Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 39 Bragi Jónsson frá Hoftúnum - Minning eitthvað enn annað. Hvað sem um það er, þá var skammtur Gísla ekki skorinn við nögl, hvorki að magni né fjölbreytni. Má þar nefna verkhyggni hans, sem að sjálfsögðu kom sér vel, í hans langvarandi og fjölbreyttu verk- stjórastörfum. En okkur, sem einkum kynntust honum sem Morgunstjörnufélaga, er fjöl- margt annað minnisstætt, þegar þakka skal samveruna. Varla verður greint á milli hvað áhrifa- mest og eftirminnilegast var, söngur hljóðfærasláttur eða málflutningur, hvort sem var þátttaka í umræðum, þar sem engum undirbúningi varð við kom- ið, eða heimasamin rituð ræða. Tæplega mun nokkur í seinni tíð hafa verið fróðari Gísla um sögu Góðtemplarareglunnar hér á landi og þegar kom að hans eigin stúku, var oft engu líkara en að hann myndi meginatriði allra funda þar, á a.m.k. 60 ára tímabili. Þetta er stór fullyrðing, en hún fær stuðning þar sem varðveittir eru í bókasafninu í Templarahöllinni fjölmargir árgangar af handskrif- aða blaðinu Breiðabliki, sem lesið var upp á fundum stúkunnar. Eru þessar bækur taldar meðal mestu kjörgripa safnsins. Ritstjórinn var sjálfráður um efnið, og um fjölmargt annað en stúkulífið skrifaði Gísli einnig. Hefur margt ómerkilegra komið á prent en endurminningar hans þar, t.d. um störf í mörg sumur að vegalagningunni til Suðurnesja á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar. Gísli var fremur viðkvæmur maður, eins og gáfaðir menn eru oft. En kannski varð hann stærst- ur, þegar hann viknaði við minn- ingar um bernskuheimili sitt, starf eða stúku. Þá fékk þögnin mál, í hinum gamla samkomusal templara í Hafnarfirði. En Gísli Sigurgeirsson stóð ekki einn. Þau stóðu hvort við annars hlið og studdu hvort annað, jafnt í hryggð sem hátíð, hann og eftirlif- andi kona hans, Jensína Egilsdótt- ir. En lítt mun henni að skapi að borið sé mikið mál í fórnfýsi hennar í veikindum Gísla. Afkomendahópurinn er orðinn stór. Guð blessi minningu látins vin- ar og mannkostamanns og styrki ekkju og afkomendur á stundu sárrar sorgar. Morgunstjörnumeðlimur. Kveðja: Kveðja frá sveitunga og vini. Við Sigurjón í Hólakoti mætt- umst undir fögrum hlíðum Aust- ur-Eyjafjallasveitar 4. maí síðast liðinn. Eg var á leið að heimsækja hina ástkæru heimasveit okkar beggja, Sigurjón á þeirri leið sem við sem kveðjum hann nú eigum ógengna. Það var hlýr og fagur dagur þessi sunnudagur sem Sig- urjón fór í sinn hinsta reiðtúr á klár sínum um göturnar sem voru honum kærar frá barnæsku. Þennan mann sem við vinir hans kveðjum með sárum söknuði þekkja allir sem sannan dreng- skaparmann og mann sem setti svip á umhverfi sitt og markar spor í sögu þess byggðarlags sem hann tilheyrði og dáði. Ég man fyrst eftir Sigurjóni í Hólakoti sem ungum manni sem lífsgleðin geislaði af í starfi og leik á vegum ungmennafélagsins undir Austur-Eyjafjöllum. Þessi glæsilega mælski ræðumaður átti fáa sína líka í þeirri list að gera hversdagslega hluti líkasta ævin- týri þegar hann fjallaði um þá á fundum og við mannfagnaði. Sig- urjón var fæddur félagsmála- maður og lengst af eignaði hann félagsmálum krafta sína og tíma. Fyrst sem forystumaður í ung- mennafélagi síðar sem einn af brautryðjendum innan verkalýðs- Gísli frændi minn er nú horfinn yfir móðuna miklu. Með honum er löngu lífi lokið, langri starfsævi, þar sem, hver stund var notuð. meðan kraftar entust. það er ljúft að minnast heim- sóknanna á Strandgötu 19 fyrir fjörutíu árum eða svo, þegar þetta stóra hús iðaði allt af mannlífi. Það var margt í heimili, en þó var alltaf opið hús fyrir gesti og litla frændur og frænkur, sem komu í heimsókn. Gísli var fæddur 1. mars árið 1893. Foreldrar hans voru hjónin Marín Jónsdóttir og Sigurgeir Gíslason verkstjóri í Mörk við Merkurgötu. Gísli var elstur þriggja systkina, en fóstursystkin átti hann nokkur. Snemma fór Gísli að vinna með föður sínum við vegagerð, en faðir hans stjórnaði vegagerð á ýmsum stöðum, m.a. til Keflavíkur, austur yfir Hellisheiði og víðar. I vega- vinnunni hjá föður sinum kynntist hann Jóni Einarssyni, og urðu samskipti þeirra löng og náin, því að þegar Sigurgeir hætti verk- stjórn og varð sparisjóðsgjaldkeri, tóku þeir við og störfuðu saman að verkstjórn, bæði við vegagerð og í ýmsum bæjarframkvæmdum í Hafnarfirði í um það bil 20 ár. Fór mikið orð af dugnaði og lagni þeirra félaga við að stjórna vinnu og útvega verkefni á dauf- legum tímum þegar kreppa og atvinnuleysi blasti við alls staðar. Til dæmis hugkvæmdist þeim að fá Thor Jensen til að samþykkja allmikla hafnaruppfyllingu í Hafnarfirði á steindauðum tíma, og var þá til svæði það sem jafnan er kallað Thorsplan. Árið 1950 hætti Gísli verkstjórn og gerðist heilbrigðisfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ og gegndi þvi starfi í 18 ár til 1968, en þá var heilsan tekin að bila enda áttundi tugurinn hálfnaður. Þó að störf Gísla væru ærin á vinnustaðnum, þá var samt mikill tími aflögu til félagsstarfa. í mörg ár var hann organisti fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfirði, og var hann lengi einn af burðarásum safnaðarins. Hann gekk ungur í Góðtemplararegluna, og mörg handtökin átti hann i stúkunni Morgunstjörnunni í áratugi. Gegndi hann þar flestum embætt- um og skrifaði mikið í blað, sem þar var lesið á fundum. Gísli var nefnilega mjög vel ritfær og ágæt- lega hagmæltur. Þá starfaði hann hreyfingarinnar og gengdi þar mörgum trúnaðarstörfum. Síðari árin var hann einn traustasti félagsmaður sem um getur í sam- tökum hestamanna á Suðurlandi þeim félagsskap sem tengdist hans kærasta áhugamáli, hesta- mennskunni. Austur-Eyfellingar og allir þeir fjölmörgu vinir sem Sigurjón Guðmundsson átti syrgja góðan vin og finna að sæti hans í umhverfi þeirra og lífi verður ekki af öðrum setið. Þessi maður setti svo eðlilega og óhjákvæmilega svip á umhverfi sitt að því verður aðeins lýst fyrir þeim sem voru svo lánsamir að þekkja hann. Sigurjón Guðmundsson var aðeins rúmlega sextugur að aldri en virtist þó svo ungur og ævinlega var hann kátur og bjartsýnn. Hann var einhleypur maður en átti sér djúpar rætur meðal skyld- menna og vina, svo djúpar að hann var víða talinn heimamaður, ætíð velkominn. En þótt Sigurjón væri vinamargur og stundaði at- vinnu sína í Vestmannaeyjum lengst framan af og síðustu árin á Hellu á Rangárvöllum þá var heimili hans og sérstök tryggð bundin við Steina undir Eyjafjöll- um. Á því heimili hjá þeim einstöku sómahjónum Sigurbergi Magnússyni og Elínu Sigurjóns- dóttur dvaldi Sigurjón flestar mikið í Frímúrarareglunni, bæði í Reykjavík svo og í Hafnarfirði eftir að stúkan Hamar var stofn- uð. Gísli hafði mikið yndi af félags- störfum, hann var ræðinn og sagði skemmtilega frá, kímnigáfa hans var markviss og stríðni hans skemmtileg og græskulaus. Var hann yfirleitt mjög vinsæll í kunningjahópi. Það er raunar eftirsjá að því, að Gísli skyldi ekki skrifa meira en hann gerði. Minni hans var með ólíkindum traust og trútt fram á síðasta ár, og kímni hans og frásagnarlist naut sín vel í rituðu máli. Auk þess orti Gísli talsvert, en hann hirti lítt um að halda því saman. Hinn 27. sept. árið 1925 kvænt- ist Gísli eftirlifandi konu sinni, Jensínu Ó. Egilsdóttur, en hún er dóttir Egils Guðmundssonar frá Hellu, sem bjó við Merkurgötuna í næsta húsi. Jensína er söngkona góð, eins og þær systur allar, og það var oft tekið lagið á Strand- götu 19, þegar Gísli gekk að píanóinu og Jensína leiddi söng- inn, svo að ómaði niður á Thors- plan og jafnvel niður á Nýju- Bryggju. Gísla og Jensínu var fimm barna auðið: Sigurgeir er kvæntur Sigríði Sigurðardóttur og býr í Hafnarfirði, Jensína var gift Svani Jónssyni, en er nú búsett í Bandaríkjunum, Guðrún var gift Snorra Jónssyni yfirkennara, Marín er búsett í Austurríki og Agla er búsett í Bandaríkjunum. Og nú á þessum tímamótum eru barnabörnin orðin 28. Þegar litið er til baka er óvenju- lega bjart yfir minningunum, sem tengdar eru Gísla frænda. Alltaf var hann léttur í lund. Þó mátti hann þola eitt og annað and- streymi eins og t.d. húsbruna, svo skemmtilegir sem þeir eru. Þá eyðilagðist mikið af innbúi þeirra hjóna. En það var alltaf mikið líf í kringum Gísla og Jensínu. Frændgarðurinn var stór og vin- irnir margir. Það var risna og gleði á heimilinu, og þar var sungið af hjartans list við öll tækifæri. Mér er því þakklæti efst í huga nú þegar löngum og farsælum starfsdegi iýkur. Ég óska Gísla frænda velfarn- aðar á nýjum slóðum og Jensínu og frændgarðinum öllum sendi ég hlýjar samúðarkveðjur. Þorvaldur Þorvaldsson. sínar stundir sem hann átti frá starfi. Við sem áttum þess kost að kynnast Sigurjóni í Hólakoti söknum góðs vinar sem féll svo skyndilega frá af slysförum í síðustu ferð með hlíðum Austur- Eyjafjalla, sem voru honum kærar og þar sem hann þekkti hvern stein, hvert gil og hverja götu. Við þökkum honum af djúpri einlægni vináttu hans og hlýhug til þess sem okkur var sameiginlega kært. Við þökkum honum persónulega vináttu og þann félagsanda sem hann ræktaði meðal okkar. Þessi maður sem við nú með söknuði kveðjum setti þann svip á um- hverfi sitt að það mun lengi njóta þess. Sigurður óskarsson. Sunnudaginn 4. maí s.l. andaðist Bragi Jónsson frá Hoftúnum en hann hefði orðið áttatíu ára 6. maí ef honum hefði enzt aldur. Hann fæddist í Reykjavík aldamótaárið. Foreldrar hans voru Jón G. Sig- urðarson bæjarfógetaritari í Reykjavík og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Þegar Bragi var þriggja ára fluttust foreldrar hans að Hofgörðum á Snæfellsnesi og þar átti hann heima lengst af síðan. Kona hans var Helga Þórð- ardóttir, ættuð úr Staðarsveit. Bjuggu þau í Hoftúnum 1930— 1950. Þau eignuðust fjögur börn, þrjú eru á lífi: Gunnlaugur, Ragn- ar og Svala. Helga andaðist- '5. febrúar 1951. Bragi naut ekki langrar skóla- göngu. En faðir hans, sem var sýsluskrifari mun hafa leiðbeint börnum sínum í heimanámi. Á heimilinu mun hafa verið nokkur bókakostur og gafst þeim því kostur á sjálfsmenntun, sem Bragi tileinkaði sér. Á yngri árum stundaði hann íþróttir af miklu kappi. Var hann brautryðjandi í sundkennslu í Staðarsveit og kenndi þar sund á vorin, einnig á Hellissandi. Þá var hann góður glímumaður og iðkaði glímu um árabil. Hann lét félagsmál til sín taka, var einn af þremur stofnendum H.S.H. Formaður Ungmennafé- lags Staðarsveitar var hann um langt árabil og fyrsti heiðursfélagi þess. Framan af ævi stundaði Bragi sjóróðra, en síðar búskap á Hof- túnum (1930—1950). Hann var um tíma deildarstjóri í Kaupfélagi Stykkishólms og útibússtjóri fyrir það félag í sex ár. Hann sat í hreppsnefnd Staðarsveitar um árabil. Árið 1950 fluttist fjölskyld- an til Akraness. Síðustu árin ferðaðist Bragi víða en hafði fastan samastað hjá vinum sínum í Hoftúnum. Ungur tók hann að fást við kveðskap og fetaði þar í fótspor föður síns, sem orti mikið af kvæðum og lausavísum. Skáld- skapur var í hávegum hafður á heimili hans og systur hans, Margréti Jónsdóttur skáldkonu, þekkja flestir landsmenn af ljóð- um hennar og sögum. Fyrsta kvæðið eftir Braga var prentað þegar hann var 14 ára. Alla tíð orti hann mikið af afmæl- iskvæðum og erfiljóðum sem birr,- ust í blöðum og tímaritum en vinsælastar urðu þó ferskeytlur hans sem flugu manna á milli út um sveitir landsins. Höfundar- nafn hans var Refur bóndi. Ég kynntist Braga Jónssyni fyrst árið 1951, en þá kom hann til okkar í Prentverk Akraness með handrit að fyrstu ljóðabók sinni, sem hann nefndi „Neistar". Síðan gaf hann út sjalfur á næstu árum sjö ljóðakver, sem öll eru löngu uppseld. Trygg og góð vinátta hefur verið milli okkar nafnanna frá fyrstu kynnum enda þótt aldursmunur sé mikill. Heimsótti hann mig flesta daga, þegar hann dvaldi á Akra- nesi. Sagði hann mér þá gaman- sögur, flutti vísur og kvæði eða rifjaði upp gamlar minningar, sem urðu oft að grein eða þáttum. Árið 1969 kom svo út hjá Hörpuútgáfunni bókin Tófugrös eftir Ref bónda. Þar er mikið safn af kvæðum og ferskeytlum. Um svipað leyti tók hann að safna fróðleik um fólk og atburði á Snæfellsnesi og úr því varð Ref- skinna I, kom út 1971 og árið eftir Refskinna II. Það var föst venja hans á ferðum sínum að rita mér löng sendibréf. I þeim sagði hann fréttir af sjálfum sér og því, sem á daga hans dreif. Þar flutu með frásagnir af skemmtilegu fólki sem hann hitti og dvaldi með, einnig kvæði og stökur, sem urðu til við ýmiss tækifæri. Beið ég alltaf með eftirvæntingu eftir þessum skemmtilegu sendibréfum frá nafna mínum og las þau mér til ánægju. Er það orðið mikið safn að vöxtum. Bragi Jónsson var gæddur mörgum góðum eiginleikum auk þess að vera snjall rithöfundur. Hann gætti þess vel að greiða ávallt sitt og skulda engum. Hann skrifaði sérlgea læsilega rithönd og málfar hans og réttritun var með ágætum. Hann var sérstak- lega barngóður og hafði mikið yndi á seinustu árum af barna- börnum sínum. Þá er vert að nefna tryggð hans við átthagana í Staðarsveit. Þar dvaldi hugur hans löngum og þeirri sveit unni hann öllum öðrum stöðum meira. Til þeirrar sveitar orti hann sín dýrustu ljóð, eins og meðfylgjandi kvæði ber fagurt vitni. Éb er sonur sveitar minnar. sveitin min á allt mitt hjarta. mÍK sem hefir föjrur fóstraft. fært mér marga xlefti bjarta. Leiftir þó að leKÍð hafi lanKt i brott frá æskuslóðum. leitaft ætið heim ók hefi. heilsað mörKum vinum Kóðum. Sveitin min á feKurð flesta. fjölda marKÍr sem að þekkja. hún á auðs ok yndisKnóttir enaan soninn mun hún blekkja. Sólarljóð mér svanir kvaka sætt ok þýtt á júnikvöldum. dátt i eyrum lika lætur lóttur niður hafs frá öldum. Mina sveit ég alltaf elska eins ok barnið móður sína. heilöK bið ók heillasunna henni jafnan meKÍ skína. Hversu lönK sem leiðin verður lifandi sem fæ að þreyja. óska t'K í örmum hennar að ók mætti fá að deyja. Lífsins þeKar lýkur KönKU. leKKst ók nár i StaðarKarði. kýs ÓK að á kumlið láKa komi enKÍnn minnisvarði. Só ók KuðsdómsKeisla skæra KeKnum myrkrið Heljar svarta. Ék er sonur sveitar minnar. Sveitin min á allt mitt hjarta. Síðustu mánuðina sem hann lifði dvaldi hann á sjúkrahúsi í Stykkishólmi og þar lést hans eins og fyrr segir 4. maí s.l. Útför hans fór fram frá Staðarstað og hvílir hann nú í Staðargarði. Ég sendi ættingjum hans innilegar samúð- arkveðjur. Bragi Þórðarson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sigurjón Guðmunds- son frá Hólakoti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.