Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 112. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðirnar á Miami Lögreglumaður i Miami þrifur i mann sem var sakaður um rán og gripdeildir í verzlun í borginni í gær þegar þar geisuðu óeirðir sem kostuðu 19 menn lífið. Sjá bls. 47. „Allir eru sammála" Giscard ver fund sinn með Brezhnev Fundur forsetanna Leonid Brezhnev og Valéry Giscard d'Estaing og pólska kommúnistaleiðtogans Edvard Gierek í Wilanovhöll i Varsjá í gær. Sovézkar fjölskyldur sendar til Afganistans París, 19. maí. AP. VALERY Giscard d'Estaing forseti kom aftur til Parísar frá Varsjá i dag og varði fund sinn með Leonid Brezhnev, forseta Sovétrikjanna, á þeirri forsendu að hann hefði verið nauðsynlcgur til að eyða misskiln- ingi milli austurs og vesturs. Hann sagði fréttamönnum að hann hefði gert Brezhnev ná- kvæma grein fyrir viðhorfum Vest- urveldanna og kvaðst telja að Rússar mundu taka þau til athug- unar. Blöð hafa gagnrýnt heim- sóknina og undirtektir franskra stjórnmálamanna eru mismunandi. Aðcins kommúnistar og flokkur Giscards, UDF, hrósa forsetanum. „Viðræður leysa ekki endilega vandamál, en sambandsleysi eykur misskilning," sagði Giscard. Hann sagði að ítarlegar viðræður hans við Brezhnev hefðu verið nauðsynlegar. Hann kvaðst hafa sagt frá upphafi að hann ætlaði ekki að reyna að ná Washington, 19. maí. AP. BANDARÍSKIR embættismenn segja að ekki fari á milli mála að sovézki herinn í Afganistan sé að koma sér fyrir í landinu til frambúðar. Stöðugt er verið að flytja til landsins tölvubúnað og að undanförnu hefur eiginkonum og fjölskyldum sovézku her- mannanna farið ört fjölgandi. Sovézki heraflinn í Afganistan er um þessar mundir talinn um 85 þúsund menn, og búizt er við liðsauka á næstunni, nema bar- átta Rússa og stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum fari að ganga betur. Strangur hervörður er um gjörvalla höfuðborg landsins, Kabúl, og spá ýmsir því að enda þótt stjórn Karmals standi höllum fæti þá muni hún sitja áfram nema Sovétstjórnin telji sér betur henta að fá einhvern annan í starfið. Spurzt hefur að sovézkir herfor- ingjar, sem um þessar mundir eru að koma til Afganistans, séu skipaðir til tveggja ára. Rússar hafa veg og vanda af öryggisgæzlu Karmals forseta, auk þess sem lífvörður hans, matreiðslumaður, bílstjóri og sex helztu ráðgjafar eru Rússar. árangri, en hann hefði viljað að viðræðurnar yrðu gagnlegar og þær hefðu verið það. Talsmaður forsetans, Jacques Blot, sagði fyrr í dag að bæði Rússar og Frakkar væru fylgjandi pólitískri lausn í Afganistan, en bilið milli sjónarmiða þeirra væri enn breitt Pólski kommúnistaleiðtoginn Edvard Gierek átti frumkvæðið að fundinum og Frakklandsforseti not- aði tækifærið til að leggja áherzlu á nauðsyn þess að allar þjóðir ynnu að frelsun bandarísku gíslanna í. Te- heran. Þetta er fyrsti fundur Brez- hnevs og vestræns þjóðarleiðtoga síðan Rússar réðust á Afganistan. Blot sagði að þeim tilgangi hefði verið náð á fundinum að gera leiðtogunum kleift að skiptast hreinskilnislega á skoðunum. Hann kvað Frakklandsforseta hafa gert eins skýra grein og hann gat fyrir afstöðu Frakka til Afganistan- málsins og annarra mála eins og öryggis Evrópu. Hann sagði að áfram gæti ekki miðað í Afganistan-málinu nema með viðræðum eins og þessum. Samkomulag var um viðræður milli þjóðarleiðtoga um ástand á viðsjár- verðum stöðum í heiminum, en Giscard vill ekki fjölmenna ráð- stefnu, aðeins fund helztu ríkja, ef til vill á næsta ári. Bonn-stjórnin lét óvænt í ljós ánægju með fundinn og talsmaður hennar, Klaus Bölling, sagði að greinilega væri lokið „tímabili mál- leysis" sem hefði fylgt í kjölfar innrásarinnar. Þó höfðu blöð sagt að Bonn-stjórnin efaðist um gagn- semi fundarins og væri gröm því að hafa ekki verið höfð með í ráðum. Brezka stjórnin kvaðst ekki hafa verið höfð með í ráðum. Bandaríska utanríkisráðuneytið lét einnig í ljós óánægju af þessum sökum. Aðeins 40 ríki áOLí Moskvu í júlí? London. 19. maí. AP. AÐ MINNSTA kosti 40 ríki búa sig undir að hundsa Ól- ympíuleikana í Moskvu í sumar og forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, Killanin lávarð- ur, býr sig undir að láta af störfum í sumar þótt fast sé lagt að honum að halda áfram þegar átta ára kjörtímabili hans lýkur i sumar. „Ég hef hugsað málið, en cftir atburði síðustu mánaða hef ég komizt að þeirri niður- stöðu að nú sé rétti tíminn til að víkja fyrir nýjum forseta,“ sagði Killanin lávarður í dag. Hann sagði að í Moskvuferð sinni nýlega hefði hann varað Leonid Brezhnev forseta við því að verið gæti að aðeins 40 ríki sendu lið til leikanna, en hann kvað Brezhnev ekki hafa sýnt nokkur svipbrigði. Hann sagðist ekki hafa minnzt á Afganistan en Brezhnev hefði sagt að rússn- eskt herlið hefði verið sent þangað að beiðni ríkisstjórnar landsins. Killanin sagði að Rússar hefðu síðan reynt að friðmælast, en skýrði það ekki nánar. Ólympíunefndir írlands, Sví- þjóðar, Hollands og Belgíu ákváðu í dag að senda lið til Moskvu. ítalska stjórnin lýsti í dag yfir stuðningi við þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hundsa leikana, en sagði að ítalska ólympíunefndin réði því sjálf hvaða ákvörðun hún tæki í málinu. Nefndin vill senda keppendur til Moskvu og tekur ákvörðun á morgun. Francesco Cossiga forsætis- ráðherra tilkynnti ákvörðunina Franco Carraro, formanni ít- ölsku ólympíunefndarinnar og hvatti hann til að fylgja for- dæmi ríkisstjórnarinnar og hundsa leikana. Emilo Colombo utanríkisráðherra sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð ef ástandið breyttist. Giorgio La Malfa fjárlagaráð- herra kvað ákvörðun stjórnar- innar „réttláta" og „óhjákvæmi- lega“. ítalir hefðu ekki átt annarra kosta völ. Spurningin væri ekki sú hvort ítalir tækju þátt eða ekki, heldur hvort þeir samþykktu árás eða ekki. Killanin lávarður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.