Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 HlXiClf IDTI WltlolVlr 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Gengisþróunin GENGISÞRÓUNIN að undanförnu hefur verið nokkuð sérstök. Síðan 1. febrúar sl. er breytingin á gengi dollars um 11,1% sem jafngildir um 51% á ársgrundvelli en ef miðað er við breytinguna frá meðalgengi ársins 1978 fram til 1. maí sl. er breytingin um 66%. Danska krónan hefur hækkað um 7,5% á síðustu þremur mánuðum en miðað við meðalgengi ársins 1978 er breytingin 66%. Öllu meiri er þó breytingin á gengi sænsku krónunnar en hún var á þessu tímabili 77% og er jafnvel hægt að nota orðið „aðeins" í því sambandi ef tekið er mið af breytingunum á gengi pundsins en það nam 96% og komst í fyrsta skipti nú í vor yfir 1000 kr. Taprekstur á smá- söluverzluninni AFKOMA verslunarinnar hefur versnað undanfarin ár. Álagning var tvívegis skert á árinu 1978 og þrátt fyrir nokkra hækkun á síðasta ári er talið að afkoman þá hafi verið heldur lakari en 1978 líklega innan við 0,5% enda hafa orðið miklar vaxtahækkanir og skattaálögur stórauknar. Af einstökum greinum er afkoma smásöluverzlunar lökust og virðist hún rekin með nokkru tapi. Framvindan á þessu ári ræðst þó fyrst og fremst af því til hvaða aðgerða verður gripið í efnahagsmálum. Úr ársskýrslu VSÍ. Frá undirskrift samningsins við finnska aðila. Panelofnar hf.: Fyrstir til að hefja fullvinnslu pan- elofna hérlendis FORRÁÐAMENN Panel- ofna hf hafa um árabil kannað möguleika á að kaupa til landsins heppi- lega vélasamstæðu til þess að smíða panelofna að fullu á íslandi. Eins og kunnugt er eru ofnar þess- ir nú fluttir inn í lengjum, eftir að þeir hafa verið hálfunnir erlendis. Panelofnar hf hafa nú nýlega samið við finnska verksmiðju um kaup á vélasamstæðu, sem afkast- ar talsvert meira en ofnaþörfin hér, sem er um 85—90 þús m2 á ári. Ætti vélasamstæðan því að geta annaö þörfum landsmanna um nokkra framtíð. Panelofnar hf fá einnig aðgang að tækniþekkingu og reynslu finnska fyrirtækisins, en slíkt er mjög dýrmætt, þar sem þá þarf ekki að eyða tíma og peningum til athugana og tilrauna, sem nú þegar hafa verið og eru þróaðar til notkunar í slíkri framleiðslu. Þá munu Finnarnir aðstoða við upp- setningu vélasamstæðunnar og þjálfa starfsfólk. Með tilkomu vélasamstæðunnar verður hráefnið flutt inn í rúllum til landsins og unnið að öllu leyti hér heima. Verkfræðingur hjá Iðntækni- stofnun íslands fór með fulltrúa Panelofna hf til Finnlands fyrr í vetur og skoðaði vélasamstæðuna og mælir stofnunin með því að þessi samstæða verði keypt. Panelofnar hf eru nú að reisa tæplega 1000 m2 skemmu á eign- arlandi sínu í Smárahvammi, Kópavogi. Er ætlunin að byggingu hússins verði lokið fyrir haustið, en þá kemur til landsíns sá hluti samstæðunnar, sem enn er ókom- inn. Frá námskeiði Stjórnunarfélagsins um timastjórnun. EIGIN tími er orðinn einn knappasti þátturinn sem stjórn- andinn hefur til ráðstöfunar og tímaskorturinn því vaxandi vandamál. Því er mikilvægt að stjórnendur skipuleggi sem bezt ráðstöfun á tíma sínum til þeirra verkefna sem mikilvæg- ust eru á hverjum tíma. Til að gefa mönnum kost á þessu hélt Stjórnunarfélagið í vikunni 2ja daga námskeið um tímastjórnun Tíma- stjórnun en leiðbeinandi var Ross A. Webber prófessor í stjórnun frá Wharton háskólanum í Banda- ríkjunum. Auk þess sem hann kenndi beina tímastjórnun ræddi hann um tengingu verk- efna við heildarmarkmið fyrir- tækisins og tengsl framkvæmda- stjóra og annarra starfsmanna meðan þeir vinna að því að ná þessum markmiðum. Þátttak- endur voru 25 og var gerður mjög góður rómur að því efni sem prófessor Webber kynnti á námskeiðinu. Stórátak í málmiðnaði SEGJA má að aðilar Sambands málm- og skipasmiðja. en það eru samtök atvinnurekenda í járnsmíði, vélsmíði, skipasmíði, blikksmíði og bifreiðaviðgerð- um, hafi tekið all verulega við sér i vetur. í haust var hafist handa við sérstakt iðnþróunar- verkefni SMS en meginmark- mið þess eru þrjú þ.e. fram- leiðniaukning í greininni, betri nýting markaðarins og í kjöl- far þessa, sköpun nýiðnaðar- tækifæra. í dag er áætlað að í þessari atvinnugrein vinni um 4500 starfsmenn og lauslega er veltan í heild metin á um 72 milljarða króna. Fjöldi fyrir- tækja innan SMS er 294. Til að frétta nánar af þessu merka átaki ræddi Viðskiptasíð- an við Ingólf Sverrisson verk- efnisstjóra. Hann sagði að hér væri fyrst og fremst um sam- ræmt átak allra viðkomandi aðila að ræða þ.e. bæði fyrir- tækjanna sjálfra og þeirra sam- taka sem þeir tengjast beint og óbeint. Þörfin er mikil vegna síversnandi samkeppnisaðstöðu þessara fyrirtækja á undanförn- um árum. Með þessu verkefni er stefnt að því að bæta hana bæði út á við og inn á við. Með þessu á ég við að á sama tíma og við stefnum að því að vera sam- keppnishæfir gagnvart við- skiptavinunum þá stefnum við einnig að því að vera samkeppn- ishæfir gagnvart öðrum at- vinnugreinum um vinnuafl. Til þess að svo geti orðið þurfum við að borga hærri laun. Fyrsta skrefið í þá átt hefur reyndar þegar verið stigið en nú er verið að koma á fót samræmdu flokk- unar- og skráningarkerfi um hvern verkþátt og iítilrauna- skyni er byrjað á skipaiðnaðin- um. Þetta kerfi er algjör for- senda fyrir hvetjandi launakerfi sem aftur er forsenda meiri afkasta og hærri launa. Jafn- framt þessu gefst nú kostur á því að miðla sömu upplýsingun- um á milli fyrirtækjanna þann- ig að þau sjái hvernig bezt megi gera. Skráningarkerfi sem þessi eru einnig mikilvæg verkfæri við alla tilboðsgerð ekki sízt þegar fyrirtækin vilja slá sér saman um ákveðin stærri verk efni. Við gerum ráð fyrir að — stefnt aö307cfiram- leiðni- aukningu Ingólfur Sverrisson, verkefnastjóri. þetta skráningarkerfi verði komið á, í um 15 málmiðnaðar- fyrirtækjum um næstu áramot. Það er ekkert launungarmál að við stefnum að um 30% fram- leiðniaukningu með þessari iðn- þróunaráætlun en það þýðir um 22 milljarða á núgildandi verð- lagi en að sjálfsögðu næst þetta ekki allt í einum áfanga og e.t.v. alls ekki ef rekstrarskilyrið at- vinnuveganna verða ekki bætt. Annar verkþáttur þessarar iðnþróunaráætlunar, ekki ómerkari, eru markaðsrann- sóknir. Er þá bæði tekið tillit til núverandi vöruframboðs og þeirra möguleika sem kunna að vera fyrir hendi. Af þeirri reynslu sem þegar hefur fengist má ráða að nýiðnaðartækifæri þessarar greinar eru allnokkur. Til að nýta þau sem bezt hefur verið ákveðið að koma á fót sérstakri markaðsmiðstöð málmiðnaðarins. Er hér um að ræða miðstöð sem bæði fram- leiðendur sem kaupendur geta leitað til og eins er gert ráð fyrir að hún fylgist með öllum útboð- um sem tilkynnt eru og sjái þá um að kanna hug félagsmanna til þeirra verkefna. Markaðs- miðstöðin er til húsa hjá SMS og er síminn 25531. Þar sem augljóst er að um allmikið átak er að ræða þá spurðum við Ingólf hvers vegna ekki hefði verið byrjað fyrr að hyggja að þessum málum á samræmdan hátt eins og nú er gert og sagði hann þá að það stafaði af fjárskorti fyrirtækj- anna sjálfra og að hið opinbera hefði tvisvar sinnum neitað stuðningi við þetta verkefni þ.e. 1974 og 1978. Við höfum nú hins vegar fengið lögbundnar greiðsl- ur úr ríkissjóði sem fyrirtækin afsöluðu sér til þessa verkefnis af sérstöku 3% aðlögunargjaldi en þetta er gjald sem lagt er á allan iðnvarning sem er í sam- keppni við íslenskan iðnað og er skilyrt að þetta renni til iðn- þróunaraðgerða eins og við er- um að gera núna sagði Ingólfur að lokum. Iðnþróunaráætlun, skipurit yfir þá sem taka þátt í vcrkefninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.