Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 I • Juichen in de Kuip! Dat deden niet alleen de dui- zenden Feyenoord-fans, maar voorai de Rotter- damse aanvallers Petur Petursson (JinJcs) en Jan Peters. In een zinderende bekerfinaJe had vooraJ Pe- tursson met twee doeJ- punten een belangrijk aandeel in de triomf op Ajax. Foto: GJenn Wassen- bergh. • Þessi mynd birtist á forsíðu blaðsins De Telegraf. Pétur og Jan Peters í sigurvímu eftir leikinn. Við létum hollenska textann fylgja með til gamans. Pétur í sviðsljósinu skoraði tvö mörk í úrslitaleik bikarkeppninnar „ÉG heí aldrei upplifað neitt þessu líkt áður, þetta var í einu orði stórkostlegt“, sagði Pétur Pétursson eftir sigur Feyenoord yfir Ajax í úrsiitaleik hollensku bikarkeppninnar á laugardag- inn, en Pétur var eins og fyrri daginn hetja Feyenoord og skor- aði tvö mörk í 3:1 sigrinum yfir hollensku meisturunum Ajax. Pétur keyrði sig gjörsamlega út í leiknum og þegar 15 mínútur voru eftir fékk hann maga- krampa og byrjaði að kasta upp úti á miðjum vellinum. Var hon- um þá snarlega skipt út af. Þegar ljóst varð að tvö bestu lið Hollands, Ajax og Feyenoord, lékju til úrslita í bikarkeppninni í fyrsta sinn í sögu keppninnar var ákveðið að draga um það hvort leikurinn færi fram á heimavelli Ajax í Amesterdam eða heima- velli Feyenoord í Rotterdam, enda aðrir vellir ekki það stórir að slíkir stórviðburðir geti þar farið fram. Feyenoord hafði heppnina með sér því hlutur Rotterdam kom upp. Völlurinn var troðfullur, 65 þúsund manns horfðu á leikinn og urðu þúsundir frá að hverfa. Af þessum fjölda er talið að 50 þúsund hafi fylgt Feyenoord en 15 þúsund Ajax og fengu leikmenn Feyenoord því góðán stuðning. En gefum Pétri orðið: Feyenoord slapp með skrekkinn „Við byrjuðum leikinn af mikl- um krafti og ég var óheppinn að skora ekki mark á fyrstu mínút- unum. Á 20. mínútu náði Ajax hættulegri sóknarlotu og Danan- um Frank Arnesen tókst að skora mark, 1:0. Við sluppum svo með skrekkinn þegar Ivan Nielsen brá La Ling innan vítateigs en mark- vörður okkar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Bonsinsk. Á 39. mínútu fengum við svo vítaspyrnu þegar Carlo de Leeuw var brugðið innan vítateigs og úr spyrnunni skoraði ég, lagði boltann í vinstra hornið og Schrijvers henti sér í vitlaust horn. Seinni hálfleikurinn var mjög fjörugur og við komumst yfir, 2:1 á 71. mínútu með marki Carlo de Leeuw. Sending kom fyrir markið að stönginni fjær þar sem Carlo var staddur og hann skoraði laglega. Á 75. mínútu innsigluðum við svo sigurinn og kom markið eftir mistök hjá Ajax. Gefa átti boltann aftur til Schrijvers í markinu en sendingin var of laus, Jan Peters komst á milli og gat sent boltann fyrir markið til mín og það var auðvelt fyrir mig að renna honum í markið. Ég lék stöðu miðframherja í þessum leik og keyrði mig hrein- lega út í leiknum. Þegar ég hafði skorað þriðja markið og Ajax ætlaði að byrja á miðju fékk ég magakrampa og fór að kasta upp úti á miðjum vellinum. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en fara út af, enda var ég alveg búinn. Það hafði sitt að segja að ég var búinn að vera mjög tauga- spenntur alla vikuna, bæði vegna leiksins og hins að ég hafði fengið ádrátt um að sleppa við að fara í keppnisferð Feyenoord til Suður- Ameríku ef við ynnum og ég stæði mig vel.“ Pétur í sviðsljósinu Fleiri mörk voru ekki skoruð og þegar leikurinn var flautaður af brutust út gífurleg fagnaðarlæti meðal áhorfenda og leikmanna Feyenoord, en 11 ár eru síðan Feyenoord vann bikarinn síðast. Ætlaði allt vitlaust að verða þegar leikmenn Feyenoord hlupu heið- urshring um völlin með bikarinn eftir að hafa tekið við honum úr höndum Claus prins. Leikmenn voru myndaðir í bak og fyrir og viðtöl tekin og var Pétur með sín tvö mörk mjög í sviðsljósinu. Leikmenn skiptust á keppnis- skyrtum og ætlaði Pétur að skipta við hinn fræga Rudi Krol en hann var ekki til í það, enda að elika sinn síðasta leik fyrir Ajax og vildi eiga skyrtuna. Skipti Pétur því við Frank Arnesen. Pétur kvaðst eftir leikinn hafa rætt heilmikið við Claus prins, eiginmann Beatrix drottningar. Sagði Pétur að prinsinn væri mjög viðkunnanlegur maður og hefði hann verið mjög forvitinn um ísland og spurst fyrir um ýmislegt hér á landi. Pétur mun að öllu forfallalausu leika með landsliði 21 árs og yngri gegn Norðmönnum á Laugardals- vellinum á fimmtudaginn. _ SS. • Atvikið sem skipti sköpum i leiknum. Hiele, markvörður Feyenoord ver vitaspyrnu Bonsinsk þegar staðan er 1:0 fyrir Ajax. • Pétur á Keflavíkurflugvelli í gær. Hann heldur á verðlaunum sínum og Ajax-peysunni, sem hann fékk hjá Frank Arnesen í skiptum fyrir sína eigin peysu eftir leikinn. Ljósm. Mbl. Kristján. • Krol kveður. Það var áhrifamikil stund þegar leikmenn Ajax báru fyrirliða sinn Rudi Krol heiðurs- hring eftir leikinn. Hann lék þarna sinn siðasta leik í Ilollandi, því hann mun hér eftir leika í bandarískri knattspyrnu. i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.