Morgunblaðið - 10.06.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Stálbræðsla yrði
háð innfluttu hráefni
að nokkru leyti
fram undir aldamót
STÁLFÉLAGIÐ h.f. hefur um
árabil unnið að þvi, að hér á landi
rísi stálbræðsla til framleiðslu á
steypustyrktarjárni úr brota-
járni. Hefur stærð fyrirhugaðrar
verksmiðju verið miðuð við um
15.000 tonna ársframleiðslu. Við
athuganir hefur komið i ljós að
brotajárnssöfnun á íslandi hefur
undanfarin ár verið um 4000
tonn á ári en i skýrslu, sem
Almenna verkfræðistofan hefur
tekið saman um þetta efni, er
talið að með samstilltu átaki og
auknu fjármagni megi auka
þessa söfnun og vinnslu upp i 9
til 10 þúsund tonn á nokkru
árabili. í skýrslunni er þó tekið
fram að ekkert verði fullyrt um
hagkvæmni þess að svo komnu
máíi.
Stálbræðsla, sem framleiðir
15.000 tonn af járni og notar
17.500 til 18.000 tonn af hráefni
virðist því verða háð erlendum
aðföngum að nokkru leyti fram
undir aldamót, segir í skýrslunni.
Á síðasta ári gerði sænska
fyrirtækið Electro Invest arðsem-
isútreikninga fyrir stálbræðslu
hér á landi og var niðurstaðan
jákvæð á þeim forsendum, sem
gengið var út frá. Iðnaðarráðu-
neytið hefur nú ákveðið að skipa
verkefnisstjórn, til að hafa um-
sjón með hagkvæmniathugun
fyrir stálbræðslu, þar sem meðal
annars verði reynt að meta áhrif
óvissuatriða í markaðsmálum og
hráefnisöflun fyrir afkomu verk-
smiðjunnar.
I verkefnisstjórninni eru Frið-
rik Daníelsson, efnaverkfræðing-
ur, Iðntæknistofnun, formaður,
Jafet S. Ólafsson, deildarstjóri,
iðnaðarráðuneytinu, Sveinn Erl-
ing Sigurðsson, hagfræðingur,
Seðlabanka íslands og Haukur
Sævaldsson, verkfræðingur, Stál-
félaginu.
Áætlað er að það kosti tæpa 7
milljarða að koma upp 15.000
tonna stálbræðslu hér á landi
miðað við núverandi verðlag.
Stúdentar frá Garða
skóla vorið 1983
SÍÐAST liðna þrjá vetur hafa
nemendur Garðaskóla átt þess
kost að stunda framhaldsnám við
skólann. Nám þetta hefur þó
aðeins náð til fyrstu tveggja ára
framhaldsnáms, en nú hefur
menntamálaráðuneytið heimilað
að hefja þriðja námsárið haustið
1981. Fari svo sem horfir ættu
því nemendur kost á að Ijúka
stúdentsprófi frá Garðaskóla vor-
ið 1983, skv. upplýsingum frá
Jóni Gauta Jónssyni bæjarstjóra i
Garðabæ.
Á komandi hausti verður 2.
áfangi nýja skólahússins við Víf-
ilsstaðaveg tekinn í notkun að
stórum hluta. Þar verður starfsað-
staða fyrir 7., 8. og 9. bekk
grunnskólans og verður þá tryggt
í fyrsta sinn, að allir nemendur
grunnskólans sæki nám austan
Hafnarfjarðarvegar. Við breyt-
ingu þessa verður húsnæði í skóla-
húsinu við Lyngás fyrir 200—300
fjölbrautarnemendur. Þar er auk
venjulegs kennslurýmis, bókasafn
bæjarins og skólans með lesstofu,
mataraðstaða fyrir nemendur og
setustofa, auk fundarherbergis og
félagsaðstöðu fyrir nemendur.
Næsta vetur er gert ráð fyrir að
um 130—160 nemendur stundi
nám við Garðaskóla.
Að sögn Jóns Gauta hefur
mikill kostnaður verið samfara
því, að nemendur úr Garðabæ hafi
þurft að sækja nám sitt til ná-
grannasveitarfélaganna. Það er
því fagnaðarefni fyrir bæjarbúa
að menntamálaráðuneytið hefur
nú gert framhaldsnemendum
kleift að ljúka námi sínu innan
bæjarmarkanna.
Húsnæðisskorti og hárri
húsaleigu mótmælt
— á aðalfundi Leigjendasamtakanna
Á AÐALFUNDI Leigjenda-
samtakanna. sem haldinn var 5.
júni sl. var heimild til hækkunar
húsaleigu mótmælt og jafnframt
Um myndina
af Hannesi
Það var Þórunn Kvaran, dóttir
Hannesar Hafsteins, sem Guðrún
Vilmundardóttir, kona Gylfa Þ.
Gíslasonar, hafði samband við út
af mynd póst og símamálastjórn-
arinnar sem sagt var frá í sunnu-
dagsblaði, en dóttir hennar Ragn-
heiður og Guðrún voru sambekk-
ingar í menntaskóla. Þórunn kvað
Kristínu hafa málað myndina að
beiðni póst og símamálastjórnar-
innar í tilefni af afmæli símans,
líklega 30 ára afmælinu 1934. Við
nánari athugun á myndinni hefur
komið í ljós að hún er merkt
stöfunum K.J., en þeir eru mjög
óljósir.
lýst yfir vonbrigðum með að-
gerðaleysi núverandi borgar-
stjórnarmeirihluta i húsnæðis-
málum. Fundurinn bendir á þann
hrikalega skort á leiguhúsnæði
sem nú ríkir i borginni og skorar
á stjórnvöld borgarinnar að
bregðast skjótt við og bæta úr
þessu ástandi.
Fundurinn fagnaði samþykkt
nýrra laga um húsnæðismál, þar
sem gert er ráð fyrir verulegri
aukningu félagslegra íbúðabygg-
inga, en harmaði að ekki skuli gert
ráð fyrir leiguíbúðum sem eðli-
legum valkosti. Loks skoraði fund-
urinn á stjórnvöld að hraða sem
mest lagasetningu um húsaleigu.
Jón Kjartansson frá Pálmholti
var endurkjörinn formaður sam-
takanna, en í stjórn voru kjörnir
Jón Ásgeir Sigurðsson, Birna
Þórðardóttir, Bjarney Guðmunds-
dóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir,
Anna Þórðardóttir og Ivar Jóns-
son.
Trúðurinn vakti mikla lukku. Hér heilsar hann einum áhorfendanum.
Els Comediants við Elliheimilið Grund:
Hér er sólskin
allan sólarhringinn
— segir Anna, einn meðlimur leikhópsins
SPÁNSKI leikflokkurinn
Els Comediants sýndi ævin-
týraieik við Elliheimilið
Grund um miðjan dag í gær.
Nokkrir meðlimir hópsins
voru í hinum fjöibreyti-
legustu gervum og Iéku þeir
listir sínar fyrir gamla fólk-
ið, en aðrir úr hópnum léku
á hljóðfæri. Brátt dreif að
fjölda fólks og ekki var
annað að sjá en að allir
hefðu mikla skemmtun af.
Að vísu voru yngstu
áhorfendurnir nokkuð
skelfdir að sjá, en skelf-
ingarsvipurinn breyttist i
bros þegar á sýninguna leið.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins spjallaði stuttlega við
Önnu, unga stúlku sem er
einn meðlimur leikflokksins.
„Við höfum hlotið góðar
undirtektir," sagði Anna.
„Að vísu voru áhorfendur
nokkuð hissa í fyrstu en það
breyttist eftir því sem á
sýninguna leið. Fólk virðist
ekki hafa séð svona atriði
áður, þetta virðist eitthvað
nýtt. Við höfum orðið vör við
ánægju fólks með atriðin
okkar, meira að segja hafa
nokkrir komið til okkar eftir
sýningar og þakkað okkur
íyrir," sagði Anna.
„Þetta er í fyrsta skipti
sem við komum til íslands,
en við höfum ekki sýnt á
Norðurlöndum fyrr. Hins-
vegar förum við héðan til
Danmerkur og sýnum þar
seinna í mánuðinum.
Það er gott að vera hér, en
þó mjög ólíkt því sem er á
Spáni. Það sem mér fannst
sérkennilegast er að hér sest
sólin ekki, það má segja að
hér sé sólskin allan sólar-
hringinn. Enda voru fyrstu
tveir dagarnir erfiðir, maður
vissi ekki hvenær átti að
sofa. Ég hef þó vanist þessu
og þetta er allt í lagi nú,“
sagði Anna úr leikhópnum
Els Comediants.
Áhorfendur fylgdust vel með þessu stórvaxna pari.
Ljósm. Mbl. Emilia