Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 Banaslys við Hvammstanga TUTTUGU og fimm ára gamall maður, Gunnar Valgeirsson, til heimilis að Ásbrekku á Hvamms- tanga, beið hana, er bifreið fór út af veginum rétt fyrir utan Hvammstantca um klukkan fjotcur i fyrrinótt. Gunnar var ásamt fjórum öðrum á ferð í amerískri fólksbifreið og var bifreiðin á leið út úr þorpinu á Hvammstanga. Rétt utan við þorpið valt bifreiðin út af veginum en nánar var ekki vitað um tildrög slyssins í gær. Gunnar var farþegi í bifreiðinni og er talið að hann hafi látist samstundis. Meiðsli hinna, sem í bifreiðinni voru, reyndust ekki alvarleg en öll voru þau flutt á sjúkrahúsið á Hvammstanga. I gær vár búið að útskrifa einn og voru líkur á að tveir yrðu útskrifaðir af sjúkrahúsinu í gærkvöldi. nrí INNLENT Engin gjaldeyr- isleyfi vegna kaupa á skipum STEINGRÍMUR Hermannsson. sjávarútvegsráðherra, hefur gert það að tillögu sinni í ríkisstjórn- inni, að skip verði tekin af frílista. Mál þetta hefur ekki verið af- greitt ennþá, en hins vegar hefur gjaldeyrisnefnd fengið fyrirmæli um að afgreiða engin slík gjaldeyr- isleyfi og því má segja, að skip hafi þegar verið tekin óbeint af frílista, eins og Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Morgunblaðið. Hækka kjötvörur, fiskur og leigubílar? VERÐLAGSRÁí) hefur heimilað hækkun á unnum kjötvörum og er hækkunin á bilinu frá 12 til 14%. Þá hefur verið ákveðin hækk- un á fi.ski til neytenda um 11,7% og hækkun á taxta leigubifreiða. sem nemur 12%. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins síðastlið- inn mánudag. Ríkisstjórnin hefur enn ekki staðfest þessar hækk- anir og koma þær ekki til framkvæmda, fyrr en hún hefur gert það. Frá fyrri fundum Verðlagsráðs liggja enn hækkunarsam- þykktir, sem ríkisstjórnin hefur enn ekki staðfest. Má þar m.a. nefna hækkun á brauðum um allt að 14% og útseldri vinnu, sem nam 11,7%, ennfremur verð- hækkun á kaffi, sem var 7%. Litil telpa með blóm á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ljósm. Kmilía. Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins: Boðskapur ráð- herra óviðeigandi Pavarotti kemur í dag: Einkaþota frá London kostar 5 milljónir kr. ÍTALSKI tenórsöngvarinn Pav- arotti kemur til Reykjavíkur um hádegisbilið i dag með einkaþotu frá London. I»otuna leigir Lista- hátið af fyrirtækinu Falcon Jet Center og var upphaflega talað um kostnað að upphæð 6,5 millj ónir króna, en Örnólfur Árnason, framkvæmdastjóri Listahátíðar. sagði Mbl. i gærkvöldi að kostn- aðurinn við þotuna næmi um 5 milljónum króna. Pavarotti æfir með Sinfóníu- hljómsveit Islands í Laugardals- höll síðdegis í dag, en tónleikar hans eru á dagskrá Listahátíðar annað kvöld. Héðan fer svo Pavarotti með Þingflokkur Framsóknar: Biður þingfar- arkaupsnefnd um að breyta ákvörðuninni ÞINGFLOKKUR Framsóknar flokksins samþykkti samhljóða eftirfarandi á fundi i gær, en tveir þingmenn sátu hjá. „Þingflokkur Framsóknar- flokksins telur ekki rétt að láta ákvörðun þingfararkaupsnefndar um yfirvinnugreiðslur koma til framkvæmda og beinir því til nefndarinnar að breyta ákvörðun sinni. Jafnframt telur þingflokk- urinn rétt að breyta lögum um þingfararkaup þannig að kjara- dómur ákvarði laun þingmanna." áætlunarflugi til London að morgni 21. júní, en hann er nú á leið frá Bandaríkjunum í tveggja mánaða frí í Boiogna á Ítalíu. „SAMKVÆMT lögum er þingfarar- kaupsnefnd það stjórnvald, sem á að taka ákvarðanir um kjör alþing- ismanna. Og boðskapur einstakra ráðherra um, að þeir séu i færum til að hindra sem slikir, að ákvarðanir nái fram að ganga, er óviðeigandi. Við setjum fram beiðni, mjög ákveðna beiðni, til nefndarinnar um að breyta ákvörðun sinni,“ sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, er hann kynnti Mbl. i gær sam- þykkt þingflokksins vegna launa- hækkunar þingmanna. „Ég er persónulega ekki á því, að laun þingmanna eigi að vera mjög há,“ sagði Páll. „Ég vil að þeir fái eðlilegan útlagðan kostnað endur- greiddan og þokkalegt kaup. Ég tel hins vegar mjög æskilegt að þing- menn starfi að fleiru en þing- mennsku og hafi þannig tengsl við þjóðfélagið. Alþingi á ekki að vera fílabeinsturn fyrir atvinnupólitík- usa. í hópi þingmanna eiga að vera menn kunnugir hinum ýmsu þáttum þjóðfélagsins, ekki bara af afspurn heldur af eigin reynslu. Þeir verða að þekkja til, bæði á sjó og landi, og hvarvetna í atvinnulífinu. Það er heldur ekki heppilegt uppá sjálfstæði þingmanna, að þeir þurfi að eiga fjárhagsafkomu sína alfarið Elías I. Elíasson bæjarfógeti Akureyri FORSETI íslands veitti í gær Elíasi I. Eliassyni, bæjarfógeta i Siglufirði, bæjarfógetaembættið á Akureyri og Dalvik og sýslu- mannsembættið í Eyjafjarðar- sýslu frá og með 15. ágúst n.k. að telja. Elías I. Elíasson er 54 ára. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1948 og cand. juris frá Háskóla íslands 1954. Hann starf- aði á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík að mestu frá miðju ári Elias I. Eliasson 1951 til 1. október 1955, að hann var settur fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1. júní 1956. Sex árum síðar var hann skipaður deildarstjóri í ráðuneyt- inu, og 22. desember 1966 var hann skipaður bæjarfógeti í Siglufirði. 1976 var Elías settur bæjarfógeti í Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnar- nesi og sýslumaður Kjósarsýslu í veikindaforföllum, og gegndi hann þeim störfum í hálft ár. Elías stundaði framhaldsnám í lögfræði í Bandaríkjunum og Danmörku 1959—60. Hann hefur setið í yfirkjörstjórn Norðurlandskjör- dæmis vestra og setið í nefndum, sem hafa endurskoðað lög og reglugerðir, m.a. var hann skipað- ur í nefnd til að endurskoða sjúkrahúslögin. Kona Elíasar er Sigríður Jó- hanna Lúðvíksdóttir, og eiga þau tvö börn. Auk Elíasar sóttu sex um emb- ættið á Akureyri; Andrés Valdi- marsson sýslumaður, Stykkis- hólmi, h'reyr Ófeigsson héraðs- dómari, Akureyri, Gunnar Sólnes hæstaréttarlögmaður, Akureyri, Jóhannes Árnason sýslumaður, Patreksfirði, Sigurberg Guðjóns- son bæjarfógetafulltrúi, Kópavogi og Sigurður Gizurarson sýslumað- ur Húsavík. Líkamsárás í Hafnarfirði: Ungur maður fannst rænu- laus á götu MILLI klukkan 2 og 3 í fyrrinótt var ráðist á tuttugu og þriggja ára gamlan mann á götu i Ilafnarfirði og honum veittir áverkar. Var komið að manninum þar sem hann lá rænulaus á götunni. Maðurinn kærði í gær líkamsárás og samkvæmt frá- sögn hans var hann á leið heim til sín frá Bifreiðastöð Hafnar- fjarðar, þegar bifreið stöðvaði hjá honum. Út úr bifreiðinni komu þrír piltar og réðust þeir að manninum og börðu hann. Hlaut hann töluverða áverka í andliti og á hálsi. Árásar- mennirnir hurfu á braut og skildu manninn sem fyrr sagði eftir rænulausan. I gær stóð yfir leit að árásarmönnunum. undir vild kjósenda. Að hinu leytinu er auðvitað líka hættulegt að þing- mennska sé eitthvert auðmanna- sport. Ég held að heppilegt sé, að kjaradómur ákvarði laun þing- manna, fremur en þeir ákveði sjálfir að elta einhvern launaflokk. Starfið er sérstaks eðlis og engu öðru starfi líkt. Ég treysti kjaradómi prýðilega til að skammta okkur og meta störf okkar. Ég er ekki að ætlast til að þingmenn fái laun í líkingu við stórgripi í forystu opinberra starfs- ihanna, eða vinnusama lögreglu- þjóna, eða á borð við stjórnendur stöndugra fyrirtækja, hvað þá að ég ætlist til að vera launaður eins og ritstjóri hjá Morgunblaðinu, sem þarf að vera önnum kafinn daginn út og inn við að stugga fólki frá flokki sínum og finnst hann þurfa að fá flog af réttlætiskennd og mann- gæzku á öðru hverju tungli og er neyddur til að lifa stöðugt við þá skelfingu, að Rússarnir séu að koma og muni senda hann til Síberíu.“ Ók á brúarstólpa UNGUR maður úr Garðabæ slas- aðist, er hann ók á brúarstólpa við bæinn Fjörð á Múlanesi, A-Barðastrandasýslu í gærmorg- un. Læknir frá Patreksfirði kom á slysstað og hafði hann samband við Slysavarnafélag íslands, sem óskaði eftir aðstoð Varnarliðsins og sótti þyrla manninn vestur. Kom hún til Reykjavíkur laust fyrir klukkan 13 í gær og var hinn slasaði fluttur í Borgarspítalann, en meiðsli hans voru mest inn- vortis. Hafþór loks í störf eftir 4 ár við bryggju ÁÆTLAÐ er að hafrannsókna- skipið Hafþór komist í störf fyrir Hafrannsóknastofnun um næst- komandi mánaðamót. Fyrirhug- að er, að skipið fari til kolmunna- rannsókna austur af landinu. í fleiri mánuði hefur verið unnið að lagfæringum á spilum skips- ins og vonast menn til að búnað- urinn sé nú loks að komast í lag. Skipið var síðast í notkun fyrir réttum fjórum árum og þá sem varðskipið Baldur. Eftir að gert hafði verið við það tjón, sem varð á skipinu í þorskastríðinu, var það afhent Hafrannsóknastofnun 23. maí 1977. Síðan hefur verið unnið að viðgerðum á skipinu og þá einkum spilum, en með litlum árangri þar til nú. Kostnaður við þessar viðgerðir er gífurlegur. Hafþór er byggður í Póllandi árið 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.