Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 t Maöurinn minn og faðir okkar, GUNNARGUDMUNDSSON Sunnuvegi 11, Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 14. júní í Landspítalanum. Jaröarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 28. júní, kl. 14.00. Inga Guömundsdóttir og börn. t Maöurinn minn, faðir okkar og tengdafaöir, BALDUR ÞORSTEINSSON, Sólheimum 10, lést á Landspítalanum, mánudaginn 16. júní. Fjóla Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Móöir oKkar, + INGIBJORG JÓNASDÓTTIR, Hringbraut 47, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 20. júní, kl. 13.30. Sigríöur Guömundsdóttir McLean, Pétur Guömundsson, Jónas Guömundsson, Atlí Guömundsson, Gústav Guömundsson, Steindór Guömundsson. Útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og bróöur, BALDVINS K. SVEINBJÖRNSSONAR apótekara, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 20. júní kl. 13.30. Anna Vigdís Ólafsdóttir Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir, Kristinn Reynir Gunnarsson, Guórún Sveinbjarnardóttir, Sigríöur Sveinbjarnardóttir. t Útför fööur míns, FRIDRIKS GUDMUNDSSONAR frá Vestmannaeyjum, veröur gerö frá Fossvogskirkju, föstudaginn 20. júní kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Sölvi Friöriksson. Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HELGA BJARNADÖTTIR, Stórageröi 34, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 20. júní, kl. 15.00. Bjarni Gíslason, Erla Þorvaldsdóttir, María Gísladóttir, Ólafur A. Ólafsson, Trausti Gíslason, Svava Gestsdóttir, Emil Gíslason, Ásdis Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför mannsins míns og fööur okkar, - HiLMARS A. FRÍMANNSSONAR, Fremstagili, Langadal, fer fram frá Holtastaöakirkju, laugardaginn 21. júní, kl. 2 e.h. Birna Helgadóttir, Halldóra Hilmarsdóttir, Olafur H. Jónsson, Frímann Hilmarsson, Guörún Blöndal, Valgaröur Hilmarsson, Vilborg Pótursdóttir, Anna Hilmarsdóttir, Hallur Hilmarsson. Holtsapótek, Langholtsvegi 84, verður lokað á morgun, föstudag 20. júní, frá kl. 12—5 vegna jaröarfarar BALDVINS K. SVEINBJÖRNSSONAR apótekara. Steinþór Pálsson Árdal — Minning AA hryKKjast <>k «l<‘öjast hér um fáa daga. aö heilsast ok kveöjast. þaú er líísins sajfa. Páll J. Árdal Steinþór fæddist og ólst upp á Akureyri, gömlu Akureyri. Þar lágu ræturnar, þangað leitaði hug- urinn, hvar sem lífið haslaði honum völl. Að eigin ósk er hann lagður í þá mold sem hann er sprottinn úr. Við heilsuðumst og kvöddumst hér á Akureyri í síð- asta sinn ekki alls fyrir löngu, er leið hans lá til Reykjavíkur, og þaðan átti hann ekki afturkvæmt þessa lífs. Steinþór var kominn hátt á 84. aldursár, fæddur 16 júlí 1896. Fyrir fjórum árum gladdist hann með vinum sínum, afkomendum og venslamönnum norður á Akur- eyri. Hann kunni að gleðjast og ennþá betur að gleðja aðra. Foreldrar hans voru Álfheiður Eyjólfsdóttir frá Hamborg í Fljótsdal og Páll Jónsson Árdal, kennari, skáld og vegaverkstjóri frá Helgastöðum í Saurbæjar- hreppi í Eyjafjarðarsýslu. Hann var yngstur þriggja barna þeirra hjóna, er upp komust. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna í Fjörunni og minntist oft yndis- stunda æskunnar í fögru umhverfi og við gott atlæti. Hajjn var frá upphafi glaðlyndur og góður. Hann vildi barnungur hjálpa Búum í stríðinu við Englendinga, en þegar sr. Matthías spurði hann að því, hvað hann ætlaði að gera, ef hann sæi alvopnaðan Breta koma á móti sér, sagði sveinninn ungi: Hlaupa inn til mömmu. Hann hafði hvort eð er svo oft hlaupið inn til hennar, ekki bara til að leita skjóls, heldur fyrst og fremst til að færa henni blóm eða eitthvað annað fallegt sem hann fann. Steinjiór Árdal þurfti alltaf að láta aðra njóta þess, sem gott var og fagurt. Hann lumaði ekki einn á sínu.. Fullorðinn gerðist hann versl- unarmaður á Akureyri. Fyrst var hann búðarmaður hjá Jóhannesi mági sínum Þorsteinssyni í Ham- borg. Hann var annálaður fyrir lipurð og vinnusemi og sparaði sig hvergi í þeirri þjónustu. En hon- um var tamara að vinna öðrum en sjálfum sér. Þann tíma, sem hann rak verslun fyrir eigin reikning, hagnaðist hann lítt. Honum var lífsins ómögulegt að græða á viðskiptum sínum við aðra. Margt annað en verslunarum- svif átti líka betur við hann. Sennilega hefur hirðisstarfið stað- ið hjarta hans næst. Hann var einstakur dýravinur alla tíð. Hann hafði yndi af skepnum, meðferð þeirra og umönnun. Lengi ævinn- ar átti hann líka búfé og annaðist það af þvílíkri alúð að nærri stappaði listgrein. Var fé hans vel alið, frjósamt og afurðagott, en þar sem annarsstaðar var unnið fremur til ánægju en ávinnings. Frá Akureyri lá leið Steinþórs til Siglufjarðar, þar sem hann átti árum saman heima. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Hallfríði + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför systur okkar, INGVELDAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6A Borgarspítalanum. Theódóra, Una og Hrefna Siguröardœtur. + Þökkum innilega auösýnda vináttu og hlýhug viö andlát og útför móöur minnar, systur og tengdamóöur, KRISTJÖNU ÓLAFSDÓTTUR, Baldursgötu 7. Vera Pálsdóttir, Ólaffa Ólafsdóttir, Torfi Ásgeirsson. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR, Varmahlfö, Eyjafjöllum. Einar Sigurösson og vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og viröingu viö andlát og útför, FRIDFINNS ÓLAFSSONAR. Halldóra A. Sigurbjörnsdóttir, Björn Friöfinnsson, Guöríöur S. Friöfinnsdóttir, Ólafur Friöfinnsaon, Stefán Friöfinnsson, Sigrún B. Friöfinnsdóttir, Steingrímur Friöfinnsson, Elín Þóra Friöfinnsdóttir, löunn Steinsdóttir, Hermann Árnason, Unnur Aöalsteinsdóttir, Ragnheíöur Ebenezerdóttir, Guómundur H. Hagalín, Hallgrímur Thorsteinsson. Hannesdóttur Jónassonar bóksala frá Ytri-Bakka í Arnarneshreppi og Kristínar Þorsteinsdóttur frá Stóru-Hámundarstöðum í Ár- skógshreppi. Hallfríður er látin fyrir mörgum árum, en syni áttu þau þrjá: Elstur er Páll, nú prófessor í heimspeki við King- stonháskóla í Ontario, kvæntur Hörpu Ásgrímsdóttur frá Akur- eyri. Annar var Hannes bókbind- ari á Akureyri, nú látinn, átti Úllu Geirsdóttur Þormar, en yngstur er Kristinn Björgvin birgðastjóri á KeflavíkurÚugvelli, búsettur í Reykjavík, giftur þýskri konu, Elke að nafni. Á Siglufirði fékkst Steinþór einkum við síldarvinnu, verkstjóri á plönum árum saman, en sein- ustu starfsár sín var hann verk- stjóri á Keflavíkurflugvelli og ekki beðinn að hætta störfum, meðan kraftar entust, þótt aldur færðist yfir hann. Seinustu árin bjó hann löngum einn, en var vegna heilsu- leysis oft og tíðum í skjóli sona sinna og tengdadætra. Dvaldist hann þá stundum langdvölum fyrir norðan hjá Úllu og hún komst til þess að sitja hjá honum síðustu stundirnar. Tengdir bar til þess að við Steinþór kynntumst og urðum vinir. Sannast að segja fannst mér ekki annað hægt en verða vinur hans eftir að hafa kynnst honum, og bágt er að hugsa sér ræktar- samari og tryggari mann en hann. Aldrei gleymdi hann vinum sinum og þeirra nánustu. Jólakveðjur og afmæliskort komu ævinlega á nákvæmlega réttum tíma. Heim- sóknum hans fylgdi gleði. Hann var afskaplega örlátur, og gæti sjö barna faðir sett á langar tölur um það, ef allt væri tínt til. Góðvild hans og glettni gerði hann hvar- vetna að aufúsugesti. En við- kvæmur var hann og auðsærður, ef einhver var svo slysinn að sýna honum tómlæti eða styggð. Steinþór var framúrskarandi góður heim að sækja og vildi fá til sín gesti. Hann gerði það ekki utan við sig að taka á móti þeim, og var allt jafnfúslega í té látið, svo andlegar sem efnislegar veit- ingar. í því var engin hálfvelgja eða siðdekur, allt af hjartans einlægni og svo sem sjálfsagt. Svo er saga Steinsþórs sögð og skráð, að hann gladdi marga og oft, en hryggði fáa og sjaldan. Slíkra manna er gott að minnast. Og sé til annað lífsins land, mun Steinþór Árdal stíga á það kvikum fótum og heilsa glaðlega, glettinn en yfirlætislaus. Hann mun eng- um troða um tær og engum ryðja úr vegi. En ekki kæmi mér á óvart, þó að biðröð yrði, er stíga skyldi við hann fyrsta dansinn í himna- ríki. Þökk mín og minna fyrir gleð- ina, sem okkur gafst, fylgir Stein- þóri Árdal, óháð stað og tíma. Gísli Jónsson. Birting afmælis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.