Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Guðjón Jónsson járnsmiður: Fimmtudagurinn 15. maí sl., upp- stigningardag, birtist í Morgunblað- inu innrömmuð grein rituð af land- lækni, Olafi Ólafssyni, undir fyrir- sögninni „Varnaðarorð vegna frum- varps um aðbúnað á vinnustöðum" Jafnframt sér Morgunblaðið ástæði. til að vekja sérstaka athygli á greir. landlæknis með því að skýra frá greininni og efni hennar á baksíðu blaðsins. Öllum sem unnið hafa að gerð nýrrar löggjafar um vinnu- vernd frá því í kjarasamningagerð- inni fyrri hluta ársins 1977 og síðan, svo og þeim sem fjallað hafa um lagafrumvarpið í meðförum Alþing- is, er ljóst að grein landlæknis er úrslitatilraun andstæðinga frum- varpsins til þess að stöðva afgreiðslu og framgang þess á Alþingi. I grein landlæknis kemur fram ákaflega neikvæð afstaða og viðhorf varðandi efni og tilgang lagafrum- varpsins um aðbúnað, hollustuhætti og ðryggi á vinnustöðum. Einnig er í grein landlæknis reynt á óvandaðan og hrokafullan hátt að mistúlka og snúa út úr meginefni og einstökum greinum fraumvarpsins svo og að vefengja mögulega framkvæmd þess, sem jafnvel mætti skilja sem óbeina hótun um að framkvæmd nýrra laga um vinnuvernd verði ekki auðvelduð frá hendi embættismanna heilbrigð- isyfirvalda. Vegna þessarar furðu- legu afstöðu, mistúlkunar og rang- færslna landlæknis á efni og mark- miðum lagafrumvarpsins er óhjá- kvæmilegt að undirritaður, sem var einn af fulltrúum Alþýðusambands Islands í nefndinni, sem vann að samningu frumvarpsins, komi fram með athugasemdir og leiðréttingar við fullyrðingar landlæknis í grein hans í Morgunblaðinu 15. maí sl. Jafnframt mun vikið lítilsháttar að afskiptum Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins og heilbrigðisnefnda að atvinnu- Fullyrðingar landlæknis í þessum aðfinnslulið í grein hans eru algerar fjarstæður. Hvergi er í frumvarpinu tekið fram að starfsskilyrði eða starfshættir skuli ráðast af sam- komulagi milli A.S.Í. og V.S.I., né að samið skuli um einstök atriði aðbún- aðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum. I lagafrumvarpinu er einmitt fram tekið hvernig starfs- skilyrði og starfshættir (aðbúnaður, og hollustuhættir og öryggi) skulu vera og má í því efni benda á: 4. kafla frumvarpsins og skyldur atvinnurekenda, verkstjóra, starfsmanna og verktaka, greinar 12—365, 5. kafla um framkvæmd vinnu, gr. 37—40, 6. kafla um vinnustaði gr. 41—44, 7. kafla um vélar og tækjabúnað, gr. 45—49, 8. kafla um hættuleg efni og vörur gr. 50—51 og 9. kafla um hvíldar- tíma og frídaga gr. 52—58. Vinnueftirlit ríkisins, sem ekki er viðbótar ríkisstofnun, því Vinnueft- irlitið kemur í stað Öryggiseftirlits og þeirra afskifta sem aðrar ríkis- stofnanir, svo sem heilbrigðiseftirlit, hafa átt að hafa af vinnustöðum að hluta til, setur nánari reglur og reglugerðir varðandi aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi í hinum ýmsu atvinnu- og starfsgreinum í samráði við aðila vinnumarkaðarins og/eða aðra viðkomandi aðila. Enda eðlilegt að svo sé gert þar sem vinnuaðstæð- ur og verkefni eru mjög misjöfn eftir starfsgreinum og að þeir aðilar sem þekkja til fjalli um slíkar reglur. I lagafrumvarpinu er ákvæði um lámarkshvíldartíma (10 klst á sólar- hring, í stað 8 klst áður) og frídaga (einn af hverjum sjö). Komi upp sérstakar aðstæður svo sem vegna veðurs, náttúruhamfara, slysa eða annarra ófyrirséðra atburða, má víkja frá framangreindum ákvæðum um lágmark hvíldartima og frídaga Guðjón Jónsson ákvæðum í lögum sem eru fram- kvæmd eða ákvæðum í kjarasamn- ingum. Megintilgangur lagafrum- varpsins um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma og vinnuslys. Þetta virðist landlæknir ekki vilja skilja og reynir að gera lítið úr samstarfi aðila, sem miðar að því að koma í veg fyrir heilsutjón og vinnuslys. 2. aðfinnsluliður landlæknis hljóð- ar svo: „Við mótun stefnu i atvinnuheil- brigðismálum koma heilbrigðisyf- hann vera sérmenntaður embætt- islæknir eða hafa jafngilda menntun til starfsins. Verkefni hans er, a) að vera tengiliður vinnueftirlits ríkisins við heil- brigðisyfirvöld, og svo framv." Þessar tilvitnanir í nokkrar grein- ar í 11. kafla lagafrumvarpsins gera 2. aðfinnslulið landlæknis ómerkan og sýna fram á óvandaðan málflutn- ing hans. 3. aðfinnsiuliður landlæknis hljóð- ar svo: „Stjórn og eftirlit atvinnuheil- brigðismála verður undir mið- stýrðri stjórn í Reykjavík og er næsta lítið háð ráðherra og hefur lögregluvald í vissum málum. T.d. eiga þessir aðilar að ráða vinnu- tíma unglinga, sem reyndar eru fáránleg ákvæði um í þessu laga- frumvarpi." Þessi aðfinnsluliður er gott dæmi í íhaldssemi embættismannsins. í samræmi við anda lagafrumvarpsins er Vinnueftirlit ríkisins sjálfstæð stofnun og samtök aðila vinnumark- aðarins tilnefna fulltrúa í stjórn stofnunarinnar, enda þekkja þeir best til ástands og vandamála varð- andi aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum. Þessi tilhögun er vænlegri til úrbóta á vinnu- umhverfi verkafólks, heldur en ef stjórn Vinnueftirlitsins væri skipuð embættismönnum eða fulltrúum stjórnmálaflokka. í 12. kafla, 73. grein, 5. málsgrein lagafrumvarpsins segir svo: „Ráðherra skal setja reglur um skiptingu landsins í eftirlits- umdæmi að fengnum tillögum stjórnar og forstjóra stofnunar- innar." Það er því rangt að stofnunin sé einvörðungu staðsett í Reykjavík. verður að ræða. Það er mjög alvarlegt atriði að taka á þennan hátt fyrir afskipti heilbrigðis- nefnda þar sem allir sem um mál þessi fjalla, vita að helst er aðbúnaði og hollustuháttum ábótavant í smærri fyrirtækjum og það eru heilbrigðsnefndirnar sem helst hafa möguleika á að sinna þeim. Það er borin von að miðstýrð stofnun geti haft veruleg áhrif þar. I þessum aðfinnslulið við laga- frumvarpið heldur landlæknir þvi fram að sveitarfélög og heilbrigðis- nefndir sem kosnar eru pólitískri kosningu af sveitastjórnum hafi verið og verði bestu eftirlitsaðilar með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum. Þetta viðhorf hans er alrangt. í Heilbrigðisreglu- gerð frá 8. feb. 1972, sem sett er samkvæmt lögum nr. 12/1969, eru afmörkuð og tiltekin verkefni og valdsvið heilbrigðisnefnda sveitar- félaga. Heilbrigðisreglugerðin er upp á um 212 greinar, sem eru margar með nokkrum undir-grein- um. Um 1/10 af greinum Heilbrigð- isreglugerðarinnar fjalla almennt um hollustuhætti vinnustaða en ekki um aðra þætti vinnuverndar. Verkefni heilbrigðisnefnda sam- kvæmt Heilbrigðisreglugerðinni eru því að ca. 9/10 hluta til önnur en afskipti af vinnustöðum, vélum og tækjabúnaði eða framkvæmd vinnu. Heilbrigðisnefndir ýmissa smærri sveitarfélaga munu láta vinnustaði og búnað þeirra afskiptalausa. Heil- brigðisráð Reykjavíkurborgar og Borgarlæknisembættið og starfs- menn þess hafa haft nokkur afskipti af hollustuháttum vinnustaða en þau hafa þó ekki verið nægileg og stöðvun vinnu ekki beitt. Öllum sem við Athugasemdir „Varnaðarorð“ landlæknis heilbrigðismálum undanfarin ár, en Heilbrigðiseftirlit ríkisins fellur undir embætti landlæknis. I inngangi að aðfinnsluatriðum sínum fullyrðir landlæknir að laga- frumvarpið skipti heilbrigðisnefndir og sveitarfélög meginmáli. Þetta er rangfærsla, iagafrumvarpið er ekki samið fyrir eða vegna heilbrigðis- nefnda og sveitarfélaga. Laga- frumvarpið er samið fyrir verkafólk, til að bæta úr gallaðri löggjöf um vinnuvernd og til þess að skapa grundvöll fyrir brýnum umbótum á ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum. Lagafrum- varpið og samþykkt þess skiptir því meginmáli fyrir verkafólk, sem eyðir stórum hluta ævi sinnar við vinnu á vinnustöðum sem eru heilsuspillandi auk þess sem víða eru alvarlegar slysahættur við vinnuframkvæmd. Mistúlkanir og rangfærslur land- læknis á lagafrumvarpinu eru ber- sýnilega settar fram í trausti þess að þeir sem lesa „Varnaðarorð" hans þekki ekki til lagafrumvarpsins og efnis þess. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt í athugasemdum við „Varnaðarorð" landlæknis að vitna til ákveðinna kafla og greina laga- frumvarpsins. Best væri þó að þeir lesendur sem vilja fá rétta vitneskju um lagafrumvarpið lesi og kynni sér það og beri síðan saman „Varnaðar- orð“ landlæknis og efni og stefnu lagafrumvarpsins. I grein landlæknis eru nefnd sjö atriði sem dæmi um nokkra megin- galla lagafrumvarpsins að hans dómi. Undirritaður telur óhjá- kvæmilegt að birta þessi aðfinnslu- atriði orðrétt á ný og að svara þeim efnislega hverju fyrir sig. 1. aðfinnsluatriði landlæknis hljóðar svo: „Starfsskilyrði og starfshættir á öllum vinnustöðum á landinu ráð- ast af samkomulagi milli Vinnu- veitendasambandsins og Alþýðu- sambandsins. Það þýðir að um vinnutíma, mengun, hættumörk og hollustuhætti á vinnustöðum allra starfandi íbúa þessa lands skal samið. Það ber að hafa í huga að sjúkdómur er hlýst af atvinnu er og verður heilbrigðisvandamál og verður því ekki læknaður með samningum. til að koma í veg fyrir verulegt tjón. Aðilar vinnumarkaðarins skulu koma sér saman um framkvæmd slíkra undantekningartilvika. Þetta atriði er einasta ákvæði lagafrum- varpsins um „að samið skuli“, eins og landlæknir orðar það í grein sinni, enda er ógerlegt að binda undantekningartilvik í löggjöf. Eft- irlitsstofnunin, Vinnueftirlit ríkis- ins, skal veita samþykki fyrir þeirri framkvæmd sem aðilar koma sér saman um í slíkum undantekn- ingartilvikum. Grundvallar sjónarmið þeirra að- ila sem unnu að samningum laga- frumvarpsins um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum var og er að starfsemi til að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma og vinnuslys fari fyrst og fremst fram innan vinnu- staðanna sjálfra, eins og segir í i. grein í 1. kafla lagafrumvarpsins, um tilgang og gildissvið, sem hljóðar svo: „Með lögum þessum er leitast við, að a) tryggja öruggt og heilsu- samlegt starfsumhverfi, sem jafn- an sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu, b) tryggja skilyrði fyrir því, að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðis- vandamál í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkað- arins og í samræmi við ráðlegg- ingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins." Einnig er slíkt tekið fram í 2. kafla um öryggis og heilbrigðisstarfsemi innan fyrirtækja, og samskipti at- vinnurekenda og starfsmanna, 3. kafla um öryggisnefndir sérgreina og 4. kafla um skyldur atvinnurek- enda, verkstjóra, starfsmanna og verktaka. Þetta grundvallarsjón- armið lagafrumvarpsins, samstarfið, rangtúlkanir landlæknis með því að segja að starfsskilyrði og starfs- hættir skuli ráðast af samkomulagi milli V.S.Í. og A.S.Í. Það er rétt sem landlæknir segir í síðustu málsgrein í 1. aðfinnsluatriði sínu að sjúkdóm- ur sem hlýst af vinnu verður ekki læknaður með samningum. Hinsveg- ar er hægt að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma og vinnuslys með samstarfi aðila á vinnustöðum, — umfrumvarp um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum irvöld hvergi nærri, en starfa einungis sem ráðgefandi aðili. Á þann veg er verið að kljúfa stóran þátt heilbrigðismála frá heilbrigð- isgeiranum í landi sem eitt af fáum hefur sérstakt heilbrigðis- ráðuneyti. Menn geta ímyndað sér hvert framhald slíks háttarlags gæti orðið.“ Vegna þessa aðfinnsluliðs er rétt að benda á 11. kafla lagafrumvarps- ins gr. 64—72, um heilsuvernd, læknisskoðanir og aðrar rannsóknir. 64. grein lagafrumvarpsins hljóðar svo: „Rækja skal atvinnusjúkdóma- varnir í samræmi við ákvæði laga þessara og laga um heilbrigðis- þjónustu í samvinnu við heilbrigð- isyfirvöld." Fyrstu málsgrein 66. greinar laga- frumvarpsins sem hljóðar svo: „Heilsuvernd starfsmanna skal falin þeirri heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til, samanber 19. gr. laga nr. 57/1978.“ Þriðju og fjórðu málsgrein 67. greinar sem hljóðar svo: „Ákvarðanir um læknisskoðan- ir, mælingar og aðrar rannsóknir skal taka í samráði við sérfræð- inga og stofnanir á viðkomandi sviði læknisfræðinnar. Reglur sem settar eru samkvæmt þessari grein skulu sendar landlækni til umsagnar." 68. grein lagafrumvarpsins a. lið sem hljóðar svo: „Vinnueftirlit ríkisins skal hafa í þjónustu sinni lækni og skal Ein megin ástæðan fyrir því ófremdarástandi sem nú er á mörg- um vinnustöðum varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi er sú að núverandi eftirlitsstofnanir með vinnu-umhverfi verkafólks hafa ekki stöðvað vinnu, þó hætta á heilsutjóni og slysum hafi verið fyrir hendi. í 12. kafla, 84. og 85. greinum lagafrumvarpsins er Vinnueftirlit- inu heimilað að stöðva vinnu eða loka vinnustað telji Vinnueftirlitið verulega hættu fyrir líf og heilbrigði starfsmanna. Það er talið sjálfsagt að Bifreiðaeftirlit og lögregla taki úr uinferð bifreið sem ekki fullnægir kröfum um öryggisbúnað. Á sama hátt er sjálfsagt að loka vinnustað eða stöðva vinnu, þar sem hætta er á heilsutjóni og slysum. Líta ber á slíkar ráðstafanir sem fyrirbyggj- andi aðgerðir. Landlæknir hneyksl- ast í lokaorðum sínum í þriðja aðfinnslulið á því að Vinnueftirlitið skuli eiga að hafa afskipti af vinnu- tíma unglinga. Vinnutími og vinnu- álag eru þýðingarmiklir þættir vinnuverndarmála. Líkamlegt slit verkafólks er, vegna óhóflega langs vinnutíma og vinnuálags, algengt hérlendis og munu margir læknar áreiðanlega þekkja til þess. Það er því bæði eðlilegt og nauðsynlegt að stofnun eins og væntanlegt Vinnu- eftirlit láti sig varða vinnutíma unglinga sem annars verkafólks. 4. aðfinnsluliður landlæknis hljóð- ar svo: „Horfið er frá þeirri stefnu að dreifa eftirlitinu til sveitarfélaga og afskipti fleiri hundruð manna í heilbrigðisnefndum og heilbrigðis- fulltrúa um land allt verða þurrk- uð út eftir stutta reynslu. Mjög víða hafa menn lagt sig fram í þessum málum og aflað sér nokk- urrar reynslu, en sú reynsla er nú fyrir borð borin og þessum aðilum beinlínis bannað að hafa afskipti af vinnustöðum. Hvað á að koma í staðinn? Engir menntaðir menn eru til að taka við þessu eftirliti og engin ákvæði um þá eru í laga- frumvarpinu. Fullyrða má að þjálfun nægilegs hóps manna til að gegna þessum störfum tekur mörg ár ef ekki áratugi og er því fyrirsjáanlegt að um afturkipp til þekkja, einnig landlækni, er kunnugt um að Öryggiseftirlit ríkis- ins hefur verið nánast eini aðilinn sem hefur haft bein afskipti af aðbúnði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum, en þó ekki valdið verkefninu vegna gallaðrar löggjaf- ar og fjárskorts. Vegna þessa a.m.k. tvöfalda eftirlitskerfis að nokkru leyti, og hins staðnaða ófremdar- ástands varðandi aðbúnað, hollustu- hátta og öryggis á vinnustöðum er óhjákvæmilegt að fá nýja löggjöf í þessum efnum, sem byggir á nýjum viðhorfum um samstarf og þátttöku þeirra aðila sem hlut eiga að máli, ásamt leiðsögn og stuðningi frá stofnun með ákveðnari og sterkari löggjöf, sem jafnframt tryggði nægt fjármagn til eftirlits og umbóta. Þetta felst í hinu nýja lagafrum- varpi og bráðabirgaákvæði þess um 500 milljón króna árlegar lánveit- ingar, á næstu fimm árum, til fyrirtækja sem þurfa að dómi Vinnueftirlits að framkvæma um- bætur á vinnu-umhverfi starfsfólks síns. Heilbrigðisnefndir sveitarfél- aga, sem heyra undir landlækni, hafa ekki getað og geta ekki bætt úr óviðunandi ástandi aðbúnaðar, holl- ustuhátta og öryggis á vinnustöðum og hafa heldur ekki traust verka- fólks í því efni. 5. aðfinnslur landlæknis við laga- frumvarpið hljóðar svo: „Frumkvæði heilsugæslustöðva er afnumið og gert ráð fyrir samn- ingum við þær um þjónustu. Það mun taka mörg ár að koma slíku í kring ef það verður hægt. Hér verður því komið á fót tvöfaldri heilsugæslu sem nágrannaþjóðir okkar hafa slæma reynslu af.“ í þessum aðfinnslulið sínum talar landlæknir um frumkvæði heilsu- gæslustöðva. Væntanlega að því er varðar læknisskoðanir verkafólks og/eða lækniseftirlit á vinnustöðum. Hvar hefur slíkt frumkvæði komið fram? Hverjir hafa heyrt um að heilsugæslustöðvar hafi boðið fram læknisskoðanir fyrir verkafólk? Hinsvegar hafa mörg verkalýðsfélög reynt að fá fram í samningagerð við atvinnurekendur samningsákvæði um árlegar læknisskoðanir verka- fólks. Hafi slíkt fengist í kjarasamn- inga hefur mjög erfiðlega gengið að i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.