Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 Hundruð líka sjást á floti Darra. 18. júní. AP. MINNST 397 lík hálshöKKvinna karla. kvenna ok barna hafa sézt í fljótunum Gumti ok Shalda. þar sem þau hafa borizt til Banjda- desh frá indverska fylkinu Trip- ura aö söKn embættismanna i da»?. Indverji, sem reyndi að fara yfir landamærin til Bangladesh, sagði blaðinu „Sangbad", að rúmlega 100 þorp hefðu verið brennd til ösku og ættflokkamenn hefðu myrt rúm'lega 3.000 manns. Hætta á sjúkdómum og hung- ursneyð hefur aukið eymd fólksins í Tripura í kjölfar fjöldamorð- anna. Talið er að fyrirliggjandi hrís- grjónabirgðir endist aðeins í 10 daga, og stjórnin í Nýju Delhi hefur verið beðin um aðstoð. Embættismenn segja, að kói- eru-faraldur geti gosið upp í flóttamannabúðum, sem hafa ver- ið settar upp í kjölfar morðanna. Þar mun nú búa einn áttundi hluti allra íbúa fylkisins. Ráðstef na í Genf um Afghanistan Gent. 18. júní. AP. inna hermanna og særða her- ÁTÖK í AFRÍKU - Simamynd-AP. Tæplega fimmtíu menn létu lífið í átökum í hverfum svartra íbúa S-Afríku í gær og fyrradag. Myndin sýnir brennandi götuvígi í bænum Manenberg. LEIÐTOGAR frá ríkjum múham- eðstrúarmanna kuma saman til fundar i Genf á laugardag til þess að gera nýja tilraun til að leysa Afghanistanmálið, en ekk- ert bendir til þess að stjórnin i Kahul þekkist boð um að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Pakistanskir embættismenn sögðu í London, að Rússar hefðu hafnað boði um að sækja ráðstefn- una og ekkert svar hefði borizt frá Kabul. Ráðstefna múhameðstrú- arríkja í Islamabad í siðasta mánuði skipaði fastanefnd til að finna lausn á Afghanistanmálinu, og það er sú nefnd, sem kemur saman í Genf. Nefndin er skipuð utanríkisráðherrum Pakistans og írans, Agha Shahi og Sadegh Ghotbzadeh, og framkvæmda- stjóra ráðstefnunnar, Habib Chatti frá Túnis. í Bonn fullvissaði Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þjóðverja, Khaled Saudi- Arabíukonung um stuðning Bonn-stjórnarinnar við tilraunir múhameðstrúarríkja til að leysa Afghanistanmálið. Khaled er í fjögurra daga heimsókn í Vestur- Þýzkalandi. í Nýju Delhi sagði utanríkisráð- herra Indlands, P.V.B. Rao, á þingi, að vonir um brottflutning Rússa frá Afghanistan færu þverrandi og brýnna væri en áður að finna pólitíska lausn á málinu. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að staðfest hefði verið í Kabul að afghönskum skæruliðum bærust nýtízku vopn frá Vesturlöndum. Japanska fréttastofan Kyodo sagði í dag, að Rússar virtust nota bæði herflugvélar og aðrar flug- vélar til að flytja vistir til Afgh- anistan og flytja þaðan lík fall- Stjórnar- sigri spáð í Japan Tokyo. 18. júni. AP. JAPANSKA fréttastofan Kyodo segir, að samkvæmt skoðanakönnun fái stjórn- arflokkurinn, Frjálslyndi demókrataflokkurinn, jafn- mörg þingsæti í kosningun- um 22. júní og hann nú hefur, og muni því halda fimm þingsæta meirihluta sínum. Samkvæmt skoðanakönn- uninni bæta sósíalistar við sig sex sætum og fá 113, kommúnistar munu tapa þremur sætum og fá 38, Komeitoflokkurinn mun tapa 12 sætum og fá 46, og Lýðræðislegi sósíalista- flokkurinn mun tapa fjórum þingsætum og fá 32. menn. Afghanskir skæruliðar sögðu í dag, að sovézk liðssveit hefði sloppið úr herkví þeirra í Sultani- dalnum með hjáip afghanskra stjórnarsinna. Liðssveitin var innikróuð í dalnum í tvo daga. Veður víða um heim Akureyri 11 skýjaó Amsterdam 18 heióskírt Aþena 34 heiðskírt Barcelona 22 skýjaó Berlín 20 rigning BrUssel 15 skýjaó Chicago 24 skýjað Feneyjar vantar Frankfurl 19 rigning Genl 16 skýjaó Helsinki 24 heióskírt Jerúsalem 28 heióskírt Jóhannesarborg 15 heióskírt Kaupmannahöfn 18 rígning Las Palmas 23 skýjaó Lissabon 25 heióskírt London 19 skýjaó Los Angeles 27 skýjaö Madrid 27 heióskírt Malaga 25 léttskýjaó Mallorca 25 skýjaó Miami 29 heiöskírt Moskva 20 heiðskírt New York 25 skýjaó Ósló 21 rigníng París 18 skýjaó Reykjavík 10 skýjaó Rio de Janeiro 28 heióskírt Rómaborg 28 heióskírt San Fransisco 18 heiðskírt Stokkhólmur 22 skýjað Tel Aviv 27 heiöskírt Tókýó 32 rigning Vancouver 17 skýjaó Vínarborg 24 skýjaö Bretar taka á móti 160 stýrisflaugum I^indon. 18. júni. AP. BREZKA stjórnin hefur ákveðið að taka við næstum því þriðjungi þeirra bandarisku kjarnorku-stýriseldflauga. sem verður komið fyrir í Vestur-Evrópu. Alls verður 160 stýriseldflaugum komið fyrir í Bretlandi og þær verða á tveimur flugvöllum í innan við 60 mílna fjarlægð frá London. Stýriseldflaugunum verður kom- ið fyrir 1983 og þær verða fyrstu bandarisku eldflaugarnar, stað- settar á landi, sem verður komið fyrir í Bretlandi. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn og brezki sjóher- inn haft eldflaugar um borð í kafbátum í 20 ár í Holy Loch- stöðinni í Skotlandi. Brezk samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum, hluti Verka- mannaflokksins og aðrir mótmæl- endur segja, að þeir ráðgeri herferð til að berjast gegn ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar. Francis Pym landvarnaráðherra sagði, að eldflaugunum yrði komið fyrir í tveimur lítt kunnum flug- stöðvum, Molesworth í Cambridge- shire, 60 mílur norður af London, og Greenham Common, 60 mílur austur af höfuðborginni. Ibúar þorpanna hafa tekið fréttinni með jafnaðargeði. Pym sagði í Neðri málstofunni, að staðsetning bandarískra eld- flauga í Vestur-Evrópu sýndi greinilega þann „ásetning NATO í heild að varðveita öryggi sitt“. Bretar eru fyrsta þjóðin sem leyfir staðsetningu stýriseldflauga í Vestur-Evrópu, en þær eru svar við SS-20 eldflaugum þeim, sem Rússar hafa komið sér upp og miðað er á Vestur-Evrópu. Af þeim 464 eldflaugum, sem eftir eru, verður megninu komið fyrir í Vestur-Þýzkalandi — þar sem einnig verður komið fyrir 108 Pershing II eldflaugum — og á Italíu. NATO vill líka að Belgar og Hollendingar taki við 48 stýris- eldflaugum. Belgar hafa samþykkt það í „grundvallaratriðum", en frestað endanlegri ákvörðun til næstu áramóta. Hollendingar segj- ast ekki taka ákvörðun fyrr en í árslok 1981 að afstöðnum kosning- um, þar sem stýriseldflaugarnar gætu orðið helzta hitamálið. Leiðtogi ásakaður um samsæri í Iran Teheran, 18. júní. AP. BLAÐ i Teheran sagði í dag. að einn af leiðtogum islamska lýð- veldisflokksins, dr. Hassan Ayat, hefði á prjónunum áform um að kollvarpa Abolhassan Bani-Sadr forseta. Fréttin er talin enn ein visbending um vaxandi tog- streitu flokksins og forsetans. Blaðið sagði að Ayatollah Þetta gerðist 1975 — Kurt Waldheim setur fyrstu ráðstefnu um kvenréttindi í Mexíkó. 1973 — Bandaríkin og Sovétríkin undirrita samning um samvinnu í haffræði, samgöngum, landbúnaði og menningu. 1970 — Soyuz 9 lendir í Kazakhst- an eftir lengstu mönnuðu geim- ferðina, 17 daga, 16 klst., 59 mín. 1964 — Kongóskir uppreisnar- menn taka Albertville. 1961 — Kuwait fær sjálfstæði. 1953 — Julius og Ethel Rosenberg tekín af lífi fyrir kjarnorkunjósnir í Bandaríkjunum. 1944 — Bandaríkjamenn taka Saipan af Japönum. 1933 — Flokkur nazista leystur upp í Austurríki. 1917 — Brezka konungsfjölskyld- an leggur niður þýzka titla eftir að hafa tekið sér nafnið Windsor. 1910 — Fyrsta Zeppelin-loftfar- inu, „Deutschland", hleypt af stokkunum. 1895 — Kílarskurður opnaður. 1885 — Frelsisstyttan kemur til New York frá Frakklandi. 1867 — Maximilian keisari tekinn af lííl í Mexikó. 1862 — Bandaríkjaþing bannar þrælahald á bandarískri grund. 1821 — Tyrkjasoldán leggur niður sveit Janissara. 1819 — „S.S. Savannah" kemur til Liverpool eftir fyrstu ferð gufu- skips yfir Atlantshaf. 1756 — 146 brezkir fangar kafna í dýflissu sem fær nafnið „Svarta holan í Kalkútta". 1586 — Landnemar sigla frá Roaoake Island, Norður-Karólínu, og fyrsta enska landnámi í Amer- íku lýkur. 1522 — Karl keisari V kemur til Englands og undirritar Windsor- sáttmála. Afmæli — Blaise Pascal, franskur heimspekingur (1623—1662) — Douglas Haig, brezkur hermaður (1861—1928) — Hertogafrúin af Windsor (1896— ) — Guy Lomb- ardo, bandarískur hljómsveitar- stjóri (1902—1977) — Louis Jourd- an, franskur kvikmyndaleikari (1920- ). Andlát — 1820 Sir Joseph Banks, náttúrufræðingur og Islandsvinur — 1937 Sir James Barrie, rithöf- undur. Innlent — 1915 Konur fá kosn- ingarétt — 1880 f. Jóhann Sigur- jónsson' — 1886 d. Björn Jónsson ritstj. „Noröanfara" — 1692 Þrjár konur myrða mann í fiskiþró í Vestmannaeyjum — 1911 Nýja Bíó tekur til starfa — 1915 Stjórn- arskrárfrumvarpið staðfest — 1915 Úrskurður konungs um þrílita fánann — 1916 Landspítalasjóður stofnaður — 1922 Lög um fiskveið- ar í landhelgi — 1924 d. Stefán Eiríksson — 1960 Fyrsta Keflavík- urgangan — 1970 Verkföllum lýk- ur — 1971 Ólafi Jóhannessyni falin stjórnarmyndun — 1979 Verkbann með brb.lögum — 1979 Farbann á Grænfriðunga — 1879 f. Lárus Rist. Orð dagsins — Því lengra sem menn horfa til baka, því lengra sjá menn fram á veginn — Winston Churchill (1874-1965). Khomeini trúarleiðtogi hefði heyrt um áformin og væri „mjög reiður". Biaðið hafði m.a. eftir dr. Ayat, að Bani-Sadr væri „verk- færi“ Bandaríkjamanna og yrði „fljótlega settur af“. Annað blað, Donaye Iran, sagði að íranska þjóðin ætti að ákveða í þjóðaratkvæði, hvort leiða ætti gíslana í bandaríska sendiráðinu fyrir rétt eða láta þá lausa, ef þingið gæti ekki tekið einróma ákvörðun. Blaðið sagði einnig, að þingið yrði upptekið við venjuleg störf og gæti sennilega ekki fjallað um gíslamálið í þrjá mánuði. Forseti þingsins, Yadollah Sahabi, sagði að þingið mundi hefja „raunveru- leg störf" eftir 10—14 daga. Talið er að þingið ræði skipun forsætis- ráðherra, áður en það snýr sér að gíslamálinu. Jafnframt skipaði Khomeini í dag persónulega fulltrúa sína hjá sveitalögreglu, ríkislögreglu og sveitum byltingarvarða. Kunnugir segja að þessi ráðstöfun geti enn grafið undan áhrifum Bani-Sadr. Ennfremur sagði fulltrúi í rann- sóknanefnd SÞ, Abel Daoudy frá Sýrlandi, að hann færi ekki aftur til Teheran á næstunni. Níu íranir í viðbót, þar á meðal ein kona, voru tekin af lífi. — Þrír þeirra voru hengdir þar sem þeir frömdu glæpi sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.