Morgunblaðið - 10.06.1980, Side 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
25
Fjölmennasta fimleikamótið
sem fram hefur farið til þessa
VORMÓT F.S.Í. fór fram í íþróttahúsi Glerárskóla Akureyri
lauKarda^inn 31. mai sl. Fimleikaráö Í.B.A. sá um framkvæmd
mótsins, sem er hið fjölmennasta sem haldiÖ hefur veriÖ, eöa 90
manns.
Keppt var í þrem greinum pilta, fjórum aldursflokkum, einum
aldursflokki stúlkna ok auk þess æfingakeppni eins aldursflokks
stúlkna á Akureyri. l>á voru sýndar og kynntar ýmsar fimleikaæf-
ingar erfiðari en þær sem keppt var í . Einnig sýndu 6 stúlkur úr
Fylki, Reykjavik jassleikfimi.
ÍJrslit vormótsins voru þessi:
Stúlkur 12 ára <>k ynKri:
Stokk:
1. IK>ra Sií Óskarsdóttir (ierplu 4.85
2. Illif IsírKPÍrsd. Gerplu
Is.runn SÍKuróard. Björk 1.S0
Jóhanna Rúnarsd. Björk
3. VilhorK Víöisd. Gerplu 1.00
Slá:
1. Illlf PorKoirsd. Gerplu 0.2
2. Ásthildur Guömundsd. Björk 1.8
3. borhjörK Kristjánsd. Gerplu 4.35
Tvislá:
1. Illif ÞorKeirsd. Gerplu 15
2. VilborK Viöisd. Gerplu I I
3. PorhjörK Kristjánsd. Gerplu 3.0
Gólf:
1. Illif IxirKeirsd. Gerplu 5.1
2. Jóhanna Kúnarsd. Björk 5.0
3. VilborK Víöisd. Gerplu 1«
I*iltar 12 ára <>k ynKri:
Dýna:
1. Arnór I>ieK» Armann 0.1
2. Axel BraKas. Ármann 0.1
3. E|(K?rt Guömundsson Ármann 5.9
IlrinKÍr:
1. Axel BraKHson Ármann 5.2
2—3 EKK?rt Guömundsson Ármann 5.0
2—3 Porvaldur Haröarson Ármann 5.0
Stökk:
1. hÍKKert (.uömundsson Ármann 7.1
2. Arnór I)ieK» Ármann 5.0
3. Stefán Stefánsson ÍBA 1.9
Piltar 13—11 ára:
Gólf:
1. t>ór Thorarensen Ármann 0.0
2—3 InKÓlfur BraKHson Ármann 0.0
2—3 Guöjón Gislason Fylki 0.0
llrinKÍr:
1. I*ór Thorarensen Ármann 0.3
2. (fUÖjón Gislason Fylki 5.8
3. InK»lfur BraKH.son Ármann 1.2
Stókk:
1. W>r Thorarensen Ármann 7.2
2. Iljálmar Hjálmarss. Ármann 7.0
3. InKÓlfur BraKHson Ármnnn 0.8
Piltar 15-16 ára:
Gólí:
1. Kristján Ársælss. Fylki 0.1
2. Atli Thorarensen Ármann 0.3
3. ÁsKeir Þorbjörnss. ÍBA 5.7
IlrinKÍr:
1. Atli Thorarensen Ármann 0.3
2. Guömundur Stefánsson ÍBA 0.0
3. ÁsKeir Þorbjörnss. ÍBA 5.9
Stökk:
1. Atli Thorarensen Ármann 7.0
2. ÁsKeir Þorbjörnsson ÍBA 6.0
3 —4 Guömundur Stefánsson ÍBA 6.5
3—4 Kristján Ársælss. Fylki 6.5
Piltar 17 ára <>k eldri:
Gólf:
1. Jónas TryKKvas. Ármann 8.9
2. Ileimir Gunnarsson Ármann 8.8
3. Davíö InKHson Ármann 7.2
IlrinKÍr:
1. Jónas TryKKVHson Ármann 8.5
2. Heimir Gunnarsson Ármann 8.0
3. Davíð InKHson Ármann 7.2
Stökk:
1. Heimir Gunnarss. Ármann 8.8
2. Jónas TryKKvason Ármann 8.6
3. Davlð InKHson Ármann 7.7
Til Akureyrar fóru samtals 83 og
skiptist hópurinn í keppendur frá
Ármanni, Fylki og K.R. Reykja-
vík, fimleikafélaginu Björk Hafn-
arfiröi og Gerplu Kópavogi, þjálf-
ara, dómara og fararstjóra. Gist
var í Glerárskóla við góðan aðbún-
aö. Ferðin gekk mjög vel, aöstaða
Akureyringa góð og einkar
ánægjulegt að hægt sé að halda
fimleikamót með svo góðum
áhöldum sem raun er á hjá
Akureyringum. Móttaka og fyrir-
greiðsla Fimleikaráðs Akureyrar
var prýðileg og áhorfendur fjöl-
margir.
Stúlkur 13 árn <>k eldri.samanlaKt:
1. Arna Einarsd. ÍBA 7.75
2. Hafdis HallKrimsd. ÍBA 7.60
3. Guörún I. MaKnúsd. ÍBA 6.95
• Á fimleikamótinu á Akuroyri kepptu 90 manns og fór mótiö vel fram.
Einkunnagjöfin
„Höfðum gaman af þessu“
— sagði Hermann Gunnarsson
LIÐ VALS:
Ólafur Magnússon 6
Þorgrímur Þráinsson 7
óttar Sveinsson 7
Sævar Jónsson 8
Magnús Bergs 8
Guðmundur Þorbjörnsson 8
Albert Guðmundsson 8
Matthias Hallgrimsson 7
Hermann Gunnarsson 8
Þorsteinn Sigurðsson 6
Jón Einarsson 7
Magni Pétursson 7
LID ÍBV:
Páll Pálmason 5
Þórður Hallgrímsson 6
Gústaf Baldursson 6
Snorri Rútsson 6
Jóhann Georgsson 4
Óskar Valtýsson 4
ómar Jóhannesson 4
Sveinn Svcinsson 5
Hreggviður Ágústsson 5
Sighvatur Bjarnason 4
Sigurlás Þorleifsson 6
Karl Þorleifsson (vm)4
Einir Ingólfsson (vm)4
Dómari: Guðmundur Ilaraldss. 8
— ÉG LÉK síðast í íslandsmót-
inu í knattspyrnu árið 1976, og þá
með einu besta liði sem Valur
hefur átt, sagði Hermann Gunn-
arsson eftir leik Vals og ÍBV og
hélt áfram: — Það er stórkostlegt
að vera kominn í hópinn aftur.
Strákarnir hafa tekið mér alveg
einstaklega vel. Það var réttur
andi í liðinu fyrir þennan leik.
Allir voru ákveðnir í að standa sig
og um leið að hafa gaman af
þessu. Leika góða knattspyrnu.
Það tókst. Þá fórum við í einu og
öllu eftir þjálfaranum.
Var ekki gaman að skora
aftur?
Jú, stórkostlegt. Ég hélt satt
best að segja að ég væri búinn að
gleyma því hvernig ætti að skora
mörk. Én aðalatriðið er að allt
gangi upp og það er ekki síður
gaman að leggja upp mörk fyrir
félaga sína í leiknum, sagði Her-
mann að lokum. En hann skoraði
sitt 95. mark í deildarleik á móti
ÍBV. - ÞR
*
Þessi mynd er einkennandi fyrir leik Vals og lBV. fjórir leikmenn iBV reyna að bjarga á marklínu. Ef vel er skoðað má sjá boltann fyrir miðri mynd
milli fóta leikmanna ÍBV. Ljósmynd Kristján Einarsson.
íslandsmeistarar ÍBV teknir í
kennslustund hjá Valsmönnum
SÍÐASTLIÐINN laugar-
dag íór fram á vpgum
listahátíðar sýning jap-
anska listamannsins Tan-
aka á hreyfilist í Laugar-
dalshöllinni. Hófst sýning
hans kl. 15.00. Klukku-
stund áður hófst sýning
knattspyrnuliðs Vals á
hreyfilist með fótbolta á
knattspyrnuvellinum í
Laugardal. Var sú sýning
ekki á vegum listahátíðar.
En Valsmenn hafa lagt sitt
af mörkum til listahátíðar-
innar í ár með sannkölluð-
um sýningarleik í knatt-
spyrnu. Þeir tóku núver-
andi íslandsmeistara i
kennslustund og léku þá
svo illa að ekki stóð steinn
yfir steini í liði þeirra. Og
var þeim vorkunn er stað-
an var orðin 6—0. Senni-
lega verður það fastur
liður á listahátíð í framtíð-
inni að knattspyrnulið
Vals sýni stórleik. Fyrir
nákvæmlega fjórum árum.
er listahátíð stóð yfir eins
og nú. sigruðu Valsmenn
lið ÍA, þáverandi ís-
landsmeistara, 6—1, og lét
einn leikmaðurinn er lék
með þá og var reyndar
líka með á laugardag, Iler-
mann Gunnarsson, þau
orð falla að þetta væri
framlag Vals til listahátíð-
ar það árið. Og svo sannar-
lega er framlag Vals til
listahátíðar í ár komið á
daginn.
Albert kom
félögum sínum
á bragðið:
Það er Valsveður í dag heyrðist
einn áhorfenda segja er hann var
á leiðinni á völlinn á laugardag, og
hann bætti við, strákarnir í Val ná
alltaf toppleik við svona aðstæður.
Og hann reyndist sannspár. í
sólinni og blíðunni á laugardag
kom það strax í ljós í byrjun
leiksins að mikill hugur var í
leikmönnum Vals. Þeir létu bolt-
ann ganga mjög vel á milli sín,
dreifðu spilinu vel út á kantana og
pressuðu stíft á Eyjamenn. Aðeins
átta mínútur voru liðnar af leikn-
um er fyrsta markið kom. Albert
Guðmundsson skoraði með tilþrif-
um.
Albert skaut þrumuskoti af um
25 metra færi og hafnaði boltinn í
stönginni og inn. Óverjandi skot
fyrir Pál Pálmason í marki ÍBV.
Forsmekkurinn í leiknum var
fenginn. Valsmenn héldu áfram að
sækja og léku af hreinni snilld.
Sérstaklega var miðvallarspil
þeirra gott. Fyrstu 20 mínútur
leiksins var um hreina einstefnu
að ræða að marki ÍBV.
Á 30. mínútu leikins fá Vals-
menn aukaspyrnu rétt utan við
hliðarlínu vítateigsins. Hermann
Gunnarsson framkvæmdi spyrn-
Valur - O
ÍBV /“L
una mjög vel. Sendi boltann vel
fyrir markið beint á kollinn á
Magnúsi Bergs sem skallaði kröft-
uglega í netið. Staðan 2—0. Tíu
minútum síðar kom svo þriðja
markið. Eftir fyrirgjöf nær Matt-
hías Hallgrímsson að skalla í
netið en einn leikmanna ÍBV
slæddi hendi í boltann áður og
dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Guð-
mundur Þorbjörnsson tók spyrn-
una og skoraði en Páll Pálmason
gerði góða tilraun til að verja og
var mjög nálægt því að handsama
boltann. Staðan í leikhlé var því
3-0.
Valsmenn bættu
við sig og ,
yfirspiluðu ÍBV:
Eftir góðan fyrri hálfleik og
örugga forystu í leiknum, mætti
ætla að Valsmenn héldu í horfinu,
en þeir komu tvíefldir til leiks í
síðari hálfleiknum og léku þá enn
betur en í þeim fyrri. Yfirspiluðu
þeir lið IBV algjörlega og voru
þeim fremri á öllum sviðum.
Aðeins tvær mínútur voru liðnar
af síðari hálfleiknum þegar fjórða
mark leiksins kom. Jón Éinarsson
brunaði upp kantinn, gaf vel fyrir
markið og þar kom kempan Her-
mann Gunnarsson á fullri ferð og
skoraði með föstu skoti fallegt
mark. Var þetta fyrsta mark
Hermanns í 1. deild í sumar en
áreiðanlega ekki það síðasta. Jafn-
framt var þetta 95. mark Her-
manns frá upphafi leikferils hans
í 1. deild.
Skömmu síðar voru Eyjamenn
næstum búnir að skora sjálfs-
mark, en Páll var á réttum stað og
bjargaði.
Hver sóknin af annarri dundi á
marki ÍBV og hvert tækifærið af
öðru rak á fjörur Vals. Næstur til
að skora var Matthías Hallgríms-
son, á 60. mín. Góð sóknarlota hjá
Val endaði með fyrirgjöf frá
Alberti inn á Matthías sem var í
góðu færi og hann nýtti sér það
vel og skoraði fallega. Staðan
5-0.
Albert Guðmundsson sem átti
mjög góðan leik var enn á ferðinni
á 69. mínútu. Há sending kom
fyrir markið frá Alberti fyrir
markið og Sævar Jónsson stökk
upp og náði að skjóta mjög laglega
í markið. Var þetta mark Sævars
eitt það fallegasta í leiknum.
Staðan 6—0. Næstu mínúturnar
rak hvert dauðafærið af öðru við
mark ÍBV og oft var bjargað
naumlega. Valsmenn fóru aðeins
að slaka á og vörn þeirra ver ekki
vel á verði þegar ÍBV náði skyndi-
sókn á 79. mínútu og Gústaf kom
liði sínu á blað með því að renna
boltanum í net Vals eftir góða
fyrirgjöf. Var Gústaf óvaldaður á
markteig er hann fékk boltann.
Þessu marki undu Valsmenn
greinilega illa, því að þeir hófu
stórsókn sem endaði með marki
frá Alberti, hans annað mark í
leiknum. Skoraði Albert með
þrumuskoti eftir góða sendingu
frá Matthíasi.
• Þessi bráðskemmtilega myndasyrpa sýnir okkur aðdragandann að oðru marki Vals. Matthías
Hallgrimsson (nr. 4) fyrir miðri mynd skallar að marki ÍBV, einn varnarmaður reynir að bjarga með
hendinni. sner.tir holtann og dæmd er vitaspyrna nokkuð óvænt þar sem boltinn small í netinu eins og sjá
má og llermann og Matthias fagna markinu. Guðmundur Þorhjörnsson fyrirliði Vals skoraði svo úr
vítaspyrnunni.
„Lió ÍBV fór aldrei í gangM
GUÐMUNDUR Þorbjörnsson
fyrirliði Vals sagði eftir leikinn
að í hinu alkunna Valsveðri væri
gott að leika knattspyrnu. og
liðið hefði náð sér vel á strik. Það
á betur við okkur að leika á neðri
vellinum heldur en á Valhjarn-
arvollum, þar náum við ekki
góðum leik. Þá viljum við að
Listahátiðin takist vel og leggj-
um okkar af mörkum. sagði
Gupmundur og ljómaði eins og
tungl i fyllingu af ánægju með
hinn stóra sigur.
Þjálfari ÍBV sagði að lið sitt
hefði aldrei farið í gang í leiknum
og lið Vals verið langtum betri
aðilinn. Við vorum á hlaupum
allan tímann án þess þó að vera í
boltanum. Þórður Hallgrímsson
sagði að leikmenn hefðu aldrei náð
að komast í samband við leikinn.
Leikmenn hefðu verið í mikilli
vinnu að undanförnu og væru
þreyttir. Þá eru mikil meiðsli í
liðinu og það háir okkur. En bæði
Þórður og Viktor voru langt frá
því svartsýnir á næstu leiki ÍBV.
Staða okkar er ekki verri nú en í
fyrra sagði Viktor. — ÞR
Á síðustu mínútu leiksins fékk
svo markakóngur íslandsmótsins í
fyrra, Sigurlás Þorieifsson,
stunguboltann inn í vörn Vals,
braust í gegn og skoraði örugg-
lega. Lokastaðan varð því 7—2.
Sjaldan sem níu mörk eru skoruð í
1. deildarleik í knattspyrnu.
Snilldartaktar
hjá Val:
Lið Vals lék sinn langbesta leik
um langt skeið. Allir leikmennirn-
ir stóðu sig frábærlega vel. Það
sem fyrst og fremst einkenndi lið
Vals í þessum leik var samvinna
leikmanna. Boltinn var látinn
vinna. Leikmenn féllu ekki í þá
gryfju að reyna einleik, heldur
gáfu boltann fljótt og vel frá sér.
Þá var mikill hreyfanleiki í liðinu
og leikmenn léku sig mjög vel fría
til þess að taka á móti sendingum.
Oft vill bera á eigingirni er
leikmenn eru komnir í góð mark-
tækifæri. Það sást ekki hjá Val.
Allir voru greinilega að leika fyrir
liðsheildina. Enda lét árangurinn
ekki á sér standa. Lið Vals lék
4—3—3 og úrslit leiksins sýna
árangurinn. Það er erfitt að gera
upp á milli leikmanna í liði Vals.
Það var fyrst og fremst sterk
liðsheild sem var á bak við þennan
stóra sigur.
Guðmundur Þorbjörnsson og
Albert Guðmundsson áttu stórleik
á miðjunni. Hermann Gunnarsson
sýndi snilldartakta og átti mjög
góðan leik. Margar sendingar
hans voru eins og þær gerast
bestar. Sannarlega ánægjulegt
fyrir Hermann eftir að hafa ekki
keppt í knattspyrnu í þrjú og hálft
ár. Magnús Bergs og Sævar Jóns-
son léku eins og þeir sem valdið
hafa og voru eins og klettar i
vörninni þegar á þá reyndi. Magni
kom vel frá leiknum svo og Jón
Einarsson. Þorgrímur Þráinsson
er traustur leikmaður sem gerir
sig varla sekan um skyssu í leik.
Yfirvegaður og ört vaxandi leik-
maður. Þá kemur Óttar mjög vel
frá bakvarðarstöðunni. Sem sagt,
valinn maður í hverri stöðu, og
margir góðir leikmenn á vara-
mannabekknum sem bíða færis til
að sýna hvað í þeim býr.
Ekki dagur ÍBV:
Lið ÍBV átti ekki góðan dag. En
leikmenn þess reyndu þó lengst af
að reyna að berjast en allt kom
fyrir ekki. Það var meira um
hlaup en kaup hjá þeim að þessu
sinni. Sérstaklega var varnarleik-
urinn hjá liðinu mistækur að
þessu sinni. Þá voru leikmenn
óvenju seinir í alla bolta. En það
kemur dagur eftir þennan slæma
dag og þá er bara að gera betur
næst, og lið ÍBV á eftir að fá
Valsliðið til Eyja og þar hafa þeir
harma að hefna. Liðið getur nefni-
lega svo mikið meira en það sýndi
á laugardaginn. Erfitt er að gera
upp á milli einstakra leikmanna í
liðinu að þessu sinni. Það var
greinilega skarð fyrir skildi að
Tómas Pálsson lék ekki með, var
meiddur.
I stuttu máli: íslandsmótið í 1.
deild, Laugardalsvöllur:
Valur—ÍBV 7—2 (3-0).
Mörk Vals: Albert Guðmunds-
son á 8. og 84. mín. Magnús Bergs
á 30. minútu. Guðmundur Þor-
björnsson úr vítaspyrnu á 40.
mínútu. Hermann Gunnarsson á
47. mínútu. Matthías Hallgríms-
— ÞETTA er besti leikur Vals
undir minni stjórn sagði Volker
þjálfari liðsins eftir leikinn. Það
gekk allt upp hjá okkur sem við
vorum að reyna. Þá léku allir
leikmenn liðsins mjog vel. Ég hef
breytt um leikskipulag og það
tókst vonum framar. Það var
einna helst að leikmenn Vals
skorti einbeitni undir lok leikins
þegar staðan var orðin G—0.
Voíker sagði jafnframt að hann
son á 60. mínútu, Sævar Jónsson á
69. mínútu.
Mörk ÍBV: Gústaf Baldvinsson á
79. mínútu og Sigurlás Þorleifsson
á 90. mínútu.
Áhorfendur: 1566.
Gult spjald: Enginn.
Dómari Guðmundur Haraldss-
on og dæmdi hann leikinn mjög
vel - ÞR.
Groningen og
Wageningen
fóru í 1. deild
HOLLENSKU knattspyrnunni
lauk formlega um helgina með
úrslitakeppni efstu liða i 2. deild.
I Hollandi flyst efsta lið 2.
deildar upp i 1. deild. en þau lið
sem verða í öðru og þriðja sæti
leika úrslitaleik um laust sæti.
Groningen varð meistari i 2.
deild, en um lausa sætið léku
Wageningen og SC Cambuur.
Wageningen sigraði mjög örugg-
lega 4—0. Liðin sem féllu niður
voru Haarlem og Vitesse Arn-
hem.
óskaði eftir því að það ka mi fram
að sér hefði fundist að Sævar
Jónsson hefði fengið ósanngjarna
dóma fyrir landsleikinn á móti
Wales hjá blaðamönnum. Þetta
hefði verið hans fyrsti landsleik-
ur og taka yrði tillit til þess. Auk
þess hefði Sævar verið Uppálagt
að leika eins og hann gerði að
elta manninn langt út á völlinn.
— ÞR
íslandsmðtlð 1. delld
„Besti leikur Vals
undir minni stjórn“