Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 13 er að ræða venjulegt málverk eða til að mynda verk unnið í jarðveg eða þel. Það mætti einnig minna á í þessu sambandi, að það er erfitt að vera víðsýnn án þess að hafa afar gott yfirlit, ekki hvað síst í listum. Ég er hræddur um, að þessir hlutir eigi sinn þátt í, hve misjöfn og sundurlaus þessi sýn- ing að Korpúlfsstöðum er.En það eru þátttakendur í þessari sýn- ingu, sem gefa góð loforð, og það ætti að vera auðvelt fyrir mynd- höggvarafélagið að koma þessu í lag, næst er þeir efna til sýningar á höfuðbólinu. Ég nefni hér einstaka af þeim, er mestan áhuga vöktu hjá mér, og fyrstan skal telja Bjarna H. Þórðarson, sem á þarna SKÁLD, ágæta vel heppnað verk, og hefur hann ekki áður komið fram með jafn sannfærandi hlut. Sverrir Ólafsson svíkur ekki. Hann á þarna þrjú verk, sem öll eru áhugaverð. Sigrún Guðmunds- dóttir sýnir eitt verk, en það er mín sannfæring, að þessi lista- kona hafi ekki vakið þá eftirtekt, er henni ber. Steinunn Þórarins- dóttir er ný af nálinni og stendur sig með prýði. Jón Gunnar á þarna utan dyra verk, gert í járn og skemmtilegt að mínu mati. Ragn- ar Kjartansson sýnir þrjú verk, og finnst mér Foli hans hafa mesta fyllingu. Það eru margir ónefndir á þessari sýningu, og það eru einnig margir nokkuð óráðnir. Ég veit ekki, hvort það borgar sig fyrir marga nýliða, að sýna verk sín, meðan á námi stendur. Það sagði mér lítið, sem nemendur Ragnars Kjartanssonar hafa þarna til mála að leggja. Það má vel vera, að þeir hafi sitt að segja, en varla enn sem komið er. Hér er fljótt yfir sögu farið og varla ástæða til að orðlengja um þessa sýningu. Eitt er þó nokkurn veginn vitað: Hún hefði getað verið miklu betri og hún verður að verða miklu belri næst, þegar ýtt verður úr vör. framan í stað þess að gefa fjárann í áhorfandann og stríða okkur körlum og kerlingum. Sérlega vönduð sýningarskrá er með þessari hátiðasýningu, og er hún til hins mesta sóma. Formáli er á ensku, og allt með eins hreinum svip og hægt er. Enginn skal trúa öðru en að mínar bestu óskir fylgi þessu fullorðinslega afmælisbarni á ótroðnar götur. Megi það dafna og eflast og verða mun óvenjulegra á komandi tíð og koma okkur hinum í hinn rétta skilning um óravíddir lands, lofts og mannlegrar visku. og lífi, er orðið eyðingunni að bráð. Við gefum okkur tíma til að lítast um í dalnum, en síðan göngum við upp í Ólafsskarðið, sem er milli Ólafsskarðshnúka og Sauðadalahnúka. Skarðið heitir eftir Ólafi, bryta í Skálholti, sem átti hér leið um trylltur af töfrum ráðskonunnar á staðnum, eins og frá er greint í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Brekkan upp í skarðið er allbrött og hefur trúlega reynst mörgum klyfjahestinum erfiður áfangi, en fyrrum latalfaraleið um dalinn og þetta skarð., þegar menn úr Grafningi eða Reykjavík fóru austur í Ölfus eða Selvog. Þá var haldið meðfram Ólafsskarðshnúk- um, um Leiti og þaðan að Geita- felli og síðan í byggð. Við förum ekki þessa leið að sinni, heldur stefnum í aðra átt. Frá skarðsbrúninni blasa hraunin við. Þau eru að minnsta kosti tvö. Það eldra er komið frá Leitum, sem er suður með fjallinu. Þar mun hafa gosið fyrir um það bil 4600 árum og hraunið runnið austur og norður fyrir Blákoll og Á rölti í kringum Sauðadalahnúka í dag skulum við bregða okkur inn í Jósefsdal og ganga í kring um Sauðadalahnúka, sem eru gegnt Vífilsfellinu að austanverðu. Er við höfum Lækjarbotna, Fóelluvötn og Sandskeið að baki, hækkar landið skyndilega og nokkrar brekkur eru framundan. Þetta eru Bolaöldurnar, sem eru norð-vestan við Svínahraunið Vegurinn skásker brekkurnar og brátt erum við komin að Kaffi- stofunni, sem stendur við gamia veginn að Kolviðarhóli, en hann liggur um Svínahraunið norðan- vert. Bolaöldurnar bera nafn af því, að fyrr á tímum gengu hér laus geldneyti, naut og kálfar. Voru mörg þeirra mannýg og hrelldu þá gjarnan vegfarendur, er áttu leið um þessar slóðir, eins og margar sagnir greina frá. Frá Kaffistofunni höldum við til vinstri, eftir afleggjaranum í áttina að Jósefsdal austan undir Vífilsfellinu. Við ökum eftir hon- um, allt að bröttustu brekkunni fyrir neðan skarðið, sem gengur norður úr dalnum. Þar við brekku- fótinn skulum við skilja bílinn eftir og ganga veginn upp í skarðið. Þetta gerum við vegna þess, að bíllinn liggur betur við, þegar við komum til baka. Af efstu brún skarðsins sjáum við inn í Jósefsdal. Hann er luktur fjöllum á alla vegu, liggja snar- brattar, gróðurlausar skriður allt upp til efstu brúna, en grænar grundir hylja dalbotninn. Hér bjó Jósef, sem dalurinn er kenndur við, og nefndur er í þjóðsögum. Hann var smiður góður og lék allt í höndum hans, en sá ljóður var á ráði hans, að hann var hverjum manni orðljótari. Einhverju sinni tvinnaði hann svo heiftarlega saman blóti og formælingum og bær hans sökk í jörð niður. Síðan hefur enginn maður búið í þessum dal. Við höldum niður í dalinn fram hjá stórum steini, sem stendur við Vegarbrúnina. Fyrir ævalöngu hefur hann oltið ofan úr brúnum Sauðadalshnúks og hafn- að hér. Er hann kallaður Grettis- tak. Sú hugsun leitar ósjálfrátt fram hvort þetta hafi skeð, er bær Jósefs bónda sökk í jörð niður? Til hægri er Vífilsfellið, Blá- fjöllin þar suður af og síðan Ólafsskarðshnúkar og Sauðadala- hnúkar. Þá er hringnum lokað. Á hól nálægt miðju dalsins stendur bygging. Þetta er skiða- skáli Ármanns, sem var vel þekkt- ur meðal skíðafólks hér fyrr á árum og margir eiga þaðan hugljúfar minningar. En nú grotnar skálinn niður, því aðstæð- ur hafa breyst hin síðari ár, og húsið, sem fyrrum ómaði af gleði ólafur Mixa: SPÖLKORN ÚT í BUSKANN alla leið niður í Elliðaárvog. "Hitt hraunið er miklu yngra og sam- kvæmt síðustu rannsóknum er talið líklegast að það sé um það bil 1000 ára gamalt. Það hefur runnið frá tveimur eldborgum, sem við sjáum úr skarðinu og standa úti í hrauninu. Sjálfsagt er að skreppa að syðri eldborginni og skoða hana. Það er ekki langur spölur. Brekkan upp að gignum er brött, en stutt og öllum fær. Gaman er að virða fyrir sér þennan gíg, sem er í borginni og gott er að hvíla sig í mosanum, sem hvergi er mýkri eða þykkari en hér. Fyrst við erum komin upp á þessa eldborg, er sjálfsagt að heimsækja hina líka. Það er ekki stór krókur að krækja þangað. Frá henni liggur ein stærsta hrauntröð á þessu svæði og nær hún næstum norður að vegi. Eftir að hafa skoðað gíginn göngum við spölkorn eftir tröð- inni, en síðan höldum við aftur að Sauðadalahnúknum og göngum um skarðið fyrir norðan hann. Þar eru götuslóðar, sem vísa okkur leiðina niður á veg, þar sem bíllinn bfður. í þessari ferð höfum við nær eingöngu haldið okkur á jafn- sléttu. En ekkert er auðveldara en skreppa i leiðinni upp á Sauða- dalahnúkinn þann hærri, sem er 583 m á hæð, eða Blákoll sem er nokkru lægri. Víðsýnt er af þeim báðum svo sá krókur borgar sig vel. Þeir sem fyrstir notuðu HRAUN-utanhús- málninguna fyrir um 15 árum síðan geta best dæmt um endingu þessarar ágætu málningar. Auk þess að vera endingargóð þá spararhún tíma, því að ein umferð jafngildirþrem umferðum af venjulegri plastmálningu. ekki Litavalið er í HRAUN litakortinu í næstu málningarvöruverslun. Þegar kemur að endurmálun er valið að sjálfsögðu HRAUN • • • • annað kemur til mála f málningbf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.