Morgunblaðið - 10.06.1980, Síða 37
<
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
QŒFJMBT/'' frámánudegi
ILB '11it
verið dálítið umdeildur, en það er
Albert Guðmundsson.
Ég hygg þó að það verði honum
ekki til trafala, heldur fremur
hitt, að Albert hefur um langt
skeið stundað það sem heitir „að
hjálpa fólki", oftast þeim sem
minna hafa mátt sín í þjóðfélag-
inu. Ungir og gamlir hafa leitað til
hans með sín mál, þegar allt
annað er þrotið, öll von líka. Þá
eru þeir einnig til, er telja nauð-
synlegt að hann verði borgar-
fulltrúi og þingmaður áfram,
vegna þess að hann tekur drengi-
lega á málum.
Um þetta er nú ekki nema allt
gott að segja, en mér þykir nú
skörin vera farin að færast upp á
bekkinn, ef Albert Guðmundsson
er „of góður" fyrir Bessastaði, því
þar á okkar besti maður að sitja.
Ég er í eðli mínu mótfallinn
svokallaðri „góðgerðarstarfsemi"
einstaklinga, ekki af því að mér sé
ekki ljóst — því miður — að hún
er nauðsynleg. Helst ætti hin
félagslega starfsemi í landinu að
annast hana að fullu. Þeir sem
hjálpa eða aðstoða einstaklingana,
þá sem um sárt eiga að binda,
hvort sem það er í samskiptum við
kerfið eða í persónulegum málum
eru góðir og sannkristnir menn, en
þeir eru ekki of góðir, eða tapaðir,
þótt þeir setjist í æðsta embætti
þjóðarinnar. Þar mega mannúð-
armenn sitja, ekki síður en aðrir.
Egill Eðvarðsson
• Egill en ekki
Þorgeir í Hár-
tísku 80?
Ágúst Þorv. Ilöskuldsson
skrifar:
„Það hafa sjálfsagt runnið tvær
grímur á marga sjónvarpsáhorf-
endur er þeir sáu Hár-Tísku-
þáttinn í sjónvarpinu sunnudags-
kvöldið 25. maí. Allt í einu heyrð-
ist í Þorgeiri Ástvaldssyni, um-
Þorgeir Ástvaldsson
sjónarmanni Skonrok(k)s, þótt
ekki hefði hann verið sagður
kynnir þáttarins, heldur Egill
Eðvarðsson, sem jafnframt var
upptökustjóri. En sem sé, það var
Egill sem kynnti það sem fyrir
augu bar, en ekki Þorgeir, þó að
málrómur þeirra sé ótrúlega líkur.
Geta má þess til gamans í lokin,
að Egill Eðvarðsson hefur verið
upptökustjóri vinsælasta þáttar
sjónvarpsins, Skonrok(k)s, sem
Þorgeir stjórnar.
Þessir hringdu . . .
• Mjólkurvörur og
sundurgreining
manneskjunnar
Kr. Sig. 5780—6184 hringdi
og bar fram fyrirspurn til Mat-
vælaeftirlits rikisins. Hún sagðist
hafa keypt súrmjólk 5. þ.m. Fern-
urnar voru merktar 14. júní (síð-
asti söludagur). Er þarna allt með
felldu? spyr Kr. Sig. Og: Hvaða
reglur gilda um merkingu
mjólkurvara?
Þá vildi Kr. Sig. taka undir
þakklæti Maríu Markan fyrir
grein eftir Ingólf Sveinsson geð-
lækni í Lesbók Mbl. 24. maí (bls.
2—5). Við erum ennþá að skipta
manneskjunni i sál og likama —
en það er misskilningur ef ekki
afskræming. Kr. Sig. vildi eins og
María Markan hvetja fólk til að
lesa þessa grein. Það vildi oft
brenna við, að læknar litu fremur
á fólk sem tilfelli en manneskjur,
en allur annar væri andinn í
þessari grein.
Röndóttir og einlitir
sumarkjólar
úr jersey, verö frá 19.500.- kr. Mussur og bolir,
glæsilegt litaúrval. Prjónakjólar fyrir öll tækifæri, allar
stæröir verö frá kr. 22.000,-
Verksmiðjusalan Brautarholti 22.
Inngangur frá Nóatúni.
t
[DAGSBMí
Orðsending frá
Verkamannafél.
Dagsbrún
Öll vinna viö lestun og losun skipa í Reykjavikurhöfn
er bönnuö um helgar frá 21. júní til 1. sept. 1980.
Stjórn Dagsbrúnar.
SKRIFSTOFUR
STUÐNINGSMANNA
ALBERTS
OG BRYNHILDAR
Reykjavík: Nýja húsinu viö Lækjartorg. Símar: 27833
— 27850. Opiö frá 9—22 alla daga.
Akranes: Félagsheimilinu Röst. Sími: 93-1716. Opiö
frá 17—22 virka daga og 14—18 um J'IQ|gár
Akurevri; 0sÍSÍágötu 10. Sími 96-25177 og 25277.
Opiö frá 14—19 alla daga.
Vestmannaeyjar: Strandvegi 47. Sími: 98-1900. Opiö
14—18 aila daga.
Selfoss: Austurvegi 39. Sími: 99-2033. Opiö-18—22
virka daga og 14—18 um helgar.
Keflavík: Hafnargötu 26. Sími: 92-3000. Opiö 20—22
virka daga og 14—18 um helgar.
Hafnarfjöröur: Dalshrauni 13. Sími: 51188. Opið
20—22 virka daga og 14—18 um helgar.
Kópavogur: Hamraborg 7. Sími: 45566. Opiö virka
daga frá 18—22 og 14—18 um helgar.
Seltjarnarnes: Látraströnd 28. Sími: 21421. Opiö
18—22 virka daga og 14—18 um helgar.
Blönduós: Húnabraut 13, sími 95-4160. Opiö á
miðvikudögum og sunnudögum kl. 8—10.
Hella: í Verkalýöshúsinu. Sími 99-5018. Opiö daglega
kl. 17—19 og 20—22.
Stykkishólmur: Verkalýöshúsinu, sími 93-8408. Opið
þriöjudaga og fimmtudaga kl. 20—23.
Hvammstangi: Verslunarhúsi Siguröar Pálmasonar,
sími 95-1350. Opiö virka daga kl. 17—19, um helgar
13— 19.
Garðabær: Öpiö virka daga 17—20, um helgar kl.
14— 17.
Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá,
utankjörstaöakosningu, og taka á móti frjálsum
framlögum í kosningasjóð.
Maður fólksins Kjósum Albert