Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980 Þjóðhátíðarávarp Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra: Rækt við menningu okk- ar, forna og nýja, — má aldrei fölna né sölna Hér fer á eftir í heild ávarp Gunnars Thoroddsens, forsætis- ráðherra á 17. júní. Á fæðingardegi Jóns Sigurðs- sonar fögnum við endurreisn lýðveldis á íslandi. Við minn- umst hinna þjóðhollu stjórn- málamanna, er lyftu á loft fána frelsis og framfara við lýsandi leiðsögn Jóns Sigurðssonar, meðan hans naut við, en fetuðu síðan í fótspor hans í fullum trúnaði við baráttu hans og boðskap. Og við heiðrum minningu þeirra ótalmörgu íslendinga í öllum byggðum þessa lands, sem gegndu kalli leiðtogans, og með djörfung og dug, í orði og verki, færðu björgin í grunn undir framtíðarhöll. Til allra stétta, til allra ald- urshópa, til allra byggðarlaga, beindi Jón Sigurðsson máli sínu. í muna hans og munni var hvorki manngreinarálit né kynslóðabil. Þegar hann mælti fyrir verslunarfrelsi landsmönn- um til handa, þá komst hann svo að orði, að málið þyrfti að vinna „með fjöri æskunnar. með krafti manndómsins og með ráðdeild ellinnar“. Og þannig þyrfti það ávallt að vera, þegar þjóðin er í vanda stödd. Eftir margra alda erlenda stjórn höfum við tekið öll okkar mál í eigin hendur. En samt erum við í vanda. Eftir langvarandi ofveiði og rányrkju útlendra fiskiskipa eig- um við nú einir yfirráð yfir öllum okkar fiskimiðum. En samt erum við í vanda. Hinn mikli vandi, sem nú steðjar að, er annars vegar af erlendum orsökum, hins vegar af innlendum toga. Alvarleg sölutregða er nú á frystum fiski á meginmarkaði okkar í langa tíð. íslenskir fiskframleiðendur hafa um áratugi haslað sér völl á háþróuðum neytendamarkaði með söluskrifstofum og eigin verksmiðjum erlendis og unnið afrek á því sviði. Gæði íslenska fisksins og vöruvöndun hafa setið í öndvegi og verið forsenda velgengninnar. Nú hefur orðið brestur í báðum þáttum. Erfið- leikar eru slíkir á að selja vöruna, að fiskbirgðir hafa hlað- ist upp bæði hér heima og vestan hafs. Og vöruvöndun er Iakari en áður. Á sama tíma reynum við íslendingar að byggja upp fisk- stofnana til þess að afli megi aukast ár frá ári. Hvernig á að finna hér sam- ræmingu og úrlausn. Það er ljóst, að eitt mikilvæg- asta viðfangsefni þjóðarinnar nú og á næstunni er markaðsleit, markaðsöflun. Reynslan sannar, að varasamt er að byggja sölu sjávarafurða að mestu á mark- aði í einu landi, þótt lengstum hafi vel gengið og tekist að selja allt fiskifang við góðu verði. Það verður að eiga athvarf víða, hafa margar stoðir að standa á. Nú þarf að beina kröftum að út- flutningsverslun, ekki síður en að útflutningsframleiðslu. Hér er stórt og samstillt átak þjóðar- nauðsyn. Hvergi má slaka á um vöru- vöndun og aldrei taka til vinnslu meiri afla hverju sinni en svo, að unnt sé að tryggja vörugæðin. Það er mikið í húfi, að hin nýju viðhorf í framleiðslu- og markaðsmálum séu metin af raunsæi og rétt tök fundin í glímunni við þann vanda, sem þau bera með sér. Annar meginvandi okkar ís- lendinga er verðþenslan innan- lands. Uppruni hennar og atferli er eitt undarlegt samspil af sundurleitum orsakastefjum. Þar leikast á verðlag á vörum og þjónustu, fjármál ríkisins, útlán peningastofnana, sparifjársöfn- un, gengi krónunnar, og launa- kjörin í landinu. Það þarf sam- hljóm allra þessara þátta. Það er dómur þeirra, sem gerst þekkja, að afkoma at- vinnuveganna og efnahagshorf- ur í heild, leyfi ekki almennar kauphækkanir. Hins vegar verður að bæta kjör þeirra, sem lægstar hafa tekjur. Áð undanförnu hefur fram- kvæmd þessarar launastefnu verið undirbúin með því meðal annars að flytja á Alþingi og fá samþykkt ýmis umbótamál, sem samtök launamanna hafa lengi barist fyrir, leggja áherslu á og munu meta. Þegar kjarasamningar eru nú lausir og viðræður á viðkvæmu stigi, mega einstakir hópar ekki knýja fram eða taka sér launa- bætur, sem eru í engu samræmi við það, sem farið er fram á og ætlast til af almenningi. Sú kauphækkun, sem nefnd hefur nýlega ákveðið þingmönnum til handa, getur því ekki orðið að veruleika. Þeirri skoðun hlýtur að vaxa fylgi, að breyta þurfi því fyrir- komulagi, sem nú er, varðandi ákvörðun um kaup og kjör al- þingismanna. Eðlilegt er að taka upp þá skipan, að óháður, hlut- laus aðili taki þær ákvarðanir. Vegur Alþingis yrði að meiri og þingmönnum sjálfum væri greiði ger með því að taka þennan kaleik frá þeim. Nú er unnið af kappi að kjarasamningum, bæði á hinum almenna vinnumarkaði og við opinbera starfsmenn. Vonandi ber sólmánuður, sem senn er að hefjast, í skauti sér farsæla lausn þeirra mála. Island býr yfir miklum vaxt- armætti, ef þjóðin þekkir sín takmörk á líðandi stund, en setur jafnframt markið hátt fyrir framtíðina. Um næstu mánaðamót verður tekið upp merkilegt nýmæli. I bönkum og sparisjóðum verða í fyrsta sinn opnaðir sparifjár- reikningar með fullri verðtrygg- ingu. Þeir sem eitthvað hafa aflögu og sem annars myndu flýta sér að kaupa erlenda vöru eða festa fé í fasteign, geta nú lagt þá peninga í staðinn inn á hinar verðtryggðu sparisjóðs- bækur í fullri vissu um, að þeir peningar rýrna ekki í verðbólg- unni heldur halda sínu fulla gildi. Þótt mörgum þyki efnahags- vandinn yfirþyrmandi, og þótt landsmenn mæðist í mörgu, eins og Marta forðum daga, þá gleymum því ekki, að eitt er nauðsynlegt: Að hefja hugann einnig til annarra og æðri mark- miða. Það á eigi síst við á afmælisdegi Jóns forseta að nefna menntun og menningu. Rækt við menningu okkar, forna og nýja, og þjóðlegar menning- arstofnanir má aldrei fölna né sölna í amstri daganna. Svo notuð séu orð Jóns Sig- urðssonar í þingræðu um þjóð- skóla, má með sanni segja, að íslensk menning sé „ypparlegust allra mála“. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar. _____________________23_ Els Comediants á Húsavík á þjóðhátíðardag Húsavík 18. júní. HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní fóru fram að hefðbundnum hætti, nema hvað spænski leikhópur- inn Els Comediants var mönn- um hér til skemmtunar. Hátíarræðuna flutti Guðrún Sigurjónsdóttir, nemi og ávarp fjallkonunnar flutti Guðrún Þóra Magnúsdóttir sýslu- mannsfrú. Kirkjukór Húsavík- ur söng undir stjórn Sigríðar Schiöth. Ýmsar íþróttir og leikir fóru fram. Fróttaritari Völlurinn við Krossmúla aft- ur í notkun Rjork. Mývatnssveit. 18. júní. Knattspyrnumalarvöllur við Krossmúla var tekinn í notkun sl. föstudagskvöld eftir gagn- gerðar endurbætur. Sett var nýtt slitlag á völlinn. blandað saman leir og finni gjallmöl. Vænta menn þess, að völlur- inn reynist mjög vel. Fyrsti leikurinn var milli Mývetninga og „Old boys“-liðs frá Akureyri og sigruðu gestirnir með 2 mörkum gegn einu. Heimamenn telja eftir þennan leik, að fall sé fararheill. Kristján Missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl LAUST fyrir klukkan sjö á þriðjudagskvöld fór fólksbif- reið af Lada-gerð út af Þing- vallavegi 2 til 3 kílómetra fyrir ofan Gljúfrastein og valt. Var þarna á ferðinni bíla- leigubíll og var hann á leið til Reykjavíkur. Tvennt var í bíln- um og slapp ökumaðurinn ómeiddur en meiðsli farþegans voru ekki alvarleg. Okumaðurinn mun hafa misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl, og er bifreiðin talin ónýt. REYKJAVÍKURLEIKAR í frjálsum íþróttum hefjast á Laugardalsvelli kl. 8 í kvöld. ÉJM Sjáiö spjótiö fljúga tæpa 90 metra. Hvaö gerir Oddur í fyrstu P' keppni sumarsins? íþróttakeppni j á heimsmælikvaröa. Hr*inn Óakar Tekst Hreini og Óskari að sigra Kanada- mennina? Oddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.