Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980 31 Sjálfstæðismenn í fjárhags- og viðskiptanefnd: Ríkisstjórnin lagði aldrei til atlögu við verðbólguna fá lækna eða heilsugæslustöðvar til að framkvæma þær. Einstaka fyrir- tæki hafa látið framkvæma að eigin frumkvæði reglulegar læknisskoðan- ir á starfsfólki sínu. í 11. kafla, 66. grein lagafrumvarpsins segir svo: „Heilsuvernd starfsmanna skal falin þeirri heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur og/ eða auðveldast er að ná til, samanber 19. gr. laga nr. 57/1978./ Þessi grein lagafrumvarpsins svo og aðrar gerinar 11. kafla lagafrum- varpsins sem vitnað er til hér að framan í svari við 2. aðfinnslulið landslæknis, koma í veg fyrir hið „tvöfalda" heilsugæslukerfi sem landlæknir er að ímynda sér í lokaorðum 5. aðfinnsluliðar, enda mun ekki af veita, þar sem „einfalt" heilsugæslukerfi er víða ekki fyrir hendi. 6. aðfinnsluliður landlæknis við lagafrumvarpið hljóðar svo: „Hafa ber í huga að umbætur í atvinnuheilbrigðismálum hafa ekki strandað á lagasetningu til þessa, heldur fjármagni, stuðningi vinnuveitenda og launþegasam- taka við þá aðila, sem um þessi mál fjalla nú, þekkingu og mann- afla.“ Fullyrðingar landlæknis í þessum aðfinnslulið hans við lagafrumvarp- ið um að umbætur í atvinnu-heil- brigðismálum hafi strandað á að samtök launþega hafi ekki veitt málefninu stuðning er fráleitt og enn eitt dæmi um óvandaðan mál- flutning hans. Samtök launþega, svo sem Alþýðusamband íslands, sér- sambönd þess og einstök aðildarfé- lög, hafa margoft, með samþykktum og ályktunum á fundum sínum og þingum, látið í ljósi óskir og tilmæli um umbætur í atvinnuheilbrigðis- málum og óskað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, lækna og samtök atvinnurekenda til að koma fram umbótum í atvinnuheilbrigðismál- um. Á ráðstefnu Læknafélags íslands sem haldin var 28. sept. 1979, þar sem landlæknir var viðstaddur, var óskað sérstaklega eftir slíku samstarfi af fulltrúa Alþýðusam- bands íslands. Afstaða atvinnurek- enda til samstarfs kemur væntan- lega óbeint fram í því að fulltrúar þeirra í nefndinni sem samdi laga- frumvarpið, gerðu tillögu um inni- hald og orðalag á 77. grein lagafrum- varpsins 1. og 2. málsgr., sem hljóðar svo: „Til þess að standast kostnað af framkvæmd laga þessara, skulu fyrirtæki þau er lög þessi gilda um, greiða í ríkissjóð iðgjöld, sem innheimt skulu ásamt slysatrygg- ingagjaldi, sbr. lög um almanna- tryggingar. Iðgjöld skulu reiknast af sama stofni og slysatryggingaiðgjald sbr. 1. mgr. þessarar greinar. Hundraðshluti iðgjalds skal ákveðinn með reglugerð fyrir eitt ár í senn, með hliðsjón af fjár- hagsáætlun Vinnueftirlits ríkis- ins, ásamt leiðréttingu vegna tekjuafgangs eða tekjuhalla næsta reikningsárs á undan.“ 7. aðfinnsluliður landlæknis við lagafrumvarpið hljóðar svo: „Landlæknir og margir læknar, heilbrigðisfulltrúar og heilbrigðis- nefndarmenn, sem hann hefur rætt við vegna þessara mála lýsa áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu sem nú er yfirvofandi að þessi mál taki.“ I þessum síðasta aðfinnslulið við lagafrumvarpið lýsir landlæknir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu sem nú er yfirvofandi að þessi mál taki. Grundvallarstefna laga- frumvarpsins er samstarf eins og lögð hefur verið áhersla á fyrr í þessari grein, þ.e. samstarf allra aðila sem hlut eiga að máli, starfs- fólks, atvinnurekenda, heilbrigðisyf- irvalda og Vinnueftirlits ríkisins til að fyrirbyggja heilsutjón og slys við vinnu. Væntanlega er landlæknir fús til slíks samstarfs og vonandi ekki ástæða til að lesa neitt annað milli línanna í lokaorðum hans. Hér með hefur aðfinnsluliðum landlæknis við lagafrumvarpið um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum verið svarað lið fyrir lið. í upphafi þessarar greinar er sagt að vikið verði síðar lítilsháttar að starfi heilbrigðisnefnda og Heil- brigðiseftirlits varðandi atvinnu- heilbrigðismál, og skal það nú gert. Litlar sem engar skráðar heimildir eða upplýsingar um starfsemi heil- brigðisnefnda munu vera til frá 1975, eða eftir að Baldur Johnsen hætti sem forstöðumaður Heilbrigð- iseftirlits. Það er undarlegt að ekki skuli liggja fyrir upplýsingar um starf „fleiri hundruð manna" (að sögn landlæknis í 4. aðfinnslulið hans) í heilbrigðisnefndum. Vænt- anlega er þessum „fleiri hundruðum manna" kunnugt um að þeir eru í nefndunum. Eitt er víst að verkafólk og verkalýðsfélög víðsvegar út um landið hafa ekki orðið vör við afskipti þessara „fleiri hundruð manna" af aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum. Verkefni heilbrigðisnefnda sem talin eru upp í Heilbrigðisreglugerð eru býsna margvísleg, svo sem um hreinlæti og þrifnað utan húss, um vatnsveitur og vatnsból, um frárennsli og salerni, um hreinsun og meðferð sorps og úrgangs, um meindýr og ónytjadýr, um íbúðarhúsnæði, um gistihús, matsölur og veitingastaði, um skóla og barnaheimili, um samkomuhús, um peningshús og skepnuhöld, um meðferð og dreifingu matvæla og annarra neysluvara og margt fleira. Vegna hinna margvíslegu verkefna hafa atvinnuheilbrigðismálin ef til vill orðið útundan hjá heilbrigðis- nefndunum. I 4. aðfinnslulið landlæknis við lagafrumvarpið segir hann að að- búnaði og hollustuháttum sé helst ábótavant í smærri fyrirtækjum. En hvað um hin stærri fyrirtæki þar sem fjöldi starfsfólks skiftir tugum eða jafnvel hundruðum? Tökum að- eins tvö dæmi, Kísiliðjuna og Sem- entsverksmiðjuna. Báðar þessar verksmiðjur hafa starfað í mörg ár. í september 1979 lágu loks fyrir niðurstöður mælinga á mengun í andrúmslofti starfsmanna Kísil- iðjunnar. Eyjólfur Sæmundsson nú- verandi Öryggismálastjóri vann að mælingunum á vegum Heilbrigðis- eftirlits ríkisins. Niðurstöðurnar eru uggvænlegar. Við útskipun reyndist reykmengun 15 föld hættumörk og á nokkrum vinnustöðum starfsmanna í verksmiðjunni 10 föld hættumörk. Hvenær knýr Heilbrigðiseftirlitið fram ráðstafanir til að draga úr rykmenguninni? Niðurstöður mæl- inga á mengun andrúmslofts starfs- manna í Sementsverksmiðjunni hafa ekki verið birtar. Öllum er ljóst að rykmengun andrúmslofts starfs- manna í ýmsum vinnusölum Sem- entsverkmiðjunnar er mikil og trú- lega yfir hættumörkum. Unnið hefur verið að úrbótum sem trúnaðarmenn starfsmanna hafa knúið fram. Hvað hafa viðkomandi heilbrigðisnefndir aðhafst varðandi Kísiliðju og Sem- entsverksmiðju? Fjöldamörg önnur dæmi um slæmt ástand í atvinnu heilbrigðismálum er auðvelt að nefna en það yrði of langt mál í blaðagrein. Niðurstöður könnunar á ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á um 160 vinnustöðum sem Heilbrigðiseftirlit og Öryggiseftirlit framkvæmdu á vegum nefndarinnar sem samdi margumrætt lagafrum- varp, staðfestu ótvírætt slæmt ástand í þessum efnum. Til lélegs aðbúnaðar, slæmra holl- ustuhátta, ófullnægjandi öryggis- búnaðar á vinnustöðum og óhóflegs vinnutíma og vinnuálags má áreið- anlega mjög oft rekja orsakir heilsu- tjóns, sjúkdóma og slysa, sem leiða til varanlegrar örorku. Að fyrir- byggja slíkt og fá fram verulegar umbætur í atvinnuheilbrigðismálum er þýðingarmikið félagslegt verk- efni. Hið margumrædda lagafrum- varp sem landlæknir var með að- finnslur við hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Úrelt lög sem hafa verið slælega framkvæmd verða að víkja fyrir nýrri löggjöf byggðri á nýjum viðhorfum og reynslu frændþjóðanna á hinum Norðurlöndunum. Endurskoðun laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit stendur nú yfir. Eðlilegt og sjálfsagt er að við þá endurskoðun verði þeim lögum breytt með hliðsjón af hinum nýju lögum um aðbúnað, hollusthætti og öryggi á vinnustöðum, og ein stofn- un, Vinnueftirlit ríkisins, látin sjá um eftirlit með aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggi á vinnustöðum, í stað tveggja eða jafnvel fleiri stofn- ana eins og verið hefur. Þegar hin nýju lög koma til fullra fram- kvæmda skapast grundvöllur fyrir nauðsynlegum umbótum í atvinnu- heilbrigðismálum. Forsenda árang- urs í þeim efnum er að gott samstarf takist milli allra aðila sem atvinnu- heilbrigðismál varða, verkalýðs- samtaka, atvinnurekendasamtaka, heilbrigðisyfirvalda og lækna. SJÁLFSTÆÐISMENN í fjár- hags- og viðskiptanefnd hafa lagt fram nefndarálit um frumvarp til lánsfjárlaga, en þeir skipa 3ja minnihluta i nefndinni. Nefndar- álitið er svohljóðandi: I stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir svo um megin- verkefni ríkisstjórnarinnar: „Ríkisstjórnin mun berjast gegn verðbólgunni með aðhaldsaðgerð- um er varða verðlag, gengi, pen- ingamál, fjárfestingu og ríkis- fjármál." Frumvarp þetta svo og fjárlög og aðrar aðgerðir núv. ríkisstjórn- ar í fjármálum og peningamálum virðast fara alveg á svig við öll framangreind atriði, sem ríkis- „EINS og kunnugt er hafa sjálf- stæðismenn haft forystu um að tryggja réttindi íslands á Jan Mayen-svæðinu,“ sagði Geir Hall- grimsson formaður Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi i gær, er hann gerði grein fyrir afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins til Jan Mayen samkomulagsins, við atkvæðagreiðsluna i samein- uðu þingi. „Telur flokkurinn samkomulag- ið sem gert var við Norðmenn í NEFNDARMENN i menntamála- nefnd eru sammála um að efla beri Kvikmyndasjóð, en það kem- ur fram í áliti frá nefndinni. Þar segir að nefndin hafi fjallað ítarlega um málið og m.a. fengið á sinn fund fulltrúa kvikmynda- gerðarmanna og kvikmynda- húsaeigenda. Ekki náðist samkomulag í LÖGÐ hefur verið fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um launasjóð rithöfunda. Tillagan felur það i sér að skipuð verði nefnd til að endurskoða lög um launasjóð rithöfunda og reglu- gerð sem sett var samkvæmt þeim lögum. í greinargerð með tillögunni NÚ liggur fyrir á Alþingi tillaga til þingsályktunar um mál Skúla Pálssonar í Laxa- lóni, en í tillögunni er ríkis- stjórninni falið að fylgja þeg- ar eftir tillögum nefndar, sem sameinað Alþingi kaus 23. maí 1979 til að gera úttekt á málum Skúla, í samræmi við stjórnin taldi í upphafi vera meg- inverkefni sín. Ríkisstjórnin lagði aldrei til atlögu við verðbólguna. Þvert á móti er boginn spenntur til hins ýtrasta í eyðslufjárlögum og nú í þessu Iánsfjárlögum. Verðlagsforsendur fjárlaga og lánsfjárlaga eru rangar svo skipt- ir sköpum. í stað 30% verðbólgu- vaxtar blasir við 50% að lágmarki og ber öllum útreikningum saman um það. Stórkostleg hætta er á ferðum að verðbólgan komist i áður óþekktar hæðir er líða tekur á árið. Um kauplagsforsendtir verður engu spáð eins og sakir standa, en mjög mikil óvissa er ríkjandi, enda allir kjarasamn- ingar lausir. Á hinn bóginn hefur Ósló, áfanga á leiðinni til þess jafnræðis Islendinga og Norð- manna á svæðinu, sem Jón Þor- láksson þáv. forsætisráðherra áskildi Islendingum 27. júlí 1927. Sjálfstæðisflokkurinn harmar viðbrögð stjórnvalda við tillögum hans, sem lýst hafa sér í fálæti og seinlæti, sem leiddu af sér afdrifa- ríkan drátt í málinu. Þetta forystuleysi stjórnvalda jafnframt sundurþykkju í stjórnarherbúðun- um hefur veikt stöðu Islendinga í samningunum við Norðmenn. nefndinni um að efla sjóðinn með þeim hætti að leggja gjald á aðgangseyri kvikmyndahúsa. Hins vegar var það rætt að söluskattur af öllum kvikmyndasýningum rynni til Kvikmyndasjóðs að hluta, að skemmtanaskattur af kvikmyndasýningum rynni að ein- hverju leyti í sjóðinn eða svonefnt „sætagjald" af kvikmyndasýning- segir að tillagan sé flutt vegna mikillar óánægju og andmæla fjölmenns hóps rithöfunda, vegna síðustu úthlutunar starfslauna úr launasjóði rithöfunda. Þá er vakið máls á þeirri skoðun, hvort ekki sé farsælast að stjórn launasjóðsins sé skipuð af Alþingi, en nú er skipulagið þannig að stjórn Rit- samþykkt Alþingis frá sama tíma. Hinn 23. maí 1979 sam- þykkti Alþingi að kjósa 3ja manna nefnd til að gera úttekt á málum Skúla í Laxalóni. í nefndina voru kjörnir dr. Jón- as Bjarnason, Jón Sveinsson, og Kristján Gíslason. Þeir ríkisstjórnin með skattaherferð sinni á hendur almenningi stór- spillt fyrir því, að kyrrð og jafnvægi verði á vinnumarkaði, og engan skilning sýnt á samráði við aðila, jafnvel þótt lög mæli svo fyrir um. Að einu leyti er stefna núver- andi ríkisstjórnar óhvikul og markviss. Allar aðgerðir hennar stefna að stórauknum ríkisaf- skiptum á öllum sviðum. Þetta frv. er skýrasta dæmið um þá stefnu. Um leið og framkvæmdir hins opinbera eru stórauknar er sorfið svo að lánamarkaði atvinnuveg- anna að þeim mun halda við stöðvun er líða tekur á árið. í þeirri stöðu, sem mál þetta er nú komið, er það samt álit Sjálf- stæðisflokksins, að það stefni hagsmunum Islendinga í tvísýnu, ef samkomulaginu yrði hafnað. Því styðja sjálfstæðismenn sam- komulagið og Iýsa jafnframt yfir, að þeir muni á grundvelli þess halda fast á rétti íslands og berjast áfram fyrir sanngjarnri og réttlátri lausn mála á Jan Mayen- svæðinu," sagði Geir Hall- grímsson. Samráð var haft við fjármála- ráðherra og lýsti hann yfir að söluskattur að sýningum inn- lendra kvikmynda yrði á þessu ári allur greiddur í Kvikmyndasjóð. Var nefndin sammála um að una við þá lausn, enda verði málið tekið upp að nýju strax á haust- þingi. Þá lagði nefndin til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar í trausti þess að það fái viðunandi lausn síðar á árinu. höfundasambandsins skipar alla stjórnarmennina. í tillögunni segir að það varði miklu fyrir framtíð íslenskra rit- höfunda og ritmenntir í landinu, að takast megi að lægja þær öldur óánægju og missættis sem nú hafa risið um málefni launasjóðsins. hafa nú skilað áliti sínu og tillögum um bætur til Skúla Pálssonar. Það er mat flutn- ingsmanna þessarar tillögu, en þeir eru Arni Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson og Sig- hvatur Björgvinsson, að mik- ilvægt sé að ekki dragist að afgreiða tillögurnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins um Jan Mayen-samkomulagið: Stefnir hagsmunum íslendinga í tví- sýnu ef samkomulaginu verður hafnað Menntamálanefnd sammála um að efla Kvikmyndasjóð — málið í höndum ríkisstjórnarinnar um. Þingsályktunartillaga um endurskoð- un laga um launasjóð rithöfunda Þingsályktunartillaga um mál Skúla á Laxalóni: Mikilvægt að ekki dragist að afgreiða bæturnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.