Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAI1980 + Eiginmaöur minn, fósturfaöir, tengdafaöir og afi JÓN ELÍAS BRYNJÓLFSSON Rauöarárstig 22, áöur til heimilis í Austurkoti viö Faxaskjól lést í gær 18. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar. Jóhanna Pálsdóttir, Anna Hannesdóttir Scheving, Georg Scheving, og barnabörn. Móöir okkar MAGNÚSÍNA GUORUN GRÍMSDÓTTIR, til heimilis aö Kambahrauni 3, Hverageröi er látin. Fyrir hönd vandamanna Júlíanna Guórún Ragnarsdóttir, Helga Sigurjónadóttír. + Bróöir minn, JAFET EGILL MAGNUSSON, Hátúni 10A, lézt sunnudaginn 18. maí. Anna Magnúsdóttir, Bústaóavegi 73. + Móöir mín SIGRÍÐUR M. ÓLSEN, f. EINARSDÓTTIR, fró Laugarnesi, lézt aö heimiii sínu í Kaupmannahöfn, 13. þ.m. Fyrir hönd ættingja, Höróur Markan. + Móöursystir mín, JÓRUNN HALLDÓRSDÓTTIR, frá Gullbringum, veröur jarösungin miðvikudaginn 21. maí frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit kl. 2. e.h. Fyrir hönd ættingja, Guórún Sigurjónsdóttir. + Stjúpmóöir okkar ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Njörvasundi 32, veröur jarösungin miövikudaginn 21. maí kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Guóríóur Steinsdóttir, Árni Steinsson. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, NILS PAULI MEINHARD PAULSEN Norðurvör 13, Grindavík veröur jarösunginn miövikudaginn 21. maí kl. 14.00 frá Grinda- víkurkirkju. Blóm vinsamlega afþökkuö, ef einhverjir vilja minnast hins látna er þeim bent á Grindavíkurkirkju. Agnea Paulsen, börn og barnabörn. + Minningarathöfn um móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GÍSLÍNU GESTSDÓTTUR, frá Skálará í Dýrafirói, sem lézt 16. maí veröur í Fossvogskirkju, miövikudaginn 21. maí kl. 16.30. Jarösett veröur frá Þingeyrarkirkju, laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna. Jóhanna Matthíasdóttir, Sólborg Matthíasdóttir, Þorvaldur Matthíasson, Svava Ásgeirsdóttir, og barnabörn. Minning: Gísli Sigurgeirs- son Hafnarfirði Fæddur 1. marz 1893. Dáinn 6. maí 1980. Þeim fækkar nú óðum innfæddu Hafnfirðingunum, sem fæddir voru fyrir aldamótin, mönnunum sem svo sannarlega máttu muna tímana tvenna, hvað varðaði allan bæjarbrag hér í Hafnarfirði. Gísli Sigurgeirsson var borinn og barn- fæddur Hafnfirðingur, fæddur 1. marz árið 1893 og ól hér í Hafnarfirði allan sinn aldur. Þeg- ar hann fæddist voru hér um 100 íbúðarhús og fólksfjöldi var innan við 500. Allir mega því sjá þær geysilegu breytingar, sem hér hafa á orðið að þessu leyti frá því að Gísli leit dagsins ljós og allt fram á þennan dag. Þetta voru viðburðaríkir tímar, sem þessir menn hafa lifað, þeir sem voru að hefja nám og störf, er Hafnar- fjörður fékk bæjarréttindi árið 1908. En þetta á ekki aðeins við um bæjarfélag okkar. Aldrei í sögu þjóðarinnar hafa orðið jafn miklar og örar breytingar á hög- um hennar og einmitt það tímabil, sem ævi Gísla spannar. Afrek þeirrar kynslóðar ættu öllum að vera sýnileg og meira en það: Við mættum gjarnan hafa þau ríkt í huga, þegar við fjöllum um mál- efni aldraðra og hugleiðum hvað við getum gert til að endurgjalda það mikla starf, sem þetta fólk lagði á sig. Við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að létta þeim ævikvöldið, sem lagt hafa grundvöllinn að því nútíma- lífi og þægindum, sem við njótum í dag. Gísli var alla tíð mikill félags- málamaður, enda ólst hann upp á miklu menningarheimili, þar sem guðsótti og góðir siðir sátu alla tíð í fyrirrúmi. Hann var sonur þeirra sæmdarhjóna Marinar Jónsdóttur og Sigurgeirs Gíslasonar verk- stjóra og síðar sparisjóðsgjald- kera, en þau hjónin settu mikinn svip á hafnfirzkan bæjarbrag á fyrstu áratugum þessarar aldar. Gísli gekk í Flensborgarskóla og lauk þaðan kennaraprófi árið 1911. Hann stundaði síðan kennslu um nokkurt skeið, en segja má að ævistarf hans hafi fyrst og fremst verið verkstjórn, því hann fetaði í fótspor föður síns og gerðist vega- vinnuverkstjóri. Um langt árabil unnu þeir félagarnir og vinirnir, Jón heitinn Einarsson og Gísli, mikið saman á þeim vettvangi og var alkunna hversu samvinna þeirra hefði verið með miklum ágætum. Eftir að Gísli hætti verkstjórn, hófst þriðji þáttur ævistarfs hans, er hann hóf störf á skrifstofu Hafnarfjarðarkaup- staðar. Vann hann þar við góðan orðstír um langt árabil, eða allt þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Gísli tók föður sinn sér til fyrirmyndar á fleiri sviðum en ævistarfinu. Hann gekk ungur Góðtemplarareglunni á hönd og starfaði mikið innan hennar vé- banda, alla tíð meðan þrek og kraftar leyfðu, enda einn helzti forystumaður Reglunnar hér í Hafnarfirði. Einnig mun hann um langt árabil hafa átt sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. En það var ekki aðeins á sviði bindindishreyfingarinnar, sem Gísli haslaði sér völl. Svo sem flestum Hafnfirðingum er kunn- ugt, markaði hann djúp spor í kirkjumálum Hafnarfjarðar. Gísli var einlægur trúmaður og tók ásamt eiginkonu sinni og fjöl- skyldu mikinn þátt í safnaðar- starfi Fríkirkjusafnaðarins hér í Hafnarfirði, þar sem hann var lengst af í stjórn. Hann mun um tíma, á fyrstu árum Fríkirkjunn- ar, hafa verið organisti hennar og iðulega, þess fyrir utan, hlaupið undir bagga í þeim efnum. Þess á milli mun Gísli hafa staðið á söngpalli við kirkjulegar athafnir, enda söngmaður ágætur og ein- lægur unnandi hvers konar hljóm- listar. Gísli var líka gleðimaður mikill og manna mestur hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Sá er þessar línur ritar, átti því láni að fagna að kynnast Gísla í félagsstarfi, sem ekki verður gert að umtalsefni hér, en nú þegar leiðir skiljast um sinn, hrannast upp minningar frá þessum liðnu samverustundum, bjartar minn- ingar sem ylja og lýsa fram á veginn. I einkalífi sínu var Gísli gæfu- maður. Árið 1925 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, frú Jensínu Egilsdóttur. Var sambúð þeirra farsæl, enda einstaklega samhent i smáu sem stóru. Er mér kunnugt um að Jensína reyndist manni sínum einkar vel og í veikindastríði hans lét hún ekkert aftra því, jafnvel ekki eigin veik- indi, að hún heimsækti hann daglega á spítalann og gerði allt, sem í hennar valdi stæði til að létta honum sjúkdómsleguna. Gísli og Jensína eignuðust 7 börn, en tvö þeirra misstu þau í æsku. Þau fimm sem upp komust, einn sonur og fjórar dætur, lifa öll föður sinn. Eru þrjár dætranna búsettar erlendis, tvær í Banda- ríkjum Norður-Ameríku og ein í Austurríki, en sonurinn og ein dóttirin eru búsett hér í Hafnar- firði. Við hjónin vottum Jensínu og öllum ástvinum þeirra samúð okk- ar og biðjum þess, að sá, sem öllu stjórnar, styrki þau og styðji á raunastundu. Eggert ísaksson. Ástvinur deyr. Hann fær hægt andlát og kyrrð og friður ríkir við dánarbeð hans. Við sem þekktum + Jaröarför konu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu GUORUNAR SIGURDARDÓTTUR, Hjallavegi 56, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 21. þ.m. kl. 13.30. Ingvar Ingvarsson synir, tengdadætur og barnabörn. Lokað vegna jarðarfarar Gísla Sigurgeirssonar í dag 20. maí frá kl. 1—4. Stefánsblóm. hann best fyllumst söknuður og trega. Hann var sérstakur maður, ógleymanlegur þeim er honum kynntust. Það var margt einstakt í fari afa míns, Gísla Sigurgeirssonar, og átti ég þess kost, að hafa náin kynni af honum, og naut þess að umgangast hann. Leit ég á heimili hans og ömmu minnar, Jensínu Egilsdóttur, sem mitt annað heim- ili. Þar var hlýleikinn og gestrisn- in í öndvegi, og voru þau einkar samrýnd hjón. Afi minn var bókhneigður, átti ágætt bókasafn og las jafnan mikið. Hann var ótæmandi brunn- ur hvers konar visku, hafði yndi af að fræða aðra og nutum við góðs af, afkomendur hans. Afi var söngelskur með afbrigðum, og eru þær margar ánægjustundirnar, sem hann og amma áttu saman við .flygilinn. Var hann einnig ljóðelskur mjög. Honum var létt um að rita og sat löngum „inni á kontór" með penna í hönd og gullfallegar vísur urðu til. En allt var það í kyrrþey. Öll framkoma hans einkenndist af blíðu og var hann gæddur mikilli kímnigáfu. Á skilnaðarstundu kemur mér í hug ljóð, er hann orti til mín, þegar ég var á öðru aldursári: Það er svo ljúft, að blessað, lítið barn sinn breiði faðm, mig þreyttan að sér vefur. Það bræðir klaka, er hleðst á lífsins hjarn er hnossið bezta er mönnum Drottinn gefur. Það er vissa mín, að vinir hans og afkomendur, er á undan voru gengnir, biðu eftir honum við hlið himnaríkis með útbreiddan faðm. Ég bið góðan guð að annast ömmu mína í hennar miklu sorg. Frið- helg veri minning Gísla Sigur- geirssonar. Halla. Foringinn er fallinn. Liðsmenn- irnir lúta höfði. Þegar hann gerð- ist félagi stúkunnar Morgun- stjörnunnar árið 1907, má telja að hún hafi verið þróttmesti félags- skapur í Hafnarfirði, hafandi áhrif á menningarlífið á flestum sviðum, ásamt stúkunni Daníels- her. Verkalýðshreyfingin mótaðist fyrst að fyrirmynd stúknanna, leiklist, sjúkrasamlög, elliheimili, allt óx þetta út frá hugmyndum sem fyrst voru reifaðar innan Góðtemplarareglunnar, og raunar mætti nefna miklu fleira. Þegar tímar liðu hefur svo jafnan sýnt sig gagnvart Reglunni að „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“. En það er að nokkru önnur saga. Gísli var innfæddur Hafnfirð- ingur, elzta barn hjónanna Sigur- geirs Gíslasonar og Marínar Jóns- dóttur. Hin voru Margrét, kona Þorvalds Árnasonar skattstjóra - hún dó 1937 - og Halldór, kvæntur Margréti Sigurjónsdótt- ur. Bernskuheimili þessara systk- ina var mótað guðrækni, góðum siðum og jákvæðu manngildis- mati. Bar þar einna hæst hugsjón- ir Góðtemplarareglunnar, enda var Sigurgeir meðal þróttmestu liðsmanna þeirrar hreyfingar hér á landi. Löngum er hæfileikum æði misskipt meðal mannanna barna, hvort sem sjálfur guðdómurinn er talinn vera þar að verki, eða einhvers konar örlagadísir, eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.