Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 m Georg Ólafsson, verðlagsstjóri: þess höfuðmarkmiðs ríkisstjórn- arinnar að draga úr verðbólgu á næstunni. til Helga Hálfdanarsonar Ég þakka tilskrif þitt í Morg- unblaðinu 7. þ.m. Ekki máttu halda að ég hafi verið að hæðast að þér í sam- bandi við titla þá sem ég notaði gagnvart þér. Ég vil fullvissa þig ,um það, að í þeim var enginn broddur, aðeins vel meint virð- ing þér til handa. Fullyrðing þín, að grein mín sé öll byggð á misskilningi, kemur mér sannast að segja ákaflega spánskt fyrir. Ég las grein þína vandlega í upphafi og margoft síðan. Ég fæ þó alltaf sömu niðurstöðuna. En skítt með það. Eg hefi þá aldrei á ævi minni öðlast svona himinhrópandi glás af misskilningi. Allt í heildsölu maður! Og þá eru þeir Hallur í Selási, Páll lágkúra, Skötu- brandur og allir þeir kumpánar orðnir að samfelldum misskiln- ingi. Til lykke med dagen, segja danskir! Þó álít ég að til nokkurs sé unnið úr því að þú ert mér sammála um að fylgjast með tímanum og nota rétt nöfn á erlendum stöðum og rétt skírnarnöfn útlendinga. Það er ekki ónýtt að hafa fengið slíkan samherja sem þig. Vér fyllumst fögnuði! Nú, þegar þú ert orðinn vor stríðsmaður, þá treysti ég þér til þess að leggja til atlögu við útvarp og sjónvarp og koma fyrir kattarnef þeim afdala kurfshætti sem þar ríkir í mál- um erlendra nafna. Vertu velkominn í vorn hóp! Lifðu heill, Friðrik Dungal AUGLÝSINGASTOFA MYIMDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810 Georg Ólafsson síður staðið að fullu við fjárfest- ingaráform sín á árinu. Fjárfest- ingaráætlunin felur í sér 127% aukningu framkvæmda að krónu- tölu, sem að magni til er nálægt 60% aukning. Ef H.R. hefði verið heimiluð umbeðin hækkun, þ.e. um 113% á árinu, hefði fyrirtækið aukið veltufé hátt á annan milljarð og Þá vaknar sú spurning, hvort öll sú framkvæmdaaukning sem H.R. ráðgerir á þessu ári sé jafn nauðsynleg og hvort ekki megi dreifa henni á lengra tímabil, t.d. byggingu bækistöðvar við Grensás en til hennar er áætlað að verja um 340 millj. kr. á árinu. í tillögugerð sinni gerir Gjaldskrár- nefnd ekki ráð fyrir að dregið verði úr áætluðum framkvæmd- um, en ef slíkt þætti nauðsynlegt virðist vera fyrir hendi svigrúm til þess. Að lokum má benda á, að í tekjuáætlun H.R. fyrir árið 1980 virðast hafa orðið þau „mannlegu" mistök, að ekki hefur verið gert ráð fyrir neinum tekjum v/sölu á heitu vatni til sundstaða borgar- innar. Gjaldskrárnefnd gerði ekki athugasemd þar að lútandi, og er því hér um fundið fé að ræða fyrir stjórnendur fyrirtækisins. Eftirmáli: Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir forsendum Gjaldskrár- nefndar fyrir tillögu hennar um hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur. Vegna ummæla hitaveitustjóra þess efnis, að ákvörðun Gjald- skrárnefndar kunni að verða til þess, að H.R. verði að fresta þýðingarmikium framkvæmdum, vil ég leyfa mér að birta eftirfar- andi töflu um áætlun fyrirtækis- ins um hækkun ýmissa kostnað- arliða á milli rauntalna 1979 og áætlunartalna 1980. Taflan er byggð á endurskoðuð- um rekstrarreikningi H.R. árið 1979' og samþykktri fjárhagsáætl- un H.R. árið 1980 að viðbættri 21,6% hækkun í samræmi við rökstuðning hitaveitustjóra fyrir verðhækkunarbeiðninni. Yfirlit yfir hækkun nokkurra kostnaðarliða í rekstri H.R. samkvæmt framlagðri hækkunarbeiðni. (í millj. kr.) Árs reikn. Áætlun 1980 Hækkun 1979 +21,6% ára í Laun vélstjóra 81 142 75,3 Rafmagn 562 997 77,4 Akstur (Bifreiðar) 14 30 103,6 Viðhald og endurb. 110 257 133,6 Rekstur kyndistöðvar1* 18 160 789,9 Borgarkerfi, heimæðar 387 643 66,1 Mælaviðhald 60 96 60,0 Samtals rekstur hitav.kerfis 1303 2395 83,8 Skrifstofukostnaður 253 431 70,4 Rekstur birgðageymslu 19 31 62,2 hagnaðarhlutfall samkvæmt yfir- litinu orðið um 51%. Slík uppsöfn- un fjármuna hlýtur að teljast óeðlileg, m.a. vegna verðbólgu- rýrnunar fjárins, og jafngildir í raun sóun á fjármunum Hitaveit- unnar. Enda þótt varlega hafi verið farið í tillögugerð, taldi Gjald- skrárnefnd að Hitaveitu Reykja- víkur væri með henni tryggð viðunandi rekstrarskilyrði á árinu 1980. Að sjálfsögðu má ætíð deila um örfá prósentustig, þegar spáð er fram í tímann í mikilli verð- bólgu, en hitt hlýtur þó að vera áhyggjuefni, að verðbólguhugsun- arhátturinn skuli vera orðinn það ríkjandi, að traust opinber fyrir- tæki á borð við Hitaveitu Reykja- víkur reyni að knýja fram veru- lega hækkun gjaldskrár á grund- velli ítrustu forsendna án tillits til 1) Hér munar mestu, að 1979 var olíukostnaður enginn, þrátt fyrir kalt ár, en áætlun nemur 122 m.kr. 1980. Til glöggvunar á fyrrgreindum prósentuhækkunum, sem fram koma í töflunni, skal bent á, að eðlileg hækkun, án aukningar í umfangi þjónustu, er eins og áður sagði um 44% miðað við þekktar verðlagsforsendur. í ljósi þeirra miklu hækkana sem taflan sýnir er það vissulega umhugsunarefni, hver sé raun- veruleg viðleitni stjórnvalda til að halda niðri kostnaði, hvaða um- fjöllun fjárhagsáætlanir borgar- fyrirtækja fái hjá borgaryfirvöld- um og hver sé meðferð hækkunar- beiðna hjá viðkomandi ráðuneyt- um. Einhver kynni ef til vill að efast um, að fyrir hendi sé raunveru- legur vilji í okkar þjóðfélagi til að ná verðbólgunni niður. Vegna þeirrar umræðu, sem orðið hefur í fjölmiðlum og á Alþingi í kjölfar tillögu svokall- aðrar Gjaldskrárnefndar um hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur nú nýverið, tel ég rétt að gerð sé nokkur grein fyrir þeim forsendum, sem nefndin byggði tillögugerð sína á. Á það skal hins vegar lögð áhersla, að af augljós- um ástæðum mun nefndin al- mennt ekki standa í opinberum blaðaskrifum til rökstuðnings til- lögum sínum gagnvart skeleggum forsvarsmönnum opinberra fyrir- tækja, en sökum þess hve mál þetta hefur vakið mikla athygli, taldi ég nauðsynlegt að gera á því undantekningu. Samkvæmt skipunarbréfi nefndarinnar frá 22. febr. sl. er hlutverk hennar að fjalla um verðákvarðanir opinberra aðila. Viðkomandi ráðuneyti skulu gera nefndinni grein fyrir fram komn- um verðhækkunarbeiðnum og leggja fram rökstuddar tillögur um afgreiðslu þeirra. Verði sam- staða með nefndinni og viðkom- andi ráðuneyti, skal verðbreyting heimiluð enda sé breytingin í samræmi við ákvæði stjórnarsátt- mála. Komi hins vegar til ágrein- ings, skal honum skotið til fulln- aðarafgreiðslu í ríkisstjórn. í því máli, sem hér er gert að umræðu- efni kom upp slíkur ágreiningur og fór málið af þeim sökum til endanlegrar afgreiðslu í ríkis- stjórn. Röksemdir gjaldskrárnefndar fyrir tiliögu sinni til ríkisstjórnar fara hér á eftir: A. Gögn málsins: Gjaldskrárnefnd byggði mat sitt á gögnum, sem Hitaveita Reykjavíkur (H.R.) lagði fram svo sem ársskýrslu H.R. 1979, end- urskoðuðum reikningum H.R. 1978 og 1979, fjárhagsáætlun H.R. fyrir 1980 og bréflegum rökstuðningi hitaveitustjóra og stjórnar Veitu- stofnana með verðhækkunar- beiðninni. Auk þessara gagna var einnig byggt á upplýsingum Hag- stofu Islands um framvindu verð- lagsvísitalna. B. Forsendur Gjald- skrárnefndar: Eftir athugun á áætlun H.R. um fjárhagsafkomu fyrirtækisins árið 1980 gerði gjaldskrárnefnd tvær breytingar á þeim forsendum, sem forráðamenn fyrirtækisins byggðu umsókn sína um' 58% hækkun á. Önnur varðaði spá H.R. um vatns- sölu á árinu 1980, en hin áætlaða rekstrarkostnaðarhækkun milli ára. Að öðru leyti var í einu og öllu miðað við forsendur H.R. Breytingar Gjaldskrárnefndar voru þessar: 1) í stað áætlunar H.R. um 39.1 millj. rúmm. vatns- söiu á árinu 1980, sem samsvarar 5% söluminnkun frá fyrra ári, gerir Gjaldskrárnefnd ráð fyrir vatnssölu upp á 40.45 millj. rúmm. eða jafn mikilli og á síðasta ári. 2) I stað um 50% hækkunar rekstr- arkostnaðar milli áranna ’79 og ’80, sem H.R. áætlar, gerir Gjald- skrárnefnd ráð fyrir 44% hækkun. C. Rökstuðningur fyrir breytingu forsendna: C.l Vatnssala: Gjaldskrárnefnd taldi, að þrátt fyrir að óvenju kalt hefði verið í fyrra og vatnsnotkun því í meira lagi yrði að telja spá H.R. fyrir yfirstandandi ár óeðlilega lága eins og eftirfarandi atriði sýna: a) Síðastliðin 20 ár hefur vatnssala H.R. aðeins einu sinni minnkað miðað við næstliðið ár. Það var 1974 og þá minnkaði hún um aðeins 1,8%. Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum um teng- ingu nýrra bygginga við kerfið á árinu 1979, áætlaða tengingu á þessu ári og líklegustu vatnsnotk- un á tengdan rúmmetra, taldi Gjaldskrárnefnd óeðlilegt að reikna með minni vatnsnotkun á þessu ári en í fyrra. b) Sé framvinda vatnssölu á siðasta áratug framreiknuð með viðeigandi tölfræðilegum aðferð- um kemur í ljós, að líklegast er, að vatnssalan 1980 aukist um 0,5— 1,4% miðað við árið 1979. For- senda Gjaldskrárnefndar um sömu vatnssölu og árið áður verð- ur því að teljast í varfærnara lagi. un ríkisstjórnarinnar sem gerir ráð fyrir verulegu aðhaldi í verð- lagsmálum á þessu ári, en einnig benti hún á, að í reksturskostnaði fyrirtækja eins og H.R. væru ýmsir kostnaðarliðir, sem ekki hreyfðust í samræmi við verð- lagsvísitölu. Þannig hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 44,4% á milli áranna 1978 og 1979, en reksturskostnaðar H.R. hækk- aði á sama tíma um aðeins 36,8%, sem sýnir að hækkun vísitölu er ekki einhlítur mælikvarði á þörf fyrirtækisins fyrir gjaldskrár- hækkanir. D. Reikningslegar niðurstöður: Miðað við framangreindar for- sendur gerði gjaldskrárnefnd eft- irfarandi yfirlit yfir fjárhagsaf- komu H.R. árin 1978 og 1979 og horfur á þessu ári. Reiknuð voru tvö dæmi um afkomu fyrirtækis- ins árið 1980. Annað þeirra miðað við tillögu Gjaldskrárnefndar þ.e. 10% hækkun vatnsgjalds og 58% hækkun heimæðagjalda, en hitt við beiðni H.R. um 58% hækkun beggja gjalda. í báðum dæmunum var gengið út frá hjöðnun verð- bóigu síðar á árinu í samræmi við niðurtalningarleið ríkisstjórnar- innar, og að fyrirtækið fái gjald- skrárhækkanir í samræmi við hana. Fjárhagsafkoma H.R. 1978—1980 (Allar upphæðir í milljónum króna) Horfur 1980 Tillögur Tillögur 1978 1979 G.skr.n. H.R. Rekstrartekjur 3.247,7 4.867,3 6.750,0 8.800,0 Rekstrargjöld 2.251,9 3.265,4 4.330,0 4.330,0 Hagnaður 995,8 1.601,9 2.420,0 4.470,0 Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum (30,7%) (32,9%) (35,9%) (50,8%) Framlag rekstrar til eignamyndunar 1.817,4 2.916,3 3.770,0 5.820,0 Afb. lána 633,7 599,4 610,01' 610,01* Fé til ráðstöfunar 1.183,7 2.316,9 3.160,0 5.210,0 Fjárfestingar 1.251,3 1.573,7 3.550,031 3.550,021 Aukning veltufjár -67,6 + 743,2 - 390,0 +1.660,0 1) Samkvæmt fjárhagsáætlun H.R. afgreiddri í mars 1980. Þessi tala kann að breytast eitthvað vegna gengissigs. 2) Samkvæmt áætlun H.R. 3. mars 1980. Eins og fram kemur í yfirlitinu jókst veltufé H.R. um 743 m. kr. á árinu 1979. Skýring á þessari aukningu er sú, að framkvæmdir urðu ekki eins miklar og að var stefnt. Verulegur hluti þessara fjármuna er því til ráðstöfunar á árinu 1980. Af yfirlitinu má ráða, að þrátt fyrir „aðeins" 10% hækkun gjald- skrár, getur H.R. með því að ganga á uppsafnað veltufé engu að C.2 Breytingar á reksturskostnaði: í rökstuðningi fyrir hækkunar- beiðni H.R. er eins og fyrr segir áætlað að heildarreksturskostn- aður hækki um 50% á milli áranna 1979 og 1980, en að rekstr- argjöld án afskrifta hækki um 68%. Gjaldskrárnefnd var þeirrar skoðunar, að reksturskostnaðar- hækkanir væru of hátt áætlaðar og taldi eðlilegt að miða við 44% hækkun á milli ára. Studdist nefndin þar m.a. við stefnumörk- Um gjaldskrárhækkun Hitaveitu Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.