Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1980 Sr. Róbert Jack: Af hverju kýs ég Albert Guðmundsson? Ólafur Mixa: Pétur Thorst. Albert Guðmundsson hefur allt- af verið, síðan ég kynntist honum fyrst sérstakur í augum mínum. Það var haustið 1936 þegar ég kom frá Glasgow í Skotlandi til að þjálfa knattspyrnufélag Val. Al- bert var þá unglingur, fríður og prúður piltur, og var það strax þegar ég byrjaði að leiðbeina honum að skapfesti hans og sterk- ur vilji vakti athygli mína. Ég var hrifinn af drengnum. Nokkrum árum seinna þegar ég var kominn aftur til Islands til að þjálfa knattspyrnu á Akureyri, hitti ég nýjan þjálfara Vals, Joe Devine sem hafði verið í landsliði Skotlands á sínum tíma. Við fórum saman á völl þar sem Albert ásamt öðrum voru að leika. Joe vissi um knattspyrnuhæfileika Alberts og man ég vel eftir því að hann sneri sér að mér og segir, .Ég hefi mestar mætur á þessum dreng bæði á knattspyrnuvelli og utan hans. Hann kemst áfram í lífinu. Hann hefur nefnilega sjálfsaga". Valsþjálfarinn átti við Albert Guðmundsson. Það var mér til mikillar ánægju og uppörvunar að leiðir okkar Alberts skildu ekki þegar ég hætti hjá Val, heldur fékk ég að kynnast honum betur og betur með árun- um bæði hér heima og erlendis. Atvinnuknattspyrnan er engin dans á rósum. Keppnin er hörð, kröfur til leikmanna miklar, freistingar ótakmarkaðar. Með reglusemi á allan hátt, stundvísi og miklum dugnaði gerði hann „garðinn frægan" á erlendri grund. Hans einkalíf var lítið. Olíkur mörgum atvinnuknatt- spyrnumönnum var hann jafn vinsæll á vellinum og utan hans. Ætla má að fáúm dögum fyrir forsetakosningu muni þykja endurtekningasamt um of að telja fram enn á ný þá margvíslegu kosti sem Pétur Thorsteinsson hefur til að bera til að gegna sinni háu stöðu landi og þjóð til gagns og sóma. Ég skal því á þessu stigi máls nefna aðeins eitt. Af tiltölulega fáum embættis- verkum forseta hygg ég að á fáu ríði meir en að vel fari úr hendi móttökur erlendra sendiherra og annarra virðingarmanna útlendra sem ganga á fund forseta vors, og eiga þessa útlendu menn að full- trúum sínum. Pétur Thorsteinsson hefur nú verið sendiherra Islands í fleiri löndum og víðar um heim Sr. Róbert Jack Hann átti þannig framkomu að blaðamönnum þótti það „copy“ að ræða við hann. Hann var alltaf fús að tala við þá, og gleymdi hann aldrei sinni ástkæru fósturjörð þegar hann var spurður um ís- land. Sjúklingar á spítölum sem héldu upp á hann vegna hæfileika hans í knattspyrnu óskuðu oft eftir að hann kæmi til þeirra í heimsókn. Albert brást aldrei. Ég veit persónulega að hann heim- sótti þessa sjúklinga ekki út af því að auglýsa félag sitt eða sjálfan sig. Það var vegna þess að hann var og er mannvinur. Og eins og allir mannvinir var hann sátta- maður í ýmsum deilum sem komu upp varðandi óánægju atvinnu- knattspyrnufélaga sinna. Hann er þannig drenglundar- maður að enginn efast um góðar tillögur hans í hvívetna. en nokkur annar. Það hlýtur að láta að líkum að hann muni standa betur að vígi en nokkur annar um að taka á móti erlendum sendimönnum á þann heimsmann- lega hátt og með þeim orðræðum, að mörgum muni finnast hann gangi af fundi forseta íslands með aukinni virðingu fyrir landi hans. En um væntanleg afskipti af högum þjóðar sinnar, skal ég láta mér nægja að segja, að Pétur Thorsteinsson er heiðursmaður, og myndi i hvívetna koma fallega og drengilega fram í sinni háu stöðu. París, 7. júní 1980. Kristján Albertsson. Það er fjarri mér að vilja á nokkurn hátt fetta fingur út í hina frambjóðendurna til forsetakjörs. Þetta er gott fólk. En það er enginn efi á því að Albert Guð- mundsson er langreyndastur í lífsbaráttunni, um lífið og hliðar þess. Hann er mjög fjölhæfur. Ég álit að allt líf Alberts hingað til hafi verið stórkostlegur boðskapur fyrir „fair play“, trúmennsku og djörfung bæði hérlendis og erlend- is. Og í stjórnmálum sem öðru hefur hann látið sína innstu hjart- ans sannfæringu ráða ferðinni. Það er nauðsynlegt að forseti íslands lýðveldis hafi reynslu á stjórnmálum og gangi þeirra. Þetta hefur Albert Guðmundsson. Hann hefur verið og er höfðingi og sími þjóðar sinnar og veit ég að enn í dag skipar hann virðulegan sess hjá fjölda í þeim löndum þar sem hann stundaði sína atvinnu- knattspyrnu vel og drengilega. Það er hjartans ósk mín að íslenzka þjóðin sýni honum þakk- læti sitt með því að kjósa hann forseta þann 29. þ.m. Og ekki er kona Alberts, Bryn- hildur Jóhannsdóttir, síðri dreng- lundarkona, myndarkona og með mikla málakunnáttu eins og mað- ur hennar. Hún, er sem kunnugt er, af skáldaætt og hefur hún flutt frumsamda drápu í Þingmanns- veizlum um alla 60 þingmenn sem hefur vakið mikla athygli. Hún er mikil hæfileikakona og myndi hún án efa setja glæsilegan svip á Bessastaði við hlið mannsins síns. Róbert Jack. Eins og stundum áður eigum við völ á mikilhæfum frambjóðendum til forsetakjörs. Gæti hver þeirra um sig sett njark sitt á embættið og jafnvel beitt sér á afgerandi hátt, svo að varðaði heill þjóðar- innar, eftir því sem hann hefur persónuleika, þekkingu, skapfestu og reynslu til. Slíkt ber sannar- lega að hafa í huga, þegar horft er framá hættusama komandi tíð. Ég get ekki fallist á það sjón- armið, sem sífellt er verið að varpa á milli sitt á hvað, að það væri eitthvert meiriháttar slys, þótt t.d. Vigdís eða Guðlaugur yrðu kjörin. Það er hvimleiður og ofstækisfullur áróður. Þau eru bæði búin ágætum kostum. Það er heldur ekkert slys að vinna ekki vinning í happdrætti. Maður stendur eftir alveg samur og jafn. En auðvitað líka, án „þess stóra". Ég tel hins vegar Pétur vera stóra vinninginn í þessum kosningum. Af sama áróðurstoga spunnar eru þær staðhæfingar, sem koma fram i margsvíslegum tilbrigðum, að valið standi aðeins um ein- hverja tvo af fjórum, hinir séu ekki lengur með. Nokkuð er slíkt karp lítilla sanda og litilla svæða, og lýsir umfram allt skorti á almennri háttvísi við frambjóð- endur. Kemur þetta ekki einungis fram í einstökum greinum stuðn- ingsmanna, heldur einnig í nokkr- um dagblöðum, sem greinilega veita ákveðnum frambjóðendum brautargengi. Frambjóðendur eru fjórir og nú er það skortur á kurteisi við sjálfa kjósendur að ætla þeim þá auðsveipni undir áróðri angistar og slysahræðslu, að þeir megni ekki að beita eigin dómgreind á kjördegi; Eða að gera því skóna, að hinn 29. júní n.k. muni eiga sér stað kosningaget- raun en ekki kosningar. Það er e.t.v. dæmigert fyrir Pétur, sem meira en nokkurn hinna frambjóðendanna hefur þarfnast kynningar, hve litla áherslu hann hefur lagt á það við stuðningsfólk sitt að fá um sig lof á prenti eða bumbur barðar. Hann hefur ávallt haldið fast við þá sannfæringu sína, að sá sem býður sig fram til forsetaembættis verði sjálfur að kynna sig og sýna hvað í honum býr. Undir því verði hann einn og maki hans að standa. Því hafa þau hjón lagt á sig slíkt erfiði og áherslu að hitta fólk og sýna, að „maðurinn er það sem hann er“. Ekkert plat. Ekki platalþýðu- mennska, platlandsföðurlegheit, platgáski, platþjóðlegheit. Pétur er alþýðlegur, þjóðlegur og skemmtilegur. Hann er þjóðar- leiðtogi. Það er ekta. Hann hefur á sér heimsborgaralegt snið jafn- framt því sem hann er með bestu íslendingum eins og dæmin sanna að algengt er meðal þeirra sem starfa að íslandsmálum erlendis. Á Bessastöðum hefur áður setið fyrrverandi starfsmaður utanrík- isráðuneytis langtímum saman, og enginn hefur vænt Grím Thomsen um að hafa ekki verið góður íslendingur fyrir þær sakir að hann bjó og starfaði í Danmörku meira en áratug. í nýútkomnu tímariti Máls og Menningar fjallar Kristján Árna- son um skáldið Jóhann Jónsson, sem eins og kunnugt er bjó lengi í Þýskalandi. Þar segir: „Það er að vísu síður en svo neitt einsdæmi, að íslenskt skáld eða andans maður dvelji langdvölum erlendis, og ef betur er að gáð, er álitlegur hluti íslensks skáldskapar til orð- inn á erlendri grund. Þó má einmitt benda hér á sérstöðu Jóhanns, því yfirleitt hefur utan- landsdvöl orðið til að efla þjóðern- istilfinningu manna og komið þeim til að skynja ... hve djúpar rætur þeir áttu í náttúru, sögu og þjóðlífi ættarlands síns. Pétri finnst því ekki mest um vert að sanna mennsku sína og þjóðernislund með því að rífa í sig þorramat í augsýn þjóðar í sjón- varpsþætti einsog hann var beð- inn um en synjaði, svo einhverjir fyrrtust við á sjónvarpinu. Hann hefur hinsvegar sannað mennsku sína, hlýju og gáska því fólki sem honum hefur kynnst fyrr og einn- ig nú á ferðum sínum um landið. Það er seinleg aðferð, og satt að segja oft til þess fallin að láta hárin rísa á höfðum okkar stuðn- ingsmanna vegna rólyndis hans við kosningavélabrögð og sann- færingar á ómengaðan málstað- inn. Én nú er einsog allt ætti að falla í saumana. Undanfarna daga og vikur hafa orðið straumhvörf. Svo virðist sem fólk grilli allt í einu í gegnum skarkalann og ljósadýrðina í kjarna málsins og verði ljóst, að í þessum leik er aðeins einn stór vinningur: Pétur Thorsteinsson. Kristján Albertsson: Pétur Thorsteinsson Kristján Albertsson ólafur Mixa Ólafur Guttormsson: Ekki embættismann — held- ur alþýðlegt yfirvald Sú reginvilla hefur fengið tölu- verða vængi, að forseti lýðveldis- ins þyrfti að vera háskólagenginn, helzt að hafa einhverja embætt- ismannareynslu og umfram allt að geta haldið snotrar ræður um fortíðina og feðranna frægð. Það mætti kannske minna á, að ekki var Snorri háskólagenginn, en býr þó í dag yfir meiri frægð og frama en nokkur annar íslendingur. Og heldur ekki er vitað að ástmögur íslands „Jón forseti Sigurðsson hafi getað státað af einni eða neinni magistergráðu háskóla, hérlendis né erlendis. Nei og aftur nei — embætt- ismannakerfi þjóðarinnar er ærið að vöxtum og valdi og þangað þurfum við ekki nauðsynlega að sækja okkur mann eða konu á forsetastól lýðveldisins ísland. Við þurfum heldur ekki að leita með logandi ljósi eftir einum eða neinum, sem á háskólabekk hefur setið. Svo er Guði fyrir að þakka, að íslenzka þjóðin á marga úrvals- menn, sem hæfir eru til forseta- tignar og svipmikillar fyrir- mennsku, þótt þeir hafi ekki innbyrt háskólamenntun né embættismannareynslu, jafnt til sveita í bændastétt, til sjávarsíð- unnar í sjómannastétt, til þéttbýl- isins í kaupsýslumanna- iðnaðar og daglaunamannastétt. Svo vel er íslenzka þjóðin sett í alþýðu- menntun og sjálfsmenntun manna, bæði til orðs og æðis. Við eigum nú völ á því að fela einum slíkum manni forystu og fyrirsjá lands og lýðs á forseta- stóli, manni, sem hafist hefur af sjálfum sér, eins og beztu menn þjóðarinnar fyrr og síðar, manni, sem borið hefur hróður þjóðar sinnar vítt um heim, manni, sem alltaf hafði að leiðarljósi þessi orð: Islandi allt — Áfram Island. Þessi maður er — eins og allir vita í dag — Aibert Guðmundsson, alþm. með sinn frábæra lífsföru- naut sér við hlið, frú Brynhildi Jóhannsdóttur. Þjóðin þekkir Albert Guð- mundsson að drengskap, hjálp- semi, karlmennsku og heiðarleika í djörfum leik. En þjóðin þekkir hann líka sem stefnufastan, rétt- sýnan og ötulan stjórnmálamann og starfsmann með afbrigðum, sem ekkert flokksvald eða þrýsti- hópar geta haft áhrif á gegn hans eigin sannfæringu. Þess vegna treystir þjóðin Al- bert Guðmundssyni. Og þess vegna velur þjóðin þau hjónin, Brynhildi og Albert. Til að sitja æðsta og mesta heimili lands og lýðs að Bessa- stöðum með virðingu og hófsömu veldi. ólafur Guttormsson Stýrimannast. 3 (6759-8946)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.