Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 1980 17 Bóndinn sór í flestum tilvíkum um að falia trén og koma niöur á veg, en það er síöan kaup- enda að saskja viðinn og koma honum í verk- smiöjur, sem fullvinna hann. Trjánum er ýmist ekið meö sérstökum , timburflutningabifreið- um eða meö járnbraut. Á hverju ári leggjast til um 8 milljón rúm- metrar trjáviöar í Nor- egi og samsvarar það um 400 þúsund slíkum bflhlössum. Ivar Avatsmark formaður Noregs Skogeierforbund. iðurinn kominn á áfangastaö, í assu tilviki til verksmiðjunnar í anheim skammt frá Þrándheimi, þar sm unninn er ýmiss konar pappi og mbúðir, sem m.a. eru notaöar lan um fisk. Norðmenn nota skóg- in á margvíslegan hátt, nefna má iröingarstaura og silkipappír og ilsvert bil er jú þar á milli. Skógarbændur eiga sjálfir stóran hluta iðnfyrirtækja næstu, skógurinn er á sínum stað og upp aö vissu marki verður hann aðeins verðmætari með hverju árinu. Það er því mikið atriði aö verölag sé stööugt svo framleíðslan sé svipuð frá ári til árs. Skaðvaldur í skóginum í viðræðum viö skógarbændur, forystumenn félaga og fyrirtækja í Noregi var það eitt mál, sem ævinlega skaut upp kollinum. Bar- áttan við barkarbjölluna, sem lagst hefur á grenitré á stóru svæöi í Noregi og valdið bændum miklum búsifjum. Hafa þeir skipulagt her- ferð gegn kvikindi þessu og náðu góðum árangri í fyrra, en eru enn mjög uggandi vegna útbreiöslu og ásóknar þessarar bjöllutegundar í greniskóginum. Segja má, aö kvikindið hafi tekið völdin á heilu svæðunum í Austur- og Suður-Noregi, einkanlega á Þelamörk og Vestfold. Bændur lýsa þessum skaðvaldi með orðinu „katastrofa" og segir þaö sína sögu um hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Bjallan ræðst á tré, sem einhverra hluta vegna eru veikburða eða þá gömul og þegar hún er einu sínni kominn á staöinn veröa heilbrigð tré fljótlega fórn- arlömb hennar. Hún leggur egg sín innan við börkinn og lirfur hennar éta síðan og skemma svo tréð verður ekki hægt aö nota í annað en sellulósa og aðra verðminni framleiðslu. Síðastliöið ár skipulögðu Norð- menn herferð gegn dýrinu og varð nokkuð ágengt. Þeir dreifðu um 600 þúsund einföldum, en árang- ursríkum gildrum um skóga Nor- egs og er talið aö í þeim hafi drepist um 3 milljaröar af bjöllum á síðasta sumri. í sumar gildrurnar komu allt aö 40 þúsund bjöllur, en aöeins nokkrir tugir í aðrar. Enn fleiri gildrum hefur nú verið dreift til bænda og einnig verða staðirnir valdir með árangur síöasta sumars í huga. Talið er aö bjallan hafi skemmt um 1 milljón rúmmetra af trjám á síðasta ári, en það er 200 þúsund rúmmetrum minna en áriö á und- an. Árangurinn í þessari baráttu má að eínvherju leyti þakka, aö síðasta sumar var tiltölulega kalt í Noregi, en hvað gerist ef komandi sumar verður heitt og þurrt? Það bezta var tekió hverju sinni Meðalstór norskur skógar- bóndi hefur yfir um 40—50 hektur- um skógar að ráða og Anders Nordby er því talsvert stærri í sínum búskap en gengur og gerist. Hann á um 200 hektara skógar og vinnur þau störf, sem þarf að vinna, að mestu einn ásamt fjölskyldu sinni. Einstaka sinnum hefur hann þó leitað eftir aðstoð þegar þurft hefur að grisja skóginn eða að sá. Hann býr í Hringaríki á sérlega fallegum stað og blaðamaður, sem ætlaði sér að skrifa um skóg í Noregi, gat að sjálfsögðu ekki verið þekktur fyrir annaö en taka hús á a.m.k. einum bónda. Ekki tókst þó að finna Anders Nordby heima viö, hann var að sjálfsögöu úti í skógi við skógar- högg, en gaf sér tíma til aö spjalla við blaöamann. Klæðnaöur bónda vakti strax athygli, en samtök skógareigenda hafa lagt mikla áherzlu á, að viö skógarhögg sé öryggis gætt í hvívetna. Slys voru tíð í þessu starfi, en þeim hefur fækkað síðustu ár og heldur ekki eins alvarleg og áður. Anders Nordby ræktar hveiti og bygg á búi sínu og því gefast fáar stundir á sumrin til vinnu í skóginum. Hann segist því nota hverja einustu stund, sem hann hefur aflögu af vetrinum til ýmissa starfa í skóginum. Skógarhöggið sjálft segir hann aðeins 'h af vinnunni í skóginum, margt ann- að þurfi að gera og segir að þeim mun meira, sem starfað sé í skóginum, þeim mun meira gefi hann af sér. Þaö sé ekki nóg að hugsa aðeins um að fella trén, fleira þurfi að vinna ef skógurinn á aö gefa mest mögulegt af sér. — Það var þó ekki fyrr en eftir stríðið, aö hér hjá okkur var byrjað að planta trjám, áður sá náttúran um þetta, segir Nordby. Áður var þetta þannig, að það bezta var tekið hverju sinni og náttúran síðan látin sjá um aö fylla í skarðið. Skógur í Noregi er yfirleitt of gamall, en tafla hefur verið gerð yfir hvernig æskilegust samsetn- ing og blöndun trjáa í skógi á að vera. Það vill svo til að minn skógur fellur akkúrat inn í þessa mynd. Það er þó ekki mér að þakka, alls ekki. Guöi ber að þakka og honum einum, segir Anders Nordby. Þennan dag var 22 stiga frost á Ringkollen, þar sem Nordby var við vinnu sína. Hann lét kuldann þó ekkert á sig fá og hvert tréð féll af öðru. Nordby sagðist fá um 50 krónur fyrir hvert tré að meöaltali eöa um liðlega 4000 íslenzkar krónur. Hann sagöist vera allt annaö en ánægður meö verölagn- ingu og fannst skógarbændur hafa dregist aftur úr á síöustu árum. Starf sveipad ævintýraljóma Starf skógarhöggsmannsins hefur gjarnan verið sveipað ævin- týraljóma, en þar eins og annars staðar hefur mikið breytzt síðustu árin. Bændur hafa aö vísu alltaf reynt að höggva sinn skóg sjálfir, en þó stundum þurft að fá vinnu- hópa sér til aöstoöar. Skógar í eigu ríkis og sveitarfélaga hafa þó og eru enn höggnir af skógar- höggsmönnum, sem gjarnan hafa verið ungir og hraustir menn, sem leitaö hafa ævintýra í þessu starfi. Síðustu ár hafa Svíar tekið upp þá nýbreytni að greiða föst mán- aðarlaun án tillits til þess, sem hver og einn hefur lagt af mörk- um. Norðmenn ræða nú um sömu skipan mála og telja það æskilegt m.a. með tilliti til aukinnar tækni- væðingar við skógarhöggið, sem þó er varla rétt að kalla skógar- högg lengur, trén eru jú söguð með afkastamiklum sögum og stórvirk tæki sjá um flutning trjánna. Margir skógarhöggsmenn eru andvígir þvi að vera sviptir því frjálsræði, sem þeir hafa búiö við. Þeir vilja fá að vinna og taka á þegar vel viðrar eöa þegar þeir eru þannig skapi farnir, en slappa af á milli og uppskera laun í samræmi við afköst sín. — Ef þeir ætla að setja stimpilklukku upp í skógunum getum við alveg eins fengið okkur vinnu í einhverri verksmiðjunni, segja þeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.