bikar-
keppninnar eftir að hafa gert
markalaust jafntefli gegn Bever-
en á útivelli i undanúrslitum
keppninnar. Seinni undanúrslita-
leikurinn fer fram í Liege 27. mai
og verður að telja möguleika
Standard mikla á þvi að komast i
úrslitin.
Leikur Beveren og Standard á
sunnudaginn var fjörugur og
skemmtilegur þrátt fyrir að ekki
væru skoruð mörk, að því er
Ásgeir Sigurvinsson tjáði Mbl.
Um miðjan síðari hálfleikinn
gerðist umdeilt atvik. Ásgeir lék
þá í gagnum vörn Beveren og inn í
vítateig, þar sem hann var felldur
gróflega og vítaspyrna umsvifa-
laust dæmd. Ásgeir tók spyrnuna
sjálfur en markvörðurinn varði
alveg úti við stöng. AUir nema
dómarinn sáu að markvörðurinn
var búinn að hreyfa sig löngu áður
en spyrnan var framkvæmd og því
átti skilyrðislaust að endurtaka
spyrnuna. En dómarinn var á öðru
máli og breytti ekki þeim úr-
skurði, þrátt fyrir áköf mótmæli
leikmanna Standard.
„Ég átti eftir 3—4 metra að
boltanum þegar markmaðurinn
byrjaði að hoppa í markinu og láta
öllum illum látum. Ég gerði þau
mistök að skjóta í stað þess að
stoppa og markmaðurinn varði
spyrnuna þótt boltinn væri úti við
stöng, enda maðurinn löngu lagð-
ur af stað í hornið. Þetta var
vissulega grátlegt," sagði Ásgeir,
sem misnotað hefur tvær víta-
spyrnur í röð, sem er harla
óvenjulegt. Vonandi kemur þetta
ekki að sök og ef allt fer að óskum
ætti Standard að vinna seinni
leikinn og komast í úrslit gegn
Waterschei eða Courtai sunnudag-
inn 1. júní.
- SS.
Fyrsta stórmótið í frjálsum
íþróttum fer fram í kvöld
Vormót ÍR 1980 fer fram á
Fögruvöllum þeirra frjálsíþrótta-
manna í Laugardal þriðjudags-
kvöldið 20. maí og hefst það kl.
19.
Keppt verður í 12 iþróttagrein-
um og eru skráðir 80 keppendur
tilleiks:
í 110 m. grindahlaupi má búast
við mikilli keppni milli „altmeist-
er“ Valbjarnar Þorlákssonar KR
og Aðalsteins Bernharðssonar
KA. í 300 m hlaupinu munu þeir
Aðalsteinn, Ólafur Óskarsson Á
og Einar P. Guðmundsson FH
bítast um sigurinn.
í 800 m hlaupinu er Steindór
Tryggvason KA sigurstrangleg-
astur, en þar hlaupa 10 hlauparar
mjög jafnir að getu.
í 3000 metra hlaupinu fellur
sigurinn trúlegast í skaut Ágústar
Þorsteinssonar UMSB, sem sigrað
hefur í báðum víðavangshlaupum
sumarsins.
I 800 m hlaupi kvenna má búast
við geysiharðri baráttu milli Guð-
rúnar Karlsdóttur UBK, Thelmu
Björnsdóttur UBK og Helgu Hall-
dórsdóttur KR.
í 200 m hlaupi kvenna er Helga
Halldórsdóttir sigurstranglegust
en búast má við feikna keppni um
sætin 2—4.
I kringlukasti kvenna kastar
methafinn Guðrún Ingólfsdóttir Á
en auk hennar má búast við
góðum árangri frá Elínu Gunnars-
dóttur HSK og Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur FH.
I stangarstökki keppa svo Val-
björn Þorláksson KR, Karl West
UBK og Kristján Gissurarson Á,
sem nýkominn er heim frá æf-
ingadvöl í Ameríku um nokkurra
vikna skeið.
I langstökki kvenna eru meðal
keppenda Helga Halldórsdóttir
KR, Jóna Björk Grétarsdóttir Á
og Bryndís Hólm ÍR, sem allar
ættu að geta stokkið fast að eða
yfir metið.
Þá verður feikna keppni í há-
stökki karla og er ómögulegt að
segja fyrir um sigurinn. Þar keppa
þeir Stefán Friðleifsson UIA, Karl
West UBK, Hafsteinn Jóhannes-
son UBK, Stefán Þ. Stefánsson ÍR
og hinn bráðefnilegi Kristján
Harðarson HSK, sem allir ættu að
geta smeygt sér yfir metrana 2 á
góðum degi.
Loks er keppt í tveim greinum
sveina, 100 m hlaupi og kringlu-
kasti, en þar ætti metið að vera í
hættu.