Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Svika- myllan Þorvaldur Garðar Kristjánsson. í húsnæðismálum Fjármögnun húsnæðislánakerf- isins er eitt hinna stóru mála. Það segir sína sögu, hvernig stjórnvöld standa að þeim málum hverju sinni. I umræðum á Alþingi í síðustu viku um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980 komu glögglega fram vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í þessum efn- um. Er það raunar gott dæmi um þá svikamyllu ríkisfjármála, sem nú er leikin. Utgjöld til fram- kvæmda eru skert og fjármagnið notað í rekstrarútgjöld ríkissjóðs. Fyrir framkvæmdum er svo lán- tökum ætlað að sjá. Alltaf má taka meiri lán. Og leikurinn bygg- ist á samspili fjárlaga annars vegar og fjárfestingar- og láns- fjáráætlun'hins vegar. í lögum um launaskatt er svo kveðið á, að andvirði 2% launa- skatts skuli ganga í Byggingarsjóð ríkisins. Hér er um að ræða iangmikilvægasta tekjustofn Byggingarsjóðsins. Nú nemur þessi fjárhæð um 11 milljörðum króna á ári. Við gerð fjáriaga fyrir árið 1980 sá ríkisstjórnin sér leik á borði til að afla fjár til hins gegndarlausa rekstrarkostnaðar ríkissjóðs, sem ekki er reynt ð færa niður eða hemja með nokkru móti. Þessi tekjustofn Bygg- ingarsjóðs var því skertur um 3.8 milljarða króna og sú upphæð færð ríkissjóði. Þeir, sem bera ábyrgð á fram- kvæmd húsnæðislánamálanna leituðust við að spyrna við fæti. Þannig samþykkti húsnæðismála- stjórn 18. mars sl. mótmæli gegn þessum fyrirætlunum. Bent var á, að um væri að ræða lögbundinn tekjustofn til húsnæðismála, sem á sínum tíma hefði verið ákveðinn í samráði við aðila vinnumarkað- arins til eflingar íbúðarhúsabygg- ingum. Sú skerðing á mörkuðum tekjustofnum, sem hér væri um að ræða næmi um 35%. Ljóst væri að slík skerðing hefði mjög alvarleg áhrif á stöðu Byggingarsjóðs ríkisins. Þessi tekjustofn hefði stóraukið eigið fé sjóðsins og gert honum mögulegt að halda uppi lögbundinni lánastarfsemi. Var skorað á ríkisstjórn og Alþingi að íhuga vandlega þetta mál áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um svo stórfelldan niðurskurð á mörkuðum tekjustofnum Bygg- ingarsjóðs. Jón Gunnars- son sýnir á Vestfjörðum JÓN Gunnarsson myndlistar- maður hefur nú sýnt myndir sínar í tvær vikur í ráðhúsinu í Bolungarvík. Sýningin var m.a. haldin á vegum Junior Chamber í Boiungarvik og var opin dagana 5. —15. maí. Frá Bolungarvík var farið með sýninguna til Suðureyrar við Súg- andafjörð en þar er það Lions- klúbburinn á staðnum sem stend- ur fyrir sýningunni. Sýningin á Suðureyri verður opin í tvær vikur. En allt kom fyrir ekki. Ríkis- stjórnin sat við sinn keip við setningu fjárlaga. Annar þáttur þessa sjónarspils er svo leikinn við setningu fjár- festingar- og lánsfjáráætlunar. Eru þá settar fram fyrirætlanir um lántökur, sem Byggingarsjóð ríkisins er ætlað að grípa til svo að mætt verði þeirri skerðingu tekju- stofna, sem fjárlögin hafa gert ráð fyrir. En langt er frá að skaðinn sé bættur með þessu. Annars vegar er það svo, að óvissa er mikil um möguleika á sölu verðbréfa til tekjuöflunar fyrir Byggingarsjóð- inn svo ekki sé meira sagt. Hins vegar ræður það sköpum fyrir húsbyggjendur í landinu, hvort fjár til Byggingarsjóðsins er aflað með lántökum á þeim lánskjörum, sem nú eru, eða fjárins er aflað með beinum óafturkræfum fram- lögum, svo sem launaskatturinn gefur. Það varðar miklu að kjörin á húsnæðislánunum séu sem best. Það er höfuðatriði að greiðslu- byrði af þessum lánum sé ekki meiri en svo, að almenningur í landinu, hinn almenni launþegi, geti undir risið. Það ræður sköp- um í þessum efnum með hverjum hætti fjármagns er aflað í Bygg- ingarsjóðinn. Með framferði nú- verandi ríkisstjórnar er því vegið að þessu mikla hagsmunamáli almennings í landinu á þann veg sem síst skyldi. En ekki þykir ríkisstjórninni hér nóg að gert. Byggingarsjóður verkamanna fer ekki varhluta af svikamyllunni. Fyrst er í fjárlög- um lögbundið framlag ríkissjóðs skert. Síðan er hnykkt á með fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980. Samkvæmt lögum ber ríkissjóði að greiða til Bygg- ingarsjóðs verkamanna fjárhæð, sem skal vera jafnhá og saman- lögð framlög sveitarfélaga til Byggingarsjóðsins eru á ári hverju. I áætlun húsnæðismála- stjórnar er gert ráð fyrir, að framlag ríkissjóðs skuli nema 500 milljónum króna á þessu ári. Samkvæmt tillögum ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að þessi upphæð fari ekki fram úr 432.5 milljónum króna. En auk þessarar skerðingar hefur komið fram við meðferð málsins, að Byggingarsjóði verka- manna hafði verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar að frá þessari upphæð drægist 298.3 milljónir króna, em hafi verið ofgreitt Byggingarsjóðnum á ár- inu 1979. Til greiðlu frá ríkissjóði til Byggingarsjóðs verkamanna á árinu 1980 komi því ekki meir en 134.2 milljónir króna. Hér er seilst lengra en fært er til þess að skerða framlög til byggingar verka- mannabústaða. Það er ekki rétt, að um ofgreiðslu hafi verið að ræða á árinu 1979. Þá greiddi ríkissjóður einungis það, sem hon- um bar lagaskylda að greiða til þess að fullnægt væri því ákvæði að framlög ríkissjóðs væru jafnhá og samanlögð framlög sveitarfé- laga til sjóðsins. Af þessum tilburðum má marka hvers virði eru heitstrengingar ríkisstjórnarinnar um að gera átak í húsnæðismálunum með því að efla byggingarsjóðina. Skrum og blekkingar ríkisstjórnarinnar hafa orðið augljós í umræðum um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun- ina. En engum er alls varnað. Þá varð þeim sjálfum um og ó. Félagsmálaráðherra lýsti því þá yfir, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að 1% af launaskattinum skyldi ganga til Byggingarsjóðs verka- manna. En böggull fylgdi skamm- rifi. Þetta fjármagn, sem á að nota til að efla Byggingarsjóð verka- manna, á að taka frá Byggingar- sjóði ríkisins. Slík eru þjóðráð ríkisstj órnarinnar. Geta fagurgali og óheilindi gengið lengra? Lengi skal þó manninn reyna. I sama mund og verið var að ræða fjárfestingar- og lánsfjáráætlunina kom það fram, að ríkisstjórnin ætlaði að beita sér fyrir afgreiðslu á því frumvarpi til laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Samkvæmt frumvarpi þessu er gert ráð fyrir stórlega auknu hlutverki íbúðarlánakerfisins og áætlað er samkvæmt greinargerð frumvarpsins sjálfs, að það þurfi árlega um 10 milljarða króna aukið fjármagn til íbúðarlána- kerfisins á verðlagi ársins 1978 til þess að standa undir hinum auknu verkefnum þegar þau yrðu komin í framkvæmd. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir af hálfu ríkisstjórn- arinnar, að neitt nýtt fjármagn eða auknir tekjustofnar komi til veðlánakerfisins til þess að standa undir þessari fjármagnsþörf. Ósvífnin ríður ekki við einteym- ing. Verður lengra gengið? Þorv. Garðar Kristjánsson. Friðrik Sophusson: Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum Sl. miðvikudagskvöld sam- þykkti Alþingi ný lög um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ríkisstjórnin lagði mikla áherzlu á, að málið næði fram að ganga á þessu þingi, þótt lögunum sé ekki ætlað að taka gildi fyrr en 1. jan. 1981. Mikil gagnrýni hefur komið fram á efni iaganna, m.a. frá landlækni, sem ritar grein um það í Morgun- blaðið sl. fimmtudag. í þeirri grein koma fram sjónarmið heil- brigðisyfirvalda, en margir aðil- ar aðrir hafa gagnrýnt ýmis ákvæði laganna eða óskað eftir fresti á afgreiðslu málsins. Endurskoðun og úttekt í sumar I nefndaráliti félagsmálanefnd- ar neðri deildar, sem fékk málið til meðferðar eftir afgreiðslu þess í efri deild, segir orðrétt m.a.: „Nefndin er sammála um að þær breytingar, er gerðar eru á frumvarpinu í Ed., hafi verið til bóta. Ráðgert er að afgreiða frum- varpið sem lög fyrir þinglok og tími er því naumur til að bera fram breytingartillögur. Þrátt fyrir þau ákvæði til bráðabirgða í frumvarpnu, þar sem gert er ráð fyrir að endur- skoðun laganna skuli fara fram eigi síðar en fimm árum eftir gildistöku þeirra, telur nefndin nauðsyn bera til, vegna ágreinings um túlkun ýmissa ákvæða í frum- varpinu svo og margra óljósra atriða, að stjórnvöld láti í sumar gera úttekt á gildissviði og fram- kvæmd laganna, að því er varðar ýmsar stofnanir, ný lagafrumvörp og eldri lög, sem frumvarpið gerir ráð fyrir að falli undir hin nýju lög að einhverju eða öllu leyti. Jafnframt verði lögð fram áætlun um rekstrarkostnað Vinnueftirlits og sparnað sem sameining stofn- ana leiðir til. Nauðsynlegt er að þessi úttekt liggi fyrir áður en Alþingi kemur saman á ný næsta háust, svo að Alþingi geti gert viðeigandi laga- breytingar, ef ástæða þykir til, áður en lögin taka gildi 1. janúar 1981. Nefndin varð sammála um að leggja til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt eins og það nú liggur fyrir, enda liggi fyrir að ríkisstjórnin fallist á álit nefndar- innar skv. framansögðu." í umræðunum í Nd. lýsti Svavar Gestsson félagsmálaráðherra, sem reyndar er einnig heilbrigðisráð- herra, því yfir, að hann myndi í sumar biðja nefnd þá, sem samdi frumvarpið að vinna að úttekt á málinu á grundvelli þeirrar gagn- rýni, sem fram hefur komið. Jafnframt verði unnið að málinu í samvinnu við fulltrúa úr félags- málanefndum þingsins. Þessa yf- irlýsingu ráðherrans tel ég að beri að skoða sem loforð hans til að málið sé skoðað betur og að eðlilegt sé að vinna að lagfæringu á lögunum með tilliti til framkom- innar gagnrýni. Það er þess vegna eðlilegt, að allir þeir, sem athuga- semdir hafa við lögin, beini þeim til ráðherra hið alla fyrsta. Fyrir landlækni eru hæg heimatökin, því að Svavar Gestsson er ráð- herra heilbrigðismála. Tilgangur og aðdragandi Segja má, að tilgangur með lagasetningunni sé tvíþættur: Annars vegar að tryggja betri aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og hins vegar að sameina sem mest eftirlit opin- berra eftirlitsstofnana. Upphaf lagasmíðarinnar má rekja til kjarasamninganna vorið 1977, þegar aðilar vinnumarkaðar- ins og þáverandi ríkisstjórn komu sér saman um, að skipuð yrði nefnd til að endursemja lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinn 4. sept. 1977 skipaði þáverandi félagsmálaráð- herra eftirtalda menn í nefndina: Hallgrím Dalberg (form.), Karl St. Guðnason (ASÍ), Guðjón Jónsson (ASÍ), Barða Friðriksson (VSÍ), Geir Þorsteinsson (VSÍ), Friðgeir Grímsson (öryggismála- stjóra) og Hrafn V. Friðriksson (forstöðumann Heilbrigðiseftirlits ríkisins). Hrafn V. Friðriksson skilaði séráliti, sem fylgdi með frumvarp- inu og tekur þar eindregna afstöðu gegn stefnu laganna. Hinir nefnd- armennirnir skiluðu sameiginlegu áliti. Gildissvið laganna og skörun við önnur lög og stofnanir í nefndaráliti félagsmálanefnd- ar Nd. segir eins og áður hefur komið fram: „... Stjórnvöld láti í sumar gera úttekt á gildissviði og framkvæmd laganna, að því er varðar ýmsar stofnanir, ný laga- frumvörp og eldri lög, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, að falli undir hin nýju lög að einhverju eða öllu leyti." Ljóst er að taka verður tillit til þeirra atriða, sem landlæknir gerði að umtalsefni í sinni grein. Jafnframt þarf að skoða ný frum- varpsdrög, sem nú liggja fyrir frá nefndinni, sem endurskoðaði lög um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit frá 1969. Formaður þeirrar nefndar er Ingimar Sigurðsson deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu. Koma þarf í veg fyrir skörun laganna og dýra fram- kvæmd, ef tvær stofnanir eru að vinna að sömu verkefnum. Þá er ekki ljóst, hvað verður um Brunamálastofnun. Sumir telja, að hún leggist niður að mestu eða öllu, en aðrir hafa allt aðra sögu að segja. Botn þarf að finnast í það mál fyrir haustið. í gagnrýni á frumvarpið komu fram fleiri sjónarmið um skörun á verksviði Vinnueftirlitsins og ann- arra stofnana eins og t.d. Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða. Óljós ákvæði í fyrrgreindu nefndaráliti segir, að úttekt þurfi að gera „vegna ágreinings um túlkun ýmissa ákvæða og margra óljósra atriða ...“ Umsagnir þeirra aðila, sem fengu málið til skoðunar, bera þetta með sér. Nefna má eftirfar- andi sem dæmi: 1. Starfsmannafjöldi fyrirtækja er misjafn eftir árstímum t.d. í fiskverkun. Friðrik Sophusson. 2. Lögregluvald Vinnueftirlits skv. 82. gr. er mjög vafasamt svo ekki sé sterkara að orði kveðið. 3. I kaflanum um vinntima- og hvíldartímaákvarðanir er að margra áliti annars vegar farið inn á svið kjarasamninga og hins vegar heilbrigðisgæslu læknisfræðilegs eðlis. 4. Ekkert er sagt um ábyrgð starfsmanna sem ekki fara eftir öryggisreglum. Og fjölmörg önnur dæmi mætti nefna. Hver verður kostnaðurinn? í títtnefndu nefndaráliti segir orðrétt:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.