Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ1980 Fólk og fréttir í máli og myndum 1. flokks knattspyrna í sjónvarpinu á næstunni: Maradona og Pétur verða í aðalhlutverkum SJÓNVARPIÐ mun á næstunni hafa ýmislegt á boðstólum fyrir knattspyrnuáhugamenn, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Bjarni Felixson hefur veitt Mbl. Þegar eru komnar til landsins spólur með hinum stórgóða leik Englendinga og Argentínumanna á Wembley í fyrri viku, þar sem Maradona og fleiri snillingar léku listir sínar. Þessi leikur verður sýndur í heild næsta laugardag. Þann dag verður ennfremur sýnd- ur leikur Liverpool og Aston Villa, en með sigri í þeim leik tryggði Liverpool sér Englandsmeistara- titilinn. Þá mun Bjarni Fel. ennfremur fá til sýningar hinn sögulega leik Wales og Englands sl. laugardag, sem Wales vann óvænt 4:1. Gefst þá knattspyrnuáhugamönnum tækifæri til þess að sjá Wales- menn í leik áður en þeir koma hingað og leika 2. júní. Sjónvarpið mun fá til sýningar kafla úr Evrópuúrslitaleikjum Valencia og Arsenal og Notting- ham Forest og Hamburger SV og rúsínan í pylsuendanum verður bikarúrslitaleikurinn í Hollandi, sem leikinn var á laugardaginn og Pétur Pétursson lék aðalhlut- verkið í. Hefur Bjarni gengið frá samningum við hollenska sjón- varpið um að fá það helsta úr þeim merka leik og með munu fylgja kaflar úr fleiri leikjum í hollensku knattspyrnunni. Bjarni Felixson sagði að lokum, að óvíst væri hve mikið yrði sýnt frá Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, sem hefst á Ítalíu 12. júní, m.a. vegna þess að Norður- löndin munu lítið sýna frá keppn- inni vegna Ólympíuleikanna. Þó væri líklegt að a.m.k. úrslitaleik- urinn yrði sýndur hér. Vel heppnað Á uppstigningardag hélt sigl- ingaklúbburinn Vogur, Garðabæ opnunarkeppni á siglingasvæði sínu á Arnarnesvogi. Þátttaka var góð og tóku 18 bátar þátt i keppninni. Veður var frekar hagstætt, i fyrstu góður byr en þegar leið á keppni fór að lygna. Framkvæmd keppninnar og mótstjórn var góð, þó var braut- arlagning nokkuð óvanaleg. Brautin var á Arnarnesvogi og Lambhúsatjörn. í upphafi keppninnar tóku Jón Ingi og ísleifur forystu á Fireball en fast eftir fylgdu Rúnar Stcin- sen á Laser og Gurinlaugur og Gunnar á Fireball. Keppnin sem var opin keppni var mjög hörð og spennandi og siglingamót hafði straumur á Lambhúsatjörn mikil áhrif á bátana. Undir lokin fór Ingvi Gutt- ormsson á Laser fram úr Rúnari og varð Ingvi sigurvegari, hins vegar komu Gunnlaugur og Gunn- ar á Fireball fyrstir í mark en urðu að láta sér nægja 5. sæti með umreiknuðum tíma. Úrslit: 1. Ingvi Guttormsson, Ými á Laserbát. Tími 1,41,28. Umreikn. T. 0,89,89 2. Rúnar Steinsen, Ými á Laser- bát. Tími 1,42,47. Umreikn. T. 0,94,00 3. Hannes Strange, Vogi á Las- erbát. Tími 1,43,33. Umreikn. T. 0,96,51 Siglingaklúbburinn Vogur á þakkir skyldar fyrir góða fram- kvæmd á glæsilegri keppni. Og það var mark. Alla leikmenn dreymir um að sjá boltann í netinu, en það er óskemmtilegt fyrir markverðina. Myndirnar hér að ofan sýna okkur það greinilega. íslandsmótið i knattspyrnu er nú nýhafið og vonandi verða mörkin mörg, þau gleðja augu áhorfenda. JAN Peters, einhver skærasta stjarna hollensku knattspyrnunn- ar síðustu árin, verður að öllum líkindum að leggja skóna á hill- una. Er það vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða. Þessi 25 ára gamli tengilið- ur hjá AZ ’67 Alkmaar var skorinn upp á hné um mitt keppnistímabilið og þegar hann lék sinn fyrsta leik eftir uppskurð- inn, deildarleik gegn Willem 2, varð hann að hverfa af ieikvelli eftir 30 mínútur. Peters komst mest í fréttirnar er hann skoraði bæði mörk Hollands í landsleik gegn Englandi á Wembley í Lund- únum fyrir fáum árum. Ætlaði allt vitlaust að verða í Hollandi af hrifningu yfir nýja undrinu. - O - BAYERN Múnchen er á höttunum eftir fleiri og fleiri knattspyrnu- mönnum. Má þar nefna Liam Brady hjá Arsenal, Bum Kun Cha hjá Eintrakt Frankfurt, William Hartwig hjá HSV, Uli Stielike hjá Real Madrid, Bernd Schuster frá Köln og Walter Scachner frá Austria Vín, svo að nokkrir séu nefndir. - O - RUUD Krol, hollenski knatt- spyrnusnillingurinn hjá Ajax yfir- gefur félag sitt nú í lok keppnis- tímabilsins. A.m.k. 30 félög gerðu hinum 31 árs gamla Hollendingi tilboð þ.á m. Arsenal, Nottingham Forest, Napólí, Torinó og Bayern Múnchen. Hann kaus hins vegar að ganga til liðs við Vancouver Whitecaps og gerði samning til þriggja ára. - O - KEVIN Keagan leikur sinn fyrsta leik fyrir Southamton 23. júlí en þá leikur Southampton vináttuleik gegn irska liðinu Shamrock Rov- ers. - O - LOKEREN, liðið sem Arnór Guð- johnsen leikur með í belgísku deildarkeppninni, er nú á höttun- um eftir Gregroz Lato, pólska landsliðsmiðherjanum. Lato er nýlega orðinn þrítugur, en þá mega pólskir leikmenn leggja land undir fót. Fyrir hjá Lokeren er landi Lato, Vlodi Lubanski. Fleiri erlendir leikmenn eru hjá Loker- en, svo sem Skotinn James Bett og Daninn Preben Elkjer Larsen. Arnór telst ekki til útlendinga í Belgíu, þar sem hann skrifaði svo ungur undir samning hjá Lokeren. Og Lubanski hefur verið svo lengi í Belgíu, að sama gildir um hann - O - ENSKU knattspyrnufélögin eru sem endranær að líta í kring um sig og leita að nýjum leikmönnum. Engar markverðar sölur hafa far- Keppnin sem ekkert verður af: Mac Wilkins Bandaríkjunum og Wolfgang Schmidt Austur- Þýzkalandi. Þeir hafa att kappi á um einum tug móta og hefur Schmidt oftast haft betur. Wilk- ins var þó sterkari á Ólympiu- leikunum í Montreal. En á miðju sumri 1978 sló Schmidt heimsmet Wilkins og kastaði 71,14 metra, eða 34 sentimetrum lengra en heimsmet Wilkins var. Takmark Wilkins er að endurheimta heimsmetið. Franklin Jacobs Bandarikjunum og Vladimir Yaschenko Sovét- ríkjunum. Sovétmaðurinn, sem er 1,95 metrar á hæð, á heimsmet- ið bæði innanhúss og utan. En Jacobs, sem er aðeins 1,72 metrar á hæð, er mikill keppnismaður, og hefur oft komið á óvart, sérstaklega i innanhússkeppn- um. Jacobs á 2,32 metra í há- stökki innanhúss, en Yaschenko 2,35 metra. Evelyn Ashford Bandarikjunum og Marljes Göhr Austur-Þýzka- landi. Á ólympíuleikunum í Montreal varð Áshford númer fimm í úrslitum 100 metra hlaupsins og Göhr áttunda og síðust, en það ár setti hún samt heimsmet, varð fyrst kvenna til að hlaupa 100 metrana á innan við 11 sekúndum við rafmagns- timatöku. Hún bætti metið síðar og er það nú 10,77 sekúndur, en í fyrra sló Ashford henni við í keppni og ógnaði metinu, hljóp á 10,97 sekúndum. ið fram nýlega, en ýmsar gætu hugsanlega verið á döfinni. T.d. má nefna, að Tottenham, Brigh- ton, Asthon Villa og Coventry hafa öll sett sig í samband við Liverpool og spurt hvað borga þurfi fyrir Dave Fairclough. Loks má geta þess, að WBA hefur gert tilboð í Andy King, tengiliðinn markheppna hjá Everton. - O - EIN sala hefur svo sem farið fram, reyndar tvær. Liverpool hefur fest kaup á tveimur ungum og efnilegum leikmönnum sem kann að kveða eitthvað að síðar meir. Það eru þeir Ian Rush sem kom frá Chester og Richard Mon- ey sem liðið keypti frá Fulham. - O - HURACAN og Gutierez léku eigi alls fyrir löngu vináttuleik í Arg- entínu. Huracan hafði algera yfir- burði og var staðan í hálfleik 8—0. í síðari hálfleik héldu leikmenn liðsins áfram uppteknum hætti og skoruðu fljótlega 4 mörk til, stóð þá 12—0. Var þá skyndilega varp- að á ljósatöflu Gutierez, en leikið var á heimavelli þess, „ekki fleiri mörk gerið það!“ Dempuðu leik- menn Huracan þá leikinn niður og bættu ekki fleiri mörkum við. - O - Igrupo aIgrupo b ' RUSIA R. D. ALEMANAI |POLONIA | RUMANIA SUIZA AMERICA R.E ALEMANA | | DINAMARCA |VUGOSLAVIA ESPANA "jl I ij ASIA AFRICA Á þessari mynd má sjá riðlaskiptinguna í handknattleikskeppni ólympíuleikanna í Moskvu sem fram fer í sumar. Þó hafa pokkrar þjóðir hætt við þátttöku, þar á meðal Vestur-Þjóðverjar sem voru í B-riðli. Allt útlit er fyrir að fleiri þjóðir hætti við og þá er ísland fyrsta varaland. En ljóst er að lið frá íslandi mun ekki taka þátt í handknattleikskeppninni þó svo verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.