Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.06.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. . JÚNI1980 39 barnahópi þeirra Nykhólshjóna eru nú þrjú á lífi. Sigurður stundaði framan af ævi alla algenga vinnu til sjávar og sveita, en árið 1939 gerðist hann verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands og þar starfaði hann óslitið til ársins 1962, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. í starfi verkstjóra nutu eiginleikar Sigurðar sín einkar vel, en þeir einkenndust af því að sjá ávallt fleiri en eina hlið á hverju máli, hafa ávailt í huga rétt starfsfólks og vinnuveitenda og gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Af þessum sökum var hann einkar vinsæll meðal starfsmanna og vinnuveitenda og til marks um vinnusemi hans má nefna, að þegar fyrir meira en þremur áratugum hafði hann gert sér að reglu að matast á vinnustað enda þótt öll aðstaða væri þá með öðrum hætti en nú tíðkast. Tel ég víst, að hann hafi þá verið búinn að finna þá annmarka og vinnu- tap, sem fylgja því að þeysa um langan veg og matast á tiltölulega skömmum tíma. Þó var Sigurður einkar heimakær maður og þar dvaldist hann, þegar hann var ekki við störf sín. Sigurður tilheyrði þeirri kyn- slóð Islendinga, sem hlaut eymd í arf, en reisti merkið til fulls, sem núverandi og komandi kynslóðir á óvart. Svo mörg voru dæmin, sem sýndu skapgerð hennar og innræti. Að gefa og fórna, það var hennar eðli, aldrei að vera neinum til byrði. Eyrún undi hag sínum vel á Hrafnistu, var öll þessi 12 ár á tveggja manna stofu. Sambýlis- konurnar urðu ófáar, dvöldu mis- lengi með henni unz að lokum dró fyrir þeim. Meðan þær voru mál- hressar var einatt báðum til ánægju að ræðast við, en þegar hallaði undan fyrir þeim, reyndi hún að létta þeim lífið eftir föngum. Hún var raunar stundum sjálf á sjúkradeild, en lengst af hafði hún fótavist. Var þá alla tíð glöð og þakklát og lofaði guð fyrir hvern dag. Hún var fyrir löngu ferðbúin héðan frá vorri jörð. Átti til að segja upp úr eins manns hljóði: „Ætli þetta fari nú ekki að styttast. Mér er ekkert að vanbún- aði.“ Hún var mikil trúkona. Mér finnst að hún hefði getað gert að sínum orðum orð Guðlaugs prests Guðmundssonar: Frjéls cr andinn {erðbninn. (örina rkkert hrftir, bráðum sinar, bein og skinn i bðlinu skil rg eftir. Eyrún fæddist 16. maí 1891 að Kvíavöllum í Romshvalsnes- munu njóta góðs af. Hann fylgdist vel með og gladdist af þeim miklu framförum, sem urðu á hans langa æviskeiði, en alla tíð gerði hann sér ljósa grein fyrir því, að það, sem við köllum framfarir eru ekki einhlítar og hann var allt of vel sjáandi og raunsær til þess að koma ekki auga á þá fruntalegu agnúa, sem mörgum framförum fylgja. Hann taldi, að sóun verð- mæta mér á landi væri háskaleg og nýting verðmæta allt of lök. Ekki skal þvi neitað, að einkum á efri árum hafi verðmætamat verið miðað við stærri gjaldmiðilsein- ingu en nú er í gildi, en þó var ekki annað hægt en að vera honum sammála og það fyllilega, ef reynt var að meta heildaráhrif slíks, þegar til lengdar lætur. í þessum efnum var Sigurður frændi minn íhaldsmaður í orðsins beztu merkingu og hann kastaði ekki góðum og gömlum reglum fyrir róða af nýjungagirni einni saman, en tók nýjar fyrst í notkun er þær höfðu sannað ágæti sitt. Á yngri árum lagði Sigurður þeirri þjóð- málaskoðun, sem hann taldi rétta, virkan stuðning þó ekki með því að hrópa í gjallarhorn á mann- fundum heldur í kyrrþey með viðtölum við þá, sem hann taldi að mundu taka mark á orðum hans, en það gerðu að minnsta kosti allir þeir, sem þekktu hann. Sjaldan hef ég kynnst manni, sem hafði eins rótgróna trú á landi sínu og öllum þeim margvís- legu möguleikum, sem það býður upp á, ef rétt er á málum haldið. Mér er til efs um, að Sigurður Grímsson hafi nokkurn tíma með- tekið tíðar fullyrðingar um, að landið hans væri á mörkum hins byggilega heims og má þó ætla, að hann hafi komizt nær því að upplifa merkingu þeirra orða fyrir og um síðustu aldamót og á kreppuárunum en höfundur þeirra. Sigurður sá ísland í hyll- ingu draumalandsins, sem var að vísu harðbýlt, en fæddi og klæddi börnin sín og hlaut að launum einlæga ást þeirra. Þessum börn- um finnst hinn harði melgrasskúf- ur hugnæmari en erlend sumar- blóm og þau hafa kynnst þeirri tilfinningu meistarasöngvarans, sem finnst aldurhniginn faðir hans syngja betur en hann sjálfur. Draumalandinu hlotnaðist sú ættjarðarást, sem skerpir fegurð- arskynið og uppfyllir allar óskir. Á því fann hann alla fegurð, enda sóttist hann ekki eftir að ferðast utan íslands og bezt þótti honum að heimsækja sveitina sína, þar sem ófeysknar rætur lágu djúpt og vinir og kunningjar byggðu sér- hvert ból. Það var gaman að sjá og heyra Sigga frænda, þegar hann var nýkominn úr ferðalagi á æskustöðvarnar. Þá hafði hann yngst um mörg ár. Það er skoðun mín, að allt sitt langa líf hafi Sigurður Grímsson verið einstakur gæfumaður. Hann lifði tímana tvenna. Annars vegar mótlætið og erfiðleikana, sem efla huga og hönd og sigur, sem gaf lífsfyllingu. Hins vegar allsnægtir og umrót, sem ef til vill þarf ennþá sterkari bein til þess að þola. Framhjá boðum lífsins tel ég, að Sigurður hafi siglt klakk- laust og af fyllsta öryggi. Hann naut á sinni óvenjulöngu ævi svo góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu, að fátítt er og var hann forsjóninni þakklátur fyrir þá miklu gjöf. Síðan en ekki sízt átti hann því láni að fagna, er hann kvæntist árið 1943, að eignast ágæta og mikilhæfa eiginkonu, Elínu Þorláksdóttur frá Hrauni í ölfusi, sem hann mat mikils og var honum stoð og stytta í einu og öllu. Sigurði varð ekki barna auðið, en þau Elín ólu upp dóttur hennar af fyrra hjónabandi, Höllu Sigurjónsdóttur, sem er starfandi tannlæknir í Reykjavík og Olgeir Skúla Sverrisson, sem er starfandi prentari í Kaupmannahöfn. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist bezt vináttu og mynd- arskap þeirra hjóna, er þau bjuggu í Eskihlíð 16b, en þangað var ég ávallt velkominn og not- færði mér óspart, þegar ég var við nám í Reykjavík. Þá sá ég einnig, að margir fleiri hreppi. Þar bjuggu foreldrar hennar, Sigurður Helgi sjómaður og Halldóra Sigurðardóttir, og þar sleit Eyrún barnsskónum til 10 ára aldurs. Fer þá um vorið fótgangandi með móður sinni og Siggu systur alla leið til Reykja- víkur, tveggja daga ferð. Fer þá í vist í Reykjavík. Vorið eftir flytja foreldrar hennar til Reykjavíkur og setjast að í Ána- naustum. Það varð æskuheimili hennar. Hún gengur í skóla hjá Þorleifi Jónassyni barnakennara 1902 og 1903 og fermdist í Reykja- vík 1905 um vorið, 14 ára. Ari síðar fer hún að vinna við höfnina sem þá var kallað eyrarvinna, og stundaði þá vinnu í 3 ár. Ber salt úr skipum og í, vinnur í Thomsens verzlun, ber timbur úr skipum í Völundarport, ber kol úr skipum í Kleppsspítalann og Laugarnes- spítala, er í fiskvinnu, þvær í þvottalaugunum. Fjórða árið var hún griðkona í Menntaskólanum í Reykjavík, þá á 20. ári. Daginn eftir tvítugsafmælið giftist hún Helga Guðmundssyni. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson sjómaður og Guðlaug Einarsdóttir ættuð úr Grindavík, afasystir konunnar minnar. Nú hófust kynni þeirra Eyrúnar og vinátta sem aldrei slitnaði. Þau ungu hjónin, Helgi og Eyrún, voru í fyrstu á heimili Guðlaugar á Laugavegi 72. Þar lágu fyrst saman leiðir þeirra Einarínu Eyrúnar og Einarínu mágkonu hennar, systur Helga. Einarína varð seinna kennari við barnaskólann á Eskifirði í mörg ár. Þær nöfnurnar voru eins og systur frá því að þær sáust fyrst. í Reykjavík fæddust þeim hjón- unum 3 fyrstu börnin, 6. nóv. 1911 Guðmundur, húsgagnasmiður, 9. nóv. 1913 Guðlaug og 18. jan. 1917 Sigdór trésmiður. Þetta voru erfið ár, vöruverð hækkaði vegna heimsstyrjaldarinnar en kaup ekki að sama skapi, og vinna stopul. Það varð úr að Helgi og Eyrún tóku sig upp og fluttust til Vestmannaeyja með börnin þrjú, árið 1920. Þar byggðu þau sér hús sem þau nefndu Heiðarbýli við Brekastíg. Á þeim 10 árum sem þau voru í Vestmannaeyjum varð þeim enn þriggja barna auðið. 29. júlí 1924 fæddist Ingi Ragnar, lögfræðingur, og 4 sept. 1930 fæddust tvíburarnir Hulda og Fjóla. Á námsárum mínum vorum við hjónin vön að koma við hjá þeim Helga og Eyrúnu í Vest- mannaeyjum, þegar því varð við komið á leiðinni út eða utan. Þá var það, að ég kynntist þeim fyrst. Enn fluttust þau búferlum 1930 og þá aftur til Reykjavíkur, eignuðust íbúð á Hverfisgötu 100 B. Þar átti Eyrún heima í 38 ár. Ekki naut Helga við sem fyrir- vinnu nema fram á sumarið 1936. Þá veiktist hann af berklum, sem drógu hann til dauða. Andlát hans bar að 30. marz 1937. Þá var Ingi 14 ára en tvíburarnir 6 ára. Nú stóð ekkjan ein uppi með bðrnin þrjú. En Eyrún lét aldrei bugast. Og henni tókst að framfleyta heimilinu af eigin rammleik, með því að vinna baki brotnu, aðallega við þv- . og skúringar. Öllum yngri börnunum kom hún ein vel til manns, enda stóð ekki á því, að þau legðu heimilinu lið sitt eftir því sem þeim jókst vöxtur og vit, Á þessum árum þykir mér sýnt, að einna mest hafi reynt á ekkjuna um ævina. En þá kom líka hetju- skapur hennar best fram. Hún treysti Guði og bænir hennar voru heyrðar. Smám saman rættist vel úr mestu örðugleikunum. Hún átti eftir að sjá börnin sín vel gift, eignast efnileg barnabörn og sátt og samlyndi ráða ríkjum milli allra fjölskyldnanna, heitasta ósk góðrar móður. Eyrún var kona mikil á velli, há og grönn fram á efri ár, sviphrein og í senn góðleg og tíguleg, mér fannst hún alltaf fríkka með aldrinum. Ótrúlegt er að nokkur, sem kynntist henni náið, hafi um hana aðrar minningar en góðar. Blessuð sé minning hennar. Sigurkarl Stefánsson nutu gistivináttu þeirra. Fyrir þetta og alla góða viðkynningu fyrr og síðar færi ég og fjölskylda mín Sigga frænda að leiðarlokum innilegar þakkir og Elínu og öllum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Grímssonar. Vilhjálmur G. Skúlason. + BALDVIN K. SVEINBJÖRNSSON apótakari andaöist aðfaranótt 9 júní. Anna Vigdís Ólafsdóttir, Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir, Kristinn Roynir Gunnarsson. t Móðir okkar, JÓNÍNA ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR Haióargerói 5, andaöist 7. júní. Jaröarför auglýst síöar. Börnin + Maöurinn minn, HERMANN GUÐMUNDSSON frá Bæ andaöist aö heimili sínu Sólheimum 26, hinn 5. júni. Jaröarförin veröur tilkynnt síöar. Fyrir hönd vandamanna. Aöalbjörg Jónsdóttir. + Eiginmaður minn FRIOFINNUR ÓLAFSSON andaöist á sjúkrahúsi f Kaupmannahöfn, laugardaginn 7. júní. Halldóra Sigurbjörnsdóttir. + Eiginkona mín, móöir og dóttir HANSÍNA GUONY ÓSKARSDÓTTIR, Heiöarhrauni 33, Grindavík, óöur til heimilis Kirkjuvegi 6, Hafnarfiröi sem lést f Landspítalanum 31. maí sl. veröur jarösungin miövikudaginn 11. júní frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi kl. 1.30. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Kristinn í. Karlsson og börn, Una Nikulásdóttir. + Eiskulegur sonur okkar, unnusti og bróöir, SIGURÐUR ANTON FRIÐÞJÓFSSON, sem andaöist 3. júní sl. veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 13. júní kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Frióþjófur Gunnlaugsson, steinunn Konráösdóttir, Hafþóra Bergsteinsdóttir. + Útför móöur okkar og tengdamóöur, GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hofsvallagötu 20, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 12. júní kl. 15. Elfsabet Magnúsdóttir, Einar Sigurösson, Björn Magnússon, Matthildur Valdimarsdóttir. + Útför systur okkar, INGVELDAR SIGURDARDÓTTUR, Vífilsgötu 4, fer fram frá Fossvogskirkju, mlövikudaginn 11. júní kl. 1.30. Theodóra Una og Hrefna Siguröardætur. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, GUNNARS EIRÍKSSONAR, bifreiöasmiös. Svavar Gunnarsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.