Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI1980
Hlíf gefur frest
til 20. iúní
AÐALFUNDUR Verka-
mannafélags Hlífar álykt-
aði um samningamáiin og
krefst þess, að samnings-
aðilar setjist nú þegar og
með fullri einurð að samn-
Leiðrétting
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi leiðrétting
frá Gísla Ólafssyni:
í grein minni „Forsetakjör"
í Mbl. 7. þ.m. hafa fallið niður
í prentun hlutar af tveim
setningum í einni málsgrein-
inni.
Málsgreinin er rétt þannig:
Það er of algengur misskiln-
ingur, að forsetinn sé áhrifa-
og valdalítill. Æðstu stofnanir
þjóðarinnar eru FORSETA-
EMBÆTTIÐ OG ALÞINGI.
Þjóðkjör er viðhaft til þeirra
beggja. Forseta eru m.a. falin
afskipti af stjórnarmyndunum
og ætlast er til þess, að hann
grípi inn í, ef Alþingi tekst
ekki að mynda meirihluta-
stjórn á eðlilegum tíma. Á
þeirri stundu er forseti ís-
lands áhrifa- og valdamesti
maður þjóðarinnar, hafinn yf-
ir dægurþras stjórnmálanna
og þá skák, sem leikin er í
völundarhúsi þeirra. Við slík-
ar aðstæður er örlagastund
fyrir land og þjóð, pólitískur
þrýstingur flokka eða flokks-
brota má þá ekki hafa áhrif á
ákvörðun forsetans. Þá verður
þjóðin öll að treysta á óhlut-
drægni forsetans, reynslu
hans og þekkingu.
Gísli Ólafsson.
Samruni á vinstri
vængnum:
Kommúmsta-
samtökin
stofnuð
STOFNUÐ hafa vcrið i Reykja-
vik ný stjórnmálasamtök, Komm-
únistasamtökin. en þau eru
sprottin upp úr Einingarsamtök-
um kommúnista (marx — lenin-
ista) og Kommúnistaflokki ís-
lands (marx — leninista). For-
maður samtakanna er Ari
Trausti Guðmundsson en vara-
formaður er Gunnar Andrésson.
Mbl. leitaði til Ara Trausta"
Guðmundssonar og spurði hann
að því, hvers vegna þeir teldu þörf
á slíkum flokki.
„Við teljum að reynslan hafi
sýnt að þeir flokkar sem gjarnan
eru kallaðir verkalýðsflokkar eru
það ekki, nema að því leytinu til
að þeir sækja kjörfylgi til verka-
fólks, en það gera reyndar margir
flokkar," sagði Ari Trausti.
„Okkur finnst þessir flokkar ekki
vera málsvarar eða baráttuflokk-
ar fyrir verkalýðsstéttina. Þess
vegna finnst okkur nauðsynlegt að
bæta við flokki, jafnvel þó að það
verði bara einn í safnið í viðbót.
Hins vegar er aðalatriðið það að
vinnandi fólki finnist að það eigi
flokk sem því finnst þess virði að
styðja, einnig utan kjörklefanna,"
. sagði Ari Trausti.
ingaboröinu. Síðan segir:
„Verði ekki orðið við
þeirri kröfu fyrir 20. júní,
fer Verkamannafélagið
Hlíf þess eindregið á leit
við Verkamannasamband
íslands að það fari eitt og
alfarið með samningamál
aðildarfélaga sinna.“
Aðalfundur Hlífar átaldi
harðlega þann seinagang,
sem verið hefur á samn-
ingaviðræðum fram til
þessa og telur einsýnt, að
við svo búið verði ekki
lengur unað. Listi stjórnar
og trúnaðarmannaráðs var
sjálfkjörinn í Hlíf. Stjórn
félagsins skipa: Hallgrímur
Pétursson, formaður;
Guðrii Kristjánsson, vara-
formaður; Hörður Sigur-
steinsson, ritari; Hermann
Valsteinsson, gjaldkeri; Eð-
vald Marelsson, fjármála-
ritari; Guðmundur Georgs-
son, vararitari og Ásbjörn
Vigfússon, meðstjórnandi.
í varastjórn eru: Ólafur
Jóhannsson, Sævaldur
Jónsson og Bjarni Guðna-
sori.
Fyrirlestur í
læknavísindum
og tölvunarfræði
Dr. R. E. Machol, prófessor við
Northwestern University í Chicago.
mun halda fyrirlestur i dag á vegum
rannsóknastofa Háskólans í lífeðlis-
og lífverkfræöi, sem hann nefnir
„Mathematical methods in mcdical
diagnosis“.
Á grundvelli umfangsmikilla
gagna er gerður samanburður á
reiknilíkönum, flóknum og einföld-
um, sem notuð hafa verið sem
hjálpartæki við sjúkdómsgreiningu.
Niðurstaðan virðist sú, að ekki sé á
þessu stigi ástæða til að leita að mjög
flóknum líkönum.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
kennslustofu Landspítalans og hefst
kl. 14. Öllum er heimill aðgangur.
QUALITY
ESer
Viö erum
Eflsimo
buöir
Alfholl, Siglufirði.
Sparta, Sauðárkróki.
Eplið, isafirði.
Þórshamar, Stykkishólmi
ísbjörninn, Borgarnesi.
Eplið, Akranesi.
Bonanza. Laugavegi 20.
Karnabær, Laugavegi 66.
Karnabær, Glæsibæ.
Karnabær, Austurstræti.
Bakhúsið, Hafnarfirði.
Fataval, Keflavík.
Eyjabær, Vestmannaeyjum.
Lindin, Selfossi.
Hornabær, Höfn Hornafirði.
Austurbær, Reyðarfirði.
Ram, Húsavík.
Cesar, Akureyri.