Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1980 Arnór Ilannibalsson: Stjórnarskrá og þingræði 1. Allt vald er með þj<)ðinni Um aldir ríktu konungar og keisarar í ríkjum Evrópu í krafti þeirrar kenningar að þeir hefðu fengið vald sitt af náð Guðs. Á 17. öld skarst í odda milli konungs og þings. Þeim deilum lauk með hinni „dýrlegu byltingu" („Glorious Revolution") 1688. Frá þeim tíma má telja að þingræði fari að vaxa fiskur um hrygg í Evrópu. Banda- ríska stjórnarskráin frá 1776 og franska byltingin 1789 innleiddu í stjórnskipan Vesturlanda þá reglu, að allt vald sé með þjóðinni. Æðsta valdstofnun ríkisins sé því þjóðkjörið þing, skipað fulltrúum þjóðarinnar. Úm langa tíð var saml togstreita milli þjóðþinga og konungsvalds, sem víðasthvar byggði á gömlum hefðum og kröfu um algjört einveldi. í Danmörku urðu þáttaskil á árunum 1848 til 1849, en þá gerði þingið samning við konung um afnám einveldis og ný stjórn- arskrá var samþykkt þann 5. júní 1849. Þingræðisreglan sigraði þó ekki alfarið, því að í stjórnar- skránni var konungi falin i orði kveðnu nokkur völd. í krafti ákvæðis, sem enn er í íslenzku stjórnarskránni, stjórnaði Krist- ján konungur níundi þvert gegn lögum og meiri hluta þjóðþingsins á Estrup-tímabilinu svonefnda (einkum 1885-1894). Árið 1901 vann þingræðið áfangasigur og í kjölfar þess fengu íslendingar heimastjórn skv. stjórnskipunar- lögum frá 1903. Þingræði sigraði samt ekki endanlega í Danmörku fyrr en 1920 og var þingræðisregl- an staðfest í nýrri stjórnarskrá Dana árið 1953. Þingræði átti víða erfitt upp- dráttar í Evrópu á 19. og 20. öld, en er nú viðurkennd grundvallar- regla í stjórnarskrám allra Vest- ur-Evrópuríkja. 2. Stjórnarskrá íslands Þann 22. maí 1942 kaus Alþingi fimm manna stjórnarskrárnefnd. En þá varð ljóst að stórveldin myndu ekki viðurkenna lýðveld- isstofnun á íslandi fyrr en síðar. Haustið 1942 var bætt við þrem mönnum í nefndina, og sátu þá í henni tveir þingmenn frá hverjum þingflokki. Nefndin starfaði sam- kvæmt stjórnarskrárbreytingu frá 16. des. 1942 þar sem segir, að henni sé óheimilt að gera nokkrar breytingar á stjórnarskránni aðr- ar en þær sem leiðir af sam- bandsslitum við Danmörku og því að Islendingar taka í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins með lýðveldisstofnuninni. Stjórn- arskrárgjafinn leit því frá upphafi á lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 sem bráðabirgðastjórnarskrá. Þingmenn gerðu sér Ijósa nauðsyn gagngerðrar endurskoðunar, en hún hefur ekki enn farið fram, eftir 36 ár. Ástæðan til þess að Alþingi ákvað að gera einungis óhjá- kvæmilegar lágmarksbreytingar á stjórnarskránni var sú, að þing- menn töldu óæskilegt að það upphæfust deilur um það, hvernig stjórnarskráin ætti að vera, ein- mitt á þeim tíma þegar nauðsyn- legt var að þjóðareining yrði um lýðveldisstofnunina. Mörg ákvæða þessarar stjórn- arskrár eru úrelt og dauður bók- stafur. Það gæti orðið stjórnarfar- Arnór Hannibalsson. inu á íslandi stórhættulegt ef valdsmenn (t.d. forseti) færu að skilja þessi ákvæði bókstaflegum og þar með úreltum skilningi. 3. Þingræðisreglan í 1. gr. lýðveldisstjórnarskrár- innar segir, að Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Þetta ákvæði byggist á þeim grundvall- arskilningi, að allt vald á uppruna sinn hjá alþýðu manna, og Alþingi er því æðsta valdastofnun þjóðar- innar. Bæði forseti og ríkisstjórn skulu lúta vilja þingsins. Sum ákvæði t.d. um forseta verða þar með ómerk og innantóm, en um önnur geta verið tvímæli. 4. Synjunarvald Það var ótvírætt skilningur meiri hluta stjórnarskrárnefndar 1944, að ekkert synjunarvald væri í höndum forseta. 26. gr. var því orðuð þannig, að lög öðlast gildi, hvort sem forseti undirskrifar þau eða ekki, þ.e. jafnvel þótt hann synji staðfestingar. En þjóðin skal þá skera úr. Því er synjunarvald í raun tekið af forseta og þjóðinni gefið vald til að dæma, hvort þau lög skuli gild, er hann vill ekki undirrita. Því áleit Björn Þórðar- son, lögmaður og forsætisráðherra 1944, að „það er ekki þingbundin stjórn sem hér um ræðir heldur bara þingstjórn" (þ.e. skv. 1. gr. stjórnarskrárinnar). Reyndin hef- ur og verið sú, að forsetar íslands hafa ekki beitt synjunarvaldi. Er það í samræmi við það, að þing- ræðisreglan veitir forseta engin pólitísk völd. 5. Bráðabirgðalög I 28. gr. lýðveldisstjórnarskrár- innar er heimild til handa forseta að gefa út bráðabirgðalög. Þessi grein var 23. gr. stjskr. frá 1920 og var í stjskr. 1874 og var þangað komin sem þýðing á samsvarandi grein í stjórnarskrá Dana frá 1849. Bráðabirgðalög þekkjast ekki hjá lýðræðisþjóðum, t.d. hvorki hjá Bretum né Bandaríkja- mönnum. Ákvæði þetta stangast á við þingræðisregluna og því vafa- samt að það eigi rétt á sér. En meðan Alþingi kom saman ein- ungis annað hvert ár (eins og var til 1921) var viss ástæða til að halda þessu ákvæði, svo að setja mætti lög milli þinga. En nú eru samgöngur í landinu komnar í það horf, að kalla má Alþingi saman til funda með dagsfresti, ef brýna þörf ber til að setja lög á einhverj- um þeim tíma árs, er Alþingi ekki situr. Þörfin fyrir ákvæði 28. gr. er því niður fallin. Engum dettur í hug, að íslenzk- ur forseti fari að stjórna með bráðabirgðalögum í anda Krist- jáns níunda, enda bryti það gegn Grænlenzka útvarpið byrjar sjónvarp 1982 ÚTVARPSSTJÓRI Græn- lenzka útvarpsins, Peter Frederik Rosing, var hér á ferð í síðustu viku vegna undirbúnings þess að því að grænlenzka útvarpið, hefji reglulegar sjón- varpssendingar, — sem vonir standa til að muni geta byrjað að senda út árið 1982. Ásamt útvarps- stjóranum, sem starfað hefur um árabil við fréttastofu útvarpsins og dagskrárgerð síðar og verið útvarpsstjóri frá síðustu áramótum, kom tæknilegur ráðunautur stofnunarinnar, Thomas Mikkelsen. Erindi þeirra hingað var fyrst og fremst að eiga viðræður við forstöðu menn ísl. sjónvarpsins varðandi rekstur og tæknilega þætti þess. — Taldi útvarps- stjórinn eðlilegt m.a. vegna að- stæðna hér á landi, að leitað yrði til íslendinga. Höfðu þeir félag- ar einkum rætt við þá Pétur Guðfinnson framkvæmdastjóra og Hörð Frímannsson yfirverk- fræðing Sjónvarpsins. Kvað hann viðræðurnar við íslend- ingana hafa verið mjög gagnleg- ar. Væri það reyndar svo að í þau skipti sem útvarpið í Græn- landi hefði þurft að leita aðstoð- ar útvarpsins hér á einn eða annan hátt, hefði jafnan verið gott þangað að leita. Eitthvað á þessa leið fórust Peter Federik orð er Mbl. ræddi Útvarpsstjórinn kom hingað til fundar við for- ráðamenn sjón- varpsins hér við hann áður en hann og Thomas Mikkelscn héldu heim aftu með SAS flugvél til Nars- arssuaq. Rosing útvarpsstjóri sagði að í þcirri áætlun, sem gerð hefði verið um sjónvarp í Grænlandi, væri hugmyndin að aðalsendistöðin yrði að sjálf- sögðu í Nuuk-Godthaab. í fyrsta áfanga yrði lagt kapp á að sendingar sjónvarpsins næðu til fjölmennustu bæja og sveita, sem eru á vesturströnd iandsins. Fjarskiptaþjónustan í Græn- landi eftir vesturströnd landsins nær mjög langt norður eftir ströndinni. Útvarpið hefur að- gang að örbylgjusambandi og er gert ráð fyrir að þegar sjón- varpssendingar hefjast fari þær fram eftir þessari örbylgjurás. — í fyrsta áfanga munu þær þá þegar ná til um 80 procent þjóðarinnar. Hún býr á strand- lengjunni og innsveitum vestur- strandarinnar allt frá Nanortai- ik, sem er suður undir Kap Farvel — Hvarfi og norður til vesturstrandarbæjarins Uman- ak, sem er rúmlega 600 km fyrir norðan Nuuk. Þannig mun ör- bylgjusvæði grænlenska sjón- varpsins spanna — í loftlínu rúmlega 1000 km. strandlengju þessa stóra og strjálbyggða lands. Sjónvarpsefnið sagði Rosing útvarpsstjóri verður sótt til danska sjónvarpsins, sem mun annast upptöku þess á myndseg- ulband. — Beinum sendingum verður ekki við komið a.m.k. fyrst um sinn. Munum við því endurvarpa því frá stöðinni í Nuuk. — Grænlendingar hafa þegar haft mikil kynni af sjónvarpi a.m.k. þeir sem búsettir eru á þessu svæði, sem við ætlum að láta sjónvarpið ná til í fyrstu umferð, sagði Rosing. Sjón- varpsnotendur heima, sagði hann, eru í sambandi við fólk í Danmörku, milli 10—15 manns sem tekur upp efni danska út- varpsins fyrir grænlenzka sjón- varpsnotendur á myndsegul- böndum sem síðan eru send þeim. — Hefur verið á það bent að hér sé ekki farið að lögum, að upptökur þessara einstaklinga á þessu efni danska útvarpsins, til afnota í Grænlandi sé lögleysa. Að grænlenzka útvarpið beri ábyrgðina. Það er gert ráð fyrir að þessi starfsemi leggist niður þegar við byrjum sjónvarpssend- ingarnar, sagði Rosing útvarps- stjóri. Hann kvað það verða næsta áfanga að koma sjónvarpinu áfram norður úr öllu valdi — eftir vesturströndinni allt norð- ur til Thule. — Reynt yrði að sjálfsögðu að fjármagna frekari framkvæmdir vegna sjón- varpsins, eftir því sem peningar leyfðu. Komið upp aðstöðu fyrir upptöku á sjónvarpsefni heima- manna. Ekkert skal ég segja um það á þessu stigi hvar í röðinni þetta kemur, né heldur nær við sendum sjónvarpsgeislann yfir sjálfan Grænlandsjökul, yfir til þorpanna á austurströndinni, til Angmagssalik og Scoresbysund. — Þetta er kostnaðarsamt fyrir- tæki. — Fjarlægðir skipta hundruðum kílómetra. Hin tæknilega lausn er ekki vanda- málið heldur fjármögnun þess- ara kostnaðarsömu fram- kvæmda. I þessu samtali við Rosing útvarpsstjóra kom fram að hann vonaðist til þess að fyrsta beina hljóðvarpssendingin á íþrótta- viðburði frá íslandi til Græn- lands myndi geta farið fram í sambandi við landsleiki Græn- lendinga við Færeyinga og ís- lendinga, í júlíbyrjun norður á Sauðárkróki og Húsavík. — Myndi fréttastofa grænlenska útvarpsins senda fréttamann með landsliðinu grænlenska til að lýsa landsleikjunum í beinni sendingu. — Hér myndi græn- lenska útvarpið njóta hjálpar Ríkisútvarpsins. Beinar hljóð- varpssendingar frá Islandi til Grænlands hafa áður farið fram. T.d. á þjóðhátíðinni 1974. Þá kom Peter Frederik útvarps- stjóri, sem fréttamaður græn- lenska útvarpsins. Peter Frederik Rosing útvarpsstjóri í Grænlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.