Morgunblaðið - 10.06.1980, Side 46

Morgunblaðið - 10.06.1980, Side 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980 Fólk og fréttir í máli og myndum • Ætla mætti samkvæmt myndum þessum, að vélhjóla- iþróttin höfði eitthvað sérstak- lega til kvenfólks, hverjar svo sem skýriniíarnar á þvi kunna að vera. Enjíu að siður er fátitt mjöK að sjá stúlkur á vélhjólum hér á Fróni, hvort heldur á Kötum bæjarins, eða i keppni. Sú hjálmlausa heitir Gina Boivard og er bandariskur meistari i kvennafiokki. Hin stúlkan er 28 ára gömul leik- kona að nafni Juliette Ander- sen. í fristundum sinum hamast hún i druliulónum á hjólinu sinu. „V'aknaðu drengur. þú hefur sigrað.“ hrópa þjálfari ok aðstoðarmenn kólumbiska hnefaleikamannsins Bernardo Mercado, sem féll óvænt i yfirlið augnabliki eftir að hann hafði reitt mótherja sínum rothögg i sjöundu lotu. Atvikið átti sér stað í hnefaleikakrppni i New York fyrir skömmu er Mercado att kappi við Bandarikjamanninn Ernie Shavers, en þeir eru báðir í þungavikt. Gunnar Einarsson handknattleiksmaðurinn snjalli, sem leikið hefur síðustu fimm árin i V-Þýskalandi, er nú alkominn heim og tekur upp þráðinn að nýju hjá sinu gamla félagi FH. Gunnar hefur þegar hafið æfingar með félögum sinum sem æfa þrisvar i viku, og ætla sér stóra hluti á næsta ári undir stjórn Geirs Hallsteinssonar þjálfara. beir fjölmenntu við Klt-heimilið á skógræktardaginn þessir kappar, plöntuðu trjám og létu þeir ekki rigninguna á sig fá. Á myndinni má sjá m.a. Einar Sæmundsson fyrrverandi formann KR lengst til vinstri, Oskar Guðmundsson badmintonkappa við hlið hans. Heimir Guðjónsson markvörðurinn snjalli hér á árum áður fyrir miðju og Björgvin Schram stórkaupmaður annar frá hægri. Ljósm Mbl. ól. K. M. • Hennes Weisweiler tók sem kunnugt er við bandariska félaginu New York Cosmos, eftir að hafa setið í bilstjórasætinu hjá þýska liðinu FC Köln við góðan orðstýr. Mynd þessi er tekin, þegar Cosmos kynnti Weisweiler fyrir bandarisku „pressunni“. Meðal þeirra sem tóku á móti hinum virta þýska þjálfara, var enginn annar en Pele, einhver besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Pele hefur nóg að gera þessa dagana, en hann er skólastjóri i knattspyrnuskóla hins mikla auðhrings„Warner Brothers“, en skólinn er eitt allsherjar net yfir öll Bandaríkin. Auk þess er Pele gjaldkeri hjá Cosmos. Nýlega var haldin firmakeppni Badmintondeildar Vals, 22 fyrirtæki tóku þátt i keppninni. Til úrslita léku Gleraugnaverslunin Optik og Hverfiskjötbúðin. Sigurvegari varð Gleraugnaverslunin Optik, en keppandi fyrir það fyrirtæki var hinn gamalreyndi badmintonkappi Haraldur Kornelíus- son, á móti Haraldi keppti i úrslitum ungur og efnilegur badmintonspilari Reynir Guðmundsson. Sigurvegari i aukaflokki var Yonex-umboðið, keppandi Eysteinn Björnsson. Hilmar Pietsch tekur á móti verðlaunum fyrir hönd Gleraugnaversl- unarinnar Optik sf. Með honum á myndinni er Haraldur Kornelius- son, sem keppti fyrir það fyrirtæki, en hann hlaut i verðlaun Charlton badmintonspaða, og Jafet S. Olafsson frá Badmintondeild Vals. sem afhenti verðlaun. EINN besti 400 metra grinda- hlaupari heimsins Ilarald Schmid Vestur-Þýskalandi er einn af fjölmörgum iþrótta- mönnum sem kemur til með að missa af Olympíulrikunum i Moskvu. Harald átti alla mögu- leika á að hreppa gullverðlaunin í 400 m grind og jafnvel í 4x400 m boðhlaupum. Besti timi hans i 400 m grindahlaupi er 47,80 sek. Þá hefur hann hlaupið 400 metr- ana á 45,11 sek. Meistaramót þeirra yngstu MEISTARAMÓT yngstu aldurs- flokkanna i frjálsum iþróttum fer fram á Laugardalsvelli dag- ana 27.-29. júní sem Iiður í iþróttahátið Í.S.Í. Keppt verður í þessum grein- um: Piltar f. '66 —'67,100 m, 800m. 4x100 m, langstökk. hástökk, kúluvarp, spjótkast. Telpur f. '66—'67, 100 m. 800 m, 4x100 m. langstökk. hástökk. kúluvarp, spjótkast. Strákar f. '68 og síðar, 60 m, 800 m, 4x100 m, langstökk, há- stökk, kúluvarp, spjótkast. Stelpur f. '68 og síðar, 60 m, 800m, 4xl00m, langstökk. há- stökk, kúluvarp. Hverju félagi er heimilt að senda allt að þrjá keppendur i hverja grein. Þátttökutilkynn- ingar ásamt þátttökugjaldi kr. 150 i einstaklingsgreinum og kr. 600 fyrir boðhlaupssveit skulu hafa borist skrifstofu F.R.Í., íþróttamiðstöðinni Laugardal, eða í pósthólf 1099 i siðasta lagi 18. júni. Tilkynningar sem berast eftir þann tima verða ekki tekn- ar til greina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.