Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 24
24
_____________________;_L.......
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980
Jttttp® Útgefandi nflrlnfrift hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Bafdvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakið.
Segja ósatt um
þingfararkaupið
Frétt Morgunblaðsins sl. laugardag um 20% hækkun á launum
þingmanna hefur vakið þjóðarathygli og sumir segja, að um
þjóðarheyksli sé að ræða. Einstaka þingmenn og ráðherrar gáfu strax
um helgina yfirlýsingar um, að þeim hefði ekki verið kunnugt um þessa
hækkun. Lengst hafa þeir gengið í slíkum yfirlýsingum, þeir Olafur
Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags og Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra, og kom engum á óvart.
í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, sagði Ólafur Ragnar
Grímsson: „Ég er furðu lostinn yfir þessu. Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins neitaði algjörlega að þetta yrði framkvæmt og hafnaði þessum
hugmyndum, sem komu frá þingfararkaupsnefndarmönnum annarra
flokka."
I viðtali við Morgunblaðið þennan sama sunnudag sagði Ragnar
Arnalds: „Ég heyrði minnzt á þessi áform á þingflokksfundi í vor og
lýsti mig strax andvígan því, að nokkur breyting yrði gerð á
launakjörum þingmanna umfram það, sem aðrir fá. Þingflokkur
Alþýðubandalagsins tók einnig afstöðu gegn þessum áformum ...“
Ékki eru allir þingmenn Alþýðubandalagsins sammála þessari
skýringu Ólafs Ragnars Grímssonar og Ragnars Arnalds. Garðar
Sigurðsson, formaður þingfararkaupsnefndar, er einn af þingmönnum
Alþýðubandalagsins. Hann segir í samtali við Morgunblaðið sl.
þriðjudag um fuliyrðingar flokksbræðra hans, fjármálaráðherrans og
formanns þingflokksins: „Það er óþarfi fyrir þessa menn að koma af
fjöllum. Ég hef ekki tekið eftir því, að þingflokkur Alþýðubandalagsins
hafnaði þessu. Þetta var rætt á þingflokksfundi, sem ég ekki sat, en
síðan kynnti ég málið allítarlega á öðrum þingflokksfundi og þar var
engin samþykkt gerð á móti því. Það er auðvitað spurning, hvort og þá
hvenær svona á að koma til framkvæmda, en þá hefðu þessir vísu menn
átt að tjá sig um málið, þegar það var í undirbúningi, því þeir vissu allt
um það þá. En sennilega hafa þeir ekki mátt vera að því að hlusta á aðra
en sjálfa sig.“
I þessum ummælum Garðars Sigurðssonar kemur fram, að hækkun
launa þingmanna var rædd á fundi þingflokks Alþýðubandalags, sem
hann sat ekki en eftir þann fund var annar fundur haldinn í
þingflokknum, þar sem Garðar Sigurðsson gerði grein fyrir áformun
þingfararkaupsnefndar og segir hann, að þar hafi engin samþykkt verið
gerð á móti.
Það er auðvitað alveg ljóst, að allir þingmenn og þar með taldir
ráðherrar eiga hér hlut að máli. Sumir eru reiðubúnir til að standa við
gerðir sínar, aðrir gera tilraun til að koma ábyrgðinni af sér yfir á aðra.
Þar eru fremstir í flokki, þeir ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar
Arnalds. Nú liggja hins vegar fyrir ummæli Garðars Sigurðssonar,
þingmanns Alþýðubandalagsins, sem ganga þvert á fyrri yfirlýsingar
þeirra Ólafs Ragnars og Ragnars Arnalds. Einhver þessara þriggja
þingmanna Alþýðubandalagsins segir ósatt. Eftirtektarvert er, að þeir
Ólafur Ragnar og Ragnar Arnalds hafa ekki mótmælt ummælum
Garðars Sigurðssonar.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, hversu alvarlegt mál það er, ef
þingmenn og ráðherra eru staðnir að ósannindum. Þess vegna verður að
gera þá skýlausu kröfu til Alþýðubandalagsins að þingflokkur þess geri
hreint fyrir sínum dyrum. Þrennt liggur fyrir. í fyrsta lagi hafa
þingmenn ákveðið að hækka laun sín um 20% á sama tíma og þeir segja
öðru fólki að ekki sé grundvöllur til launahækkana. í öðru lagi er ljóst,
að launahækkanir verða í opinbera kerfinu fyrir utan almenna
kjarasamninga. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á þeim launahækk-
unum. í þriðja lagi hafa talsmenn eins þingflokksins talað á þann veg,
að einhver eða einhverjir þeirra segja ósatt.
Ráðherra, sem segir ósatt í máli sem þessu, ef marka. má Garðar
Sigurðsson alþingismann, getur ekki setið áfram í embætti í landi þar
sem það er tekið alvarlega þegar ráðamenn sækja vald sitt í ósannindi.
Og raunar hefur fjármálaráðherra ekki verið einn um að þykjast koma
af fjöllum. Um Ólaf konung var sagt að hann væri sannheilagur. Um
ráðherra, sem ljúga blákalt í embættisnafni, má segja að þeir séu
skinheilagir og eigi að víkja. Það er eðlismunur á því en ekki
stigsmunur, hvort þingmenn hafa vitlausar skoðanir eins og fram hefur
komið, eða hvort þeir segja ósatt um málavöxtu. Þeir, sem telja
launahækkanir þingmanna réttar, verða að sitja uppi með vitlausar
skoðanir. En fólkið neitar að sitja uppi með ráðherra, sem segja ósatt —
eða nota hvíta lygi í vondum málum. Af þeim sökum þarf að upplýsa alla
málavöxtu og ekki ástæða til að kveða upp neinn dóm fyrr en það hefur
verið gert.
Jóhann Sigurjónsson
Aaldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar leiðum við hugann að
ljóðrænum skáldskap og mikilvægi hans í íslenzkri arfleifð.
Jóhanni tókst það, sem flestum er um megn, að gera ljóðrænt tungutak
að fullgildu talmáli í leikritum sínum. Það er e.t.v. mesta framlag hans
til íslenzkra bókmennta og leiklistar, enda sækir hann frægð sína í þessa
sjaldgæfu gáfu. Hann náði frægð utan landsteinanna, en um hann gildir
samt það, sem ræður úrslitum um lífstarf íslenzkra skálda: að hann gaf
þjóð sinni og tungu nýja reynslu og jók þannig höfuðstól íslenzkrar
menningar. Af þeim sökum verður hans ávallt minnzt, meðan ísland
•eggur rækt við arf sinn og uppruna.
Kammertónleikar
Það mætti taka til athug-
unar, er næsta listahátíð
verður skipulögð, að ætla
íslenskum listflytjendum
stærra rými en gert er á
þessari listahátíð, í flutningi
meiri háttar tónlistar. Það er
rétt í þessu tilfelli, að draga
undan áhugamennsku til-
standið á útiskemmtunum,
sem er á margan hátt
skemmtilegt, en kemur aldrei
í staðinn fyrir meiri háttar
listflutning. Það getur varla
talist að Sinfóníuhljómsveit
íslands hafi tekið þátt í
þessari listahátíð, en tónleik-
ar hennar með Rafael Fru-
beck de Burgos, Schoenberg
tónleikarnir í Þjóðleikhúsinu,
sem hiklaust má jafna til
þess er gott þykir erlendis,
mjög góðir tónleikar Ragnars
Björnssonar í Kristkirkju og
nú síðast kammertónleikar í
Bústaðakirkju, eru skýr dæmi
um það hversu vel má gera, ef
vel er að undirbúningnum
staðið. Kammertónleikarnir í
Bústaðakirkju hófust á Tríói
K. 502, eftir Mozart og var
flutningur þess bæði loðinn
og óskýr. Að flytj% Mozart er
mikill vandi, því bæði þarf til
þess sérstaka tækni og sér-
lega sterka og tilfinningu
fyrir stíl. Vel hefði mátt*
Tðnlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
sleppa Mozart, því önnur
verkefni tónleikanna voru
nægilega stór í sniðum til að
fylla tónleikatímann. Annað
verkefnið á tónleikunum var
Origami, eftir Hafliða Hall-
grímsson. Hafliði er gott
tónskáld og var margt vel
gert í þessu verki, sem
verkaði eins og röð tilbrigða.
Einkum voru þrír síðustu
þættirnir skemmtilegir, stef-
in og hrinrænar tiltektir
skarpari í gerð og víða glæsi-
lega útfærð. Síðasti kaflinn
var þó of margþættur, eins og
röð af mörgum niðurlögum en
fallegast í því síðasta. Hafliði
er gott tónskáld en að öðru
leyti er ofmælt það sem um
hann er sagt í efnisskra og
væri rétt að listahátíð gerði
sérstaka úttekt á lélegri út-
færslu á efnisskrám, svona til
athugunar fyrir næstu lista-
hátíð. Síðasta verkið var
„Kvartett um endalok tím-
ans“ eftir Messiaen. Verkið er
samið í fangabúðum nasista,
en hjá þeim naut Messiaen
gestrisni og segir að hann
hefði ekki lifað af þá grimmd
og illmensku, er þar vofði
stöðugt yfir, ef hann hefði
ekki getað fengist við tón-
smíði. Verkið var frumflutt
15. janúnar, 1941 og segir
tónskáldið „að aldrei hafi
hann fundið eins sterka
hrifningu og djúpan skilning
hjá hlustendum sínum" og á
þessari stundu, með fimm
þúsund samföngum og þján-
ingabræðrum sínum. Verkið
er mögnuð tónsmíð og var á
köflum stórkostlega flutt.
Klarinettuleikur Einars Jó-
hannessonar var stórkostleg-
ur í Hyldýpi fuglanna og
samleikur Philip Jenkins og
Hafliða Hallgrímssonar í
fyrri lofsöngnum. Guðný
Guðmundsdóttir lék einnig
vel, þó henni mistækist að ná
til hinna efstu sala í niðurlagi
verksins. Flutningur kvart-
ettsins og tónverks Hafliða
var með þeim formerkjum er
hæfa vel listahátíðum, ef til
þeirra er stofnað til að efla
listina i landinu en ekki
aðeins til að skemmta fólki
með innihaldslausum sýning-
um.
GuAný GuAmundsdóttir
Einar Jóhannesson
Philip Jenkins
Haflidi Hallgrimsson
Orgeltónleikar
verkið Fæðing Frelsarans,
eftir Olivier Messiaen. Verkið
er samið 1935 og er í 9
köflum. Flestir kaflarnir eru
einfaldir að gerð en fallega
samdir.
Síðasti kaflinn er rismesta
tónsmíðin og erfið í flutningi.
Ragnar er góður organisti og
var flutningur hans mjög
skýr og ákveðinn. Olivier
Messiaen er sérkennilegt
tónskáld og eru nýjungar
hans í tónsmíði mjög mótaðar
af trúarlegum viðhorfum
hans, en til þeirra er mjög
sterk skírskotun í formgerð
verkanna, auk þess sem tón-
skáldið er mótað af dulúð og
táknrænum fyrirbærum.
Túlkandi markmið tónskálds-
ins eru oft að settu, fram í
eins konar formála, sem er
bæði lykill að formgerð
verksins og mótandi fyrir blæ
þess. Fyrir þetta verða verk
Messiaen vandasöm í túlkun
og þykir mörgum tónlist hans
óþarflega upphafin. í túlkun
Ragnars Björnssonar var
skýrleikinn sterkasta ein-
kennið og var heiður og fall-
egur blær yfir flutningi
verksins.
RAGNAR Björnsson fyrrver-
andi dómorganisti hefur um
árabil haldið uppi merki ís-
lenskra orgelleikara með
konserthaldi bæði heima og
erlendis. Framlag hans til
Listahátíðar var á margan
hátt skemmtilegt og vel
framfært af hans hálfu. Að
halda orgeltónleika, þegar
svo viðrar að enginn tollir
inni, er bjartsýni, þegar svo
við bætist að viðfangsefnið er
aðeins eitt verk og síðast en
ekki síst nútímaverk. Eins og
sannast hefur á þessari lista-
hátíð, þá ráða gæði viðfangs-
efnanna miklu þegar kalla á
til samfunda það fólk, er á
undanförnum árum hefur
stundað þá nautn að hlusta á
góða tónlist. Það var þéttset-
inn bekkurinn hjá Ragnari
Björnssyni, er hann lék orgel-
Ragnar Björnsson fyrrverandi dómorganisti.