Morgunblaðið - 10.06.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980
33
j raöauglýsingar — raöauglýsingar — radauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
Hestamanna-
félagið Máni
Hestaþing Mána veröur haldiö á Mánagrund,
14. og 15. júní.
Keppnisgreinar:
A. flokkur, B. flokkur, unglingar 12 ára og
yngri og unglingar 13—15 ára. Opin tölt-
keppni, 800 m brokk, 800 m stökk, 350 m
stökk, 250 m stökk, 250 m skeið, 150 m
nýliðaskeið.
Skráning hesta verður í síma 1343 alla daga
milli kl. 11 og 14 og 18 og 21. Skráningu skal
vera lokið fyrir hádegi n.k. föstudag 13. júní.
Nefndin.
Byggung Kópavogi
Framhaldsaöalfundur Bsf. Byggung Kópa-
vogi veröur haldin þriðjudaginn 10. júní kl.
20.30 að Hamraborg 1 3. hæö.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Stjórnarkjör.
3. Kosning 2ja manna til að hafa eftirlit meö
viðhaldi byggingafélagsmanna.
4. Ákvörðun um inntökugjald í félagiö.
5. Önnur mál.
Stjórnin.
MOSFELLSSVEIT
PunKtamot sími668ss.
Efnt verður til punktamóts sunnudaginn 15.
júní á svæði hestamiðstöðvarinnar Dals í
Mosfellssveit. Mótiö hefst kl. 14. Mót þetta er
ætlaö þeim sem eiga eftir að ná tilskildum
punktum (stigum) til þátttöku í íslandsmóti í
hestaíþróttum. Engin verðlaun veröa veitt.
Þátttaka tilkynnist í síma 66885 eða 83747.
Athygli er vakin á námskeiði í keppnisgrein-
um hestaíþrótta sem haldið verður dagana
12.—14. júní og er tilvalið fyrir væntanlega
þátttakendur í íslandsmóti. Þátttaka tilkynn-
ist í síma 83747.
húsnæöi óskast
2ja—3ja herb. íbúö
óskast hið fyrsta. Upplýsingar í síma 85411.
Glit hf.
Heimdellingar
Árlog skógræktarferö Heimdallar í Heiömörk veröur farin 10. júní n.k.
frá Valhöll kl. 19.30.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
s.u.s.
— 50 ára
— Þingvellir
50 ára afmælishátíö S.U.S. veröur haldin
laugardaginn 14. júní aö Hótel Valhöll,
Þingvöllum og hefst kl. 17.00 meö móttöku
gesta. Þá veröur hátíöarkvöldveröur, Jón
Magnússon, formaöur S.U.S. og Geir
Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæöisflokks-
ins flytja ávörp. Rútugerö, fyrir þá er þess
óska, er frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl.
16.00. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö og eru
væntanlegir þátttakendur beönir aö til-
kynna þátttöku sína á skrifstofu Sjálfstæö-
isflokksins. sími 82900 fyrir kl. 17.00
þriöjudaginn 10. júní.
S.U.S. - 50 ára - Þingvellir
Mosfellssveit —
nes — Kjós
Aðalfundíir fulltrúaráös
sjálfstæöisfélaganna í Kjósarsýslu veröur
haldinn þriðjudaginn 10. júní 1980 kl.
21.00 aö Fólkvangi, Kjalarneshreppi.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Matthías Á. Mathiesen, alþingismaöur
kemur á fundinn.
Stjórnin.
Kjalar-
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
ArtíLYSINtíA-
SIMINN KR:
22480
| smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hilmar Foss
Lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar-
stræti 11, sími 14824, Freyju-
götu 37, sími 12105.
Húsgagna-
viðgeröir
Tek aö mér alls konar viögeröir
á húsgögnum, lakk og póler-
Ingar. Unnlö af meistara. Heima-
sími 74967.
Antik
Skrifstofuhúsgögn. Sími 17685.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11796 og 19533.
Kvöldferö
Miövikudag 11. júní, kl. 20.
Vífilsstaöahlíö.
14.—17. júní: Sögustaöir í
Húnaþingi. Gist í húsi.
Helgarferó 13.—15. júní:
1. Mýrdalur—Hafursey. Gist (
húsi.
2. Þórsmörk.
Altar nánarl upplýsingar á
skrifstofunni.
Feröafélag islands.
22480 ‘Oí'
fRirtmMakife
Þorsteinn Garðar Þor-
leifsson — Minning
Fæddur 11. desember 1954.
Dáinn 1. júni 1980.
í gær, mánudaginn 9. júní, var
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
Þorsteinn Garðar Þorleifsson, en
hann lést af slysförum hinn 1. júní
sl. Okkur systkini hans langar til
að minnast elskulegs bróður í
fáeinum orðum.
Þorsteinn eða Steini, eins og
hann var jafnan kallaður, var
fæddur í Reykjavík 11. desember
1954. Hann var næstelstur í hópi
átta systkina, sonur hjónanna
Ragnheiðar Jónasdóttur og Þor-
leifs Þorsteinssonar, til heimilis
að Alfhólsvegi 84, Kópavogi.
Hann ólst upp austarlega í
Kópavogi og sleit barnsskónum á
þeim tíma, þegar hægt var að fara
„uppí móa og nið’rí móa“, þegar
litlir drullupollar voru stórar
tjarnir og marglit glerbrot voru
gull og gimsteinar. Enn mátti sjá
leifar stríðsáranna, yfirgefna
bragga og gaddavírsgirðingar.
Þetta var sannkölluð paradís í
augum tápmikilla krakka með
fjörugt ímyndunarafl. í þessu um-
hverfi átti hann skemmtilega
æskudaga meðal systkina og ann-
arra félaga.
Að lokinni skólaskyldu stundaði
Steini sjóinn, fyrst á farskipi en
síðan á ýmsum fiskiskipum, lengst
af á v/s Helgu Guðmundsdóttur
frá Patreksfirði, auk þess sem
hann fór á nokkrar hvalvertíðar.
Sjómennska var því hans aðal-
starf og hefur hann án efa gegnt
því með sóma, svo atorkusamur og
duglegur sem hann var til allrar
vinnu.
Það gefur auga leið að í stórum
systkinahópi hvíla vissar skyldur
og ábyrgð á herðum hinna eldri,
þeim skyldum brást Steini aldrei,
því einstök var hjálpsemi hans og
fórnfýsi. Nægir að geta þess, að
hann sá heimilinu farborða um
nokkurra mánaða skeið, meðan
faðir okkar var óvinnufær vegna
veikinda og ómældar vinnustundir
lagði hann í viðbyggingu við húsið
heima. Svo mætti lengi telja, en
það var ekki í eðli hans að miklast
af velgjörðum sínum.
Steini var vinamargur. Þegar
hann var ekki á sjónum var oft
mikið um að vera heima, vinir að
koma og fara og síminn á fullu.
Hann hafði einstakt lundarfar,
var rólyndur, hafði góða stjórn á
skapi sínu, en glaður í góðra vina
hópi.
Slys eru válega tíð og fellur þá
oftlega ungt fólk í valinn. Sárt er
að missa náinn ættingja og vin,
söknuðurinn er mikill, en við
verðum að horfa fram á við og
vona að tíminn lækni öll sár,
minningarnar eigum við þó áfram
um góðan dreng.
Við biðjum Guð að styrkja
pabba og mömmu, afa og ömmur
og aðra ættingja og vini, ennfrem-
ur vottum við samúð okkar öllum
þeim, sem um þessar mundir eiga
um sárt að binda vegna ástvina-
missis.
Systkini
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.
29. JÚNÍ
Pétur J. Thorsteinsson
Aðaiskrifstofa stuöningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar
í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar:
28170 — 28518
★ Utankjörstaóaskrifstofa símar 28171 — 29873.
★ AHar upplýsingar um forsetaKosningarnar.
*r Skráning sjálfboöaliöa.
★ Tekiö á móti framlögum í kosningasjóó.
V
Nú fylkir fólkiö sór um Pótur Thorsteinsson.
Stuöningsfólk Póturs.