Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 15 „Hann er falleKur þessi“ sagði Oddný og Jóhann Weihe tók undir orð hennar. L]ÚNm. Mbl. SÍKurKfir JónaNNon. Útborgunardagur. „Nýja“ frá Gíslholti afhendir launaumslögin. Pétur fylgist með. LjóNm. SJ. Hér heilsar Oddný einum sjúklinganna á spitalanum. „Þura er ég kölluð,“ sagði hún. LjóNm. Mbi. sj. Pétur i hópi Eyjapeyja, sem unnu við að mála skip i höfninni — og fötin sin svolitið i leiðinni. Ljósm. S.J. Skipaviðgerðamenn höfðu áhuga á að vita túlkun Péturs á niðurstöðum skoðanakannananna. Ljó»m. sj. um svör við því, hvort harðorð ummæli um aðra frambjóðendur í einu blaði stuðningsmanna hans væru hans skoðanir. Pétur svaraði því til, að hann hefði ekki vitað um þessi skrif fyrr en einum sólarhring eftir að þau birtust. Hann sagðist einnig harma skrif- in, en taldi skýringuna þá, að þegar baráttuhugur væri kominn í menn, ættu þeir erfitt með að stilla sig. — Munt þú þá leiðrétta það, að þetta sé þín skoðun? „Sá sem skrifaði þetta hefur nú þegar látið birta það í blöðum, að hann er höfundurinn,“ svaraði Pétur. Framundn önnur ferð — fleiri kaffibollar Ekki komu fram fleiri spurn- ingar og Magnús H. Magnússon sleit fundi. Fólk sat þó áfram og rabbaði yfir kaffibollum fram undir miðnætti. Pétur og Oddný héldu síðan út á flugvöll þar sem Helgi beið þeirra. Heim var komið upp úr miðnætti og aðspurð sögð- ust þau ekki vera tiltakanlega þreytt — það kæmi eflaust síðar. „Nú er enginn tími til að hugsa um slíkt" sagði Oddný. Framundan hjá þeim var önnur ferð, nýir fundir, fleiri kaffibollar. „Loka- baráttan verður eflaust erfið,„ sagði Pétur, „en það er von mín, að hún geti orðið drengileg hér eftir sem hingað til,“ sagði hann aö skilnaði. F.P. Ljósm. Mbl. SJ. Eins og sjá má var hvert sæti skipað á fundinum um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.