Morgunblaðið - 10.06.1980, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980
23
KR-ingar sigruðu
FH í jöfnum leik
* L
hi
|
r.
• VÍKnir Baldursson kominn á auðan sjó við mark Víkinga. eitt af mörKum dauðafærum UBK i leiknum.
En Diðrik Ólaísson í marki Víkings var starfi sínu vaxinn og varði vel. Ljósm. Kristján.
Stórkostlegt mark Sigurðar
færði UBK dýrmæt stig
UBK REIF sig upp og sigraði
Víking með tveimur mörkum
gegn einu á íslandsmótinu i
knattspyrnu, en liðin mættust á
Laugardalsvellinum á sunnudag-
inn. Staðan í hálfleik var 1 — 1.
Það kom að þvi að hið léttleik-
andi lið UBK na‘ði að sýna
tennurnar. en til þessa hefur liðið
sýnt góða leiki en tapað. Hefur
leikmenn liðsins skort grimmd
og baráttu, en gegn Vikingi
blönduðu þeir þeim kostum við
góða knattspyrnu sina og upp-
skáru sanngjarnan sigur. Eins
og leikurinn þróaðist máttu Vik-
ingarnir raunar þakka fyrir að
tapa ekki með miklu meiri mun.
En það er oft skammt á milli
gleði og sorgar í knattspyrnu.
Staðan var 1—1 á 64. mínútu og
virtist sem Víkingar væru að ná
betri tökum á leiknum. Góð sókn
þeirra á umræddri mínútu endaði
með því að Heimir Karlsson
komst einn inn fyrir vörn UBK, en
Guðmundur Ásgeirsson í marki
UBK varði stórkostlega. Breiða-
bliksmenn brunuðu upp völlinn,
Helgi Bentsson komst í gegn, en
datt um knöttinn. Magnús Þor-
valdsson, bakvörður Víkings hugð-
ist hreinsa frá marki, en tókst
ekki betur til en svo, að hann sendi
knöttinn rakleiðis til Þórs Hreið-
arssonar, sem stakk honum sam-
stundis inn á teiginn til Sigurðar
Grétarssonar. Sigurður var ekkert
að tvínóna við hlutina, heldur
þrumaði knettinum viðstöðulaust
í samskeytin og inn í hornið fjær.
Stórglæsilegt mark!
Þá var staðan orðin 2—1 og úr
þessu hófu Blikarnir hreinlega að
leika Víkingana sundur og saman.
Hvað eftir annað æddu Blikarnar í
gegnum gatasíuvörn Víkings og
var með ólíkindum hvernig mark
Víkinga slapp hvað eftir annað.
Diðrik varði nokkrum sinnum og í
öðrum tilvikum spyrntu Blika-
strákarnir fram hjá.
En leikurinn var alls ekki allan
tímann svona ójafn og telja verður
líklegt að Blikarnir hefðu ekki náð
umræddum yfirburðum nema
vegna þess að Víkingar misstu
Róbert Agnarsson út af þegar 15
mínútur voru til leiksloka. Höfðu
Víkingarnir þá notað báða vara-
menn sína og léku því aðeins 10
leikinn á enda.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn
Víkingur - 4.A
UBK I aC.
og var þá hart barist um völdin á
miðjunni. Blikarnir léku nettari
knattspyrnu eins og vænta mátti,
en Víkingarnir voru fastir fyrir og
voru fyrir vikið ívið sterkari. Það
voru þó Blikarnir sem fengu
óskabyrjun, er liðið skoraði strax
á 6. mínútu leiksins. Þeir Róbert
og Magnús gerðu þá heljar mikið
glappaskot í vörninni og Helgi
Bentsson stal knettinum af Magn-
úsi. Brunaði Helgi að marki og
skaut, en Diðrik varði meistara-
lega. Hann hélt hins vegar ekki
knettinum og Ingólfur Ingólfsson,
sem fylgt hafði vel eftir, kastaði
sér fram og skallaði í netið.
Víkingarnir jöfnuðu aðeins fjór-
Siguröur Grétarsson skoraði sig-
urmarkið á glæsilegan hátt.
um mínútum siðar og var þar
Þórður Marelsson á ferðinni með
þrumuskot eftir góða fyrirgjöf
Hinriks Þórhallssonar frá vinstri,
gott mark.
Víkingar voru nær því að bæta
við marki það sem eftir var fyrri
hálfleiks og næst því komust þeir
á 40. mínútu, er Þórður Marelsson
sendi vel fyrir mark UBK frá
hægri. Upphófst rosalegur gaura-
gangur og endaði með því að
bjargað var af marklínu skoti
Aðalsteins Aðalsteinssonar og síð-
an varði Guðmundur glæsilega
fast skot Ómars í sömu sóknar-
lotu. Næst því að skora komust
Blikarnir á 41. mínútu, er góðri
sókn lauk með skoti Vignis Bald-
urssonar, en Diðrik var vel með á
nótunum.
Lið UBK var eftir atvikum vel
að sigrinum komið, liðið lék allan
tímann fágaðri knattspyrnu en
Víkingur, þó að ekki hafi þetta
verið besti leikur liðsins í sumar.
Framherjar og miðvallarleikmenn
liðsins eru yfirleitt frekar lág-
vaxnir, en að sama skapi leiknir
og duglegir. Virðist UBK vera
komið með vísi að afar góðu liði.
Sigurður Grétarsson er eitt mesta
efni í íslensku knattspyrnunni í
dag og færðist mjög í aukana er á
leikinn leið. Mjög góðir voru
einnig þeir Helgi Bentsson, Sigur-
jón Kristjánsson, Ingólfur Ing-
ólfsson og Guðmundur Ásgeirs-
son. Á miðjunni voru þeir Þór og
Vignir traustir og Einar Þór-
hallsson var öruggur í sinni stöðu
að vanda. Víkingarnir léku þenn-
an leik á köflum mjög þokkalega,
en urðu að láta í minni pokann er
þeir misstu mann út af. Hinrik
Þórhallsson átti góða spretti fyrir
Víking, sömuleiðis Þórður Mar-
elsson. Aðrir gerðu hvað þeir gátu
og Diðrik lék stórt hlutverk er á
leikinn leið.
í stuttu máli:
íslandsmótið í 1. deild, Laugar-
dalsvöllur Vík. — UBK 1—2 (1—
1).
Mark Víkings: Þórður Marels-
son (10. mín.).
Mörk UBK: Ingólfur Ingólfsson
(6. mín.) og Sigurður Grétarsson
(65. mín.).
Gul spjöld: Tómas Tómasson
UBK.
Áhorfendur: 380.
— 88-
fkhr 1:2
LIÐ FH varð að bíta í það
súra epli að tapa 2—1,
fyrir KR á heimavelli sín-
um í Kaplakrika á sunnu-
dag er liðin mættust í 1.
deildinni. Leikur liðanna
var nokkuð jafn allan tím-
ann og sigurinn gat lent
hvoru megin sem var.
Heilladísirnar voru að
þessu sinni með KR og
þeim tókst að hala inn
bæði stigin en greinilegt
er að hvert stig er geysi-
lega dýrmætt þar sem
keppni liðanna í 1. deild
mun verða afarhörð og
jöfn í sumar. Þó alveg
sérstaklega í neðri helm-
ingi deildarinnar.
Fyrri hálfleikur í leik FH og KR
var nú frekar bragðdaufur en þó
brá fyrir góðum sprettum hjá
báðum liðum. Liðin skiptust á að
sækja án þess þó að skapa sér
verulega hættuleg marktækifæri.
Þá voru varnir liðanna og mark-
verðir vel með í leiknum og gripu
vel inní á réttum augnablikum. Á
20. mínútu leiksins átti Magnús
Teitsson gott skot sem Stefán
varði vel. Fimm mínútum síðar
var Pálmi Jónsson á ferðinni en
þrumuskot hans sleikti þverslána
og yfir.
Á 30. mínútu leiksins náðu
KR-ingar góðri sókn og góð fyrir-
gjöf kemur fyrir markið hjá
FH-ingum. Friðrik markvörður
þeirra var ekki nægilega vel á
verði í það skiptið, missti boltann
framhjá sér og ungur nýliði í liði
KR Erling Aðalsteinsson bráð-
efnilegur knattspyrnumaður
skallaði örugglega í netið. Vel
gert. Mark þetta má að nokkru
leyti skrifa á Friðrik.
Lið FH byrjaði síðari hálfleik-
inn af miklum krafti og var mun
líflegra en í þeim fyrri. Og á 54.
mínútu tókst þeim að jafna leik-
inn. Vörn KR sofnaði á verðinum
og tveir framlínumenn FH komust
einir innfyrir vörnina. Pálmi
Jónsson náði boltanum og renndi
honum af öryggi og yfirvegun í
netið framhjá markverðinum.
Næstu mínúturnar sótti lið FH
ákaft en KR varðist vel. Pálmi á
dauðafæri á 60. mínútu og var
mjög nærri því að skora. Hann var
með boltann á markteig og náði að
skjóta góðu skoti en Stefán sá við
honum og varði vel. Skömmu síðar
átti Helgi Ragnarsson gott tæki-
færi en missti boltann frá sér áður
en honum tókst að nýta það.
Um miðjan síðari hálfleikinn
fór leikurinn að jafnast aftur og á
71. mínútu fá KR-ingar innkast.
Það er vel framkvæmt, kastað
langt inn að vítateig FH, þaðan er
boltinn skallaður til Sverris Her-
bertssonar sem skaut þrumuskoti
beint í markhorn FH. Glæsilegt
mark hjá Sverri. Þrátt fyrir ákaf-
ar tilraunir tókst liði FH ekki að
rétta sinn hlut í leiknum. Þó áttu
þeir dauðafæri á 76. mínútu eftir
mikinn einleik hjá Þóri Jónssyni,
sem lék mjög vel í leiknum. En
KR-ingar björguðu á marklínu.
Bæði liðin léku á köflum ágætis
knattspyrnu, en nokkuð vildi leik-
urinn detta niður þess á milli. í
liði KR átti Hálfdán Örlygsson
góðan leik, Ottó var að venju
traustur í vörninni og batt hana
vel saman. Sigurður Pétursson og
Birgir voru góðir og unnu vel. í lið
KR vantaði Sæbjörn Guðmunds-
son sem er meiddur og gat ekki
leikið með.
Besti maður FH-inga var Þórir
Jónsson. Þegar boltinn barst til
hans út á kantinn gerði hann svo
til alltaf mikinn usla í vörn KR og
gaf góða bolta fyrir markið. Þá
voru bæði Heimir og Pálmi frísk-
ir. Valþór og Ásgeir áttu báðir
ágætan dag. Ásgeir Elíasson
þjálfari FH lék ekki með vegna
meiðsla.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Kaplakrikavöllur:
FH - KR 1-2 (0-1)
Mörk KR: Erling Aðalsteinsson á
30. mínútu. og Sverrir Herberts-
son á 71. mínútu.
Mark FH: Pálmi Jónsson á 54.
mín.
Gult spjald enginn.
Áhorfendur: 764.
Dómari: Róbert Jónsson.
- ÞR.
LIÐ VÍKINGS: LIÐ FII:
Diðrik ólafsson 7 Friðrik Jónsson
Ragnar Gislason 5 Valur E. Valsson
Magnús Þorvaldsson 3 Atli Alexandersson
Helgi Helgason 5 Valþór Sigþórsson
Róbert Agnarsson 5 Guðjón Guðmundsson
Jóhannes Bárðarson 5 Magnús Teitsson
Ilinrik Þórhallsson 7 Þórir Jónsson
ómar Torfason 6 Ásgeir Arinbjarnarson
Aðalsteinn Aðalsteinss. 5 Viðar Halldórsson
Þórður Marelsson 7 Heimir Bergsson
Gunnlaugur Kristfinnss. 5 Pálmi Jónsson
Heimir Karlsson (vm) 5 Benedikt Guðbjartsson
Lárus Guðmundsson (vm) 6 Helgi Ragnarsson
LIÐ UBK: LIÐ KR:
Guðmundur Ásgeirsson 7 Stefán Jóhannsson
Helgi Helgason 5 Guðjón Hilmarsson
Tómas Tómasson 5 Sigurður Pétursson
Einar Þórhallsson 7 Otto Guðmundsson
Valdemar Valdemarsson 6 Börkur Ingvarsson
Vignir Baldursson 6 Jón Oddsson
Þór Hreiðarsson 6 Ágúst Már Jónsson
Sigurjón Kristjánsson 6 Birgir Guðjónsson
Helgi Bentsson 7 Erling Aðalsteinsson
Sigurður Grétarsson 7 Elías Guðmundsson
Ingólfur Ingólfsson 6 Hálfdán Örlygsson
ólafur Björnsson (vm) 5 Örnólfur Oddsson
DÓMARI: Sverrir Herbertsson
óli ólsen 5 Dómari: Róbert Jónsson
5
5
6
5
6
7
6
7
7
7
5(vm)
5(vm)
5(vm)
6(vm)
6