Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Skápurinn er úr massífri furu, danskur og
kostar 328 þúsund krónur. Borðið er sænskt úr
massífri furu og það með 4 stólum kostar 349
þúsund krónur. Borðið má stækka þannig að 8
stólar geta átt við það. Borðmotturnar fást i
ýmsum litum og kosta 1450 krónur stykkið, og
sessurnar í stólunum 4500 krónur. Ljósið kostar
23.500 krónur. Veggteppin 72 þúsund krónur,
íslenzk og handofin.
DAGLEGT LIF
Linan
Sérverzlun með m.a. húsgögn úr furu og reyr
VERZLUNIN Línan við Hamra-
borg 3 í Kópavogi hefur þá
sérstöðu meðal húsgagnaverzl-
ana að þar eru eingöngu á
boðstólum húsgögn úr furu og
reyr. Húsgögnin eru í iéttum og
einföldum stil og ódýr ef mið er
tekið af verði almenmt á hús-
gögnum hér á landi. Þau henta
vel ungu fólki, sem er stærsti
hópur viðskiptamanna verzlunar-
innar. Reyrvörurnar eru italskar
og furuhúsgögnin frá Finnlandi,
Danmörku og Sviþjóð. Þarna fást
líka margskonar körfuvöruteg-
undir sem keyptar eru frá Dan-
mörku en þær eiga flestar upp-
runa sinn i Austurlöndum.
Meðal þess sem á boðstólnum er
eru sófasett úr furu og reyr,
hægindastólar úr furu og margar
aðrar gerðir stóla bæði úr furu og
reyr, m.a. ruggustólar. Þá eru
bæði einstaklingsrúm og hjóna-
rúm úr reyr og einstaklingsrúm úr
furu. Meðalverð á einstaklings-
rúmi úr reyr með dýnu er um 120
þúsund krónur. Rúm úr furu með
hillum og náttborði kosta um 210
þúsund krónur. Þarna finnast
ennfremur handunnin íslenzk ofin
veggteppi, verð um 72—85 þúsund
krónur og sams konar borðdreglar
sem kosta um 30 þúsund krónur.
Hillusamstæður úr furu (3 eining-
ar) kosta frá 463 þúsund krónum
upp í um 500 þúsund krónur.
Grófar bambusrúllugardínur
fást í verzluninni í 4 stærðum og
kosta 11.400 til 19.900 krónur.
breiddirnar eru 0.90 sm, 1.20 sm,
og 1.80 sm og allar stærðir eru 1.80
á síddina. Af breidd þeirra má
saga eftir því sem hentar hverjum
og einum fyrir gluggann sinn.
Dyra- og gluggahengi úr tréperl-
um fást líka og kosta í ýmsum
stærðum og lengdum frá 15.600
krónum til 27 þúsund króna.
Af smávöru má nefna körfuvör-
urnar (körfur, bakka o.fl.) bast-
kistur, korktöflur, sessur í tvær
gerðir stóla, blaðagrindur, borð-
mottur og margt, margt fleira.
Þá má nefna borð og kommóður
í ýmsum stærðum og gerðum, og
skilrúm úr reyr sem kosta um 80
þúsund krónur. Vöruúrvalið er
fjölbreytt og skemmtilegt í þess-
ari verzlun og verður ekki allt
talið hér.
Greiðsluskilmálar verzlunar-
innar eru þeir að ef vörur eru
Ljósmyndir Kristján
keyptar fyrir hærri fjárhæð en
100 þúsund er helmingur kaup-
verðsins greiddur út við kaupin og
eftirstöðvar síðan á 4 mánuðum.
Ef um hærri upphæðir er að ræða
getur það verið samningsatriði
hvernig greiðslum verður háttað.
Staðgreiðsluafsláttur mun einnig
veittur sem hjá öðrum verzlunum,
þegar keypt er fyrir ákveðnar
peninga upphæðir.
Þetta sófasett er danskt. Allur
sófinn, ásamt þilinu. hillunum og
blaðapokanum kostar 644 þúsund
krónur. Furuborðið kostar 95
þúsund krónur. 2 einingar þess-
ara hillusamstæða kosta 320 þús-
und krónur. Hægindastóllinn er úi
leðri, sænskur og kostar 256
þúsund krónur. Þess má geta að
sófasettið var á sýningu í Laugar-
dalshöllinni i fyrra og vakti þar
verðskuldaða athygli sýningar-
gesta. Enda má koma honum
haganlega fyrir í stofu þannig að
hann myndi skilrúm milli setu-
stofu og borðstofu.
Þessir stólar eru úr furu, með
strigaáklæði og kosta hver 136
þúsund krónur. Þeir eru frá
Finnlandi. Hillusamstæða (3 ein-
ingar) kostar 463 þúsund
krónur. Gólflampinn er sænskur
og kostar 52.600 krónur. Slika
lampa má bæði fá i loft og á
vegg. Veggteppið cr handofið
islenzkt og kostar 72 þúsund
krónur. Þar undir má sjá fugla-
búr sem kostar 21.800 krónur.