Morgunblaðið - 10.06.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 10.06.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 35 Solarium kerlaugar og f leira... Stöðugt fleiri rækta likamann með þjálfun hans, gufuböðum eða t.d. sundi a.m.k. einu sinni í viku. Aðrir leita sér fremur afslöppunar í sauna, hveralaugum og nuddi. Og enn aðrir vilja undirbúa húðina fyrir sólarlandaferöir sumarleyfisins með því að sækja þá staði sem bjóða upp á ljós eða svokallaða solariumlampa, sem jafnvel munu geta gefið húðinni brúnan lit, sem annars sólarljósið eitt getur veitt. Þessi ljós geta ekki sizt verið t.d. psoriasissjúklingum til mikillar hjálpar i baráttunni við útbrotin. (L|6*m. Emllla). það sem talið er heilsusamlegt og uppbyggjandi fyrir líkamann og heilsuna. Við könnuðum verðið á þessari þjónustu sem á boðstólum er í Heilsuræktinni. Aðgangur að solarium-lampa og sturtubaði (solarium í 10 mínútur í senn) kostar fyrir 8 skipti 8800 krónur, en það mun vera einna ódýrast að njóta solarium-geisla þarna af þeim stöðum í höfðuborginni sem bjóða þá þjónustu. Solarium og aðgangur að hveralauginni, sauna og þjálfunartækin í 8 skipti kostar 20 þúsund krónur. Heilsuræktin er opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 9.00 á morgnana til 23.00 á kvöldin og þriðjudaga og föstudaga frá hádegi til kl. 21.00 á kvöldin. Fjöldi annarra aðila bjóða líka þjónustu þeim sem vilja rækta likamann og heilsuna. Ef ungt fólk á skólaaldri þarfnast leikfimitíma allt að þrisvar í viku hverri yfir veturinn, hvers þarfnast þá ekki eldra fólk sem vinnur kannski í stöðugri kyrrsetu allan daginn. Afslöppun i sauna, hveralaugum eða öðru hefur þá ekki sízt gildi í streituþjóðfélagi okkar daga. Daglegt líf renndi við í Heilsuræktinni í Glæsibæ þar sem m.a. ellilífeyrisþegar njóta endurgjaldslausrar endurhæfingaraðstöðu, — en almenningi er þjónustan ekki síður til boða. Þar eru solariumljós fyrir viðskiptavinina, þ.e. ljósböð með bæði infrarauðum geislum og útfjólubláum í einum og sama lampanum. En læknar hafa m.a. mælt með slíkum ljósaböðum við t.d. þá sem eiga við psoriasis að stríða. Þá eru þarna hveravatnslaugar, — laugar með niðurkældu hveravatni, án klórs. Þá er sauna, þjálfunarsalur með tækjum, háþrýstisturtur og fleira GRJÓTHLÍFAR fyrir alla bíla SÍLSALISTAR úr krómstáli YD BIIKKVER ^ ) selfossÍ^ Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040. REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ | Rafritvél meó fisléttum áslætti, áferðafallegri skrift, dálkastilli 28 eóa 33 sm valsi. .. Vél sem er peningana virði fyrir jafnt leikmenn sem atvinnumenn. Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Leitió nánari upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.