Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 47 Ringo í bílslysi Lundúnum 19. mai. AP. RINGO Starr slapp litt meiddur er bifreið hans hvolfdi i úthverfi i Lundúnum i morgun. Ringo sat sjálfur undir stýri, en með hon- um i bifreiðinni var leikkonan Barbara Bach, sem fer með hlut- verk rússnesks njósnara i nýlegri James Bond-mynd, „The spy who loved me“. Málsatvik eru þau, að sögn lögreglunnar, að hinn 12 ára gamla Mercedes Ringos rann til í hálku með þeim afleiðingum að „bítillinn" missti stjórn á ökutæk- inu, sem rakst á tvo ljósastaura áður en honum hvolfdi við vega- brún. Ringo og Barbara komust hjálparlaust út úr flakinu, en hlutu bæði smááverka á baki og fótum. Ringo lauk nýlega við að leika í 14. kvikmynd sinni, „Caveman“, en hann er 39 ára að aldri. Jarðskjálfti í Júgóslavíu Belgrad, 19. maí. FÓLK flýði á götur út þegar jarð- skjálfti skók hús í nokkrum þorpum um 170 kílómetra suður af Belgrad. Mörg hús í bænum Brus í Serbíu voru dæmd óíbúðarhæf. Skjálftinn mældist 5,7 stig á Richter-kvarða. Tveir slösuðust en engar fréttir hafa borist af dauðsföllum. Kirchschláger endurkosinn Vlnarborg. 18. maí. AP. RUDOLF Kirchschláger var í dag endurkosinn forseti Austurríkis. Hann hlaut 80% atkvæða en helsti keppinautur hans, Wilfred Gredler, hlaut 17% atkvæða. Myrtu starfsmann Kristilega demó- krataflokksins Napólí, 19. maí. AP. SEX hermdarverkamenn myrtu í dag starfsmann Kristilega demó- krataflokksins í Napólí á Ítalíu. Þeir skutu á hann úr vélbyssum og köstuðu handsprengju. Fjórir hermdarverkamannanna náðust eft- ir æðislegan eltingarleik um götur Napólí. Eldgos i W ashington-f y lki Scattle. 19. mai. AP. ST. HELENSELDFJALLIÐ í Wash- ingtonfylki hóf að gjósa í gær eftir tæplega 130 ára þögn. Aska dreifðist yfir þrjú nærliggjandi fylki. Fimm manns biðu bana og 21 er saknað. Þúsundir hafa orðið að flýja heimili sín. Mikil sprenging varð þegar eldfjallið hóf að gjósa. í sprenging- unni beinlínis sprakk toppur fjalls- ins af. St. Helens er tæplega þrjú þúsund metra hátt. ■m i Þjóðvarðliði grár fyrir járnum á verði á svæði i Miami þar sem kveikt var í byggingu þegar sýknaðir höfðu verið fjórir lögreglumenn sem voru sakaðir um að berja sölumann tryggingarfyrirtækis til bana. „Allir eru sammála um sekt lögreglumannanna44 Blóðugar kynþáttaóeirðir i Flórída eftir að dómstóll sýknaði 4 lögreglumenn af ákæru um morð á blökkumanni TIL BLÓÐUGRA kynþátta- óeirða kom um helgina í Miami City á Flórída. Að minnsta kosti 19 manns hafa látist og 350 særst, þar af margir alvarlega. Eignatjón var gífurlegt, hús og verzlanir' stóðu í ljósum logum og víða lágu leyniskyttur fyrir fólki og féllu margir fyrir þeirra höndum. Þjóðvarðliðið var i gær- kvöldi kallað út og útgöngubann var sett á i þeim hverfum í borginni, þar sem óeirðirnar geisuðu. Óeirðirnar i Miami City eru hinar verstu í Bandarikjun- um frá því i Newark árið 1967. Um 150 manns voru handteknir. „óeirðirnar voru í Miami City, allfjarri þar sem íslend- ingar í sumaríeyfum dveljast nú en þeir eru í Miami Beach, hinum megin við flóann. Hér er allt með kyrrum kjörum og friðsæld ríkir,“ sagði Björn Stef- ánsson, fararstjóri hjá Flugleið- um er Mbl. ræddi við hann. „Orsakir óeirðanna í Miami City er McDuffy-málið svokall- aða,“ sagði Björn ennfremur: „í september síðastliðnum lézt Rætt við Björn Stefánsson, farar- stjóra hjá Flug- leiðum i Miami blökkumaður að nafni McDuffy. Í kjölfar dauða hans voru fjórir hvítir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Þeir voru sakaðir um að hafa barið hann til dauða og reynt að láta dauða hans líta út sem um slys hafi verið að ræða. Lögfræðingar lögregluþjónanna kröfðust þess, að málið yrði flutt frá Miami City, þar sem svo mikið hafði verið fjallað um það í fjölmiðlum. Hætta væri á, að lögreglumenn- irnir fengju ekki hlutlaus rétt- arhöld. Því var brugðið á það ráð að flytja réttarhöldin til Tampa, á vestanverðum Flórídaskaga. Kviðdómurinn var eingöngu skipaður hvítum mönnum. Lög- reglumennirnir voru sýknaðir, þrátt fyrir að allir séu sammála um, að mennirnir séu sekir — menn hefur greint á, hvort morð- ið hafi verið framið af yfirlögðu ráði eða af gáleysi. Bob Graham, ríkisstjóri Flór- ída, og saksóknari lýstu því báðir yfir í dag, að málið fari fyrir alríkisdómstól og því sé engan veginn lokið. Sem betur fer virð- ist nú sem þessum ósköpum í borginni hafi linnt en útgöngu- bann er enn í gildi,“ sagði Björn Stefánsson. Benjamín Civiletti, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna fór í dag til Miami til að freista þess að koma á röð og reglu í borginni og sjá til þess „að réttlætið nái fram að ganga", eins og Jody Powell, blaðafulltrúi Jimmy Carters, for- seta Bandaríkjanna, skýrði frá í Washington. Þingið leyst upp í S-Kóreu Scoul. 19. maí. AP. HERINN í S-Kóreu leysti í dag upp þingið og lokaði skrifstofum tveggja helstu stjórnmálaflokka landsins. Lögreglan sundraði í dag hópi 200 mótma'lenda í hþfuðhorginni. Herinn hefur nú nánast tekið öll völd í landinu. Áður er herinn leysti upp þingið hafði stærsti stjórnmálaflokkur landsins lýst því yfir, að eins og málum væri háttað, væri til einskis að hafa þingið starfandi. Hins vegar hafði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn lýst yfir andstöðu sinni við það. að þingið yrði leyst upp. Flokkurinn hafði ráðgert að leggja fram írumvarp á morgun (þriðjudag) sem gerði ráð fyrir, að herlög í landinu yrðu úr gildi numin. 1978 — Tveir sovézkir starfsmenn SÞ teknir fyrir njósnir. 1971 — Níu sovézkir Gyöingar dæmdir í Leningrad. 1956 — Fyrstu bandarísku vetn- issprengjunni varpað á eyna Bik- ini. 1952 — Óeirðir meðal stríðsfanga á Koje-eyju, Suður-Kóreu. 1943 — Bandarikin og Bretland staðfesta samning sem afnemur réttindi þeirra í Kína. 1929 — Japanir hörfa frá Shan- tung. 1927 — Charles A. Lindbergh fer í fyrstu flugferð eins manns án viðkomu yfir Atlantshaf — Bretar viðurkenna sjálfstæði Saudi- Arabíu með Jedda-sáttmálanum. 1920 — Carranza forseti í Mexikó ráðinn af dögum. 1917 — Franskir hermenn gera uppreisn í Champagne. 1882 — ítalir ganga í bandalag Austurríkismanna og Þjóðverja sem verður Þríveldabandalagið. 1799 — Napoleon Bonaparte hætt- ir við umsátrið um Tyrki í Acre. 1631 — Her Tilly greifa fer ránshendi um Magdeburg sem eyð- ist að mestu af eldi. Afmæli. Honoré de Balzac, fransk- ur rithöfundur (1799—1850) — John Stuart Mill, brezkur heim- spekingur (1806—1873) — James Stewart, bandarískur leikari (1908—) — Sigrid Undset, norsk skáldkona (1882—1949). Andlát. 1506 Kristofer Kolumbus, landkönnuður — 1834 Marquis de Lafayette, stjórnmálaleiðtogi — 1896 Clara Schumann, píanóleikari — 1956 Sir Max Beerbohm, rithöf- undur. Innlent. 1840 Boðskapur um stofn- un Alþingis — 1695 d. Guðm. sýsl, Hákonarson — 1870 Jón Ólafsson dæmdur fyrir meiðandi ummæli um Dani í „íslendingabragi" — 1918 Siglufjörður fær kaupstaðar- réttindi — 1944 Þjóðaratkvæða- greiðsla um sambandsslit og stjórnarskrá (til 23/5) — 1969 Verkföllum lýkur — 1893 f. Ás- mundur Sveinsson myndhöggvari. Orð dagsins. Eina alvarlega sann- færingin sem menn ættu að hafa er sú að það má ekki taka nokkurn hlut of alvarlega. — Samuel Butl- er, enskur rithöfundur (1835— 1902). Á miðnætti á sunnudag lýsti herinn hins vegar yfir herlögum í öllu landinu en áður höfðu þau verið bundin við einstök svæði. Mótmælagöngur hafa verið tíðar síðustu viku og hafa mótmælend- ur krafist þess, að ríkisstjórnin hraði aðgerðum til að koma á lýðræði í landinu og að herlög verði úr gildi numin. Þá var krafist kosninga þegar á þessu ári. Margir stjórnmálamenn lýstu yfir stuðningi við kröfur stúdenta, en studdu hins vegar ekki aðferðir þeirra þar sem þeir óttuðust að herinn tæki öll völd í landinu. Tilkynnt var að 26 manns hefðu verið handteknir, ákærðir fyrir spillingu og að hvetja til óeirða. Völd Choi Kyu-Hah, forseta landsins, virðast nú næsta lítil en hann lýsti því yfir í gær, að kosningar myndu fara fram á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.