Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 11 Kyndilsmenn í ævintýra- ferð um Kjöl og Langjökul Guöjón Haraidsson fœr sór í gogginn á leiðinni. Fólsgarnir í öllum herklœðum, en vélsleðamenn klæöast jafnan sérstökum vélsleðagöllum, sem eru mjög hlýir og algerlega vindheldir. Mjög hefur færzt í vöxt hin síðari ár að ferðalangar þeysi um landið á vélsleðum og kom- ist þannig langan veg á skömmum tíma að vetrarlagi. Tólf félagar Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfelissveit, en hún er ein sveita Slysavarnafélags íslands, fóru á síðast liðnum vetri eina slíka ævintýraför inn á Kjöl, nánar tiltekið 16.—17. febrúar sl. Morg- unblaðið spjallaði lítillega við Er- ling Ólafsson, formann sveitarinn- ar, um þessa för og sagði hann að leiðangursmenn hefðu ekið með sleðana austur að Gullfossi, þar sem ekið var af stað inn á Kjöl áleiðis í Hvítárnes, skála Ferðafé- lags Islands við Hvítárvatn. „Við fylgdum í raun gömlu Kjal- leiðinni inn í skála og gekk ferðin mjög vel í þokkalegu veðri og til gamans má geta þess, að í bænum var snarvitlaust veður þegar við lögðum af stað og það var ekki fyrr en komið var inn á öræfi að hægt var að tala um skaplegt veður," sagði Erling. Erling sagði að tilgangur þessar- ar ferðar hefði m.a. verio sá að reyna nýjan tveggjabelta drátt- arsleða, sem sveitin eignaðist á þessum tíma, en hann er sérstak- lega ætlaður til björgunarstarfa. í því sambandi sagði Erling, að þó nokkuð oft kæmi fyrir að sveitin væri beðin að flytja sjúklinga að vetrarlagi og ekki væri hægt að koma öðrum tækjum við en snjó- sleðum. Erling sagði að sleðinn, sem getur dregið allt að 300 kílóa hlass hefði reynzt afburðavel í ferðinni. Eftir skamma viðdvöl félaganna í Hvítárnesi var haldið til Hvera- valla. Leiðangursmenn færðu veð- urathugunarhjónunum póst og tóku í staðinn veðurathugunargögn til Veðurstofunnar. Höfð var næt- urgisting í skála Ferðafélags Islands á Hveravöllum. „Við tókum daginn snemma og héldum af stað upp á Langjökul, en hugmyndin var að keyra hann endilangan áleiðis í Hagavatn. Ferðin upp á jökulinn gekk ágæt- lega og fljótlega komum við í skála Jöklarannsóknafélagsins gegnt Hrútfelli og fengu menn sér þar í gogginn, en veður var nú með afbrigðum gott, sól og gola og til viðbótar því var færið fyrir sleðana eins og það gerist bezt. Frá skálan- um fórum við síðan niður með Jarlhettum í Hagavatn og þaðan aftur í bílana við Gullfoss," sagði Erling. Erling sagði að í ferð sem þessari væri hver sleðamaður með sérstak- an kálf, eða lítinn sleða fyrir benzín og annan farangur og það lægi nærri að hver maður væri með um 70 kíló á sleðanum, einkum benzín. Og aðspurður sagði Erling að þegar ferðast væri um land eins og þetta væri ferðahraðinn á bilinu 45— 50 kílómetrar á klukkustund, en það væri auðvitað háð því hvernig veður og færi væru. Þá spurðum við Erling hvernig háttað væri þjálfun og starfi Kynd- ils á veturna, en að sumarlagi liggur það að mestu niðri. „Við leggjum auðvitað hvað mesta áherzlu á sjúkrahjálp og sjúkra- flutninga, enda er það uppistaðan í þeim verkefnum sem við fáum. Síðan förum við margar vetrar- ferðir á vélsleðum og í því sam- bandi er vert að geta þess að mikilvægi sleðanna hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár þegar leitað er að týndu fólki á vetrum. Við tökum síðan þátt í árlegum samæfingum sveita Slysavarnafé- lagsins, en við tilheyrum fyrsta umdæmi. Þá er vert að minnast á það að sjúkrabíll sveitarinnar er í stöðugu starfi allan ársins hring sem sjúkrabíll fyrir sveitina," sagði Erling að síðustu. s(j Svipmynd af Langjökli. Skáli Jöklarannaóknafélagains á Langjökli var heldur ófrýnilegur þegar leiöangursmenn bar aö garöi, en eftir nokkra stund tókst leiöangursmönnum þó aö brjótast inn í skálann. Af hverju VELJA svo margir fmótora? M.a. vegna þess aö: ASEA mótorar sem framleiddir eru úr léttmálmi eru 15—20% léttari en mótorar úr steyptu járni. Léttmálmur er seigur, sterkur og hefur sama höggstyrkleika og járn. Rúmgóð tengibox auðvelda allar tengingar. Skildir ASEA mótora eru úr létt- málmi með innsteyptu stálsæti ASEA mótorar uppfylla strÖng- ustu kröfur um einangrui?Thitaþol og þéttleika. ASEA mótorar eru hljóðlegir. ASEA mótorar eru sérstaklega vel varðir gegn tæringu og því hentugir til notkunar við erfiðar aðstæður. Níutíuogfimm ára reynsla ASEA tryggir góða endingu. M.a. þessvegna verður ASEA fyrir valinu. fyrir legur. fyrir valinu. Eigum ávallt fyrirliggjandi í birgðageymslum okkar ASEA mótora 0.18 kW — 15kW. ASEA gírmótora frá 0.18 kW — 1.6 kW. Aðrar stærðir afgreiddar með stuttum fyrirvara frá birgða- geymslum ASEA. Veitum viðskiptavinum okkar tækniþjónustu. .M'í&ZÍk 51 Sundaborg HF. Simi 84000 - 104 ReyKjavlk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.